Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2002, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2002, Blaðsíða 24
HelQdrblaö 33 V LAU G AR D ACj U R II. MAÍ 2002 „Svona er ég. Vil geta farið bil beggja og fundið leiðirsem allir geta sættsig við. Ég gæti ekki verið annars staðar en á miðjunni, hvort heldur er ístjórnmálum eða öðru því sem ég tek mér fgrir hendur,“segir Marsibil Sæmundsdóttir hér í viðtalinu. Hún skipar tíunda sæti Reykjavíkurlistans fyrir þessar kosningar. FÖGUR VERÖLD. Sú er draumsýn Marsibilar Sæ- mundsdóttur, hinnar ungu baráttukonu sem skipar tíunda sætið á Reykjavíkurlistanum. Sæti sem er glóðvolgt varamannssæti nái listinn þeim árangri í borgarstjórnarkosningunum um aðra helgi sem skoð- anakannanir gefa vísbendingar um. „Ég hef alltaf átt mér nánast barnslega draumsýn um að heimurinn geti verið góður, þar sem fólk ber jafna virðingu hvað fyrir öðru, burtséð frá skoðunum, trúarbrögðum eða öðru því sem helst er til þess fallið að skipta fólki í dilka,“ sagði Marsibil þegar hún settist niður með blaðamanni DV í vikunni. Staðurinn var kosninga- skrifstofa Reykjavíkurlistans við Túngötu i Reykja- vík. í íslíaldri djúpri laug Fyrir Marsibil er draumsýnin um hinn fagra heim líka takmark til að stefna að. Ekkert er útilokað. í þessum tilgangi kveðst hún fyrir fáum misserum hafa sett niður fyrir sjálfri sér að ganga annaðhvort til liðs við einhvers konar mannréttinda- eða hjálparsamtök - ellegar fara til starfa á hinum pólitíska vettvangi. „Ég hef alla tíð haft mjög mikinn áhuga á fólki og því samfélagi sem ég bý í. Því fannst mér það skemmtilegt tækifæri að fara að starfa með Fram- sóknarílokknum þegar ungt fólk í norðurkjördæminu í Reykjavík hóaði í mig á liðnu hausti. Á fyrsta fundi sem ég mætti á var ég kjörin í stjórn. Fljótlega var ég komin í stjórn kjördæmissambandsins og miðstjórn flokksins ekki löngu síðar. Síðan var ég hvött til að gefa kost á mér í skoðanakönnun flokksins vegna borgarstjórnarkosninganna þar sem ég náði þeim ár- angri að ég skipa nú tíunda sætið á Reykjavíkurlist- anum. Á fáum mánuðum er ég komin út í miðja ís- kalda djúpu laugina, ef þannig má að orði komast. Að vísu er laugin satt best að segja ekki svo ýkja köld því ég hef kynnst og átt samvinnu við gott fólk sem hef- ur verið einkar gefandi og lærdómsríkt að starfa með. Að því leyti hef ég ekki kynnst þeirri grimmd sem oft einkennir stjórnmálin að því er virðist. En ég hef breitt bak og gæti svo sem þolað ýmislegt, eins og ég hef gert í gegnum starf mitt síðustu ár.“ Það fennir fljótt í sporin Þegar talað er um breitt bak og þolraunir vísar Marsibil til þess starfs sem hún og eigimaður hennar, Guðmundur Týr Þórarinsson, hafa unnið að síðustu árin. Guðmund þekkir þjóðin vel sem Mumma í Götu- smiðjunni. Nú starfrækja þau Marsibil og Guðmundur með- ferðarheimili Götusmiðjunnar að Árvöllum á Kjalar- nesi. Þar fá meðferð ungmenni á aldrinum fimmtán ára til tvítugs; þau sem hafa lent skávega í lífsins stríði og fallið fyrir freistingum vímunnar. Segir Marsibil það hafa verið talsverðan barning að halda starfseminni gangandi og tryggja henni nægilegt fjár- magn. Þjónustusamningur við Barnaverndarstofu hafi hins vegar tryggt starfseminni öruggari rekstrar- grundvöll. „Við höfum lagt allt okkar í þetta starf síð- ustu ár. Lifað og andað þetta,“ segir Marsibil. „Það er ákaflega gefandi að vinna með ungu fólki. Gaman að sjá og finna hvernig það nær tökum á líf- inu aftur og kemst á beinu brautina. Það tekst þeim flestum,“ segir Marsibil. „En hitt er dapurlegt hve fljótt fennir í sporin. Nýir krakkar sem eiga í erfið- leikum koma alltaf í staðinn. Ég tel að samfélagið þurfi að skoða heildarmyndina, sem og nýjar leiðir í þessari baráttu. Það þarf að taka á vandanum með mun heildstæðari hætti - líta á þetta sem óvelkominn hluta af samfélaginu en ekki afmarkað og tímabund- ið vandamál. Þannig geta fjölmargir aðilar unnið gegn þessu með beinum eða óbeinum hætti, til dæm- is skólar, félagsmiðstöðvar, lögregla, dómskerfið, meðferðaraðilar og svo má lengi telja. Hér þarf nýja heildarsýn á málin og fái ég til þess umboð langar mig að vinna að þessu - byggja þá á reynslunni sem Baráttukona með barnslega sýn ég hef öðlast í starfi mínu síðustu ár. Það þarf heilt þorp til að ala upp barn er stundum sagt. Með öðrum orðum er hér skírskotað til sameiginlegrar ábyrgðar okkar allra.“ Umræðan hefur áhrif Marsibil segir umhugsunarvert að þeir unglingar sem koma til meðferðar á Árvöllum séu ekki endilega svonefnd götubörn. Ekki síður sé algengt nú um stundir að unglingar sem komi frá þvi sem kalla má fyrirmyndarheimilum hafi ánetjast vímuefnum. Ástæður þess segir hún að geti verið fjölmargar. „Ég velti fyrir mér hvort umræðan um hugsanlega lögleiðingu fíkniefna hér á landi sé farin að smita út frá sér. Sjálf er ég þess sinnis að öll mál eigi að ræða og sjálfsagt sé að velta ótal flötum hvers einasta máls upp - leita að kostum og göllum og taka svo skynsam- lega ákvörðun. En slíkt getur hins vegar haft tvíbent áhrif. Þegar hópur fólks talar fyrir lögleiðingu fíkni- efna, án þess að skilgreina með hvaða formerkjum, þá geta unglingar túlkað þetta þannig að dóp sé kannski ekkert svo hræilegt fyrst þetta er umræðan. Við meg- um ekki gleyma unglingunum í þessu öllu saman. Orðum fylgir ábyrgð; þvi megum við ekki gleyma." Töff að vera haUærislegur Ung Reykjavíkurdís í Framsóknarflokknum. Flokki sem löngum hefur verið talinn brjóstvörn dreifbýlis- ins og hinna þjóðlegu gilda. Klisjan hermir meira að segja að þetta sé hallærislegur flokkur. „Er ekki töff að vera hallærislegur?" segir Marsibil og hlær þegar hún er spurð út í þetta. Segir að raunar þurfi flokk- urinn að gera sig betur sýnilegan í þéttbýlinu og koma stefnu sinni betur á framfæri - ekki síst í fjöl- skyldumálum, þeim málaflokki sem hún segir að sé sér svo kær. „Fyrir síðustu þingkosningar kynnti Framsókn mjög háleita stefnu í baráttunni gegn fíkniefnum og eitt helsta slagorðið var að verja skyldi einum millj- arði króna til þessa málaflokks. Sjálf veit ég að millj- aröurinn góði er þegar uppurinn og heilmikið hefur verið lagt í þennan málaflokk, þó ekki sé auðvelt að bregða á hann einhverri mælistiku. Þessi mál eru einfaldlega þess eðlis. En mest um vert tel ég að for- varnir og baráttan gegn þessum vágesti verði sýnileg og virk hvarvetna í samfélaginu og ekki síst í öflugri fjölskyldustefnu sem raunar verður að ná til allra þátta og allir að koma að. Stór skref í þá átt hafa ver- ið tekin í átta ára valdatíð Reykjavíkurlistans sem hefur meðal annars gert gangskör að því bæta skóla- málin. Að vel sé staðið að þeim málum skiptir afar miklu fyrir alla samfélagsheildina og eru góðir skól- ar að mínu mati ein öflugasta forvörnin sem til er.“ Hæfíleikarík, með mikinn húmór Það er kátína á kosningaskrifstofunni. Marsibil býður mér upp á seytt kaffí. Það er jafngott fyrir því. Hún brosir. Bjartleit ung kona. Skemmtileg. Pínulítið sæt. Kveðst og hafa gaman af starfinu í Reykjavíkur- listanum, þar sem hún eigi mörgum góðum samherj- um að mæta. „Mér finnst afar gaman að kynnast Ingibjörgu Sól- rúnu. Hún er skýr kona, hæfileikarík og hefur mik- inn húmor. Einnig eru þær Anna Kristinsdóttir og Björk Vilhelmsdóttir konur að mínu skapi. Heil- steyptar manneskjur og klárar. Ég get ekki gert upp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.