Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2002, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2002, Blaðsíða 10
10 DV LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2002 DV Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Aöalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: Skaftahlíö 24, 105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Ritsfjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyrl: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaðsins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viömælendum fýrir viötöl viö þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Horft til heimilanna Athyglisvert er aö sjá hvað stóru fylkingarnar í Reykja- vík leggja mikla áherslu á fjölskyldumálin i stefnuskrám sínum. Þaö er vel. Jafnt Reykjavíkurlistinn sem Sjálfstæö- isflokkurinn horfa til heimilanna á þessu vori og vilja hag þeirra aukinn. Þetta er ekki sjálfgefið og sannast aö hluta til i landsmálunum þar sem fjölskyldumálin hafa að mörgu leyti gleymst. Altént hefur skattbyröi hjónafólks og heimilanna aukist til muna á siðustu tiu árum. Og þarf þar ekki aö efast um tölur. í stefnuskrám R-lista og D-lista eru leikskólamálin efst á blaði og má ekki á milli sjá hvor flokkurinn vill þar bet- ur. Bæði þessi stjórnmálaöfl leggja mikla áherslu á að fiölga leikskólaplássum til mikilla muna og leggja til að öllum börnum frá eins og hálfs árs aldri verði tryggður að- gangur að leikskólum. Þetta er afar metnaðarfull stefna hjá báðum flokkunum og sýnir vel þá hugarfarsbreytingu sem orðið hefur í þessum mikilvæga málaflokki á allra síðustu árum. Og má þar tala um byltingu. Ekki þarf að horfa mörg ár aftur í tímann til að rifja upp þá tætingslegu tíð þegar barnafólk endasentist bæinn á enda til að koma börnum sínum fyrir i stopulli vist, einatt hjá vinum og vandamönnum. Og meginhugsunin var að redda hverjum degi. Fyrir tiltölulega fáum árum taldist það til tíðinda að venjulegt hjónafólk fengi pláss fyrir barn sitt á leikskóla. Þau hjón þóttu i sérflokki sem komust inn fyrir leikskólahliðið og ekki var úr vegi að spyrja þau um klíkuskap, kæmust þau að. Á þessum árum, sem flestir vilja gleyma, var það aðeins ungviði námsmanna og einstæðra foreldra sem gekk fyrir á fáum leikskólum borgarinnar. Og enda þótt sjálfsagt væri að koma til móts við þarfir þessara nefndu hópa, sátu hinir eftir í ýmiss konar sambúð og gátu sig lítið hreyft fyrir ómegð. Engu að siður gerði samfélagið ráð fyr- ir fullri atvinnuþátttöku beggja foreldra á þessum tima. Með öðrum orðum gerði kerfið ráð fyrir því að fólk ynni úti, en ekki ráð fyrir þvi að það ætti börn. Það er rétt sem borgarstjóri sagði á málþingi um leik- skólamálin í Reykjavík á dögunum að á siðustu árum hef- ur verið tekið myndarlega á þessu „samfélagsvandamáli“ sem er réttnefni yfir þá mynd sem var á leikskólamálum í Reykjavík fyrir áratug. Grettistakinu sem lyft hefur verið í þessum málaflokki á síðustu tveimur kjörtímabilum verður réttilega líkt við „gerbyltingu“. Óvíða hefur Reykja- víkurlistinn tekið jafn rækilega til hendinni og í leikskóla- málunum. Það er öðrum bæjarfélögum til fyrirmyndar. Fjölgun á leikskólaplássum i Reykjavík hefur verið ævintýraleg á síðustu árum. Að sama skapi hefur fag- mennska í greininni aukist til muna og sömuleiðis kröfur foreldra um uppbyggilegt og gefandi starf. Nú eru 78 leik- skólar reknir í borginni. Á þeim starfa 1700 starfsmenn í 1400 stöðugildum og 5616 börn nota sér þessa þörfu þjón- ustu. Langflest þeirra er í fullri vist, enda kom á daginn þegar spurninni eftir leikskólaplássi var svarað að yfir- leitt þurfa báðir foreldrar að vinna úti allan daginn. Kjósendur eiga að kynna sér þær leiðir sem stóru fylk- ingarnar vilja fara í þessum málum. R-listinn fylgir þar eftir metnaðarfullu starfi sínu og D-listinn bætir við áhugaverðum leiðum sem munu setja svip sinn á leik- skólaumræðuna á næstu árum. Ber þar hæst hugmyndir sjálfstæðismanna um að síðasti bekkur leikskóla verði sá fyrsti í grunnskóla; skilin á milli þessara skólastiga verði að mestu afmáð. Aðalatriði er að leikskólamál eru loks orðin að alvöru pólitik á íslandi. Sigmundur Ernir Bönnuð barnabörnum Jónas Haraldsson aðstoðarritstjóri „Við erum fegursti 4. bekkur sem farið hefur hér út... Þannig hljómuðu upphafslinur ljóðsins Sjálfsmynd 4. bekkjar MH, það sæla ár 1972, en það birtist á bak- síðu útskriftarbókar nýstúdentanna. Kvæðið var sérstakt og víst má deila um það hvort það var vel ort. Þeir sem ekki voru innvígðir i samkund- una gætu jafnvel haldið því fram að það sé hreinn leirburður. Það breytir því samt ekki að þetta var eindregin skoðun okkar þessa vordaga. Fegurri námshesta gat ekki að líta. Sam- keppnin um verðlaunasætin var að sönnu ekki hörð því við vorum að- eins þriðji árgangurinn sem útskrif- aðist frá Menntaskólanum við Hamrahlíð, skóla sem raskaði ró íhaldssamra borgarbúa. Þeir sáu í nemunum róttækiinga sem ætluðu caw ujlvo. íuLgxuiiu aauuciagi, oiu' hærða hippa og gott ef ekki eituræt- ur sem stunduðu frjálsar ástir á göngum stofnunarinnar í frímínút- um. Árgangurinn fallegi Þessa vordaga áttum við heiminn, viss um fegurð okkar og gáfur. Við leyfðum okkur að sletta úr klaufun- um. Töm stúdentsprófanna var að baki og lífið allt fram undan. Síðan eru liðin 30 ár. Árgangurinn fallegi man eftir þeim tímamótum og ætlar að koma saman vegna þeirra. Við vorum heppin að skólinn var svo ungur að við sáum ekki eldri stúd- entaárganga við út- skriftina. Hefði einhver kynnt til sögunnar 30 ára afmælisstúdent er hætt við að okkur hefði brugðið og á þeim tima vart gert okkur grein fyrir því að slík fyrir- brigði væru til. Líklegt er þó að við hefð- um tekið gamalmenn- inu vel því þrátt fyr- ir allt vorum við vel upp alin. Það merkilega er samt að flarri lagi er að fallegu 30 ára afmælisstúd entarnir séu gamlir, að minnsta kosti ekki Vissara þykir að halda myndum úr útskriftarbókinni fjarri eigin bömum og banna þær barnabörnum. Samt vorum við glannalega flott og lærifeðumir fýlgdu í humátt á eftir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.