Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2002, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2002, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2002 DV Fréttir Lýðræðishetjan og friðarverðlaunahafinn Aung San Suu Kyi: Akveðin í að færa þjóð sinni frelsi Baráttukonan Aung San Suu Kyi, leiðtogi Lýðræðisbandalagsins í Burma, helsta stjómarandstöðuflokks- ins, hefur ekki setið auðum höndum eftir að hafa verið leyst úr tuttugu mánaða stofufangelsi á mánudaginn. Sjálf segir hún að vistin hafi veitt sér góða hvíld og að hún taki því endur- nærð til óspilltra málanna við að vinna að uppbyggingu raunverulegs lýðræðis í landinu. Hún sagði í viðtali fyrr í vikunni að þrátt fyrir að hafa ekki haft tækifæri til að ræða náið við sitt fólk í Lýðræðisbandalaginu þá væri hún meira en tilbúin til að taka við stjóm landsins, eins og hún var kosin til í lýðræðislegum kosningum árið 1990. Hún sagði einnig að frelsi sínu væru engin takmörk sett og að hún væri frjáls ferða sinna og gæti tal- að við hvem þann sem hún vildi. Það hefur hún líka nýtt sér og þegar hitt sendiherra stórveldanna á fundum að- eins degi eftir að hún var látin laus. Tákn um nýja dögun „Frelsi mitt er tákn um nýja dögun í Burma og ég vona svo sannarlega að það birti fljótlega til,“ sagði Kyi, sem vann til friðarverðlauna Nóbels árið 1991, fyrir áralangt friðsamlegt fram- lag sitt til lýðræðisbaráttunnar í Burma. „Ég vonast til að geta uppfyllt væntingar þjóðarinnar ekki síður en skyldur mínar gagnvart Lýðræðis- bandalaginu," bætti Kyi við en lét jafnframt í það skína að hún væri ekki sátt við þá afstöðu herforingjastjórnar- innar að frelsi hennar væri aðeins byrjunin á lýðræðislegri þróun í land- inu. „Ég vil lýðræði án tafar og lít því 'aðeins á frelsi mitt sem fjarlæga draumsýn," sagði Kyi. Fullt traust milli fylkinga Þegar Kyi var spurð hvenær hún héldi að lýðræði kæmist á í Burma, sagist hún vona að það yrði innan fárra ára. „Viðræður milli herforingja- stjómarinnar og stjórnarandstæðinga eru þegar hafnar og hafa í raun staðið um nokkurn tíma. Að mínu mati eru þær komnar á það stig að fljótlega verður hægt að byija á nánari stjóm- málalegri útfærslu. Við erum komin yflr versta hjall- ann og búin að byggja upp fullt traust milli fylkinga. Ég hlakka því til fram- haldsins og vona að það gangi fljótt fyrir sig,“ sagði Kyi og notaði tækifær- ið til að þakka Razali Ismail, fulltrúa Sameinuðu þjóðanna, fyrir framlag hans til viðræðnanna. „Þetta hefði aldrei gengið án hans og aðstoðar Sameinuðu þjóðanna og ég er honum ákaflega þakklát. Hann á heiður skil- inn.“ Viðreisn lýðræðisins Sjálfur sagðist Razali álíta að lýð- ræðislega kjörin stjórn myndi ekki taka við stjómartaumunum í landinu fyrr en að nokkrum árum liðnum. „Herstjómin hefur þegar lýst vilja sín- um á því að koma á lýðræði i landinu og ég trúi því að svo verði. Þeir verða þó að gera nánari grein fyrir ætlunum sínum og hvemig þeir hyggjast útfæra breytingarnar. En þetta er augljóst merki um vilja herforingjastjórnar- innar og vonandi byijunin á viðreisn lýðræðisins i Burma eftir áratuga langt einræði hersins," sagði Razali. Talsmaður herstjómarinnar sagði i gær aö ráðamenn hersins yrðu fljót- Friöarboðinn Aung San Suu Kyi „Ég vonast tii að geta uppfylit væntingar þjóöarinnar ekki síöur en skyldur mínar gagnvart Lýöræöisbandaiaginu, “ segir Kyi, sem af sumum þykir of föst fyrir og jafnvel ósveigjanleg gagnvart ríkjandi herforingjastjórn. lega tilbúnir til samningaviðræðna við Kyi, en vitað er að leynilegar viðræð- ur hafa verið í gangi að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna, eöa allt frá því í október árið 2000, stuttu eftir að Kyi var hneppt í stofufangelsi á heimili hennar í Rangoon. Engin tímasetning Kyaw Win, háttsettur foringi í leyniþjónustu hersins, sagði eftir að Kyi hafði verið leyst úr haldi að engin ástæöa væri til annars en ætla að við- ræður hæfust fljótlega, en bætti við að engin tímasetning hefði verið ákveðin. Þetta vom fyrstu opinberu viðbrögð herstjómarinnar, en umræddur Win vildi þó ekki staðfesta neitt um fyrri viðræður eða ræða hvort þær hefðu farið fram. „Ég vil aðeins segja það að fullur trúnaður og traust ríkir milli stjómvalda og Kyis. Annars hefði hún aldrei verið látin laus,“ sagði Win. Þegar Kyi var sjálf spurð um stööu mála, sagði hún að helsta breytingin lægi í afstöðu herforingjastjórnarinn- ar til Lýðræðisbandalagsins og hugs- anlegs samstarfs. „En það er ekki bara fyrir Lýðræðisbandalagið sem við berjumst fyrir auknu lýðræði og frelsi heldur fyrir fólkið. Þetta varðar alla þjóðina og ég er mjög ósátt við það hve hægt gengur að fá pólitíska fanga leysta úr haldi. Það er mjög mikil- vægt, ekki aðeins vegna mannúðar- sjónarmiða heldur líka pólitískt séð,“ sagði Kyi. Lýðræöi verði tryggt Frelsi Kyis var innilega fagnað af þúsundum stuðningsmanna hennar heima fyrir og sama er að segja um þjóðarleiðtoga viða um heim. Meðal þeirra eru Bush Bandaríkjaforseti sem vill þó sjá meiri breytingar áður en samskiptabanni verði aflétt. Bandarísk stjómvöld hafa þó gefið fulltrúa Burma leyfi til að sækja al- þjóðlega ráðstefnu um eiturlyfjavand- ann sem hefst í Washington í næstu viku og hefur það vaidið nokkru flaðrafoki innan bandariska þingsins. Tom Lantos, sem sæti á í utanríkis- málanefnd, segir það algjör mistök að létta samskiptabanninu með þessum hætti áður en nokkur vissa sé fyrir því að lýðræði verði tryggt. Bandarísk stjómvöld segja aftur á móti að þátt- taka fulltrúans frá Burma, sem sé yfir- maður fikniefnaeftirlitsins í landinu, hafl löngu verið ákveðin og í engum tengslum við frelsun Kyis. Aukinn alþjóðaþrýstingur Það er öllum ljóst að aukinn þrýst- ingur alþjóðasamfélagsins og svo að segja algjör einangrun herstjórnarinn- ar, hefur gert henni mjög erfltt fyrir og í raun þvingað herforingjana til að láta undan þrýstingi. Aðeins gott samband við Kína hefur fram að þessu gert þeim mögulegt að halda völdum í þau þrettán ár sem lið- in eru frá blóðugri valdatöku fyrir rúmum þrettán árum, en síðan hafa Evrópusambandslöndin auk Banda- ríkjanna slitið öll samskiptatengl við Burma vegna meintra mannréttinda- brota. Herstjórninni tókst þó með tíma- bundinni aðstoð Kínveija, Indveija og Taílendinga að halda aðeins í horfinu, en með auknum áhrifum Bandaríkja- manna í Asíu í kjölfar hryðjuverka- árásanna hefur svo enn hallað á ógæfuhliðina og herstjómin því knúin til viðræðna við Kyi. Allt eða ekkert Kyi nýtur mikillar hylli meðal al- mennings, ekki aðeins sem helsti tals- maður lýðræðis í landinu, heldur einnig sem dóttir sjálfstæðishetjunnar Aung Sans hershöíðingja, sem þátt tók í sjálfstæðisbaráttu landsins og tekinn var af lifi af andstæðingum sínum ár- ið 1947 þegar Kyi var aðeins tveggja ára. Þrátt fyrir það hefur hún ekki alveg verið laus við gagnrýni og finnst sum- un sem hún hafa verið helst til föst á sínu og ósveigjanleg í afstöðu sinni gagnvart hugsanlegri samvinnu við herforingjastjómina, þar sem krafa hennar hefur verið allt eða ekkert. Með hjálp Malæjans, Razali Ismail, fulltrúa SÞ, hefur síðan komist hreyf- ing á málið og fyrstu blikur á lofti um breytingar í lýðræðisátt eftir fjörutíu ára herstjórn í landinu frá árinu 1962. Þá tók Ne Win herforingi völdin i sín- ar hendur og kom á sósíalískum ríkis- búskap. Spor í rétta átt Að flestra dómi er frelsi Kyis spor í rétta átt, en eins og hún segir sjálf ekki nóg til að fagna sigri. Hún er reyndar ýmsu vön í samskiptum sín- um við herforingjana og tekur því nýrri slökunarstefnu þeirra með nokkrum fyrirvara, enda hefur hún meira og minna verið í gjörgæslu þeirra allt frá árinu 1989. Þá var hún nýkomin til landsins eft- ir átján ára útiveru eftir að hafa fyrst flutt með móður sinni til Delhi, þar sem móðir hennar tók við stöðu sendi- herra Burma í Indlandi. Þar eignaðist hún góða vini eins og þá Rajiv og Sanjay, syni Indiru Gandhi. Árið 1964 lá leið hennar síðan til Englands þar sem hún stundaði nám í heimspeki, stjómmálum og hagfræði við Oxford- háskóla, en þar kynntist hún eigin- manni sínum, háskólakennaranum Michel Aris. Önnur lota sjálfstæðisbaráttu Árið 1988, eftir að hafa búið í Japan, Bhutan og síðan Englandi og eignast þar tvo syni, fór hún aftur heim til Burma til að vera við sjúkrabeð móð- ur sinnar. Mikill órói var þá í landinu og flykktist fólk út á götur höfuðborg- arinnar, Rangoon, til að mótmæla slæmu efnahagsástandi og heimtaði lýðræði frá ríkjandi herforingjastjórn. „Sem dóttir foður míns gat ég ekki horft upp á neyðina og óréttlætið í landinu," sagði Kyi seinna í viðtali og bætti við að þetta hefði í raun verið önnur lota sjálfstæðisbaráttu þjóðar- innar. Hún hellti sér af krafti út í barátt- una gegn ríkjandi valdhöfum og var fljótlega komin í fremstu röð stjórnar- andstæðinga, gagntekin áhuga og inn- blæstri um réttlátara samfélag, með friðsamar baráttuaðferðir þeirra Ma- hatma Gandhis og Martins Luther Kings að leiðarljósi. Með það i fartesk- inu fór hún víða um land og boðaði friðsama baráttu fyrir lýðræði og frelsi. Sú barátta endaði með blóðbaði í september árið 1988 eftir að herinn hafði tekið til sinna ráða. Afgerandi sigur Tveimur árum síðar boðaði her- stjómin til kosninga í maí árið 1990, þar sem friðarboðinn Aung San Suu Kyi vann afgerandi sigur, þrátt fyrir að hafa á þeim tima dvalið í stofufang- elsi, en eins og áður sagði neitaði her- stjómin að gefa eftir völdin og stendur nú frammi fyrir einu versta efnahags- ástandi í sögu landsins og kröfu fólks- ins um lýðræði. Árið 1999 varð Kyi fyrir miklu áfalli þegar eiginmaður hennar lést úr krabbameini. Herforingjastjómin gaf henni fararleyfi til Bretlands til að vera við sjúkrabeð hans, en það þáði hún ekki af hræðslu við að fá ekki að hverfa heim aftur. Þá hafði hún verið aðskilin frá eiginmanninum í þrjú ár og fékk þetta mikið á hana. En hún hefur ekki látið bugast og nú ellefu árum eftir að hún hlaut frið- arverðlaun Nóbels, sem synir hennar móttóku fyrir hennar hönd, er hún enn ákveðnari í baráttu sinni, ákveðin í að færa þjóð sinni frelsi. Kirkjuumsátri lokiö Fimm vikna umsátri israelska hersins um Fæðingarkirkjuna í Bet- lehem lauk á fóstudagsmorgun. Á annað hundrað manns, þar á meðal kirkjunnar menn og óbreyttir borgar- ar, höfðu leitað skjóls í kirkjunni. Fyrstir til að yfirgefa kirkjuna voru þrettán palestínskir vígamenn sem voru eftirlýstir af ísraelum. Þeir voru fluttir rakleiðis til Ben Gurion-flug- vallar þaðan sem flogið var með þá til Kýpur. Aðrir 26 palestínskir baráttu- menn voru fluttir með langferðabílum tfl heimastjórnarsvæðisins á Gaza. Fólkið sem hafðist við í kirkjunni bjó við mjög þröngan kost mestallan tím- ann, þar sem bæði vatn og matur voru af skornum skammti. Sjálfsmorðsárás í ísrael Palestínumaður varð fimmtán ísrael- um að bana þegar hann sprengdi sig í tætlur á Ijölmennum skemmtistað í bæn- um Rishon Letzion skammt frá Tel Aviv á þriðjudagskvöld. Tugir manna særð- ust einnig í árásinni. Þetta var fyrsta sjálfsmorðsárásin i Israel í þrjár vik- ur. Ariel Sharon, forsætisráðherra ísraels, hraðaði sér heim frá Was- hington þar sem hann var til að ræða við Bush Bandaríkjaforseta. Að venju kenndi hann palestínskum yfirvöld- um og Yasser Arafat, forseta Palest- ínumanna, um árásina. Tvö flugslys í vikunni Á annað hundrað manns létu lífið í tveimur flugslysum í vikunni. Kín- versk farþegaþota steyptist í hafið þegar hún var að koma inn til lend- ingar í Peking á þriðjudag og fórust allir sem um borð í vélinni voru, 112 manns. Sama dag flaug egypsk far- þegaþota á hæð þegar hún var að búa sig til lendingar á flugvellinum í Tún- is. t því slysi fórust tuttugu manns en nokkrir tugir manna sluppu lifandi. Kallsberg situr áfram Anfinn Kallsberg, lögmaður Færeyja, tilkynnti á þriðju- dagskvöld að hann og stjóm hans myndu sitja áfram, þrátt fyr- ir að hafa ekki lengur meirihluta í færeyska lögþinginu, þar sem tilraunir hans til að mynda breiða samsteypustjórn höfðu ekki borið árangur. Fylkingar stjórnar og stjórnarandstöðu hafa sextán þingmenn hvor eftir kosning- amar í apríllok. Leiðtogar stjórnar- andstöðuflokkanna voru óhressir með ákvörðun lögmannsins og á miðviku- dag héldu stjórnmálaforingjar áfram viðræðum sínum en hvorki gekk né rak. Kosningum ekki frestaö Stjómvöld í Hollandi ákváðu í vik- unni að fresta ekki þingkosningunum 15. mai, þrátt fyrir morðið á stjóm- málamanninum Pim Fortuyn í síð- ustu viku. Öfgasinnaður dýravemd- unarsinni hefur verið ákærður fyrir að myrða Fortuyn, sem var lengst til hægri í hollenskum stjómmálum og barðist meðal annars gegn veru út- lendinga í landinu. Flokki Fortuyns hafði verið spáð miklu fylgi í kosning- unum. Chirac sigraði Le Pen Jacques Chirac var endurkjörinn í embætti Frakklandsforseta um síð- ustu helgi þegar hann sigraði hægri- ofstækismanninn Jean-Marie Le Pen með yfirburðum, fékk 82 prósent at- kvæða gegn átján prósentum andstæð- ingsins. Maður hafði gengið undir manns hönd, jafn hægrimenn sem vinstri, til að tryggja sigur Chiracs. Margir vinstrimenn greiddu honum þó atkvæði sitt með óbragð í munnin- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.