Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2002, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2002, Blaðsíða 36
36 Helqarblað H>"Vr LAUGARDAGUR II. MAÍ 2002 > o Stj órnmálamenn gleymast mjög hratt /1/iðtali kemur Davíð Oddsson forsætisráðherra víða við. Ræðir um Evr- ópusambandið, ríkisábyrqð til íslenskrar erfðaqreininqar, samskipti við fjölmiðla, borqarmál oq skáldskap. HALLDÓR ÁSGRÍMSSON SEGIR AÐ skoöanakönnun forsætisráðuneytisins um viðhorf íslendinga til Evrópu- sambandsins sé ekki marktæk. Það er ljóst að ágreining- ur er milli ykkar i Evrópumálunum. Hversu alvarlegur er hann? „Við erum hvor með sínar áherslurnar en samein- umst um niðurstöðu ríkisstjórnarinnar sem er að sækja ekki um inngöngu I Evrópusambandið. Við Halldór erum ekkert að rífast um þetta og samkomulag milli okkar er gott. Halldór hefur heldur aldrei sagt að hann vilji að ísland fari inn í Evrópusambandið, þótt hann tali nú ansi nærri þvi. Það er rétt hjá Halldóri og öðrum að sú skoðanakönn- un sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir forsætisráðu- neytið þarf ekki aö segja af neinni nákvæmni hver af- staða landsmanna er til ESB á þessari stundu. Það sem hún gefur til kynna hins vegar er að ef menn fara út í samninga við ESB og leggja niðurstöðuna undir þjóðar- atkvæðagreiðslu þá verður samningurinn felldur með 90 prósent atkvæða. Þarna skiptir fiskveiðistefna sam- bandsins griðarlega miklu, fólk setur hana greinilega fyrir sig. Meira að segja Úlfar Hauksson, starfsmaður Evrópusambandsins, sem virðist sanntrúaður Evr- ópusinni, viðurkennir að endanleg ákvörðun um fisk- veiðar íslendinga verði tekin í Brussel en ekki á Islandi. Frá þessu verða ekki veittar undanþágur, ólikt því sem menn hafa verið að reyna að gefa i skyn. Því fyrr sem menn átta sig á því, því minni tíma eyða þeir í þessa vit- leysu. Menn eru aö deila um hversu mikið aðild að ESB muni kosta okkur. Ég segi að hún muni kosta 10-12 millj- arða á ári, aðrir nefna eitthvaö lægri tölur. Hér í ráðu- neytinu höfum við farið yfir okkar tölur og sjáum ekki betur en þær standist. Sú tala sem ég nefni miðast við gjald eftir stækkun ESB. Ég tek eftir því að fréttastofa útvarps lætur eins og hægt sé að miða við tölur sem eru greiddar fyrir stækkun sambandsins. Það er ekki hægt. Þær tölur munu næstum því tvöfaldast eftir stækkun- ina.“ - Andstæðingar þínir hafa gjarnan sagt að þú viljir ekki umræðu um Evrópusambandið. Nú segist þú vilja umræðu. Er það misskilningur að þú hafir ekki viljað umræðuna eða hefur þér snúist hugur? „Þeir sem hæst tala hér á landi um kosti Evrópusam- bandsins láta gjarnan eins og þeir sem tala um Evrópu- sambandið og eru á móti inngöngu séu ekki að taka þátt í umræðunni. Það séu bara þeir sem tala um Evrópu- sambandið og segjast vilja fara í Evrópusambandið sem eru þátttakendur í umræðunni. Ég skil ekki þessi rök. Ég vil umræðuna því þá mun koma í ljós hvað við get- um fengið og hvað við getum ekki fengið. Ég hef alltaf sagt: Ef menn bjóða mér upp í dans þá verða þeir að hafa í huga að ég gæti tekið boðinu. Þetta lærði ég á mínum yngri árum. Ég var lélegur dansari og ef kona bauö mér upp í dans og ég sagði já takk gat hún átt von á því að ég trampaði á tánum á henni. Það er hættan.“ - Nú hefur forseti íslands lýst þeirri skoðun sinni að Islendingar hafi ekkert að gera í Evrópusambandinu. Ef forseti íslands er sameiningartákn þjóðarinnar, á hann þá að þínu mati að tjá sig um svo viðkvæmt deilumál? „Ég ætla ekki að hafa afskipti af því hvernig hann heldur á sínu embætti. Ef hann fer hins vegar að tala mikið um pólitik þá svara menn honum og þá er hann kominn í pólitískar þrætur og deilur. Um leið breytist eðli embættisins. Vill þjóðin það? Það er ekki mitt að svara því. Ég tek hins vegar eftir því aö þegar forsetinn lýsti skoðunum sem voru Samfylkingunni þóknanlegar þá mættu Samfylkingarmenn og sögðu að forsetinn mætti tjá sig að vild en um leið og hann fór að tala um efni sem þeim likaði ekki þá mátti hann ekki lengur tjá sig. Þegar Norðurlandaráð bað forsetann að tala um lýð- ræðisþróun í heiminum og alþjóðahyggju þá hlaut hann að tala eins og hann gerði. Eða átti hann kannski að fara að tala um veðrið?" Ríkið hefur grætt á Kára - Víkjum aðeins að ríkisábyrgð til íslenskrar erfða- greiningar. Greinilega mjög umdeilt mál og eftir því er tekið að vinur þinn, Jón Steinar Gunnlaugsson, hefur skrifað gegn þessari ákvörðun. „Ekki bara það, heldur hefur hann hellt sér yfir mig. Hann er mjög hneykslaður á þvi að ég skyldi hafa for- ystu um þessa ríkisábyrgð og lét mig sannarlega heyra það í löngu samtali örskömmu eftir að ég kom til lands- ins frá Víetnam. Þegar ég heyrði í honum sagði ég: „Jón minn, ég heyri að ég er kominn heirn." Til þess eru vin- ir manns að segja manni nákvæmlega hvað þeim býr í brjósti. Ég veit að Jóni Steinari er mjög umhugað um mína pólitísku velferð og gagnrýni hans er alltaf sett fram af einlægni og þunga.“ - Maður hefur heyrt fólk fullyrða að þetta sé vonlaust fyrirtæki sem muni ekki skila árangri. Hefuir þú óbilandi trú á fyrirtækinu? „Það eru augljóst að margir óska þess innilega að þetta fyrirtæki fari illa. Mér finnst ótrúlegt að svokallað- ir vísindamenn skuli taka upp á því að senda út í heim níðgreinar um fyrirtækið. Ég skil ekki hvernig það fólk er innréttað. Hvaða tilfmningum er það að svala með þannig framgöngu? Mér finnst þetta fyrirtæki vera kraftaverki líkast og óska þess innilega aö það beri ávöxt. Það er margt sem bendir til þess, en þó er ekki hægt að ganga að því sem vísu fremur en flestu öðru. Fram að þessu hefur ríkið bara grætt á Kára Stefáns- syni. Það hefur haft gríðarlegar skatttekjur af því fólki sem Kári hefur fengið hingað til lands og borgað há laun. Hingað til hefur hann hyglað okkur en við ekki honum.“ - Eruð þiö vinir? „Við erum gamlir skólafélagar, vorum oft á öndverð- um meiöi og erum það stundum enn að vissu leyti. Við erum ekki í nánasta vinahóps hvor annars en ég hef gaman af að tala við Kára og umgangast hann. Hann er vísnamaður ágætur og sögumaður mikill. Mjög sérstak- ur maður. Hann er ekki auðveldur maður og kannski stundum full flókinn fyrir sjálfan sig. Hann á til að vera hranalegur við fólk umfram öll efni. Afar erfiður en það á við um marga afburðamenn og Kári er afburðamaður." Er ekki skemmtikraftur - Víkjum að öðru fyrirtæki, Ríkisútvarpinu. Er þar ekki allt í rúst? „Ekki held ég það en þar eru fjárhagsörðugleikar sem leysast, 200 milljónir sem út af standa, sem eru kannski „kortersárgjald" aö Evrópusambandinu, svo talað sé af nokkrum galsa. Hugsanlega er úvarpið fullstaðnað og að mínu áliti hefði það gott af að fara í gegnum breytingar. Það er ekki samkomulag innan ríkisstjórnarinnar um breytingar, menn virðast trúa því að kyrrstaða sé það besta. Ég er ekki trúaður á það en þrýsti ekki á um breytingar." - Finnst þér fréttastofa útvarps stundum vera þér andsnúin? „Ég er ekkert upptekinn af því. En þar fóru menn út af sporinu í hlægilegum fréttatíma um skoðanakönnun Félágsvísindastofnunar. Það var eins og menn hefðu misstu fótanna, þeim varð svo um og ó. Kannski hefur fulltrúi Gailup hrært svona upp í þeim. Hann virðist hafa komist í uppnám, eins og Evrópusambandið væri á hans vegum, sem mér er ókunnugt um. En framvegis hlýtur maður að skoða kannanir hans með tilliti til þess.“ - Fjölmiðlamenn kvarta stundum undan því að þú stjórnir ferðinni í samskiptum við þá. „Það er meira og minna ímyndun. En það eru ótrúleg- ustu hlutir sem ég er sagður stjórna. Ég sat heima með konunni á fóstudagskvöldi og sá Gunnar Smára í íslandi í dag segja að ég væri núna að atast i Kvikmyndasjóði út af Þorfinni Ómarssyni og væri búinn að setja á mikla rannsókn. Ég starði eins og naut á nývirki og Ástríður spurði undrandi: „Ekki ertu eitthvað-að stússast í þessu?" Ég var jafnvel hræddur á tímabili að hún tryði því. Ég vissi ekkert um málið og ætlaði að kynna mér það daginn eftir en hafði ekki tíma til þess. Svo sá ég í DV að málið snýst um óreiðu á reikningsfærslum sem ég hef aldrei heyrt um. Maður hugsar með sjálfum sér hvort fólk ætli virkilega að trúa því að ég sé niðri í for- sætisráðuneytinu með Þorfinn Ómarsson á heilanum?" - En hvað segirðu um þá gagnrýni sem stundum heyr- ist að þú mætir ekki öðrum í kappræðum í sjónvarpi? „Ég geri það fyrir kosningar og finnst það nóg. Ég hef ekki áhuga á stjórnlausum umræðum þar sem menn keppast um að taka tima hver af öðrum og sá er talinn hafa unnið umræðuna sem lengst hefur haldið orðinu. Ef menn eru að biðja mig um að taka þátt í því að mæta í þætti til að segja: „Má ég, má ég“ þá geta þeir fengið aðra í það. Það virðist næg eftirspurn eftir því að taka þátt i slíku. Ekki ætla ég að taka af þeim plássið. Ég ætti ekki að fá laun sem forsætisráðherra ef ég tæki að mér að vera skemmtikraftur úti í bæ.“ Óstjórn R-listans - Víkjum að borgarmálum. Hvað heldurðu að valdi því að R-listinn hafi fremur ríflegt forskot á D-listann? „Ég átta mig ekki alveg á því. Mér finnst það ósköp dapurlegt því það vantar allar forsendur fyrir því. Síð- ustu átta ár hefur borgin haft mestu tekjur sem sögur fara af en á þessum mestu velgengnisárum þjóðarinnar hefur R-listanum tekist að setja allt á annan endann í fjármáium. Mér datt ekki í hug að þau myndu verða svona fljót að þvi. Nýjustu tölur sýna að þeir sem kjósa R-listann koma Helga Hjörvar að og þeir sem kjósa D- lista koma Gísla Marteini að. Ég er ekki í vafa hvað ég mundi gera i því efhi.“ - Margir nefna þá skýringu að Ingibjörg Sólrún sé það sterkur leiðtogi að enginn geti velt henni úr sessi. Hvert er þitt mat á henni sem stjórnmálamanni? „Hún hefur ýmsa kosti en hún stjórnar ekki borginni. Það eru allt aðrir menn sem þar stjórna." - Hverjir? „Lautinantarnir sem þarna eru ráða ferðinni. Besta dæmið er þegar Alfreð Þorsteinsson tilkynnti að hann ætlaði að kaupa hlut í Símanum fyrir 12 til 18 milljarða, ef forstjóri Orkustofnunar væri sammála honum. Hann minntist ekki orði á vilja eða samþykki borgarstjóra. Daginn eftir kom Ingibjörg Sólrún hlaupandi í fréttirnar til að fá að vera með og sagði að líklega væri þetta voða góð hugmynd. Ingibjörg Sólrún er sniðugur stjórnmála- maður að því leyti að henni hefur tekist að viðhalda þeirri blekkingu að hún stjórni borginni en sú blekking mun ekki halda lengi.“ - Heldurðu að hún verði framtíðar keppinautur þinn um stól forsætisráðherra? „Það hef ég ekki hugmynd um. Hún afneitar því. Verð- um við ekki að trúa því að hún segi satt, þótt hún hafi reyndar sagt margt ósatt í þessari kosningabaráttu." - Maður veltir fyrir sér framtíð Björns Bjarnasonar. „Björn fer í þennan slag án þess að vera með nokkurt björgunarnet. Það segir heilmikið um hann. Hann er ekki ævintýramaður sem er að byrja í pólitík og veður því í háskaleik. Björn trúir því að brýn nauðsyn sé á að skipta um stjóm í borginni og hann gefur sig allan í það verkefni. Ingibjörg Sólrún segir hins vegar að ef hún vinni ekki þá sé hún bara farin og muni ekki sinna borg- LAUGARDAGUR II. MAÍ2002 Helcjarblað DV 37 inni. Hvort sem Björn vinnur eða tapar ætlar hann að sinna borgarmálum." Lít ekki til baka - Sjálfstæðisflokkurinn sýnist mjög hollur formanni sínum og þar ber ekki mikið á ágreiningi. Þú ert þó með háværan mann í liðinu sem er stundum óhlýðinn og sá er Pétur Blöndal. „Pétur kýs að fara sínar eigin leiðir í ýmsum málum og axla ekki ábyrgð með sama hætti og við hin. Það er stundum erfitt fyrir flokkssystkini hans sem sveigja frá sinni innstu sannfæringu í einstaka málum af því flokk- urinn vinnur saman sem hópur. Pétur kvartar stundum undan því að hafa ekki áhrif en þau hefur hann innan þingflokksins. Hann er afskaplega skýr á einstök mál og ýmis mál sem hann hefur rekið í homin hafa menn lag- að í þingflokknum vegna ábendinga og athugasemda frá honum. Þannig að hann hefur meiri áhrif en hann vill vera láta. Hann er óþolinmóður en ágætismaður." - Nú ertu búinn að vera forsætisráðherra í tólf ár. „Nei, bara ellefu. Ég er rétt að byrja.“ - Hvaða ráöherrum hefur verið best að vinna meö? Er þetta kannski erfið spurning? „Hún er erfið núna og kannski ósanngjörn af því ég er enn þá í ríkisstjóm. Ég held að ég hafi unnið með 25 ráð- herrum. Það eru ör skipti á ráðherrum því menn lýjast í því embætti. Ekki af því að þetta sé meiri vinna en hjá öðru fólki, nema kannski á köflum, en það er mikið áreiti og menn eru mjög mismóttækilegir fyrir því.“ - Samráðherrar þínir bera þér allflestir vel söguna en það er talað um að ykkur Jóni Baldvini hafi samið vel í byrjun en svo hafi allt farið í hund og kött. Fannst þér erfltt að vinna með honum? „Það var að mörgu leyti mjög skemmtilegt að vinna með Jóni, reyndar á köflum afar skemmtilegt. En hann gat verið erfiður, fljóthuga og ör og átti til að segja hluti í stundarstemningu sem komu sér ekki vel í ríkisstjórn- arsamstarfi. Ég var afar hrifinn af því hvernig hann stóð að málum í sambcmdi við Eystrasaltslöndin og það mun halda nafni hans á lofti. Það sem hann hefur sagt nei- kvæðast um mig sagði hann eftir að hann fór úr ríkis- stjóm. Það er mannlegt. Hann kennir mér um. En það sem gerðist var að hann missti tökin á þingflokki sínum. ÞcU var órói, en þó ekki jafn mikill og í núverandi þing- flokki Samfylkingar þar sem allt logar stafna á milli. En Jóni leiddist að hafa stjórn á þingflokknum, kom stund- um inn í þingflokkinn og æsti hann upp bara sér til gam- ans. Alþýðuflokkurinn klofnaði og missti fylgi. Ég er sann- færður um að ef Alþýðuflokkurinn hefði haft sama fylgi áfram eftir kosningarnar 1995 þá hefði hann setið áfram í ríkisstjórn, þrátt fyrir að á milli okkar Jóns væri ákveðin togstreita, sem ég tel þó ekki hafa verið alvar- lega.“ - Ef þú lítur til baka, hvaða verkum ertu stoltastur af í forsætisráðherratíð þinni? „Veistu, ég er ekki byrjaður að líta til baka. Ég ætla ekki að fara að gera verk mín upp, nema kannski þegar ég kemst á grobbaldurinn, ef ég lifi svo lengi sem er ekk- ert víst. Ég hef fengið gríðarleg tækifæri á þessum ellefu árum til að láta að mér kveða og þar með allmörg tækifæri til að gera mistök. Ég hef gert mistök en vona samt að meira sé af plúsum en mínusum. Annars finnst mér að það eigi ekki að vera ég sem dragi fram það sem miður hefur farið hjá mér, enda eru nægir til þess. Afrek? Kannski er það hluti af afrekunum hvað ég er gagnrýnd- ur mikið fyrir að ljá máls á ríkisábyrgð fyrir íslenska erfðagreiningu. Það hefur breytt hugarfarinu hér og um- ræðunni. Þannig að sú gagnrýni er kannski dulið lof í minn garð.“ - Hverjir eru þínir uppáhaldsstjórnmálamenn í sög- unni? „Maður festist náttúrlega í frösum í þeim efnum. Nefnir stjórnmálamenn sem fá tækifæri til að njóta sín þegar stundin kallaði, eins og Churchill. Ef stundin hefði ekki kallað hefði hann sennilega fengið þann dóm sögunnar að hafa verið skemmtilegur stjórnmálamaður en hálf misheppnaður. Hann var merkur. Ég hef haldið mikið upp á Truman af því hann var klár og skýr og var „Eg hef tekid eftir því að ef menn verða of nánir manni þá er það notað gegn þeim með ótrúlegum hœtti. Og ef þeim gengur vel er talið að ég hafi verið að greiða götu þeirra, þótt ég hafi hvergi komið nærri. Ef þeim gengur illa er það stundum af því að einhver leggur stein í götu þeirra til að koma höggi á mig. Þannig að ég gœti mín að vera ekki of nærri því fólki. Eins gæti ég mín á því, eins og ég get, að fólk sé ekki að sogast inn á mig af einhverjum annarlegum ástæðum. Það eru svo sem ekki margir sem reyna það, en ég hef séð aðra lenda í slíku. “ ekki með neitt moð. Hann vildi ná árangri en var alveg sama hverjum var eignaður heiðurinn. í stjórnmálum eru menn oftast nær að velta meira fyrir sér hverjum er eignaður heiðurinn heldur en hver það er sem nær ár- angri. Síðari tíma forsetar í Bandaríkjunum hafa ekki risið yfir meðallagið. Þó kannski Nixon með öllum sín- um mörgu göllum. Það var heilmikið áræði af hans hálfu að brjóta Bandaríkjunum leið til Kína.“ Fer ekki of nærri fólki - Þarf maður í þinni stöðu ekki að vera nokkuð á verði gagnvart fólki og halda því í ákveðinni fjarlægð? „Ég geri það meira ómeðvitað en meðvitað og vil það síður. Ég hef tekiö eftir því að ef menn verða of nánir manni þá er það notað gegn þeim með ótrúlegum hætti. Og ef þeim gengur vel er talið að ég hafi verið að greiða götu þeirra, þótt ég hafi hvergi komið nærri. Ef þeim gengur illa er það stundum af því að einhver leggur stein í götu þeirra til að koma höggi á mig. Þannig að ég gæti mín að vera ekki of nærri því fólki. Eins gæti ég mín á því, eins og ég get, að fólk sé ekki að sogast inn á mig af einhverjum annarlegum ástæðum. Það eru svo sem ekki margir sem reyna það, en ég hef séð aðra lenda í slíku.“ - Átt þú þér nána ráðgjafa? „Já, en ég nefni þá ekki til sögunnar vegna þess að þá væri ég að varpa ábyrgð á mínum mistökum yfir á þá.“ - En þú vilt ekki nefna dæmi um þín mistök? „Nei, ekki núna. Það getur líka verið að ég sé að of- meta sum þeirra. I minu starfi þarf ég að byggja mjög mikið á áliti annarra. Ég verð að geta treyst fólki og verð að velja gott fólk í kringum mig. Það fólk gerir mis- tök, rétt eins og ég, sem verða mín mistök en ég vil ekki og get ekki kennt því fólki um. Ég vona bara að hlutfall- ið milli réttra ákvarðana og rangra sé í lagi.“ Þarf ekki á lesendum að halda - Ég frétti af þér á bókaþingi í Þýskalandi og aðrir ís- lendingar sem þar voru segja þig hafa slegið í gegn. „Ekki veit ég hvort ég sló í gegn en þessi ferð var krydd í mína tilveru. Ég var undrandi á þeim góðu við- tökum sem ég fékk. Steidél, útgefandi minn, sagði mér að hann myndi senda mér æ fleiri úrklippur, því bókin hefði fengið mjög góða dóma hjá mönnum sem hann tek- ur mikið mark á. Það gladdi mig. Ég hafði verið ráðinn í því að láta dóma ekki halda fyrir mér vöku en egóið í manni er þannig að góðir dómar kitla. Hins vegar hef ég ekki þá sterku sannfæringu að ég sé snillingur í rithöf- undastétt, sem er tilfinning sem ég held að atvinnurit- höfundar þurfi að hafa.“ - Hvað skiptir þig miklu máli að skrifa? Gætirðu ver- ið án þess? „Það gæti ég ekki. En það myndi nægja mér að skrifa bara fyrir mig og Ástríöi. Ég hef ekki brennandi þörf fyr- ir að gefa út verk mín. Ég þarf þess ekki, hvorki af fjár- hagslegum ástæðum né tilfinningalegum. Ég er ekki orð- inn slíkur alvöru rithöfundur að ég þurfi á lesendum að halda.“ - En kemur bók um næstu jól? „Ég vona að það náist að koma út smásagnasafni." - Þú ert í mjög erfiðri stöðu, þú ert forsætisráðherra og gefur út bækur. Stór hópur manna mun aldrei geta metið skrif þín hlutlaust. Truflar það þig? „Nei, en ég er stundum undrandi á því að sumir virð- ast ekki geta unnt mér þess að skrifa, reiðast jafnvel, og geta ekki hugsað sér að lesa það sem ég skrifa. Ég hélt að stjórnmálin væru orðin þannig hér á landi að þar rikti ekki þessi mikla harka þar sem menn væru annað- hvort vondir kallar eða góðir kallar. En það lifir lengi í þeim gömlu glæðum." - Hvað ætlarðu að gera þegar þú hættir afskiptum af stjómmálum? „Ég átta mig ekki á því hvar mig myndi bera niður. Það fer eftir því hvenær ég hætti og á hvaða aldri. Ég held að stjórnmálamenn gleymist mjög hratt. Sagnfræð- ingar munu vita að þeir voru til en ég held að þeir hverfi mjög hratt úr lífi fólksins í landinu. Það held ég að sé mjög þægilegt og ég hlakka til þess.“ -KB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.