Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2002, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2002, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2002 Innlendar fréttir viku JjJlUJ' DV Helgarblað Skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir forsætisráðuneytið vekur hörð viðbrögð: Skýr ágreiningsefni skerpa afstöðu kjósenda BFCoodrich Umboðsaöilar: Hjólbarðaverkstæði Sigurjóns • Reykjavík Nesdekk • Seltjarnarnesi Dekk og smur • Stykkishólmi Léttitækni • Blönduósi Höldur • Akureyri Bílaþjónustan • Húsavík Smur og Dekk • Höfn Hornafirði IB Innflutningsmiðlun • Selfossi Nýleg könnun Félagsvlsindastofnun- ar fyrir forsætisráöuneytið, þar sem spurt er um afstööu íslendinga til inn- göngu í Evrópusambandið að gefnum ákveðnum skilyrðum, hefur vakið mikla athygli. Er það ekki síst vegna niðurstaðnanna sem eru öfugar við nið- urstöður margra annarra kannana um sama efhi. Meirihluti svarenda í könn- un Félagsvísindastofhunar segist and- vígur inngöngu í Evrópusambandið en meirihluti svarenda í öðrum könnun- um, eins og könnunum DV og Gallups fyrir Samtök iðnaðarins, hefur verið fylgjandi inngöngu eða þvi að teknar verði upp aðildarviðræður við Evrópu- sambandið. Túlkun niðurstaðna könnunar Fé- lagsvísindastofhunar hafa verið á ýms- an veg. Andstæðingum irmgöngu í Evr- ópusambandið hefur þótt hún styðja sinn málstað en fylgismönnum rnn- göngu hefur þótt hún ekki gefa rétta mynd af afstöðu kjósenda. I besta falli mjög takmarkaða mynd. Sveinn Harmesson, framkvæmda- stjóri Samtaka iðnaðarins, sagði við DV að könnun Félagsvísindastofnunar sýndi ekki annað en það að með því að spyrja leiðandi spuminga og jafnvel hóta þeim sem spurðir eru væri hægt að fá hvaða niðurstöðu sem væri. „At- vinnumenn á sviði skoðanakannana fullyrða að svona megi ekki spyrja vilji maöur fá fram raunverulega afstöðu. Þannig að könnunin segir ekki nokkum skapaðan hlut um hvað þjóðin vill í þessu máli,“ sagði Sveinn við DV. „Ég tel að þessi könnun, ein og sér, gefi ekki rétta mynd,“ sagði Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra við DV. „Það er sjálfsagt að spyija þessara spuminga en það verður að spyrja ann- arra spuminga líka til þess að fá raunsanna mynd af málinu." Aðrar niðurstöður Áður en lengra er haldið er rétt að kíkja á eldri kannanir um afstöðuna til Evrópusambandsins, t.d. könnun DV frá í maí 1999. Þá reyndust 66% kjósenda fylgjandi því að íslendingar mundu heQa aðildarviðræður við Evrópusam- bandið. Spurt var: Ert þú fylgjandi eða andvíg(ur) því að íslendingar hefji aðild- arviðræður við Evrópusambandið? I október 2000 gerði DV aðra könnun. Spurt var: Ertu fylgjandi eða andvíg(ur) inngöngu íslands í Evrópusambandið? Þá reyndust 55 prósent kjósenda andvig inngöngu í sambandið. Galíup gerði könnun fýrir Samtök iðnaðarins í febrúar síðastliðnum. Þar Gengst við ellefu atriðum Árni Johnsen, fv. alþingismaður, gengst við 11 af 27 atriöum í ákæru ríkissaksóknara sem honum var birt í vikunni í málum þeim sem urðu til þess að hann sagði af sér þing- mennsku sl. sumar. Fjórir eru ákærð- ir auk Áma. Aíls nema meint fjársvik þingmannsins rúmum átta milljónum króna. í sjónvarpsviðtölum á fimmtu- dagskvöld sagði Ámi að vörumar, sem hann tók út og er sakaður um að hafa stolið, hefði hann tekið sem laun, enda hefði formennska í bygginga- nefnd Þjóðleikhússins verið illa laun- uð. Hann sagðist og vera fómarlamb „mannætufélags" íslenskra fjölmiðla- manna. Víkur ekki undan ábyrgð Það er alvarlegt ef bókhald ríkis- stoöiunar er ekki í lagi. Þetta segir Vilhjálmur Egils- son, formaður stjómar Kvik- myndasjóðs, en að- fmnslur hafa verið gerðar við fjár- málaumsýslu sjóðsins. í viðtali við DV segir Þorfmnur Ómarsson, fram- kvæmdastjóri sjóðsins, að hann viki sér ekki undan ábyrgð á að fjármál sjóðsins séu í lagi. Hann vill að sérstak- ur fjármálastjóri verði ráðinn til sjóðs- ins, en fyrir því var ekki hljómgrunnur á fundi stjómarinnar á miðvikudag. Umræðan út úr korti Umræða um skuldir Reykjavíkur- borgar er út úr öllu korti, segir Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri. Hún sagði i yfirheyrslu við DV á mánudag að ekki hafi verið reiknaður út heildarkostnaðurinn við stefnuskrá flokksins. Borgarstjórinn segir að kostnaðarmat sé lagt á áform R-list- ans og vitað sé að þau rúmist innan ramma langtímaijárhagsáætlunar. Sókn í Evrópumálum Davíð Oddsson forsætisráðherra blés til sóknar í Evrópumálum í vik- unni. Hann kynnti niðurstöður skoð- anakönnunar á viðhorfum fólks til að- ildar að ESB í ljósi ýmissa neikvæðra fylgifiska aðildar. Reyndist yfirgnæf- andi meirihluti „frekar" eða „mjög“ andvígur aðild með hliðsjón af göllun- um. Sagði Davíð þetta sýna að aðildar- samningur með þessum ágöllum yrði kolfelldur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Aðferðafræði könnunarinnar hefur verið harðlega gagnrýnd, m.a. af Gallup. Vextir gætu lækkað Hnattvæðingamefnd utanrikisráð- herra kynnti í vikunni skýrslu um stöðu íslands i ljósi hnattvæðingar og samruna Evrópu. Þótti mestum tíð- indum sæta sú niðurstaða nefndar- innar, að upptaka evrunnar sem gjald- miðils íslands gæti lækkað innlenda vexti um 1,5 til 2% og þar með minnk- að vaxtakostnað heimilanna um 10 milljarða og vaxtakostnað fyrirtækja um 5 milljarða. Hjálmar til Sierra Leone Séra Hjálmar Jónsson, prestur og þingmaður, fór i vikunni á veg- um Hjálparstarfs kirkjunnar til að fylgjast með kosn- ingum í Sierra Leone. „Þetta er spennandi verk- efni sem felst einkum í þvi að sýna fram á að lýð- ræðið geti virkað og að kosningamar fari heiðarlega fram,“ segir prestur- inn við DV, sem verður kominn til landsins um hvítasunnu og stígur þá í stólinn í Dómkirkjunni. mögulegra kosninga um ESB-aðild. Hann þvertekur fyrir að verið sé að leiða fólk að tilteknu svari eins og Sveinn Hannesson gefur í skyn enda gengið beint að fólki með ákveðna spumingu. í leiðandi spumingum felist hins vegar að byijað er með almennum spumingum og þær síðan þrengdar smám saman. „Hver spuming í okkar könnun er sjálfstæð en mjög skýr. Það leikur eng- inn vafi á um hvað verið er að spyrja. Ef fólk verður með þessi skilyrði í huga þegar það kýs um inngöngu í ESB er lík- legt að niðurstaða þeirra kosninga verði í samræmi við niðurstöðumar í okkar könnun," segir Friðrik. Hann segir að þegar spurt er opið eða almennt búi sá er svarar til sínar eigin forsendur sem erfitt sé að henda reiður á. Átök skýra myndina Ljóst er að í aðdraganda kosninga um inngöngu í Evrópusambandið myndu eiga sér stað harðvítugar deilur um kosti og galla inngöngu. Það færi síðan eftir því hvort sjónarmiðið yrði sterkara í þeim slag hvaða forsendur hver og einn kjósandi mundi gefa sér í kjörklef- anum. Fram til þessa hefur umræða um kosti og galla aðildar að Evrópusam- bandinu ekki náð til alls almennings með sama hætti og mundi gerast í að- draganda kosninga um aöild. Því þarf enginn að vera hissa þótt niðurstöður við opnum spumingum um málið séu á alla vegu. í ljósi orða Friðriks hér á undan má gefa sér að ef menn gæfu sér það í skil- yrðum spumingar að aðild að ESB mundi þýða umtalsvert betri starfsskil- yrði fyrir fyrirtæki og bætt lífskjör fyr- ir almenning yrðu svörin mun jákvæð- ari en í niðurstöðum könnunar Félags- vísindastofhunar. Þá væri kannski ver- iö að spyrja „annarra spuminga" eins og Halldór Ásgrímsson talar um. Könnun Félagsvísindastofnunar segir manni kannski ekki mikið um hvað þjóðin vill í þessum efnum eins og Sveinn Hannesson bendir á. En könnun- in segir okkur hins vegar með skýrum hætti að sú mynd sem hver kjósandi fer með af málinu inn í kjörklefann mun ráða miklu um afstöðu hans. Og sú mynd mun öðra fremur mótast í póli- tískum umræðum og áróðursstríði um hin fjölmörgu álitamál sem verða uppi vegna hugsanlegrar inngöngu. Verði sú mynd sem dregin er upp í skilyrðum spuminga Félagsvísindastofhunar ofan á er ljóst að aðild að ESB verður felld í kosningum. BFGoodrich wmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmDekk - veldu aödns þaö besta Davíð Oddsson á aðalfundi Samtaka atvinnulífslns Þar kynnti hann niöurstööur skoöanakönnunar Félagsvísindastofnunar um afstööuna til inngöngu í Evrópusambandiö. „Það leikur enginn vafi á um hvað veríð er að spyrja. Effólk verður með þessi skilyrði í huga þegar það kýs um inngöngu í ESB er líklegt að niðurstaða þeirra kosninga verði í samrœmi við niðurstöðumar í okkar könnun.“ var spurt nokkurra spuminga um af- stöðuna til Evrópusambandsins. Við spumingunni „Ertu hlynntur eða and- vígur aðild íslands að Evrópusamband- inu?“, sögðust 52 prósent hlynnt aðild. Fjölgaði þeim sem vora hlynntir aðild um 9 prósentustig frá því sams konar könnun var gerð um ári fyrr af sama að- ila. Einnig var spurt: „Ertu hlynntur eða andvígur því aö taka upp aðildar- viðræður við ESB til að ganga úr skugga um hvað íslandi stendur til boða við aðild?" 91 prósent sagðist hlynnt slíkum viðræðum. í öllum þessum könnunum er spurt opið og án nokkurra skilyrða um afstöð- una til aðildar eða aðildarviðræðna. Ekki er vitað neitt um þær forsendur sem svarendur gefa sér þegar þeir svara, af hveiju þeir svara einu frekar en öðra. Hitamál dregin fram í könnun Félagsvísindastofnunar er hins vegar reynd önnur leið, að gefa ákveðnar forsendur sem svarendur era fengnir til að taka afstöðu tU. Og þessar forsendur era ekki gripnar af neinu handahófi heldur er um að ræða fyrir- sjáanleg ágreiningsefni í pólitískri um- ræðu sem yrði í aðdraganda að mögu- legum kosningum um inngöngu. Ein spuming Félagsvísindastofnunar er þannig: „Aðild íslands að Evrópu- sambandinu myndi leiða til þess að ýmar ákvarðanir um stjómun fiskveiða á Islandsmiðum, þar á meðal ákvörðun um heildarafla, yrði í höndum ESB. Ert þú, í því ljósi, hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aðild íslands að ESB? 41,6 prósent reyndust mjög andvíg inngöngu en 28,7 prósent frekar andvig eða samtals 70,3 prósent. Önnur spuming var þannig: „Ef bein- ar greiðslur íslendinga til Evrópusam- bandsins vegna aðildar yrðu margir milljarðar króna á ári, værir þú þá hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aðild Islands að Evrópusambandinu?" HaukurLárus Hauksson blaöamaöur 45,7 prósent reyndust mjög andvíg en 24,1 prósent frekar andvíg eða samtals 69,8 prósent. í báðum spumingum era ríflega tveir af hveijum þremur andvigir aðild. Ekki leiðandi spumingar Friðrik H. Jónsson, dósent og for- stöðumaður Félagsvísindastofnunar, segir menn hafa haft áhuga á því að vita tiltekna hluti með ákveðnu skilyrðum, skilyrðum sem yrðu öragglega ofarlega á baugi pólitískrar umræðu í undanfara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.