Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2002, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2002, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2002 11 Skoðun Árgangurinn fallegi man eftir þeim tímamótum og ætlar að koma saman vegna þeirra. Við vorum heppin að skólinn var ung- ur svo við sáum ekki eldri stúdentaárganga við út- skriftina. Hefði einhver kynnt til sögunnar 30 ára afmælisstúdent er hœtt við að okkur hefði brugðið og á þeim tíma vart gert okkur grein fyrir að slík fyrir- brigði væru til. jti mati. Þeir eru hreinlega í fullu fjöri þótt vera kunni að sumir séu aðeins þreknari um sig miðja en var og hár hafi gránað á nokkrum eða hárum jafrivel fækkað örlít- ið á enn öðrum. Það kemur ekki að sök enda af nógu að taka miðað við myndimar sem prýða útskriftarbókina. Þar gat að líta hárprúðasta fólk síðari áratuga og eng- inn teljandi munur miili kynja. Piltamir sem komu tiltölulega snyrtilegir til skóla, uppreisnarárið fræga 1968, yfirgáfu hann með hár niður á axlir. Þeir skáru vart hár sitt menntaskólaár- in og gengu, ásamt öðrum, svo nærri hárskerastéttinni að við lá að hún hlyti örlög geirfuglsins. Ekki á glámbekk Útskriftarbókin er sem sagt til á mínu heimili, ekki beinlínis bönnuð bömum en trauðla á glámbekk. Það er með öllu óþarfi að krakkam- ir góni þar á fóður sinn með hár niður á herðar. Þeir hdfa gengið í gegnum ýmsa hártísku en enga eins svaka- lega. Almennt er ungt fólk nú til mikilla muna snyrti- legra til höfuðsins en við vorum, stúdentamir 1972. Við gengum þó ekki svo langt að hafna stúdentshúf- unni. Raddir voru uppi um að sleppa svo smáborgara- legu tákni og mæta húfulaus til útskriftarinnar og helst í lopapeysu. Af því varð þó ekki. Flestir mættu, síð- hærðir að vísu, en í jakka- fotum og jafnvel smóking með hvítan koll. Fyrir mömmu, var skýringin en innra með okkur bærðist Piltarnir sem komu tiltölulega snyrtilegir til skóla, uppreisnarárió fræga 1968, yfirgáfu hann með hár niður á axlir. Þeir skáru vart hár sitt menntaskólaárin og gengu, ásamt öðrum, svo nærri hárskerastéttinni að við lá að hún hlyti örlög geirfuglsins. þrá eftir kollinum. Við vildum, þrátt fyrir allt, skarta honum 17. júní eins og hinir. Gott ef við vorum ekki með nelliku líka í jakkaboðungi. Prinsipp- in fjúka þegar á hólminn kemur. P. Eyfeld fékk sitt eins og hann hefur fengið allar götur síðan við húfugerð. Ég á stúdentshúfuna enn. Hún er snjáð og skæld eftir mikla notkun, ekki sem tákn um skólavist heldur sem strætóhúfa sona minna. Þeir brunuðu með hana víða með pott- hlemm í höndum í stað stýris. Þá hafði ég að vísu fjarlægt hvíta kollinn svo sá svarti sat einn eftir. Stoltur uppreisnarmaður Við vorum böm okkar tíma vorið 1972 eins og sjá má í útskriftarbók- inni. Ég greip hana rykfallna á dögun- um í tilefni þess að við ætlum að hitt- ast á stórafmælinu, eins og við gerum raunar á fimm ára fresti. Þótt tíska þess tíma sé okkur nokkuð fjarri í dag get ég ekki varist stolti yfir uppreisn okkar. Við vorum glannalega flott þegar á allt er litið og gott ef lærifeð- urnir fylgdu ekki í humátt á eftir, karlamir vel hærðir og skeggjaðir og konur frjálslegar í fasi. Það átti að vísu ekki við Jón Böðvarsson, síðar skólameistara, sem kenndi okkur bók- menntir af þeirri snilld að Gunnar og Njáll lifnuðu við í skólastofunni. Hann var á undan sinni samtíð með kíví-klippingu en skeggjaður og síð- hærður Böðvar Guðmundsson, kenn- ari og skáld, fylgdi tíðarandanum. Vigdísi Finnbogadóttur voru allir vegir færir eftir að hafa reynt að kenna okkur frönsku enda varð hún forseti íslands nokkrum árum síðar. Þverskurður þjóðfélagsins Önnur bók um sama fólk er ekki eins mikið feimnismál. Hún var tekin saman þegar árgangurinn frá 1972 hittist síðast, á 25 ára af- mælinu. Þá voru allir orðnir held- ur ráðsettari og myndimar birtingar- hæfar miðað við nútímastaðal. Enn var rifiað upp ljóðið um fegurð stúd- entahópsins. Það hafði sem sagt ekki dregið teljandi úr sjálfsálitinu. En hvað hafði orðið um allan þann fríða hóp? Sumir hittast reglulega, aðrir ekki. Nokkrar konur hafa haldið sam- an saumaklúbbi menntaskólaáranna og aðrir hittast á golfvellinum. Flestir fylgjast þó með skólasystkinum sínum úr fjarlægð og segja með stolti þegar þau bæta á sig blómum á lífsleið og framabraut: „Við vorum saman í menntó." Um það má deila hvort lífemi okk- ar á þessum árum var heilbrigt en það breytir samt ekki því að fjórðungur hópsins menntaði sig til heilbrigðis- starfa. Læknarnir í hópnum eru fimmtán, meinatæknarnir sex og sál- fræðingamir fimm. Þá eru þrír iðju- þjálfar, þrír lyfjafræðingar, tveir sjúkraliðar sem og hjúkrunarfræðing- ar. Tveir era prestar. Aðrir dreifast víða um þjóðfélagið, blaða- og frétta- menn, kerfisfræðingar, bókasafns- fræðingar, lögfræðingar og viðskipta- fræðingar. Verkfræðingamir eru fimm og líffræðingar tveir, jafnmargir arkitektum og bændum. Forstjóra höf- um við átt og bankastjóra sem og dramatúrg og einn heldur enn dauða- haldi í gömlu hugsjónimar. Hann titl- ar sig frelsingja. Það sem máli skiptir Titlatog þetta skiptir þó engu þegar kemur að því eina sem skiptir raun- verulega máli og það er frjósemi ár- gangsins. Hennar varö snemma vart. Bráðþroska skólasystur okkar kipptu sér ekki upp við smámál og brugðu sér heim í frímínútum og gáfu brjóst. í 25 ára samantektarbókinni kom fram að fyrir fimm árum átti árgang- urinn samtals 311 böm og ólíklegt er að þeim hafi fjölgað aö ráði síðan. Barnabömin vom orðin þrettán. Sennilegt er að þau séu orðin talsvert fleiri og eigi enn eftir að fiölga vem- lega. Margir af uppreisnarkynslóðinni hafa því fengið nýtt hlutverk afa og ömmu og jafngott að bamabörnin komist ekki í útskriftarbókina sælu, frá vorinu 1972. Vera kann að það hafi verið áfall bami að sjá fóður sinn hippalegan, hárprúðan og jafhvel með skegghýjung en hvaö með afa? Hann verður að halda virðingu sinni og mannorði óskertu. Bókin er því bönn- uð bamabömum. I- Brosað í myndavélarnar Davíð Oddsson forsætisráðherra blés til sóknar í Evrópumálum í vik- unni með ógleymanlegum hætti. Engum dylst að hann skemmtir sér hið besta í þessari umræðu. Hann nýtur sín. Hann brosir framan í myndavélamar - og er raunar full- glaðhlakkalegur aö sumra mati. En það er eins og hann hafi hlakkað lengi til að blása til sóknarinnar. Vopnin sem hann hefur valið sér eru sum hver óhefðbundin, nýstár- leg og umdeild. Skoðanakönnun sem hann birti á aðalfundi Samtaka atvinnulifsins um viðhorf til ESB- aðildar var óvenjuleg og vakti deil- ur. Tölur sem hann birti um kostn- aðinn af aðfid að ESB hafa ekki heyrst áður og vöktu deilur. Sú staðhæfing hans að gjaldið verði greitt til þess eins að embættismenn fái að mæta í kokkteilboð og vera með á myndum hefur örugglega hækkað blóðþrýstinginn í mörgum Evrópusinnanum. Að ekki sé minnst á þá yfirlýsingu hans að hann yrði að greinast galinn til að hugsanlegt væri að hann samþykkti aðild! Leiðandi en ekki villandi Þótt deila megi um hversu mál- efnalegar sumar yfirlýsingar forsæt- isráðherra hafa verið er hitt jafn- ljóst að margt í gagnrýni á málflutn- ing hans hefur veriö sama marki brennt. Það er til dæmis alveg fráleitt að láta að því liggja að kannanir á borð við þá sem forsætisráðherra lét gera eigi ekki rétt á sér; aö könnunin „segi ekki neitt“. Hún er fyllilega réttmætt innlegg i umræðuna. Hún sýnir til dæmis fram á það með al- gjörlega ótvíræðum hætti að margir þeirra sem hafa í fyrri skoðana- könnunum sagst hlynntir aðild að ESB gerðu sér ekki grein fyrir ýms- um staðreyndum málsins. Þeir gerðu sér ekki grein fyrir því að innan Evrópusambandsins eru áhrif stórþjóða að aukast á kostnað hinna smærri, að ákvöröun um heildarafla á íslandsmiðum verður hjá stofnunum ESB eftir inngöngu og að íslendingar þurfa að greiða með sér marga milljarða króna inn- an sambandsins. Ef allir sem áður sögðust hlynnt- ir aðild að ESB gerðu sér grein fyr- Sjálfsagt mætti fá allt aðra niður- stöðu með því að leggja upp með já- kvæðar forsendur. Jafnsjálfsagt er að láta á það reyna. Spumingarnar í könnun forsætis- ráðuneytisins voru hins vegar ekki villandi. Það er mikilvægur munur á því að spyrja leiðandi og villandi spurninga. Vart getur verið ágrein- ingur um hvort er verra. „Samleið“ og „þátttaka“ Sókn forsætisráðherra hlýtur að kalla á gagnsókn af hálfu Evrópu- sinna. Staðreyndin er nefnilega sú, að „sönnunarbyrðin" i umræðunni um Evrópusambandið hvílir á þeim sem eru hlynntir aðild að því. Lífs- kjör á íslandi eru betri en í næstum öllum löndum Evrópusambandsins og þess vegna blasir síður en svo við hvers vegna íslendingar ættu að hugsa sér til hreyfings. í skýrslu utanríkisráðuneytisins, útgefinni í apríl 2000, segir: „ísland er vel stætt ríki miðað við flest aðild- arriki Evrópusambandsins og þjóðar- framleiðsla á mann er mjög mikil. Af þessari ástæðu einni er ljóst að fram- lag íslands, sem aðildarríkis að ESB, yrði mun hærra en sú fiárhæð sem kæmi aftur inn i íslenskt efnahagslíf úr sjóðum sambandsins." Hve margir œtli viti það til dæmis að íslensk fisk- vinnslufyrirtœki þyrftu eftir aðild að ESB að greiða háa tolla af hrá- efni sem þau flytja núna inn tollfrjálst frá löndum utan ESB? Þessir tollar gætu skipt hundruðum milljóna króna segir í skýrslu utanríkis- ráðherra. Evrópusinnar segja sumir hverjir að ekki eigi að vega málið og meta út frá þessum fiárhagslegu forsend- um. Það sé spuming um hvort við teljum okkur „eiga heima í Evr- ópu“, hvort við viljum „taka virkan þátt í Evrópusamstarfmu", hvort við „eigum samleið með öðrum Evr- ópuþjóðum" o.s.frv. Með málflutningi af þessu tagi era Evrópusinnar hins vegar komn- ir býsna nærri því að stilla sér upp fyrir framan myndavélina frægu sem forsætisráðherra gerði að um- talsefni í vikunni. Frambjóðandi til borgarstjórnar- kosninga sagði í sjónvarpi í vikunni eitthvað á þá leið, að lífsgæði væru ekki spurning um peninga. Þótt peningar séu vissulega ekki upphaf og endir alls var þetta óvænt yfirlýs- ing frá fyrrverandi formanni laun- þegasamtaka. Eða hefði hann tekið þessa röksemd gilda við samninga- borðið á sínum tíma? Nei, við mat á kostum og göllum aðildar að Evrópusambandinu hljóta efhahagslegir hagsmunir að vega þungt. í þeim efnum er ýmis- legt að finna í skýrslu utanríkisráö- herra sem ekki hefur farið mjög hátt á þeim tveimur árum sem liðin eru frá útgáfu hennar. Toll-oyta Ýmsum efnahagslegum ávinningi af aðild að ESB hefur verið haldið hátt á loft í fiölmiðlum. Nægir þar að nefna líklega lækkun innlendra vaxta sem talin er geta sparað ís- lenskum heimilum 10 milljarða króna á ári og hefur verið fréttaefni oftar en einu sinni. (Þetta er að vísu tilflutningur á fiármagni innan hag- kerfisins og þess vegna ekki beinn ávinningur fyrir þjóðarbúið í heild.) Minna hefur farið fyrir umfiöllun um ýmsa vankanta og ókosti. Hve margir ætli viti það til dæmis, að ís- lensk fiskvinnslufyrirtæki þyrftu eftir aðild að ESB að greiða háa tolla af hráefni sem þau flytja núna inn tollfrjálst frá löndum utan ESB? Þessir tollar gætu skipt hundruðum milljóna króna segir í skýrslu utan- ríkisráðherra. Og þeir rynnu ekki í ríkissjóð, því Evrópusambandið hirðir 75% allra tolltekna aðildar- rikjanna til að fiármagna rekstur sinn. Vissulega kæmi á móti að hægt yrði að flytja afurðimar toll- frjálst inn á markaöi ESB. Hve margir ætli viti það, að við aðild að ESB yrðu lagðir tollar á bif- reiðar frá löndum utan ESB, sem nú era fluttar inn tollfrjálst? Þessir toll- ar myndu nema eitt þúsund milljón- um króna á ári segir í skýrslu utan- ríkisráðherra, ef miðað er við að neytendur keyptu jafnmarga jap- anska og ameríska bíla og nú. ís- lendingar flytja inn meira af bilum frá Japan og Bandaríkjunum en þjóðir ESB og því kæmi þessi tollur harðar niður á islenskum neytend- um. Hve margir ætli viti það að ís- lensk álframleiðslufyrirtæki þyrftu eftir aðild að greiða háa tolla af hrá- efni sem þau flytja nú inn tollfrjálst frá löndum utan ESB? Þessir tollar myndu nema á þriðja hundrað millj- óna króna á ári segir í skýrslunni, en samtals yröu tolltekjur af iðnað- arvörum 1,5 til 2,5 milfiarðar króna. Sækja má um undanþágur frá sumum þessara tolla. Hvað sem ír þess- um fylgi- fiskum aðildar hefði niður staðan auð- vitað átt að verða sú sama og áður. Sú var ekki raunin. Allir gera sér grein fyrir að könnun af þessu tagi verður að taka með fyr- irvara. Spumingarnar vora leiðandi gagnvart þeim sem spurðir voru - á því er enginn vafi. undan- þágum líður er hins vegar öraggt að 75% tollanna myndu renna til Evrópu- sambandsins. Og það er óneitan- lega svolítið broslegt ef umræðan um hugsanlega aðild að Evrópusambandinu snýst í sífellt auknum mæli um að falast eftir undanþágum frá regl- um þess.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.