Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2002, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2002, Blaðsíða 50
50 Helqarhlaö 30V LAUGARDAGUR II. MAÍ 2002 LAU GARDAG U R II. MAf 2002 Helgarbfaö 30V 5 UMMÆLI OKUMANNA Nick Heidfeld, Sauber, 5 stíg .Ég hlakka verulega til austurríska kappakstursins. Brautin hefur lítið grip og hentar bíl okkar mjög vel og það líkar mér. Ég á góðar minningar frá besta árangri mínum í timatökum á síðasta ári frá Austur- ríki. Ég vonast eftir góðum úrslitum í Ijósi árangurs míns í síðustu keppni í Barcelona." Jenson Button, Renault, 8 stig „Slœm útreið mín í Barcelona hindrar alls ekki undir- búning minn fyrir þessa keppni. í hvert skipti sem ég hef klárað á þessu ári hef ég klárað í stigum og við vitum að ef bíllinn er áreiðanlegur náum við góðum úrslitum. Ég geri ráð fyrir því að við verðum í sama gceðaflokki og í síðustu keppni og býst við að McLaren og Sauber verði aðalkeppinautar okkar." Giancarlo Fisichella, Jordan, 0 stig „Ég er yfirleitt mjög ánœgður með að keppa á Zeltweg þar sem þetta er fallegur keppnisstaður sem fœrir mér góðar endurminningar. Árið 1997 átti ég frábœra keppni þar sem ég byrjaði 14. og end- aði fjórði og einnig var það á A-1 ring þar sem ég gerði minn fyrsta rásþól. Ég lít á þetta eina af fjórum Ítalíu-keppnum sé litið á fjölda aðdáenda, í hópi með Imola, Monza og Monte Carlo." Ralf Schumacher, Williams, 20 stig „Ég sagði fyrir spánska kappaksturinn og ekkert hef- ur breyst síðan við komum til með að verða mikið nœr Ferrari 1 Austurríki, einfaldlega því brautin hent- ar bíl okkar vel. Við erum komnir með nýja hluti sem œttu að gera okkur samkeppnishœfari á A-1 ring með löngu beinu köflunum og hröðu beygjunum. Ég vona að allir hafi unnið heimavinnuna sína vel, þar með ég sjálfur, siðan í síðustu keppni." 1« Þokuljós. ABS, LoflpúSar, Ný skoðaður, næsta skoðun 2004, Fjörutíu þus km skoðun og olíuskipyi. Asett verð samkv „Bíló" kr. 835.000. Allt að fögura ára DÍlalán með 239700 í útborgun. Tilboðsvsrð kr 799.000 Flottur töffara bill. Ek. 89 þ. Svartur. Álfelgur. "Abarth” sport innrétting. Þokuijós. Rafmagn i öllu. sk.04 Ásett verð 712.000. Tilboðsverð 650.000 Marea Weekend 1,6 SX 3/97 Notadr|úgur 6 ótrúlogu vorði. Ek. 77.000. Rauðr. ABS og loftpuðar. Ný skoðaður. Dráttarbeisli. Tilbúinn fyrir tjaldvagnin eða kerruna. Ný yfirfarinn nrieð 80 þ km skoðun, ný timareim. Ásett verð samkvæmt „Biló" kr. 880.000 Tilboðsverð kr 699.000 Istraktor Smiðsbúð 2 - Graðabæ Simi 5 400 800 Heinz-Harald Frentzen, Arrows, 1 stig „Mér líkar verulega við Austurríki. Brautin er að mestu gerðu úr hœg- um beygjum, sem gera miklar kröfur til mikils vœngafls og œtti því braut- in að hœfa A23 bíl okkar nokkuð vel. Verra er þó að hœgu beygjurn- ar og háu beygjukantarnir geta oft truflað hraðann yfir heilan hring svo það þarf verulega að halda ein- beitingunni 1 lagi. Eftir að hafa unnið fyrsta stigið fyrir liðið á Spáni erum við allir einbeittir að halda sama taktinum áfram." ffOTAÐlR Fer Jordan í kjölfar Prosts? / Juan Pablo Montoya, Williams, 23 stíg „Al-brautin er áhugaverð því hún er hröð. Ég verð að segja að mér líkar hún." Hún er nokkuð einföld og hefur lítið grip sem gerir hana skemmtilega til að keppa á. Öfugt við aðra keppnisstaði er austurriska A-1 brautin bókstaflega fjarri öllu. Við hjá Williams vorum sterkir þarna á síðasta ári, þrátt fyrir að við Ralf brygðumst að vinna inn stig vegna bilana vorum við í góðri stöðu. Við verðum sterkari en í Barcelona svo ég hlakka til." -ÓSG Undanfarið hafa verið miklar umræð- ur um það hvert For- múla 1 stefnir. Eftir að hafa verið vin- sælasta sjónvarpsíþróttin í heimin- um til fjölda ára hafa skuggar hryðjuverkanna þann 11. september haft sín áhrif á kappaksturinn rétt eins og efnahaginn í heiminum öll- um. Peningaflæði auglýsenda hefur farið minnkandi og það hefur kom- ið harkalega niður á nokkrum lið- anna sem nú hafa sum hver þurft að gripa tU aögerða tU að koma í veg fyrir að þau fari i kjölfar keppn- isliös Alains Prosts sem var úr- skurðað gjaldþrota í byrjun ársins. KaUað hefur verið eftir breytingum á reglum Formúlunnar tU þess að spara fjármagn ef sportið á yfir höf- uð að geta haldið áfram á sömu braut. Sjötta keppni ársins verður haldin i Austurríki á A-1 hring um þessa helgi og búast flestir fastlega við því að sigurganga Michaels Schumachers, sem unnið hefur íjór- ar af fimm fyrstu keppnunum, haldi áfram á meðan Honda-knúnu liðin BAR og Jordan eru saman á botnin- um og eru einu liðin sem eru enn án stiga. Uppsagnir hjá Jordan Rétt fyrir Spánarkappaksturinn fyrir hálfum mánuði tilkynnti Eddie Jordan starfsmönnum sínum að hann væri nauðbeygður að segja upp stórum hluta starfsmanna sinna til þess að geta geta séð fram á að ná endum saman í lok ársins. Fimmtán prósent starfsmanna fengu að fjúka frá liðinu sem fyrir þrem árum var þriðja besta keppn- isliðið og vann þrjár keppnir á ár- unum 1998 og ‘99 og ökumaður liðs- ins, Heinz-Harald Frentzen, átti möguleika á aö keppa um heims- meistaratitilinn. Síðan þá hefur ár- angur liðsins verið á hraöri niður- leið og árið í ár stefnir í að verða það versta í sögu liðsins. „Ég trúi því að þessi niðurskurður komi til með að gera okkur fært að enda árið á sléttu,“ sagði Eddie Jordan um síðustu keppnishelgi. „Það er ekki hægt að halda áfram þessum tap- rekstri. Brottför starfsmanna minna, sem eru sumir hverjir mikl- ir vinir mínir, er mér mjög erfið því þetta fólk hefur verið hluti af fjöl- skyldunni svo lengi,“ segir Jordan og á auðvitaö við keppnislið sitt sem hann stofnaði 1991. Eftir vel- gengnina árið 1999 varð liðið að sækja á til að halda stöðu sinni í stigakeppninni og fjölgaði starfs- mönnum verulega og útlitið varð enn bjartara eftir að Honda gerði við þá samning um útvegun keppn- isvélar. Allar vonir og væntingar hafa hins vegar brugðist liðinu því bilanir hafa verið tíðar og Honda- vélin er eflaust sú aflminnsta fyrir utan Asiatech-vél Minardi-liðsins. Jordan er nú eina liðið ásamt BAR- liðinu sem er án stiga og er það glöggt merki um arfaslakt gengi Honda-vélanna. í ofanálag hefur sá orðrómur farið á kreik að Jordan geti misst vélar sínar því Honda ætli að beina kröftum sínum að ein- ungis einu liöi, BAR. Minna auglýs- ingafé í kjölfar samdráttar eftir hryðjuverkin og auknar kröfur um meiri prófanir hafa gert það að verkum að sjóðir liðsins eru á þrot- um. „Mig tekur það verulega sárt að Alain Prost er ekki hér lengur og ég kæri mig ekki um að fara í kjölfar hans og við erum aíls ekki í þeirri stöðu,“ sagði Jordan og bætti við. „Við reyndum of mikið, við reynd- um að stækka fyrirtækið í þá mynd sem aðrir hafa gert. Við héldum að við værum á topp-þrjú og ættum heima þar og þyrftum að hafa sömu aðstöðu og starfsmannafjölda og McLaren hefur. En við erum ekki fyrirtæki, við erum fjölskylda. Keppnislið.“ Niðurskurður á kostnaði í stöðugri samkeppni sín á milli hafa stóru keppnisliðin, Ferrari, McLaren og Williams, aukið prófan- ir og þróunarvinnu svo mikið að aldrei hefur eins miklum peningum verið eytt í þessa hluti í sögu For- múlu 1. BMW.Williams ók til dæm- is yfir 20.000 km prófunarakstur í byrjun ársins, er með 400 manns í vinnu og BMW er með álíka fjölda starfsmanna. Eins og gefur að skilja Heimsmynd Formúfu 1 Eftir mikiar umræður um samdrátt í efnahagsmálurr1 heimsins, sem gætu haft alvariegar afieiðingar fyrir fjármögntin Formúlu, er ekki úr vegi að skoða hver staða kappakstursins er á heimsvísu. Hvernig stendur Formúla 1 gagnvart ððrum iþróttax iöburðum ( sjónvarpl? Formúlu 1 slrkusinn hefur verlð gerður <lð hetmsviðburði sem veitir hundruðum miiljarða króna hefur yfir sex milljarða sjónvarpsóhorfenda í uppsöfnuðu áhc'rfi- Hér sjóum við heiidarmynd Formúlu 1 Grand Prix ki’PPakstursins. Formúla 1 : Sjónvarpsstríð Formúla 1 er sýnd beint i 195 löndum. ífF Meóaláhorfstími á hverja keppni erum 1000 kist á heimsvisu. ® Meðaláhorf á hverja Formúlu 1 keppni v~/ er 350.000.000.______________________ ® Mesta áhorfiö er í Bretlandl, á ftaliu, i Rússlandi, Brasilíu, Argentínu og víða um Asíu. ® Einu iþróttaviðburðirnir sem hafa meira ^ áhorf en Formúla 1 er HM í fótbolta og Ólympíuleikamlr sem sýndir eru á Ijðgurra ára freíiti Stór hluti F1 kemur frá Bretiandi Formúlan og ESB Skýríngar á mynd £ Þjóðerni ökumanna é, Höfuðstöðvar liða Brautir Bretiand er hjarta Formúlunnar en þar eru sjö lið, auk FlA-skrifstofunnar f London og formuluveldls Bornie Ecclestones. Fjórir af 22 Okumönnum skarta auk þess fánalltunum bresku. Hjarta Formúlunnar er I Evrópu þótt þai gæti þrayst á komandi árum. Oll litin ew þar ásamt ellefu afsautján keppnisbrautum timaþilsins. Michelin er með höfuóstöðvar sinar i Frakklandi en japanski hjólbaróaframieiðandinn Bridgestone er einnig Gæði umfram magn Þýskaland er í fyrsta sæti þegar kemur að ökumönnum, bæði í fjölda og árangri. Toyota er með höfuðstöðvar sínar f Köln. Starfsliðið er 550 manns og starfsmennirnir frá 27 þjóðum. Interlagos er það vonlaus barátta fyrir minni liðin að keppa viö slíkan fjáraustur og hafa þau kallaö á róttækar breyt- ingar á reglum Formúlunnar til aö jafna leikinn og banna prófanir og setja einhvers konar takmörk. Nokkur lið hafa þegar tilkynnt að þau komi til með að minnka prófan- ir á þessu ári sem kemur eflaust ekki til með að hjálpa þeim í barátt- unni um stigin. Eddie Jordan hefur verið háværastur i gagnrýni sinni og hefur fengið hljómgrunn frá fleiri liðsstjórum. Nú síðast hefur sirkusstjórinn Bernie Ecclestone tjáð sig um þetta og er greinilega á þeirri skoðun að það megi spara mikla peninga með því að minnka eitthvað af þeirri geysilegu tækni sem notuð er í Formúlu 1. „Það er verið að skoða kappaksturinn vel. Það sem við komum til með að gera er að taka í burtu einhvem tækni- búnað og þá þörf að eyða peningum. Það eru nokkrir hlutir sem hægt er að gera við bílana tii að spara smá- aura. Hver bíll kæmi kannski til með að fara sekúndu hægar en ekki nokkur maður mundi taka eftir muninum," sagði Bemie sem hefur mikilla hagsmuna að gæta í For- múlunni og hefur eflaust áhyggur af því að keppnisliðunum fækki. „Ef öll keppnisliðin eru samþykk því að bregðast við á sama hátt kemur þetta ekki til með að gera nokkum mun á samkeppnishæfni þeirra en kæmi til með að muna stórlega í kostnaði.“ Þrátt fyrir að allar skyn- semisraddir segi að þetta sé það eina rétta, að minnka kostnað, hafa fulltrúar stóru liðanna sagt að það sé ekki hægt að skikka keppnisliðin til að spara. Ron Dennis segir til dæmis að á meðan til sé peningur verði hann notaður til að koma lið- inu framar á ráslínuna en í síðustu keppni. Er Schumacher of góður? Sigurganga Michaels Schumachers hefur verið moð ólík- indum í ár og greinilegt að heildar- mynd Ferrari-liðsins er nánast full- komin. Besti billinn með sennilega m San Marínó 1 i , |M , i , , | iitíwyi TvÖ lið, tvær keppnir, tveir mikils metnir ökumenn, auk ástríöu Tifosi-áhangend- anna fyrir öilu tengdu Ferrari. Ítaiía er ótvírætt stór hluti af Formúlunni. Melbourne SAUBER PETRONAS bestu vélina, mjög öflugt og hæft starfslið, sérhannaða hjólbarða frá Bridgestone og án vafa einn besta ökumanninn í sögu Formúlunnar. Niðurstaðan ætti að vera nær ósigrandi fyrir þá sem á eftir þeim koma. Gerhard Berger og Frank Williams hafa viðurkennt að Ferr- ari sé í algerum sérflokki og nærri sé öruggt að Schumacher taki fimmta titil sinn jafnvel fyrr en á síðasta ári þegar hann var krýndur meistari þegar fjórar keppnir voru eftir og hann endaði árið á niu sigr- um. Nú stefnir hann á að bæta það met sem er eitt af fáum sem enn stendur. Spennan þykir vera ansi lítil þegar einn ökumaður virðist vera að rúlla öUu upp með miklum yfirburðum. En Eddie Jordan seg- ir að við eigum að njóta þess að sjá Schumacher slá hvert metið á fæt- ur öðru því þama sé snillingur á ferð. Mjög eftirminnilegt er árið 1988 er McLaren vann allar keppn- ir ársins utan eina, og enginn tal- ar um í dag að það hafi skemmt spennu kappakstursins. Einnig vann Nigel Mansell fimm fyrstu keppnir ársins 1992 og Damon Hill vann fyrstu íjórar keppnimar árið 1996. Þetta hefur því gerst áður og lifir Formúla 1 enn góðu lífi. Um þessa helgi verður fjörið í Austur- ríki á braut sem er í einu falleg- asta umhverfi sem hægt er að hugsa sér fyrir kappakstur. Alp- arnir í sinni tignarlegustu mynd, grænt grasið og beljur á beit. Yflr- borð A-1 ring er slétt og gefur hjól- börðum lítið grip. Þó er áraunin mikil á framhjól í hröðu beygjun- um á innhluta brautarinnar og 'kemur því ending Bridgestone- og Michelin-dekkjanna til með að skipta höfuðmáli í baráttu Ferrar- is og Williams um efsta þrepið á verðlaunapallinum. Hvort Schumacher tekst að bæta enn frekar við 21 stigs forskot sitt í stigakeppninni kemur í ljós á morgun en Austurríki er eina landið þar sem hann á enn eftir að landa inn sigri á ferli sinum. -ÓSG Austurríki A1-Ring: Spielberg Lengd brautar JÉ/dMk Það er ekkl nóg með að A-1 ring kappakstursbrautin bjóði upp á nokkur góð tækifæri tll framúraksturs, þá er umgjörð austurrísku Alpanna eins aðlaðandi og falleg og hægt er að hugsa sér fyrir Formúlu 1 kappakstur. ... Undanfarin ár hefur þróunin verið sú að A-1 ring brautin í L oa nágrenni Zeltweg hefur verið ekin með einu stoppi og 0(294 Ifklegt að svo verði áfram. Finna þarf sem best jafnvægi og stöðugleika i bílana fyrir brautina sem er bæði gripliti! og er samsett af löngum, beinum köflum, hröðum beygjum og hvðssu blindbeygjunum 1 og 2. Punnt andrúmsloftið getur minnkað afl vélanna um 10%. Keppnislengd 2001: Ráspóli - M Schumacher (1:09.582 s) 223.880 km/klst. Hraðasti hringur - Coulthard (1:10.843 s) 219.832 km/klst., hringur 48 A1 Kurve 227} Upprifjun frá 2001 Síöusiu fímm ár iA1-Ring David Coulthard 7 Sigurvegari Póll staóa Tirni Michael Schumacher 1 01 David Coulthard McLaren 7 01 Michael Schumacher Ferrari 1:09.582s Rubens Barricheiio 4 00 Mika Hákkinen McLaren 1 00 Mika Hákkinen McLaren 1:10.41 Os Kimi Raikkonen 9 99 Eddie Irvine Ferrari 3 99 Mika Hákkinen McLaren 1:10.954s 5 Olivíer Panis 10 98 Mika Hákkinen McLaren 3 98 Giancario Flsichella Benetton 1:29.598s 6 Jos Verstappen 16 97 Jacques Vllleneuve Williams 1 97 Jacques Villeneuve Williams 1:10.304s Grafík: © Russell Lewis Rásstaða Upplýsingar RENAUI.T COMPAQ. yfirburðir 4colteeknival Hyundai Elantra Wagon, 12/1998, beinskiptur, ek. 45 þ. km, álfelgur, ABS og fleira. Verð kr. 990.000. Suzuki Baleno Gls 4x4, 02/1998, ek. 52 þ. km, beinskiptur. Verð kr. 1.050.000. Áhvílandi kr. 700.000. Afb. ca 22.000. Daewoo Lanos Hurricane 1600, 02/1999, ek. 37 þ. km, beinskiptur. Verð kr. 990.000. Áhvílandi kr. 900.000. Afb. ca 19.000. Daewoo Matiz Se-x, 05/1999, ek. 26 þ. km, beinskiptur. Verð kr. 890.000. Tilboð kr. 600.000. TZIH Daewoo Lanos 1600 S-x, 10/1999, ek. 22 þ. km, beinskiptur, álfelgur, spoiler, 4 dyra. Verð kr. 990.000. Nissan Almera 1400 Gx, 04/1996, ek. 120 þ. km, beinskiptur, 4 dyra. Verð kr. 490.000. r,ar. BÍLASALAN®>SKEIFAN • BÍLDSHÖFÐA 10- S: 577 2800 / 587 1000 www.benni.is Breyttur opnunartími: Virka daga. 10-19» Laugardaga 11-17 Akuroyri: Bilasalan Ós - Hjalteyrargötu 10 - Simi 462 1430
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.