Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2002, Page 43

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2002, Page 43
FIMMTUDAGUR 28. MARS 2002 51 DV EIR á fimmtudegi Bréf til blaðsins „Til EIR! Ég vil fá að vita hvers vegna Flosi Eiríksson situr enn í stjóm Strætó bs. eftir fréttir sem borist hafa af launum stjómar- formanns á með- an hann treysti sér ekki til að sitja í stjóm Símans vegna launamála stjómarformannsins þar? Kveðjur, Lárus.“ Svar: „Þetta mál er allt annað og öðravísi vaxið en það sem átti sér stað í Símanum. Allir bæjarstjórar sem hlut áttu að máli komu að samningnum við Skúla Bjamason. Svo vil ég taka fram að ég er að- eins varamaður í stjóm Strætó bs. og hef ekki setið nema 2-3 stjórnar- fundi þar,“ segir Flosi Eiríksson. Jón Ársæll Alltaf á sunnudögum. Jón fær uppreisn Sjálfstætt fólk Jóns Ársæls Þórðarsonar á Stöð 2 hefur feng- ið uppreisn æru eftir að stjóm stöðvarinnar ákvað að færa þátt- inn á besta sýningartíma, strax að loknum Viltu vinna milljón? á sunnudagskvöldum. Jón Ár- sæll hefur hingað tíl þurft að sætta sig við að vera á dagskrá á þriðjudagskvöldum, klukkan 19.30, þegar flestir sjónvarps- áhorfendur em að sjóða kartöfl- ur eða fylgjast með fréttum Rík- isútvarpsins. Fyrstí þáttur Jóns Ársæls á nýjum tima verður sunnudagskvöldið 7. apríl en þá tekur hann hús á Jónínu Bene- diktsdóttur likamsræktarfröm- uði. Ekki náðist í Jón áður en blaðið fór í prentun. Hann er ekki með GSM. Ljótur hundur Vert er að benda á smáaug- lýsingu sem birt- ist á blaðsíðu 41 í blaðinu i dag. Þar auglýsir hljómsveitin Ljótur hundur eftir umboðs- Hundur Umboðsmaöur óskast. manni. Óskað er eftir kátum manni með háskólamenntun og.. ekki er tekið á móti umsóknum frá smábömum“. Mikið er að gera hjá Ljótum hundi og treystir hljóm- sveitin sér ekki til að halda áfram án umboðsmanns. Leiörétting Að gefriu tilefni skal tekið fram að þrátt fyrir þá upprisuhátíð sem nú gengur i garð er ekki ástæða til að ætla að hún vinni bót á þeim risvandamál- um sem hrjá kristna karlmenn. Færeyingar og Þjóðverjar æstir í stuð: Sveitaböllin flutt úr landi - Stuðmenn stefna á Hróarskelduhátíðina íslensk sveitaböll era að verða út- flutningsvara. markaðurinn innan- lands orðinn bágborinn, þykir ekki arðvænlegur til útgerðar og þvi eru íslenskar stórhljómsveitir famar að líta út fyrir landsteinana - og sum- ar farnar af stað. Stuðmenn hafa til dæmis þegar leikið í nokkrum þýsk- um klúbbum og náð þar að galdra fram íslenska sveitaballastemningu fyrir miklu fleiri gesti og miklu meiri peninga en hægt er að hala inn í sýslum landsins. Ólafsvakan bíður Færeyjar hafa gefið tóninn í þess- ari nýbreytni en þar er æpandi eft- irspurn eftir íslensku tjútti enda eyjarskeggjar aldir upp yið dægur- lög úr íslensku útvarpi. Á eyjunum eru Stuðmenn í guðatölu og hefur verið boðið á Ólafsvökuna sem mun vera eitt stærsta dansiball í heimi þegar vel tekst til. Stuðmenn hafa hannað nýtt pró- gramm fyrir sveitaböll sín í Evrópu þar sem þeir blanda saman gömlum Stuðmannaslögurum, tónlist Þursa- flokksins og rokkinu í Grýlunum. Enda eiga þessar hljómsveitir allar fulltrúa í Stuðmönnum nútímans. Færeysku dagblöðin skrifa tölu- vert um þessar nýju vendingar í evrópsku skemmtanalífi en fær- eyska hljómsveitin Týr er sem kunnugt er hér á landi og leikur á sveitaböllum með Stuðmönnum yfir páskahelgina. í færeyskum blöðum má meðal annars lesa þetta: „...spæla á Roskilde" „Umboðið hjá Týr á Hljómalind, hevur stórar við Týr, og ein av hesum ætlanum er at bólkin á spæla á Roskilde Festival- inum saman við Stuðmenn í srnnm- ar. Stjórin í Hljómalind, sum kallast Kiddi, hev- ur drúgvar royndir í fakinum og hann hevur áður fingið íslendska bólkin Sigur Rós frammi i Europa." íslandi, ætlanir , Islenskt sveitaball í Evrópu íslensk stuðlög með alþjóölegum takti - Þjóðverjar dansa með í hópum og vilja mlklu til kosta. Pílur í hjarta Kristinn Sæmundsson, kaupmaður í Hljómalind, tekur undir þetta allt og segir að víða í Evrópu sé nú unnið að því að koma Stuðmönnum á Hró- arskelduhátíðina. Spilerí sveitarinn- ar í Þýskalandi hafi gengið framar vonum og þeir séu bókaðir á 80 þús- und manna sveitaball í Þýskalandi helgina fyrir Hróarskelduhátíðina og stefnt að þvi að þeir fari með sama prógrammið til Danmerkur - ef úr verður. Pílur Stuðmanna hitta beint í hjartastað þýskra tónlistaráhuga- manna vegna þess að þeir kyrja meló- diur með léttum, alþjóðlegum takti - og þannig vilja Þjóðverjar hafa það. Hróarskelduhátíðin verður haldin Stuömenn Bræöa saman evrópskt prógramm úr eigin tónlist, Þursaflokksins og Grýlnanna. Laddi týndur síðustu helgina í júní og Stuðmenn era búnir að pakka - til vonar og vara. MAMMA VAKNAR „Þetta er í fyrsta sinn sem ég heyri hið væmna lag, Mamma ætlar að sofiia eft- ir Sigvalda Kaldalóns, hljóma vel og það er ekkert smáræöis listrænt afrek.“ (Jónas Sen í tónlistargagnrýni IDV.) EKKI HRESSANDI „Aukaverkanir reynast mörgum mjög erfiðar, svo sem slen, svitaköst, munn- og augnþurrkur, meltingartruflanir, stinn- ingar- og fúllnægingar- erfiðleikar ... Ekki sérlega hressandi.“ (Ólöf I. Davíösdðttir um þunglyndislyf í Morgunblaöinu.) JÓN? „Skyldu stjómvöld víðar í heiminum hafa þann hátt- inn fremstan, að dæma viðskiptamenn eftir gróu- sögum og gera hvað þeir geta til að knésetja þá?“ (Hjálmar Blöndal í Morgunblaöinu um Mohammed Al -Fayed sem fær ekki aö kaupa Wembley.) ALDREI NÓG „Þau gætu auðveldlega verið fleiri; það verður seint sem ég næ honum foður mínum.“ (SiguröurA. Magnússon í Frétta- blaöinu um bömin sín fimm og bamabörnin níu.) Halldór. Harpa. Gunnar. Hver sýnir innyflin? Oft er taiað um aö leikarar og leikhús- fólk verði að leita inn á við til að ná ár- angri. Sú er raunin í leikritinu ... and Björk of course eftir Þorvald Þorsteins- son, en verkið verður frumsýnt sunnu- daginn 7. apríl. Samkvæmt heimildum úr Borgarleikhúsinu er nú leitaö logandi ljósi að styrktaraðila í hópi fyrirtækja sem flyfja inn magaspeglunarmyndavél- ar, en slíkur gripur er einn af aðalleik- munum sýningarinnar. Aðalspennan inn- an leikhópsins er nú fólgin í því hver hreppir það hnoss að vera þræddur með myndavélinni. Þeir sem koma þar til greina eru Sigrún Edda Bjömsdóttir, Halldór Gylfason, Halldóra Geirharðs- dóttir, Sóley Elíasdóttir, Þór Tulinius, Gunnar Hansson og Harpa Amardóttir. En leikhúslífið er ekki bara þarmaspegl- anir. Búið er að þýða verkið á frönsku og Sóley. Halldóra. Þor. það áður en verkið hefúr verið frum- sýnt hér á landi. „Frakkamir kunna að meta íslensk inn- yfli,“ segir heimild- armaður í Borgar- leikhúsinu. „Upp- hefðin kemur að utan eins og alltaf." - kominn heim „Ég hef bara ekkert verið í sjón- varpinu i vetur. Það er skýringin," segir Laddi sem hefur verið týndur svo mánuðum skiptir. Hvorki til hans sést eða heyrst. „Ég hef verið að gera það sama og venjulega, lesa inn á teiknimyndir og skemmta á samkomum. Eina breytingin er sú að ég er kominn heim,“ segir Laddi og á þar við að hann er fluttur í Hafnarfjörðinn þar sem hann er borinn og barnfæddur. Hefur komið sér fyrir í Háholtinu, rétt við golf- völlinn .. vegna þess að ég spila golf,“ segir hann. Laddi er að undirbúa hátíðarú- gáfu af því besta sem Halli og Laddi hafa hljóðritað á undanförnum áram og er mikið í lagt. Bók fylgir geisladiski með öllum textum og æviágripi þeirra bræðra sem grín- ast hafa meira en aðrir menn á um- liðnum áram. „Ég er sáttur. Ég er til,“ segir Laddi. Laddi hlssa Kominn heim í Hafnarfjörð. Páskar 2002 Málshættir varpa oft nýju Ijósi á þann veruleika sem við þúum viö. -A V

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.