Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2002, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2002, Síða 36
44 Helgarblað LAUGARDAGUR 23. MARS 2002 DV ^ Lambastrimlar í sætri sojasósu 600-800 g beinlaust lambakjöt 3 msk. matarolía salt og pipar Grænmetisblanda í sojasósu 200 g ferskt spinat 1/2 blaðlaukur 200 g spergilkál, ferskt eða fryst 100 g sérrítómatar 3 dl kjúklingasoð (vatn og 1/2 Knorr- m teningur) 1 dl sojasósa, sæt 1 msk. kóríanderlauf, söxuð Skerið kjötið í strimla. Snöggsteikið í heitri olíu, bragðbætið með salti og pip- ar. Eftir eina mínútu er söxuðu og gróft skomu grænmeti bætt á pönnuna og steikt áfram í tíu mtnútur. Bætið síðan sojasósu og kjúklingasoði á pönnuna ásamt heilum sérrítómötum og kóríand- erlaufum. Látið suðuna koma upp og berið fram strax. Berið fram með soðn- um hrísgrjónum. Lambagrýta með kóríander 5 matskeiðar af olíu em hitaðar á pönnu. 3 smátt skomir laukar settir út í . ■; og 3 matskeiðar af engifer og hvítlauks- mauki. Steikt létt í 1 mínútu. 5 matsk. af maukuðum kóríanderblöðum og stilk- um og 2 matskeiðar af kóríanderfræj- um, steyttum, ásamt 1 matsk. af kúmen- fræjum (indverskum), steyttum, og 1 matsk. kanii bætt út í og soðið í 5 min- útur við vægan hita. Hálft kíló magurt lambakjöt er sett út í sósuna og látið malla þar til kjötið er soðið. 4 maukaðir tómatar og 100 ml jógúrt án bragðefna sett út í og soðið áfram við mjög hægan eld þar til allt er vel soðið. Saltað ef þurfa þykir. v Pasta með lambakjöti í þennan matarmikla pastarétt má nota afganga af lambi eða öðru kjötmeti. Uppskrift: 1 msk. ólífuolía 550 g lambakjöt í litlum bitum 1 saxaður laukur 2 gulrætur, skomar í teninga salt og svartur pipar 600 ml pilsner 600 mlvatn 225 g grænar baunir í 450 g pastaskrúfur 150 ml sýrður rjómi paprikuduft. Hitið olíuna á djúpri pönnu. Brúnið lambakjötsbitana á pönnunni og bætið síðan við lauknum og gulrótunum og kryddið með salti og pipar. Hrærið vel í öllu og bætið síðan við pilsnemum og vatninu. Látið sjóða og minnkið síðan hitann þegar suðan kemur upp og látið lok á pönnuna. Leyfið blöndunni að malla á lágum hita í 1 1/2 tíma. Bætið síðan baununum og pastanu út í, hrær- ið vel í og látið suðuna koma upp aftur. Setjið smáslettu af sýrðum ijóma ofan á hvem skammt sem borbm er fram og kryddið hann með paprikudufti. Lambastrimlar með fíkjum og rúsfnum 800 g beinlaust lambakjöt 3 msk. matarolía til steikingar 1-2 msk. smjör 200 g fíkjur, þurrkaðar 100 g rúsínur 400 g grænar baunir, frystar 4 dl kjúklingasoð (vatn og teningur eða kraftur) 1-2 msk. maisenamjöl eða sósujafnari salt og pipar Skerið kjötið í strimla og snöggsteik- ið í heitri olíu. Bragðbætið með salti og pipar. Bætið ávöxtum og grænmeti á pönnuna og léttbrúnið allt. Hellið þá kjúklingasoði yfir og sjóðið í eina mín- y útu. Þykkið með sósujafnara. Sjóðið áfram í 2-3 mínútur. Berið fram með grófu brauði og soðnum kartöflum. Páskalambið í Sögu daganna eftir Árna Björnsson segir að páskahátíðin hafi verið til meðal gyðinga í langan tíma og löngu fyrir daga Móse, eða meðan hebrear voru enn hirðingjar. Var hún þá hald- in til að fagna fæðingu fyrstu lambanna sem eins konar uppskeruhá- tíð. Þá átu þeir páskalambið með við- höfn eins og Jesús síðar með læri- sveinum sínum. Lambakjöt hefur verið á borðum landsmanna frá upphafi byggðar og er það sívin- sælt. Flestir landsmenn hafa alist upp við að fá ofnsteiktan hrygg eða læri í sunnu dagsmatinn en und- anfarin ár hefur fjölbreytni í mat reiðslu þess auk- : ist mjög, kannski ekki sist L . * *JÍ með tilkomu ®;- nýrra kryddtegunda á íslenskum markaði. Nýjar vinnsluaðferöir hafa líka sitt að segja og er vöruþróun stór þáttur hjá kjötvinnslum. í rannsókn sem gerð var fyrir nokkrum árum V kom fram að íslenskt lamba- kjöt er hollara en s y lambakjöt frá öðrum Evr- 'i;f ópulöndum. Sem dæmi má ■/ nefna að í því er að finna mest magn og hæst hlutfall omega-3 fitusýra og einnig hefur þaö mjög hátt hlutfall vöðva á móti fitu og bein- um. í þessari sömu könnun kom einnig fram að islenska kjötið var meyrast af því kjöti sem prófað var. Grísk tónlist er lystaukandi - og fer vel meö matreiðslu lambakjötsins Mér finnst lambakjötið okkar vera það besta í heimi,“ segir Sigfrið Þóris- dóttir, framkvæmdastjóri Pottagaldra og áhugamaður um mat og matreiðslu, þegar hún er beðin um að gefa lesend- um DV góð ráð og uppskriflir að páska- lambinu. „Og ekki síst vegna þess hversu aðbúnaður lambanna er góður. Þau eru frjáls í náttúrlegum beitarlönd- um undir lífgjafanum sólinni. Fæða þeirra er hrein náttúruafurð sem skilar sér í frábæru kjöti. Hvers meira getum við vænst af einni afurð?“ Tónlist er lystaukandi Sigfrið segir að sé fólk glatt við matseldina stundi það hana af meiri alúð og að það skíli sér í betri mat. Bendir hún fólki á að nýta sér tónlistina til að lyfta andanum meðan á matseld stendur. „Ég mæli sérstaklega með þvi að setja Pavarotti á fóninn, t.d. safndiskinn Essential One, hann á svo vel við lambið. Svo er góður salsadiskur fmn með tyrkneska lambinu, nú eða grisk tónlist, hún er svo lystaukandi. Ég er búin að skoða tengsl tónlistar og mat- argerðar í mörg ár og veit að matarilm- ur og tónlist um alla íbúð er mjög lystaukandi og setur matargerðina á hærra plan. Svo má líka alltaf fara með sleifamar inn í stofu og dansa með þeg- ar maður heyrir einhver skemmtileg stef.“ En ætti fólk ekki að hlusta á kristi- lega tónlist á páskum? „Ekki á meðan það eldar, þá á það að hlusta á tónlist með gleði. Reyndar ætti mannkynið að gleðast yfir vígslu Krists þó hún hafi verið erfið, sbr. krossfest- inguna. En eftir allar „krossfestingar" eða krísur kemur upphafning. Vígsla Krists lyfti vit- und mannkyns- ins á hærra plan og það var markmið henn- ar. Þess vegna eigum við að þakka og gleðj- ast yfir þeim áfanga sem er enn að verki þótt 2000 ár séu liðin. Gleði er hluti af kær- leik!“ lhangið kryddað Lambiö kryddað Gott er að væta kryddiö í olíu eða víni og stinga því svo inn í lítil göt sem skorin hafa veriö í vöðvann. og Sigfríð segir auðvelt aö meðhöndla lambakjötið, það taki vel við ólíklegustu kryddtegundum og sé meyrt og gott fái það að hanga vel. „Ef það er frosið þarf það að vera í ísskápnum i allt að viku. Ef ég hef ekki viku þá læt ég það liggja á eldhúsborðinu yfir daginn tii að ná úr því mesta frostinu áður en því er stung- ið í ísskápinn. En það þarf alltaf nokkra daga þar.“ Mjög gott er að krydda lamb 2-3 dög- um áður en það er eldað, en mér finnst það taka best við fjallajurtum eins og timian, rósmarín, majoran, oregano og svo auðvitað hvítlauk. Hjá Pottagöldr- um eru framleiddar tvær kryddblöndur sem hafa verið mjög vinsælar á lamba- kjöt; lamb islandia og villijurtablanda DV MYNDIR: HARI Páskalamb með fjallajurtum Sigfríö Þórisdóttir, framkvæmdastjóri Pottagaldra, með páskalambið. Hún segir að sé fólk glatt við matseldina stundi það hana af meiri alúð og að það skili sér í betri mat. Bendir hún fólki ð að nýta sér tónlistina til aö lyfta andanum meðan á matseld stendur. og séu þær notaðar þarf einnig að salta og pipra kjötið. Sigfríð mælir með því að stinga lítil göt í Kjötið með hnífi og stinga krydd- inu þar inn auk þess að krydda það að utan. Þannig nær kryddbragðið alveg inn að beini. Krydd- ið verður meðfæriiegra efþaðervætt í smáolíu eða víni, svo sem rauðvíni, hvitvíni, púrtvíni eða koníaki. Villisveppasósa Skógarsveppi og/eða villisveppi má fá í mörgum verslunum og sósa úr þvi hráefni hentar vel með jurtakrydduðu lambalæri. Þar sem sveppimir eru af- skaplega bragðsterkir þarf litið magn í sósu, kannski um 10 g. Sveppimir em bleyttir upp í vatni í smá stund og síðan léttsteiktir. Siðan er soðinu af lærinu hellt yfir sveppina og sósan þykkt. Þeir sem vilja geta svo alltaf leikið sér meira með sósuna. Vatnið sem sveppimir vom bleyttir upp í má nota til að bragð- bæta hana en af því er sterkt sveppa- bragð. Þekkt herkænskubragð i mat- reiðslu er að nota osta, t.d camembert, bóndabrie eða gráðaost, og rifsbeija- eða blábeijasultu til að gera himneskar sós- Með þessu eru bomar fram kartöflur; brún- aðar, bakaðar eða bara soðnar. Einnig er hægt að skera kartöfl- umar í báta, með hýðinu og baka þær í ofhi. Þá er gott að salta þær eða setja hvítlauk með. Annað meðlæti fer svo eftir smekk þess sem eldar en þar má nefna salat og rauðkálið og grænu baunim- ar standa alltaf fyrir sínu. lýrkneskt læri. Þeir sem vilja breyta til og prófa eitthvað nýtt um páskana geta matreitt tyrkneskt lamb. Matreiðsla þess er einfold og það er afskaplega gott. Kjötið er kryddað á sama hátt, nema hvað nú er notað kebabkrydd. Síðan er hreinni jógúrt eða örlítið þeyttum sýrðum ijóma smurt utan á. Lærið er síðan bakað í potti í ofninum. Með lærinu em bomar fram kartöfl- ur sem skomar hafa verið í báta og bak- aðar með hvítlauksolíu. Þegar þær koma úr ofhinum eru þær skreyttar með ferskri steinselju. Ostagratín hent- ar líka vel á kartöflumar en nota verð- ur feitan ost, eins og t.d Gouda til að það verði virkilega gott. Jógúrtið og safinn sem kemur af kjöt- inu er notað sem sósa og þá er gott að hafa naan brauö eða tortiilas til að dýfa ofan í sósuna. Með þessu er gott að hafa steinselju- salat. í þvi em smátt skomir tómatar og fullt af ferskri steinselju og ólífuolíu hellt yfir. Notið ekki mjúka kjötið innan úr tómötunum. Þeir sem ekki vilja setja jógúrt eða sýrðan rjóma á lærið sjálft geta gert kalda sósu til að hafa með tyrkneska lærinu. T.d. má hræra ítölsku hvít- laukskryddi saman við sýrðan ijóma og fæst þá fersk og góö sósa eða ídýfa. Að þíða lambakjöt Til að tryggja að lambakjötið verði bragðmikið, meyrt og safa- ríkt er því pakkað inn i þéttar plastumbúðir og látið þiðna í kæli- skáp. Best er að láta sneiðar þiðna í 2-3 sólarhringa og heil læri og hryggi í 3-5. Hvemig er best að marinera? Veltið kjötinu upp úr kryddleg- inum eða berið hann á kjötið með pensli. Látið kjötið liggja í krydd- leginum í um 3 klst. við stofuhita eða í a.m.k. 1-2 sólahringa í kæli meðan á afþíðingu stendur. Ekki má nota salt við mariner- ingu vegna þess að það dregur safa úr kjötinu. Betra er að salta við matreiðsluna. Hve lengi á að steikja? Steikið kjötið í ofni við 225' C. Bleikt - 10 min. á hver 450 g og 20 mín. að auki. Meðalsteikt - 13 mín. á hver 450 g og 20 min. að auki. Vel steikt - 20 mín. á hver 450 g og 20 mín. að auki. Önnur góð aðferð er að loka kjöt- inu við 250' C í 20 mín., lækka svo hitann niður í 180' C og steikja í 1 klst. Þessi tími passar vel við með- alstór íslensk lambalæri. Leyfið kjötinu alltaf að standa i minnst 10 mín. áður en það er skorið. Lambastrimlar með sinnepssósu 600-800 g beinlaust lambakjöt 3 msk. matarolia salt og pipar Sinnepssósa með grænmeti 16 stk. ferskur aspas, grænn 1 bakki smámais 2-3 gulrætur 1 dl hvítvin, óáfengt 2 dl kjúklingasoð 1 dl ijómi 2-3 msk. sinnep, sterkt Skerið kjötið í strimla og snögg- steikið í heitri ohu. Bragðbætið með salti og pipar. Leggið til hliðar. Sósan: Flysjið aspasinn, skerið í grófa bita (fleygið endunum) og skerið gulrætur í strimla. Hitið olíu á pönnu og léttbrúnið græn- metið. Hellið hvítvíni út á ásamt kjúklingasoði, sjóðið í 1-2 minútur. Bætið þá ijóma saman við ásamt sinnepi. Blandið vel og setjið að síðustu lambakjötsstrimlana út í. Hitið í gegn. Berið fram með soðn- um hrísgrjónum. Heimild: Uppskriflir.is Næringargildi Lambalæri eru væntanlega eins misjöfn og lömbin eru mörg en eftirtald- ar tölur gefa til kynna næringarglldi fitusnyrtra læra eftir að þau hafa Efnainnihald í hundraö grömmum er: Hltaeiningar 730 Kalk 6 mg Kolvetni O g Flta 10,9 g Prótín 19,2 g Jám 1,90 mg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.