Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2002, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2002, Blaðsíða 43
FIMMTUDAGUR 28. MARS 2002 51 DV EIR á fimmtudegi Bréf til blaðsins „Til EIR! Ég vil fá að vita hvers vegna Flosi Eiríksson situr enn í stjóm Strætó bs. eftir fréttir sem borist hafa af launum stjómar- formanns á með- an hann treysti sér ekki til að sitja í stjóm Símans vegna launamála stjómarformannsins þar? Kveðjur, Lárus.“ Svar: „Þetta mál er allt annað og öðravísi vaxið en það sem átti sér stað í Símanum. Allir bæjarstjórar sem hlut áttu að máli komu að samningnum við Skúla Bjamason. Svo vil ég taka fram að ég er að- eins varamaður í stjóm Strætó bs. og hef ekki setið nema 2-3 stjórnar- fundi þar,“ segir Flosi Eiríksson. Jón Ársæll Alltaf á sunnudögum. Jón fær uppreisn Sjálfstætt fólk Jóns Ársæls Þórðarsonar á Stöð 2 hefur feng- ið uppreisn æru eftir að stjóm stöðvarinnar ákvað að færa þátt- inn á besta sýningartíma, strax að loknum Viltu vinna milljón? á sunnudagskvöldum. Jón Ár- sæll hefur hingað tíl þurft að sætta sig við að vera á dagskrá á þriðjudagskvöldum, klukkan 19.30, þegar flestir sjónvarps- áhorfendur em að sjóða kartöfl- ur eða fylgjast með fréttum Rík- isútvarpsins. Fyrstí þáttur Jóns Ársæls á nýjum tima verður sunnudagskvöldið 7. apríl en þá tekur hann hús á Jónínu Bene- diktsdóttur likamsræktarfröm- uði. Ekki náðist í Jón áður en blaðið fór í prentun. Hann er ekki með GSM. Ljótur hundur Vert er að benda á smáaug- lýsingu sem birt- ist á blaðsíðu 41 í blaðinu i dag. Þar auglýsir hljómsveitin Ljótur hundur eftir umboðs- Hundur Umboðsmaöur óskast. manni. Óskað er eftir kátum manni með háskólamenntun og.. ekki er tekið á móti umsóknum frá smábömum“. Mikið er að gera hjá Ljótum hundi og treystir hljóm- sveitin sér ekki til að halda áfram án umboðsmanns. Leiörétting Að gefriu tilefni skal tekið fram að þrátt fyrir þá upprisuhátíð sem nú gengur i garð er ekki ástæða til að ætla að hún vinni bót á þeim risvandamál- um sem hrjá kristna karlmenn. Færeyingar og Þjóðverjar æstir í stuð: Sveitaböllin flutt úr landi - Stuðmenn stefna á Hróarskelduhátíðina íslensk sveitaböll era að verða út- flutningsvara. markaðurinn innan- lands orðinn bágborinn, þykir ekki arðvænlegur til útgerðar og þvi eru íslenskar stórhljómsveitir famar að líta út fyrir landsteinana - og sum- ar farnar af stað. Stuðmenn hafa til dæmis þegar leikið í nokkrum þýsk- um klúbbum og náð þar að galdra fram íslenska sveitaballastemningu fyrir miklu fleiri gesti og miklu meiri peninga en hægt er að hala inn í sýslum landsins. Ólafsvakan bíður Færeyjar hafa gefið tóninn í þess- ari nýbreytni en þar er æpandi eft- irspurn eftir íslensku tjútti enda eyjarskeggjar aldir upp yið dægur- lög úr íslensku útvarpi. Á eyjunum eru Stuðmenn í guðatölu og hefur verið boðið á Ólafsvökuna sem mun vera eitt stærsta dansiball í heimi þegar vel tekst til. Stuðmenn hafa hannað nýtt pró- gramm fyrir sveitaböll sín í Evrópu þar sem þeir blanda saman gömlum Stuðmannaslögurum, tónlist Þursa- flokksins og rokkinu í Grýlunum. Enda eiga þessar hljómsveitir allar fulltrúa í Stuðmönnum nútímans. Færeysku dagblöðin skrifa tölu- vert um þessar nýju vendingar í evrópsku skemmtanalífi en fær- eyska hljómsveitin Týr er sem kunnugt er hér á landi og leikur á sveitaböllum með Stuðmönnum yfir páskahelgina. í færeyskum blöðum má meðal annars lesa þetta: „...spæla á Roskilde" „Umboðið hjá Týr á Hljómalind, hevur stórar við Týr, og ein av hesum ætlanum er at bólkin á spæla á Roskilde Festival- inum saman við Stuðmenn í srnnm- ar. Stjórin í Hljómalind, sum kallast Kiddi, hev- ur drúgvar royndir í fakinum og hann hevur áður fingið íslendska bólkin Sigur Rós frammi i Europa." íslandi, ætlanir , Islenskt sveitaball í Evrópu íslensk stuðlög með alþjóölegum takti - Þjóðverjar dansa með í hópum og vilja mlklu til kosta. Pílur í hjarta Kristinn Sæmundsson, kaupmaður í Hljómalind, tekur undir þetta allt og segir að víða í Evrópu sé nú unnið að því að koma Stuðmönnum á Hró- arskelduhátíðina. Spilerí sveitarinn- ar í Þýskalandi hafi gengið framar vonum og þeir séu bókaðir á 80 þús- und manna sveitaball í Þýskalandi helgina fyrir Hróarskelduhátíðina og stefnt að þvi að þeir fari með sama prógrammið til Danmerkur - ef úr verður. Pílur Stuðmanna hitta beint í hjartastað þýskra tónlistaráhuga- manna vegna þess að þeir kyrja meló- diur með léttum, alþjóðlegum takti - og þannig vilja Þjóðverjar hafa það. Hróarskelduhátíðin verður haldin Stuömenn Bræöa saman evrópskt prógramm úr eigin tónlist, Þursaflokksins og Grýlnanna. Laddi týndur síðustu helgina í júní og Stuðmenn era búnir að pakka - til vonar og vara. MAMMA VAKNAR „Þetta er í fyrsta sinn sem ég heyri hið væmna lag, Mamma ætlar að sofiia eft- ir Sigvalda Kaldalóns, hljóma vel og það er ekkert smáræöis listrænt afrek.“ (Jónas Sen í tónlistargagnrýni IDV.) EKKI HRESSANDI „Aukaverkanir reynast mörgum mjög erfiðar, svo sem slen, svitaköst, munn- og augnþurrkur, meltingartruflanir, stinn- ingar- og fúllnægingar- erfiðleikar ... Ekki sérlega hressandi.“ (Ólöf I. Davíösdðttir um þunglyndislyf í Morgunblaöinu.) JÓN? „Skyldu stjómvöld víðar í heiminum hafa þann hátt- inn fremstan, að dæma viðskiptamenn eftir gróu- sögum og gera hvað þeir geta til að knésetja þá?“ (Hjálmar Blöndal í Morgunblaöinu um Mohammed Al -Fayed sem fær ekki aö kaupa Wembley.) ALDREI NÓG „Þau gætu auðveldlega verið fleiri; það verður seint sem ég næ honum foður mínum.“ (SiguröurA. Magnússon í Frétta- blaöinu um bömin sín fimm og bamabörnin níu.) Halldór. Harpa. Gunnar. Hver sýnir innyflin? Oft er taiað um aö leikarar og leikhús- fólk verði að leita inn á við til að ná ár- angri. Sú er raunin í leikritinu ... and Björk of course eftir Þorvald Þorsteins- son, en verkið verður frumsýnt sunnu- daginn 7. apríl. Samkvæmt heimildum úr Borgarleikhúsinu er nú leitaö logandi ljósi að styrktaraðila í hópi fyrirtækja sem flyfja inn magaspeglunarmyndavél- ar, en slíkur gripur er einn af aðalleik- munum sýningarinnar. Aðalspennan inn- an leikhópsins er nú fólgin í því hver hreppir það hnoss að vera þræddur með myndavélinni. Þeir sem koma þar til greina eru Sigrún Edda Bjömsdóttir, Halldór Gylfason, Halldóra Geirharðs- dóttir, Sóley Elíasdóttir, Þór Tulinius, Gunnar Hansson og Harpa Amardóttir. En leikhúslífið er ekki bara þarmaspegl- anir. Búið er að þýða verkið á frönsku og Sóley. Halldóra. Þor. það áður en verkið hefúr verið frum- sýnt hér á landi. „Frakkamir kunna að meta íslensk inn- yfli,“ segir heimild- armaður í Borgar- leikhúsinu. „Upp- hefðin kemur að utan eins og alltaf." - kominn heim „Ég hef bara ekkert verið í sjón- varpinu i vetur. Það er skýringin," segir Laddi sem hefur verið týndur svo mánuðum skiptir. Hvorki til hans sést eða heyrst. „Ég hef verið að gera það sama og venjulega, lesa inn á teiknimyndir og skemmta á samkomum. Eina breytingin er sú að ég er kominn heim,“ segir Laddi og á þar við að hann er fluttur í Hafnarfjörðinn þar sem hann er borinn og barnfæddur. Hefur komið sér fyrir í Háholtinu, rétt við golf- völlinn .. vegna þess að ég spila golf,“ segir hann. Laddi er að undirbúa hátíðarú- gáfu af því besta sem Halli og Laddi hafa hljóðritað á undanförnum áram og er mikið í lagt. Bók fylgir geisladiski með öllum textum og æviágripi þeirra bræðra sem grín- ast hafa meira en aðrir menn á um- liðnum áram. „Ég er sáttur. Ég er til,“ segir Laddi. Laddi hlssa Kominn heim í Hafnarfjörð. Páskar 2002 Málshættir varpa oft nýju Ijósi á þann veruleika sem við þúum viö. -A V
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.