Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2002, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2002, Blaðsíða 18
8 HelQorblaö 33V LAUGARDAGUR II. MAÍ 2002 brást dóttur minni MIÐVIKUDAGINN 24. APRÍL VAR KVEÐINN upp í Hæstarétti sýknudómur í máli manns sem ákærður var fyrir að beita barnunga frænku sina kynferðis- legu ofbeldi sem varði árum saman e.ða frá þvi að stúlkan var átta ára gömul árið 1993 allt þar til hún var fjórtán ára haustið 1999. Ofbeldið var margþætt en aðallega fólst það i því að hinn ákæröi káfaði á stúlkubaminu innan klæða og utan, kyssti hana tungukossum, setti fingurna inn í leggöng hennar og fékk hana til að strjúka kynfæri sín. Hann var einnig ákærður fyrir að hafa reynt að þvinga hana til samræðis. Ákærði hótaði ítrekað að skjóta stúlkubarnið ef það segði einhverjum frá þess- um kynferðisbrotum og margoft veitti hann henni áfengi allt frá átta ára aldri. Þessar hótanir gerðu það að verkum að barninu stóð stuggur af manninum því hann var alltaf með byssur innan seilingar, sam- kvæmt því sem fómarlambið bar fyrir héraðsdómi. Skylt er að geta þess að maðurinn neitaði staðfast- lega frá upphafi málarekstrar þessa og stóðu því orð stúlkunnar gegn hans. Höfuðástæða þess að Hæstiréttur sýknaði hinn ákærða var að rannsókn málsins í héraði var talið áfátt í veigamiklum atriðum. Sérfræðingur í Barna- húsi sem tók skýrslu af stúlkunni í desember 2000 var talinn hafa spurt leiðandi spurninga og skýrslan í heild talin ónákvæm varðandi stund og stað atburða. Hæstiréttur taldi ákæru málsins ónákvæma og ekki svo glögga sem skyldi og taldi að ákæruvaldið hefði átt að hafa frumkvæði að miklu ítarlegri og nákvæm- ari sönnunarfærslu en raun varð á. Hæstiréttur kemst þvi að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir sakfellingu mannsins fyrir Héraðsdómi Vestur- lands, þar sem hann var dæmdur í 12 mánaða fang- elsi og greiðslu málskostnaðar og miskabóta, hafi ákæruvaldinu ekki tekist að færa fram nægilega sönnun um sök ákærða sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum. Því sýknar Hæstiréttur mann- inn af allri sök, fellir miskabætur niður og dæmir málskostnað á ríkissjóð. Gríðarlegt áfall Stúlkan sem hér um ræöir er á átjánda aldursári á þessu vori og heitir Sigurrós María Sigurbjörnsdóttir. Hún er í miðið af þremur dætrum Rósu Maríu Salómonsdóttur og Sigurbjarnar Guðmundssonar sem búa á Akranesi. Hún gengur í Fjölbrautaskólann á Akranesi og hennar æðsti draumur er að verða reið- kennari en hestar eru hennar lif og yndi og hún og fað- ir hennar eru samtals með 12 hross á járnum í sam- vinnu við Jón frænda þeirra sem hefur stutt fjölskylduna í baráttu sinni. Þangað liggur leið hennar á hverjum degi. Dómur Hæstaréttar var foreldrum Sigurrósar og henni gríðarlegt áfall og Rósa María féilst á að setjast niður meö blaðamanni DV og tala af hreinskilni um þetta erfiða mál sem hefur gengið afar nærri þessari fjölskyldu sem þó hefur fengið sinn skerf af harkaleg- um áfóllum. „Við höfum bitið í mörg súr epli um dagana en þessi niðurstaða er sú bitrasta og ég get ekki sætt mig við hana,“ segir Rósa María þegar við sitjum í stofunni í húsinu við Akurgerði þar sem stórfjölskyldan býr. Þetta er sérstætt gamalt steinhús sem iðar af lífi þvi þarna búa einnig eldri börn hjónanna af fyrri sambönd- um og þarna eru vinir, heimagangar og barnabörn dag- legir gestir. Þetta hús er eiginlega kvikt af börnum á öllum aldri þegar okkur ber að garði. Þegar Rósa Mar- ía vísar til fyrri áfalla er hún að tala um eldri dóttur sína sem fékk eitlakrabbamein sextán ára gömul en virðist ætla að ná fullum bata og fékk reyndar nýlega mjög jákvæðar fréttir þar að lútandi. Einn sonanna lenti í alvarlegu bílslysi fyrir fáum árum og átti lengi í því og síðast en ekki síst varð Sigurbjörn, faðir henn- ar, fyrir alvarlegu slysi fyrir rúmum tveimum árum þegar hann klemmdist undir vöruflutningabíl sem valt og sat fastur í flakinu klukkutimum saman. Við ætlum að berjast Fjölskyldan hefur ákveðið að helga sig baráttunni fyrir því að fá málið tekið aftur upp fyrir dómstólum þótt það kosti það að þau verði að selja allt sem þau eiga. Bæði Sigurbjörn og María segjast ætla að berjast til síðasta blóðdropa fyrir þvi að maðurinn sem svívirti dóttur þeirra fái réttláta refsingu. Þegar blaðamenn DV ber að garði á Akranesi er Sigurbjörn einmitt í síman- um og hefur eftir langa bið fengið samband við skrif- stofu ríkissaksóknara. Hann kemur úr símanum með þau skilaboð að ríkissaksóknari hafi samúð með mál- stað þeirra hjóna en niðurstaða dómsins liggi fyrir og við hana verði að una. - Nú má skilja niðurstöður Hæstaréttar svo að rann- sókn málsins í héraði hafi verið verulega áfátt. Höfðuð Sérfrœbingur í Barnahúsi sem tók skýrslu af stúlkunni í desember 2000 var talinn hafa spurt leiðandi spurninga og skýrslan í heild talin ónákvœm varðandi stund og stað atburða. Hœstiréttur taldi ákæru málsins ónákvœma og ekki svo glögga sem skyldi og taldi að ákœruvaldið hefði átt að hafa frumkvæði að miklu ítarlegri og nákvæmari sönnunarfærslu en raun varð á. þið á einhverjum tíma hugmynd um að svo væri? „Nei, alls ekki. Þvert á móti höfðum við á tilfinning- unni að hér væru menn að vanda sig sérstaklega við að rannsaka málið og sumt var tvítekið," segir Rósa María og bendir einnig á að dómsmálaráðherra hafi sagst myndu gefa út yfirlýsingu um málið og láta lögfræðinga fara yfir það allt aftur eftir dóminn en enn hafi ekki náðst í ráðherra. - Hvernig varð ykkur við þegar dóttir ykkar sendi ykkur þetta bréf? „Þetta var óskaplegt áfall. Fyrst átti hún erfitt með að tala um þetta við okkur og það var ekki fyrr en eftir um tvo mánuði sem hún fór almenni- lega að opna sig. Við settum okkur í samband við Stíga- mót og í framhaldi af því fór hún að ganga til skólasál- fræðingsins héma sem fljótlega áttaði sig á því hve al- varlegt málið var. Það var síðan í samvinnu við félags- málayfirvöld hér sem ákveðið var að kæra. Það sem varð hvatinn að því að Sigurrós María skrif- aði bréfið og ákvað að létta þessu leyndarmáli af hjarta sínu var þegar hún áttaöi sig á þvi að dóttir brota- mannsins var komin á sama aldur og Sigurrós var þeg- ar áreitnin byrjaði. Hún sagði við mig: Fyrst hann gerði mér þetta, getur hann þá ekki gert henni þetta líka?“ segir Rósa María og segir að félagsmálayfirvöld hafi hvatt hana til þess að kæra en hún hafi fyrst ver- iö efins um aö þau ættu að kæra. En hvers vegna er að efast? „Ég hef einfaldlega svo oft horft upp á menn sleppa frá svona ákærum. Það voru mörg ár liðin síðan þetta hófst og þeir sem lenda í slæmri lífsreynslu sem börn reyna að gleyma. Ég var þess vegna ekki viss um að við hefðum erindi sem erfiði." - í bréfinu stendur að mömmu gruni þetta. Hvað á barniö við? „Það er rétt að það er ansi langt síðan að mig fór að gruna að eitthvaö svona hefði gerst. Um það leyti reyndi ég að ræða við hana og vara hana við ýmsu sem gæti gerst þegar karlmenn væru annars vegar ef þeir reyndu að leita á hana eða snerta hana á stöðum sem hún vildi ekki. Þetta var þegar hún var 9 ára en ég komst einhvern veginn ekki að henni þá og ekki heldur eldri systir hennar sem var að reyna að taia við hana um þetta. Ég hélt bara að þetta væri einhver mömmumóðursýki.“ Þegar brosið slokknar - Hvað var það sem kveikti gruninn? „Það fyrsta sem ég sá var að brosið slokknaði í augun- um en þetta hafði alltaf verið krakki sem var annáluð fyrir það að brosa með öllu andlitinu. Alltaf þegar hún kom úr sveitinni fór hún beint í bað og sat lengi í bað- inu og skrúbbaði sig alla. Hún var alltaf skítug. Hún fór að verða viðkvæm fyrir þvi ef horft var mikið á hana og það var svona eitt og annað. En satt að segja var ein helsta ástæðan fyrir því að mig grunaði þetta að ég sjálf lenti í svona misnotkun þegar ég var barn og ég sá í fari hennar mynstur sem ég þekkti sjálf," segir Rósa María. - Viltu segja nánar frá því? „Það var mjög alvarleg áreitni sem ég varð fyrir þeg- ar ég var sjö ára gömul. Það var vinur foreldra minna LAUGARDAGUR II. MAÍ 2002 Helgarblac? JOV sem var að verki. Það var aldrei kært og ég sagði aldrei neinum frá því og þorði alls ekki að segja mömmu frá því. í hvert skipti sem ég slapp frá honum reyndi ég alltaf að fela öll ummerki. Mér fannst alltaf að þetta væri mér að kenna og gat auðvitað ekki skilið að það var hann. Ef foreldrar mínir hefðu spurt mig á sínum tima þá hefði ég neitað." - Þetta áreiti varði í heflt ár að sögn Rósu Maríu og hún segist ekki eiga nein orð tO að lýsa þeim áhrifum sem þetta hefur haft á líf hennar. „Ég get ekkert um það sagt hvaða áhrif reynsla dóttur minnar á eftir að hafa á hana. Það verður tíminn einn að leiða í ljós. En kannski get ég hjálpað henni og skOið hana betur fyrir vikið. Þess vegna finnst mér að ég sé að berjast fyrir okkur báðar.“ Mörkuð af reynslunni Rósa María segir að dóttir hennar sé mjög hart mörk- uð af þessari lífsreynslu og hún eigi erfitt með svefn, fái hræðsluköst og eigi afar erfitt með að mynda tengsl við ókunnuga og að treysta fólki. Sigurrós María hefur gengið tO sálfræðings í Barnahúsi um alllangt skeið en er um þessar mundir í vorprófum í Fjölbrautaskólan- um. Rósa María segir að þar sé hún umkringd af vinum sem sé kunnugt um þá reynslu sem hún hefur gengið í gegnum og hafi slegið nokkurs konar skjaldborg utan um hana. Þess vegna megi segja að niðurstaða Hæsta- réttar komi á versta hugsanlegum tíma því þetta rifjar málið aUt upp að nýju og truflar hana við námið. „Ég veit ekki hvað ég á að segja um hennar jafnvægi en fyrst og fremst fer hún þetta á hörkunni. Þegar hún er uppi í skóla er hún aldrei ein og svo hef ég sjálf ver- ið við nám í skólanum eins og reyndar stóra systir hennar.“ - Eins og oft er var maðurinn sem framdi afbrotin gegn Sigurrósu tengdur fjölskyldunni en hún var átta ára gömul send í sumardvöl hjá foreldrum hans en þar var hann meira og minna búsettur þau sumur. - Nú bindið þið vonir við að málið fáist tekið aftur upp en takist það ekki, til hvaða úrræða getið þið þá gripið? „Við getum farið í einkamál og munum gera það. Við munum leggja aUt i sölurnar þótt við þurfum að selja aUt. Við fórum með þetta fyrir Evrópudómstólinn ef ekki betur vUl. Þetta snýst ekki lengur bara um okkur heldur þau skUaboð sem er verið að senda öllum konum og stúlkum á landinu sem standa í svipaðri baráttu. Hvers á dóttir okkar að gjalda að vera talin trúverðug á báðum dóms- stigum en síðan er maðurinn sýknaöur af því að einhver spurði vitlausra spurninga? Hvað eiga þá hinar stelpurn- ar sem sitja heima að halda? Dómskerfiö hefur algerlega brugðist okkur og dóttur okkar. Hæstiréttur er að biðja um að barnið muni klukkan hvað eitthvað gerðist þegar hún var átta ára gömul. Þetta er fáránlegt.“ Hvað mega aðrir halda? Rósa María segir að síðan sýknudómurinn féU hafi ýmsir sem standa í svipuðum sporum haft samband við þau hjónin. „Fólk sem stendur í svipuðum sporum og við segir að baráttan sé greinOega töpuð og best að hætta við ákæru fyrst dómstólarnir bregðast svona. Mér fannst sérstaklega vænt um símtal frá móður stúlku utan af landi sem lenti þar í erfiðu nauðgunar- máli fyrir fáum árum og hún hvatti mig til að gefast ekki upp. Hún sagðist óska þess að hafa haft hugrekki til þess á sínum tíma að stíga fram í dagsljósið og berjast." Við unnum - Eins og ekki kemur á óvart þá er smæð samfélags- ins á Akranesi erfiður þáttur í þessu máli. Þrátt fyrir nafnleynd á báðum dómstigum vita aUir á Akranesi og víðar hverjir eiga í hlut. Hinn sýknaði býr nú á Akra- nesi og Rósa María segir að dóttir hennar sjái hann næstum á hverjum degi þegar hún fer í hesthúsin. Það líður ekki sá dagur að hún sjái hann ekki aka fram hjá og veit alltaf af honum og ég veit ekki nema hann sé að fylgjast meö henni. Eldri systir hennar var úti búð á dögunum skömmu eftir að dómurinn féll. Þá kom eiginkona þessa manns inn í búðina og ávarp- aði hana með orðunum: Við unnum, við unnum. Þeg- ar hún kom út sátu þau bæði í bílnum hans fyrir utan búðina og spóluðu í burtu svo malarhríðin gekk yfir hana.“ - Eins og sjá má af framanskráðu er þetta mál eig- inlega innan fjölskyldunnar. Foreldrar Sigurrósar Maríu komu oft á umræddan sveitabæ i tengslum viö hestamennsku og segjast ekki hafa haft neina ástæðu tO að vantreysta umræddum manni. Síðan þetta mál kom upp hafa ekki verið nein tengsl mOli fjölskyldn- anna og skal kannski engan undra. „Við litum aUtaf á hann sem góðan frænda og treystum honum fyrir barninu. Við hefðum aldrei trúað þessu upp á þennan mann - öUu nema þessu.“ Ofboðsleg reiði - Foreldrar Sigurrósar segjast hafa fundið fyrir mikiUi reiði þegar þetta mál kom upp á yfirboröið og ekki síður þegar dómurinn frá Hæstarétti féll loksins. En er reiðin ekki vont afl sem getur leitt menn til þess að taka lögin í eigin hendur? „Maður upplifir ofboðslega reiði. Ég verð að passa mig hvar sem ég fer og gæta þess hvað ég segi. Ég á erfitt með að sitja á mér og segja einhverja vitleysu. Auðvitað langar mann til að taka lögin í sínar eigin hendur en það má ekki. Þessi maður hefur drepið sál- ina í stúlkunni okkar og svipt hana frjálsræðinu og við verðum að lifa við það með henni. Þess vegna verðum við að berjast áfram og munum aldrei gefast upp. Okkur vantar bara lögfræðing sem er með víkingablóð og getur barist með okkur. Við erum búin að tala við marga lögfræðinga sem krossa sig þegar þeir lesa skjölin og segja að þetta eigi ekki að geta gerst en svo heyrir maður aldrei meira frá þeim.“ -PÁÁ Bréfið á náttborðinu Foreldrar Sigurrósar komust á snoðir um hin ömurlegu örlög dóttur sinn- ar með þeim hætti að í september fyrir tveimur árum fann móðir hennar bréf á náttborðinu hjá sér þegar hún var að ganga til hvílu. Bréfið hljóðar svo og er birt hér stafrétt en Sigurrós stríðir við lesblindu: „Pabbi og Mamma! Ég veit ekki hvernig ég á að orða þetta en ég ætla að reina það. Þegar ég var 8 ára gömul var maður sem var birjaður að sína mér kinferðislega áreitni. Þetta gekk lengra og hann hótaði að drepa mig ef ég segði frá. Þetta skeði seinast i birj- un sumars 99. Ég er enn hræd og hræd að seiga frá. Ég er búin að seiga einum frá þessu og það er Diddi. Við erum búin að ræða þetta saman og hann bað mig að seiga ykkur þetta. Þetta er sem sagt búið að ganga yfir í 6 ár og ég aldrei þorað að seiga neit. Ég veit aö ykkur eða að minnsta kosti mömmu hefur grunað þetta lengi. Kannski trúið þiö mér ekki strax en nú vitiði sannleikan. Ég vil ekki tala um þetta strax við ykkur, ég vil að þið meltið þetta fyrst og svo skal ég tala við ykkur um þetta. Því ef ég geri það straks þá koma svo margar spurn- ingar sem ég vil ekki svara. Þessi maður heitir xxx Ykkar dóttir Sigurrós Maria" Eftir að hafa lesið bréfið fór Rósa María upp í herbergi til dóttur sinn- ar sem lá grátandi í rúmi sínu og þær mæðgur sváfu í társtokknum faðm- lögum þessa nótt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.