Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2002, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2002, Blaðsíða 45
LAUGARDAGUR II. IVIAÍ 2002 Helgarblcicí 3Z>V -45 Hótaði lögreglustjóra lífláti í JANÚAR 1960 BÁRUST lögreglustjóranum í Reykjavík, Sigurjóni Sigurðssyni, tvö skuggaleg hót- unarbréf með skömmu millibili. Það fyrra hljóðaði svo: „Ég hef ákveðið við sjálfan mig að taka yður Sigur- jón af lífi einhvern næstu daga og hefur aftakan ver- ið þaulhugsuð og er ógerningur fyrir yður að komast undan takmarki mínu. Kveðja frá Germann." Seinna bréfið barst lögreglustjóra fjórum dögum síðar og var svohljóðandi: „Stundin nálgast, bráðum verður þú liðið lík. Kveðja frá Germann." Eins og ef til vill kemur ekki á óvart fannst yfir- mönnum lögreglunnar þetta talsvert alvarlegt mál og í stað þess að láta fara fram opinbera rannsókn ákvað lögreglustjóri að fela tveimur aðstoðarmönnum sin- um að komast að uppruna bréfanna í kyrrþey. Þeirra rannsókn leiddi fljótlega til þess að böndin bárust að einum starfsfélaga þeirra, lögregluþjóni sem hér eftir verður kallaður Jón þótt það sé ekki hans rétta nafn. Fljótlega þótti sannað að Jón þessi hefði ekki að- eins skrifað hótunarbréfin tvö heldur væri einnig höf- undur allmargra greina sem birst höfðu í dagblaðinu Þjóöviljanum haustið 1958 undir dulnefnum og inni- héldu mjög meiðandi ummæli um lögreglustjóra og aðra fyrirmenn lögreglunnar. Þessi greinaskrif lét lögreglan rannsaka og leiddi sú rannsókn af sér sterk- an grun sem beindist að þessum sama manni þótt þá væri ekkert aðhafst í málum hans. Bréf þessi birtust í Þjóöviljanum veturinn 1958-59 og voru undirrituð þremur dulnefnum sem voru: Lögreglumaður, Borg- ari og Soffía. Var nú haflst handa viö öfluga rannsókn málsins og umræddum lögregluþjóni vikið úr starfi en hann hafði í ársbyrjun 1960 unnið í lögreglunni í 12 ár sam- fleytt. Hann var siðan ákærður fyrir að hafa sent um- rædd hótunarbréf en einnig fyrir að hafa í fórum sín- um skammbyssu og skot án þess að hafa til þess til- skilin leyfi og einnig fyrir að bera allmarga starfsfé- laga sína röngum sökum í dómþingi Sakadóms Reykjavíkur en þar hélt Jón þvi ítrekað fram að ýms- ir nafngreindir háttsettir menn innan lögreglunnar stunduðu ölvunarakstur nánast þegar þeim sýndist, væru undir áhrifum áfengis við skyldustörf og stund- uðu viðskipti með smyglað áfengi. Virðist heilbrigður Fyrst um sinn var Jón lögregluþjónn settur í gæslu- varðhald og þar var sérfræðingur í tauga- og geðsjúk- dómum látinn rannsaka hann með tilliti til þess hvort hann gæti verið hættulegur umhverfi sínu eða sjálf- um sér. Sérfræðingurinn átti við Jón nokkur viðtöl en segir síðan i niðurstöðu sinni: ..hef ég ekki getað komist að neinni ákveðinni niðurstöðu um geðheilsu hans. Hann sýnir engin aug- ljós geðveikiseinkenni, en það sannar þó engan veg- inn að ekki gætu verið ranghugmyndir hjá honum sem hann dyldi. Samkvæmt þessu er heldur ekki hægt að sjá þess neinn vott að hann sé hættulegur sjálfum sér eða öðrum.“ í framhaldi af þessu var Jóni sleppt úr gæsluvarð- haldi enda sýnist umrætt vottorð nánast vera heil- brigðisvottorð. Viö vitnaleiðslur í sakadómi voru alls fjórir lög- regluþjónar, samstarfsmenn Jóns, leiddir fram sem vitni og báru þeir með ýmsum hætti hvemig Jón hefði haft blaðaskrifin í Þjóðviljann í flimtingum og ítrekað gefið í skyn með einum og öörum hætti að hann væri höfundur þeirra. Hann hafði sýnt vinnufé- lögum sínum eina greinina í handriti, talað hluta úr annarri inn á segulband í votta viðurvist og eitt sinn þegar hann kom á vakt sagði hann grínaktugur við fé- laga sína: „Ætlið þið ekki að heilsa borgara?" Fyrir réttinn var lagt vélritað eintak af einni af greinunum sem sent hafði verið til dagblaðsins Tím- ans en það ekki viljað birta hana. Við rannsókn komst upp með einhverjum hætti að greinin væri skrifuð á ritvél sem var eign utanríkisráðuneytisins Á næturnar var alltaf Iögregluþjónn á vakt í Stjórnarráðinu og þar er talið að höfundur hótunarbréfa til lögreglustjóra liafi komist í ritvél. Það dró til undarlegra tíðinda innan lög- reglunnar íReykjavík veturinn 1960. Þá bár- ust lögreglustjóra tvö bréf þar sem honum var hótað lífláti. Fgrrverandi lögreglumað- ur var síðan dreginn fyrir dóm fyrir að skrifa bréfin, bera rangar sakargiftir á starfsfélaga og ólöglega eign skotvopna. Við alla meðferð málsins hélt ákærði uppi miklu málþófi. Hann viðurkenndi aldrei að hafa sent umrædd hótunarbréf en hélt því statt og stöðugt fram að hann væri hafður fyrir rangri sök. Hann benti á ýmsa aðila sem hann taldi líklegri til þess en hann og þar á meðal suma vinnufélaga sina sem báru vitni fyrir dóminum. Þrátt fyrir þetta taldi Hæstiréttur sannaö svo hafið væri yfir vafa að hann væri sekur og ákvað hæfilegt að dæma hann í þriggja mánaða fangelsi skilorðs- bundið og gerði skotvopnið upptækt. Verjandi hans var áminntur í dómsorðum fyrir að „hafa gert með- ferð þessa máls miklu flóknari og tafsamari en efni stóðu til, svo sem meö framlagningu þýðingarlausra skjala og margvislegum kröfum um öflun gagna, mál- inu öllu óviðkomandi.“ Þannig lauk þessu óvenjulega máli með því að það fækkaöi um einn í lögregluliði borgarinnar og sú upp- reisn sem fólst í blaðaskrifum og hótunarbréfum rann út í sandinn. og var geymd i skjalasafni ráðuneytisins um líkt leyti og greinin átti að hafa verið skrifuð. Á þessum árum var oft hægt að rekja uppruna bréfa til einstakra rit- véla og átti það oft ríkan þátt í að upplýsa mál. Nú gæti einhver undrast hvemig það mátti vera að almennur lögreglumaður kæmist í tæri við ritvél sem væri i eigu utanríkisráðuneytisins en skýringin er sú að lögreglumenn voru alltaf látnir standa vörð í opin- berum byggingum um nætur á þessum árum og héldu þá jafnan til á skrifstofu ráðuneytisins. Einn vinnufélaga Jóns lögregluþjóns, sem hér verð- ur kallaður Páll, kom að máli við yfirmenn sina skömmu eftir að lögreglustjóra bárust hótunarbréfin. Hann skýröi næsta yfirmanni sínum frá því að hann vissi svo óyggjandi væri að Jón væri höfundur hótun- arbréfanna og hefði lesið þau fyrir sig upphátt. Þá voru þeir staddir í vélritunarherbergi lögreglunnar þar sem Jón dró umslag úr vasa sínum þar sem meö- al annars voru úrklippur úr Þjóðviljanum og las tvær stuttar klausur fyrir Pál. Þær voru nokkurn veginn samhljóða hótunarbréfunum. Páll bar einnig fyrir dómnum að þegar hann og ákærði sátu saman og „hýrguðu sig á víni“ hefði ákærði oft gefið í skyn að hann væri höfundur greinanna í Þjóðviljanum. Ég var vitni Nokkrum vikum seinna kom umræddur Páll enn að máli við yfirmenn sína og bætti í framburð sinn og kvaðst nú hafa orðið vitni að því þegar Jón ritaði annað hótunarbréfið. Hann sagði að málsatvik hefðu verið þau að hann var á vakt í utanríkisráðuneytinu þann 18. janúar 1960. Um kl. 2.30 um nóttina kom margáminnstur Jón til hans á vaktina og virtist að sögn Páls hafa eitthvað óvenjulegt í huga. Hann skimaði um allt og spurði eftir ritvélum og fann loks eina í skjalasafninu og bað um bréfsefni og settist við vélina og sagði: „Ætli væri ekki rétt að ég skrifaði héma lítið sendi- bréf.“ Síðan setti hann blaðið í og vélritaði nokkrar línur og horfði yflr það með þeim orðum að þetta væri harla gott. Páll kvaðst hafa litið yfir bréfið og séð að það var hótunarbréf til lögreglustjóra. Við þennan verknað bar ákærði dökka skinnhanska. Páll kvaðst ekki hafa skýrt frá þessu fyrr af ótta við ávítur yfirmanna sinna og einnig það að hann viður- kenndi að óttast hefndir af hálfu Jóns ef svo færi. Hann var enda harðlega ávíttur fyrir linkind á vakt sinni og fyrir að hafa þagað yfir því sem þarna fór fram. Ég er saklaus Ákærði mótmælti þessum framburöi alger- lega og kvað hann úr lausu lofti gripinn með öllu. Samkvæmt dagbókum lögregl- unnar var hann á ferð í eftirlitsbifreið með tveimur öðrum lögregluþjónum á þeim tíma sem þetta átti að hafa gerst og á vakt á lögreglustöðinni sjálfri fram undir morgun þessa nótt. Enginn þeirra lögregluþjóna sem var á vakt þessa nótt mundi neitt við yfirheyrslur sem varp- að gæti ljósi á rannsókn málsins. Við rannsókn málsins kom einnig í ljós að ákærði kom stundum á skrifstofur heild- sölufyrirtækis í næsta húsi við heimili sitt á Vesturgötu. Á þeirri skrifstofu fann lögregl- an ritvél sem hún taldi sannað að síðara hót- unarbréfið væri ritað á svo og pappír og um- slög sömu gerðar og bréfin voru send í. Þegar ákærði var færður til yfirheyrslu í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg vegna þessa málareksturs í mai 1960 fannst skammbyssa I buxna- vasa hans og pakki með skotum í bifreið hans. Við rannsókn reyndist ekki unnt að hleypa af skotum úr byssunni þar sem hlaupið var ryðgað og pollótt og sprengipinnagormur stóð á sér. Fyrir þennan vopna- burð var hann ákærður þar sem hann hafði ekki til hans nein leyfi. Ritvélar gátu verið mikilvæg sönnunargögn þegar hægt var að sanna að tiltekin hréf væru úr tiltekinni ritvél.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.