Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2002, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2002, Blaðsíða 4
4 Fréttir LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2002 DV INTERNO hornsófi klæddur mjúku chenilteáklæði, B 236 x B 236 sm. Fæst einnig í dökkgráu. Kr. 119.980.- MALAGA MALAGA 3ja sæta sófi, klæddur chenille-velúr. 52,840,- Fæstíýmsum litum. L196sm Kr. 52.840.- UNIQUE sófi, klæddur mjúku chenille-efni. 2 púðar fylgja. UNIQUE Fæst í dökkgráu, ólífugrænu, bláu og paprikurauðu. 69.130,- 3ia sæta sófi' L 218 sm' Kr-69-130--- 2ja sæta sófi, L187 sm, Kr. 64.120.- CANNES CANNES sófi, klæddur fallegu panamaofnu velúr. Fæstíýmsum litum. 3jasætasófiL 194 smKr. 62.190.- 62. i90,- 2ja sæta sófi, L164 sm, Kr. 51.790.- BREEZE sófi klæddur flannelefni. Fæstíýmsum litum. 3ja sæta sófi 198 sm, Kr. 44.460.-, 2ja sæta sófi, L162 sm, Kr. 37.950,- * HÚSGAGNAHÖLLIN Bíldshöfða 20, 110 Reykjavík sími 510 8000, www.husgagnahollin.is Norðmenn íhuga útfærslu á landhelgi Svalbarða: Deilt um brot á jafnræðisreglu - nauðsynlegt að stefna Norðmönnum, segir Gunnar G. Schram Odd Olsen Ingerö Sýslumaöurinn á Svalbarða segir nú rætt um útfærslu á landhelginni úr 4 í 12 mílur. Umræður eru nú um að Norðmenn íhugi að færa út landhelgina við Sval- barða úr 4 í 12 sjómílur. Ágreiningur hefur hins vegar verið milli íslendinga og Norðmanna um fiskveiðilögsöguna út að 200 sjómilum. Afstaða íslenskra stjómvalda er sú að um stjóm hafsvæð- isins gildi jafhræðisregla samkvæmt svokölluðum Svalbarðasamningi sem tryggi jafnan rétt aðildarríkja m.a. til fiskveiða. Norðmenn hafa hins vegar talið að Svalbarðasamningurinn gildi ekki nema út að 4 rnílna landhelginni og fiskveiðar utan þess séu því undan- skildar jatnræðisreglunni. Sýslumaðurinn á Svalbarða, sem jatntramt er eini sýslumaður Noregs, Odd Olsen Ingerö, sagði hins vegar í samtali sem DV átti við hann í Longyearbyen á dögunum, að umræð- ur hafi verið í Noregi um útfærslu sjáltrar landhelginnar. Það væri þó al- farið pólitísk ákvörðun og í höndum norska stórþingsins. „Sem sýslumaður á eyjunum hef ég ekkert með fiskveiðar við eyjamar að gera, heldur aðeins starfsemi á eyjun- um samkvæmt Svalbarðasamningnum. Það hefur hins vegar verið rætt um út- færslu landhelginnar úr 4 mílum í 12 mílur. Eins og staðan er í dag hefur þó engin ákvörðun verið tekin mér vit- andi í málinu," sagði Odd Olsen Ingerö, sýslumaður. Gunnar G. Schram prófessor segir að Norðmenn hafi með konunglegri til- skipun árið 1977 einhliða tekið sér rétt til að stjórna fiskveiðum á öllu haf- svæðinu sem umlykja eyjamar á um 800.000 ferkílómetmm. Síðan hafi þeir skipt fiskveiðikvótum á svæðinu í sam- ráði við Rússa. Gunnar segir því nauð- synlegt að stefna Norðmönnum fyrir alþjóðadómstólum fyrir ólöglega yfir- töku á þessu hafsvæði. Þeir hafi engan rétt til að taka sér þessi yfirráð. Svalbarði er samkvæmt svokölluð- um Svalbarðasáttmála frá 9. febrúar 1920 hluti af norska konungsríkinu. Samningurinn sem 40 ríki hafa undir- ritað, þar á meðal ísland, gefur eyjun- um aftur á móti mikla þjóðréttarlega sérstöðu varðandi jafna nýtingu aðild- arrikjanna á auðlindum Svalbarða. í krafti þess samnings nýta t.d. Rússar sér rétt til kolanámuvinnslu á eyjunum í næsta nágrenni við námuvinnslu Norðmanna. Samkvæmt Svalbarðasamningnum er Norðmönnum skylt þrátt fyrir yfir- ráðarétt sinn á eyjunum að tryggja öðr- um aðildarríkjum samningsins jafiian rétt til margs konar starfsemi á eyjun- um. Þar á meðal leyfi íbúa viðkomandi rikja til að ferðast til eyjanna og hafa þar búsetu. Stunda þar fiskveiðar og aðrar veiðar. Hafa starfsemi á sjó, reka iðnaðarstarfsemi, námuvinnslu og ýmsa aðra starfsemi. Þessu fylgir rétt- ur til að nýta ýmis jarðefhi sem þar fmnast. Nýverið hefur m.a. verið greint frá fundi á gulli í töluverðu magni við Nýja-Álasund, en óljóst er hvort það verður nýtt. Þó réttur aðildarríkja samningsins að þessu leyti sé nokkuð víðtækur, þá hafa m.a. Rússar gagnrýnt að Norð- menn séu smátt og smátt í skjóli ýmiss konar norskra vemdunarlaga að þrengja raunverulegan aðgang annarra ríkja að nýtingu Svalbarða. Þá eru samskipti Rússa og Norðmanna á frem- ur viðkvæmu stigi þessa dagana. Veld- ur þar miklu að rússneski togarinn Mishuko hefur i meira en tvo mánuði legið í höfn í Tromsö í Norður-Noregi eftir að hafa verið tekinn fyrir meintar ólöglegar veiðar i norskri landhelgi. Hafa rússnesk stjómvöld harðlega gagnrýnt málsmeðferðina. -HKr. Um 350 lögreglumenn koma nálægt öryggisgæslu á NATO-fundinum: Eitt umfangsmesta verkefni lögregluyfirvalda hér á landi DVWYND HH Gríöarleg löggæsla á NATO-fundinum Frá blaöamannafundi ríkislögreglustjóra. Um 350 lögreglumenn munu sjá um löggæslu í tengslum viö NATO-fundinn í næstu viku. íbúar höfuðborgarsvæðisins munu á næstu dögum verða áþreifanlega varir við griðarlega öryggisgæslu i tengslum við NATO-fundinn sem verður hér á landi á þriðjudag og miðvikudag. Alls munu um 350 lögreglumenn koma ná- lægt löggæslu í tengslum við fundinn og hefur Lögreglan í Reykjavík og Lög- reglan á Keflavíkurflugvelli m.a. fengið liðstyrk frá nágrannasveitarfélögum. Ríkislögreglustjóri fékk í haust það verkefni að sjá um löggæsluna á fúnd- inum. I framhaldi af því var skipaður starfshópur yfirlögregluþjóna sem vann skipulag sem lögreglumenn vinna eftir. Þeir hafa þegar fengið fræðslu og þjálfun í þessu skipulagi. „Við teljum að allt hafi verið gert tfl þess að lögreglumenn séu tilbúnir í þessa vinnu og þar með tryggja öryggi bæði fundargesta og almennings með- an á fundinum stendur," sagði Harald- ur Johannessen ríkislögreglustjóri á blaðamannafundi þar sem öryggismál- in voru kynnt. Haim sagði enn fremur að ljóst væri að einhverjir lögreglu- menn sem störfuðu I tengslum við fundinn myndu bera skotvopn, ýmist utan eða innan klæða. Ljóst er að þetta er eitt umfangs- mesta verkefni sem lögregluyfirvöld hafa ráðist í til þessa. Áður hefur verið talað um leiðtogafundinn 1986 sem verkefni í líkingu við þetta en til sam- anburðar má geta þess að á þann fund komu 16 ráðherrar en á þessum fundi verða þeir 45. Þekktustu nöfnin í þess- um ráðherrahópi eru án efa Colin Powell, utanrikisráðherra Bandaríkj- anna, Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, Silvio Berlusconi, forsætis- og utanríkisráðherra Ítalíu, og Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands. Þeir sem verða mest varir við öry’gg- isgæsluna í kringum fundinn verða þeir sem búa í nágrenni við fundar- staðinn en þeir munu verða fyrir því að götum verður lokað. Haraldur gat þess að ekki væri von á þvi að mót- mælahópar erlendis frá kæmu til landsins vegna fundarins. Einn mót- mælafundur verður þó haldinn á fund- arstaðnum á þriðjudag. Þeir sem að honum .standa gera það í fullu sam- starfi við rikislögreglustjóra. -HI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.