Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2002, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2002, Blaðsíða 49
LAUGARDAGUR II. MAí 2002 Helqarblað DV •4-^ Daewoo Tacuma 2,0 leika. Bensíngjöf er líka fislétt þannig að gæta þarf að hraðanum á þjóðvegi. Bremsur skila sínu hlutverki eins og til var ætlast og ekkert út á þær að setja þótt að- eins séu skálar á afturhjólum. Einnig sést vel út úr bílnum og þá líka í speglum sem eru stórir og þægileg- ir. Einn af helstu kostum bílsins er þó verðið, sér í lagi þegar horft er á samkeppnisaðilana sem flestir eru hin- um megin við tveggja milljón króna markið. Á 1.895.000 kr. er það aðeins Hondan sem keppt getur við hann í verði en hún er með mun minni vél en Tacuma. -NG DV-myndir Hilmar o Bíllinn er nokkuö laglegur og krómaö grill og álfelgurgera sitt. hjólaskálum og aðeins vottar fyrir að hann rási að aft- an enda léttur að aftan. Bíllinn er nokkuð vel hljóðein- angraður að öðru leyti og ekki var hægt að kvarta mik- ið yfir veg- eða vindhljóði. Aðeins bar þó á skrölti frá innréttingu við akstur á möl. Bíllinn er mjög léttur í stýri þannig að þægilegt er að ráða við hann á bílastæð- ishraða, en það svarar líka vel miðað við bíl í þessum flokki sem gefur honum svolítið sportlega aksturseigin- 0 Vélin í Tacuma er togmikil og dugar þessum bíl mjög vel. & Framsæti eru fjölstillanieg og hin þægilegustu og undir þeim eru skúffur. ® Mikiö pláss er í aftursætum og miöjusæti þar á sleöa. Takiö eftir hólfinu í gólfinu. DV-myndir SHH Stílhrein og snyrtiieg - nýja Komatsu Dash-7 beltagrafan. Meiri brotkraftur, meiri orka, minna viðhald Meiri brotkraftur, meiri lyftigeta, aukin þægindi í stýrishúsi, minni elds- neytisnotkun, minni mengun, lengra bil milli síuskipta - þetta er meðal þeirra eiginleika sem prýða nýju Komatsu Dash-7 beltagröfumar um fram Dash-6 sem þær taka við af. Kraftvélar hf., umboðsaðili Komatsu á íslandi, efndi nýlega til kynningar á Dash-7, alveg nýrri kynslóð af Komatsu-beltagröfum, þar sem þetta kom fram. I fyrsta áfanga er boðið upp á þrjár gerðir, PC210, PC290 og PC340, en þegar núllinu er sleppt sýna þessi númer þyngd gröfunnar í tonnum. Aukið rými í stýrishúsi Brotkraftur Dash-7 á skóflu er allt upp í 22% meiri og hámarks graftarhæð hefur verið aukin fyrir vinnu við niðurrif og í halla. Rými í stýrishúsi hefur verið aukið um 14%, auk þess sem stýrishúsið er rykþétt og með loftþrýsti- jöfnuði sem hefur mikið að segja fyrir þægindi stjómanda. Það er líka mjög vel hljóðeinangrað og dregið hefur verið úr titringi. Spameytnar vélamar standast Eurostage II staðla um hámarksmengun og eru jafnframt spameytnari en áður. Með svokallaðri Economy-stillingu spar- ast eldsneyti, vélamar eru hljóðlátari sem kemur sér vel t.d. í næturvinnu og vinnu í íbúðahverfum. Dregið hefur verið úr hávaða frá vél, snúningsmótor og vökvakerfi. Tímalengd milli þess sem þarf að skipta um síur hefur verið aukin um helming: olíusíur úr 250 tímum í 500 tíma, glussasíur úr 500 tímum í 1000 tíma. Ný vatnsskilja íjarlægir allt vatn úr eldsneytinu. Smumingstími á flestum stöðum hefur verið aukinn úr 100 tímum f 500 tíma. Ef síðar þarf að fjölga vökvalögnum á vélunum er Dash-7 með forstillt kerfi fyrir vökvastýrieiningar (HCU) sem staðalbúnað. Fáanlegar eru formálaðar einingar fyrir HCU-kerfið sem tengja má við á vinnustað hvenær sem er. Dash-7 er með nýjan viðhalds- og bilanagreini um borð. Sérstakur viðhalds- og bilanagreinir Algjör nýjung í jarðvinnsluvélum er sérstakur viðhalds- og bilanagreinir (EMMS - Equipment Management Monitoring System). Kerfið fylgist með vél og rafkerfi, framleiðni stjórnanda og viðshaldsstjómun. Það vistar allar upplýsingar um starfsemi vélarinnar, fylgist með og sýnir allt ástand á olíu, kælivatni og eldsneyti, hleðslustig á rafgeymi og þéttingu á loftinntaki. Kerfið er líka með bilanaminni sem er gagnlegt við að tryggja og fylgjast með rekstrarhæfni á líftíma vélarinnar. Unnt er að kalla fram síðustu tuttugu bilanir í rafkerfi. Þetta tryggir nákvæma skjalfestingu á mikilvægum við- haldsupplýsingum fyrir viðhaldið sjálft, sem og alla endursölu. Vélamar eru með árs ábyrgð frá framleiðanda en hægt að kaupa framhalds- ábyrgð til allt að þriggja ára. -SHH VW Golf Comfort 1,6, f.skrd. 17.07. 1998, ek. 72 þ. km, 3 d., bsk. Verð 990.000 Ford Focus High Series 1,6, f.skrd. 24.08. 2000, ek. 23 þ. km, 5 d„ bsk., vindskeið, geislasp. o.fl. Verð 1.480.000 Toyota Avensis Terra Wagon 1,6, f.skrd. 13.08.1998, ek. 77 þ. km, 5 d., bsk. Verð 1.040.000 Nissan Prímera GX 1,6, f.skrd. 27.07. 1999, ek. 36 þ. km, 5 d„ sjálfsk. Verð 1.190.000 VW Passat Basicline 1,6, f.skrd. 25.09. 2001, ek. 9 þ. km, 4 d„ bsk„ 16“ álf. o.fl. Verð 1.890.000 Laugavegur 170-174 • Sími 590 5000 • Heimaslða www.hekla.is • Netfang bilathing@hekla.is • Opnunartímar: Mánud.-föstud. kl. 10-18 og laugard. 12-16. Nvmcr c'rtf í nofaZuM bílum! i —-• ~ M Iéél m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.