Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2002, Síða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2002, Síða 56
,C- FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FIMMTUDAGUR 28. MARS 2002 r 4 4 4 4 Viðskiptabankar lækka vexti eftir lækkun stýrivaxta Seðlabanka: Stefnubreyting hjá Seðlabankanum - segir Þjóðhagsstofnun sem telur að vaxtalækkun hafi ekki verið tímabær Þjóðhagsstofiiun telur að vaxtalækk- un Seðlabanka hafi ekki verið tíma- bær og stendur við þær yfirlýsingar sem fylgdu endur- , Katrín Ólafsdóttir. skoðaðri þjóðhags- áætlun í síðustu viku þess efnis óráðlegt væri að lækka vexti að svo stöddu. Þetta sjón- armið kemur bæði fram hjá Þórði Friðjónssyni, for- stjóra stofiiunar- innar, og sérfræð- ingi hennar í þjóðhagsspám, Katrinu Ólafsdóttur. Katrín sagði í samtali við DV í gær betra hefði verið að bíða þar til efhahagslegar aðstæður gæfu ótví- rætt tilefni til lækkunar. Aðspurð kveðst Katrín til dæmis eiga við að eðlilegt hefði verið að bíða með þessa ákvörðun þar til ljóst væri hvað gerð- ist i tengslum við rauða strikið svo- kallaða. Hún segir hins vegar óljóst ná- kvæmlega hvaða þjóðhagslegu áhrif þessi lækkun muni hafa í þeirri stöðu sem nú er uppi, en ljóst sé að almennt séu vaxtalækkanir þensluhvetjandi. Kartín telur að um ákveðna stefhu- breytingu sé að ræða í peningamála- steftiu Seðlabankans með því að fara í vaxtalækkun núna en er hins vegar ekki tilbúin til að kveða upp úr um hver ástæða þeirrar breytingar sé, hvort hún sé til komin af pólitískum þrýstingi eða eingöngu mati á breytt- Smáauglýsingardeild DV er lokuð skirdag, fóstudaginn langa, laugar- daginn 30. apríl og páskadag. Opið verður mánudaginn 1. apríl frá kl. 16-20. Blaðaafgreiðsla DV er opin í dag, skírdag, frá kl. 6-10. Þjónustuver DV er opið í dag, skir- dag, frá kl. 0-18. Lokað fostudaginn langa, páskadag og mánudaginn annan í páskum. Ritstjóm er lokuð skírdag, fóstud. langa, páskadag. Vakt á ritstjóm verður annan í páskum, frá kl. 14-20. Fyrsta blað eftir páska kemur út þriðjudaginn 2. apríl á venjulegum tíma. Gleðilega páska! Þjóöhagsstofnun Þjóöhagsstofnun stendur við fyrrí yfirlýsingar um að ekki hafi verið tímabært að lækka vexti. um forsendum. „En vissulega hljóta menn að velta fyrir sér spumingunni um sjálfstæði Seðlabankans sem slíks og í því sambandi er mjög mikilvægt að hann festi sig í sessi sem slíkur og því hefði e.t.v. mátt búast viö að það hefði verið prinsippmál hjá bankanum að halda sínu fýrra striki,“ segir Katrín. Viðskiptabankamir hafa hins vegar brugðist vel við lækkun Seðlabankans og Ijóst er að vextir munu nú um mán- aðamótin lækka til samræmis við stýrivextina. Þannig reið bankastjóm Landsbankans á vaðið strax í gær- morgun og tilkynnti um lækkun óverötryggðra skuldabréfa, afurða- lána, yfirdráttarlána og víxla um 0,6- 0,9%. Það er mat bankans að ef spár Seðlabankans um lækkandi verðbólgu á næstunni ganga eftir megi búast við þvi að skilyrði fyrir 1-2% almennri vaxtalækkun geti skapast á næstu 12 mánuðum. Þetta er nokkuð í takt við það sem greiningardeild íslandsbanka hefur komist að en þar á bær tala menn um 200 punkta eða um 2ja pró- sentustiga lækkun gæti orðið á þessu ári að lækkuninni í gær meðtalinni. Að mati Greiningar ÍSB er það einkar mikilvægt fyrir trúverðugleika pen- ingastefnu Seðlabankans að vaxta- lækkunin nú skili sér með varanlegri hætti inn á peningamarkaðinn en gerðist í nóvember. „Greining ISB telur ekki líklegt að vaxtalækkunin nú muni veikja krón- una. Þetta er lítil lækkun m.v. vaxta- muninn i heild sem er um 8% til þriggja mánaða auk þess sem vextir á millibankamarkaði hafa verið töluvert hærri en stýrivextir Seðlabankans," segir í greinargerð Greiningar. ís- landsbanki og Búnaðarbanki tilkynntu um vaxtalækkanir í gær, Búnaðar- bankinn um 0,75% lækkun útláns- vaxta og Islandsbanki um 0,5% lækk- un til viðbótar því sem ákveðið var í siðustu viku. -BG Val á páskaliljum Konurnar velja páskaliljurnar af kostgæfni oggæta þess útsprungnar um of. Fegurð blómanna þarf aö endast DV-MYND HARI aö þær séu ekki alla páskana. Ungur síbrotamaður sem lofar bót og betrun gagnvart neyslu fíkniefna: Sautjan ara i Hegning- arhúsinu í sex vikur - fær nú sex mánaða fangelsi. Barnavemdarnefnd fylgdist með Sautján ára og ólögráða piltur hefur síðustu sex vikur verið vistaður í gæsluvaröhaldi í Hegningarhúsinu. Venjulega eru gæslufangar vistaðir á Litla-Hrauni en ákveðið var að hafa hann þama vegna ungs aldurs hans. Engu að síður þótti nauðsynlegt að setja piltinn irrn í byijun febrúar til að koma í veg fyrir frekari afbrot hans. Pilturinn var á þriðjudag dæmdur í 6 mánaða fangelsi. Dómarinn ákvað að hafa refsingu hans óskilorðsbundna í ljósi þess að afbrot hans þykja það mörg og brotavilji sterkur. Hann hefúr játaö brot sín og lýst yfir vilja til að hættá neyslu fikniefha. Golfklúbbur Reykjavíkur, Húsa- skóli. Sjóvá-Almennar, ÁTVR í Spöng- inni og eigendur fjölda bíla sem piltur- inn skemmdi og stal munum úr hafa lagt fram um 1,5 milljóna króna skaða- bótakröfúr á hendur piltinum. Dómar- inn gat ekki tekið bótakröfuna fyrir þar sem lögráðamaður piltsins var ekki til staðar. Hins vegar var fúlltrúi Bamavemdamefndar Reykjavíkur í dómsalnum. Pilturinn gekk út í frelsið á þriðju- dag, daginn sem gæsluvarðhaldið rann út og eftir að hinn sex mánaða fangels- isdómur hafði verið upp kveðinn. Dómurinn verður nú sendur Fangels- ismálastoínun en þar getur ungi mað- urinn sótt um að fá að taka refsinguna út í samfélagsþjónustu. Verði það heimilað verður hann í vinnu á vegum samfélagsins en undir eftirliti og verð- ur þá m.a. kannað hvort hann standi sig gagnvart neyslu fikniefna og áfeng- is. Einnig er gert ráð fyrir að bama- vemdaryfirvöld fylgist með. Pilturinn var dæmdur fyrir 11 af- brot. í eitt skiptið raddist hann með sex öðrum inn í klúbb GR þar sem þeir tóku 3 golfbíla traustataki og óku á brott í þeim áleiðis að Geldinganesi. GR leggur fram 348 þúsund króna bótakröfú vegna skemmda á bílunum. Hann stal myndvarpa og öðm að verð- mæti 400 þúsund krónur í Húsaskóla en hljómtækjum að verömæti 150 þús- und i Hvassaleitisskóla. Einnig braust pilturinn inn í fjölda bíla. -Ótt Laugavegur: Fermingar- drengur rændur „Mér fmnst þetta alveg hræðilegt mál,“ segir Særún Lisa Birgisdóttir á Kjalamesi í samtali við DV. Sonur hennar, Brynjólfur Amarson, brá sér í bæinn á mánudaginn og hugðist leggja peningana sem hann fékk í fermingar- gjöf á sunnudaginn inn í banka. Áður en þangað kom hafði hann viðkomu í versluninni Mótor á Laugavegi 81. Hann var með peningaveskið í vasan- um, en þegar út kom varö hann þess áskynja að þaö var horfið. í því vom þeir peningar sem hann fékk að gjöf, um sjötíu þúsund krónur. Málið hefur verið kært til lögreglu. Magnús Ingólfsson er kaupmaður í Mótor og hann staðfesti atburðinn í samtali við DV. Hann kveðst hafa ákveðna unga menn grunaða um að hafa rænt veskinu úr vasa Brynjólfs. Þeir hafi verið á sveimi á þessum slóð- um um líkt leyti. „Ég er miður min vegna þessa. Hef verið að íhuga að setja af stað söfhun svo Brynjólfúr fái fermingarpeningana sína aftur.“ -sbs Ríkisstjórnin lækkar vörugjald á bensín: Bensínlítri lækkar um 1,90 krónur Ríkisstjómin hefur sent frá sér yfirlýsingu um lækkun bensín- verðs, þá sömu og sagt var frá í DV í gær. í yfirlýsingunni segir að rík- isstjómin telji mikilvægt að allir leggi sitt af mörkum til þess að tryggja áframhaldandi stööugleika á vinnumarkaði. Hækkun bensin- verðs á heimsmarkaði gæti haft um- talsverð áhrif til hækkunar á bens- ínverði hér á landi og stofnað verð- lagsmarkmiðum kjarasamninganna í hættu. „Þess vegna hefur ríkisstjórnin ákveðið að lækka bensíngjald um 1,55 krónur eða úr 10,50 í 8,95 krón- ur á hvem bensínlítra. Þetta mun hafa í för með sér rúmlega 1,90 króna lækkun á útsöluverði bensins. Ákvörðunin gildir til júníloka og kostar ríkissjóð um 80 m. kr,“ segir í yfirlýsingu rík- isstjórnarinnar. Segir enn fremur að ákvörðunin sé tekin í trausti þess aö olíufélögin Runólfur Ólafsson. leggi jafnframt sitt af mörkum til þess að tryggja verðlagsmarkmið kjarasamninga þannig að ekki komi til bensinverðshækkunar um næstu mánaðamót. „Ég fagna þessu og vona að menn sjái ástæðu til að hafa verðlagsmál bensíns áfram í sama farinu, þetta verði ekki tímabundin ráðstöfun. Skattar em allt of hátt hlutfall bens- inverðsins eða 65%. Því má segja að það hafi verið lag til lækkunar," sagði Runólfur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra bif- reiðaeigenda, við DV í gær. -hlh Sjá innlent fréttaljós bls. 14. Brother PT-2450 merkivélln er komln Mögnuð vól sem, með þlnnl hjálp, hefur hlutina í röö ogreglu. Snjöll og góö lausn á : - -: óreglunni. Rafport Nýbýlavegi 14 • sími 554 4443 • www.rafport.is! 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.