Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2002, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2002, Blaðsíða 16
16 Helgarblað LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2002 DV hans hann og yngri systur hans til Bretlands þar sem þau ólust upp hjá vanda- lausum við enga ástúð. Bömin sáu ekki foreldra sína fyrr en sex árum síðar og þá hafði íjarvera foreldr- anna markað þau svo mjög að þau biðu þess aidrei bætur og áttu alla ævi erfitt með að treysta fólki. Um þessa æskureynslu sina skrifaði hann síðar áhrifa- mikla smásögu. Vanhugsað hjóna- band Þegar Kipling hitti Carrie hafði hann verið trúlofaður tvívegis en yfir- gefið konumar og haldið til fjarlægra landa. Hann hreifst ekki af Carrie við fyrstu kynni en var mjög náinn bróður hennar, Wolcott. Samband þeirra Wolcotts var reyndar svo ástúðlegt að seinni tima bókmenntafræðingar hafa margir talið það hafa verið ástarsamband. Engar sann- anir finnast þó fyrir því. Þegar Wolcott lést skyndi- lega sendi Kipling Carrie skeyti og bað hana að gift- ast sér. Þau giftust árið 1892. Rithöfundurinn Henry James leiddi Carrie upp að altarinu en sagðist ekkert botna í þessu hjóna- bandi sem gæti ekki átt framtið fyrir sér. Skyndi- legt hjónaband Kiplings kom reyndar flestum vin- um hans á óvart, en ein skýring á því kann að vera sú að Carrie og Wolcott Vonda eiginkonan Carrle Kipling á yngri árum þegar hún vlrtlst eiga framtíö fyrir sér. Hún giftist rlthöf- undinum Rudyard Kipling og þau kvöldu hvort annaö áratugum saman. Carrie Kipling, eiginkona Rudyards Kiplings, hefur fengiö þann dóm aö hafa verið hiö mesta skass sem gerði manni sínum lífiö leitt. Það er töluvert til í því en Carrie á þó sínar málsbætur. Caroline Balestier, kölluð Carrie, fæddist í Banda- ríkjunum. Faðir hennar lést þegar hún var átta ára gömul og það kom í hlut móðurinnar að sjá fyrir fjór- um bömum sínum. Sem táningur var Carrie ákveðin og þrjósk, mjög áhugasöm um listir og skáldskap og óhemju stjómsöm. Hún var 26 ára þegar hún kom tii Englands árið 1889 og gerðist ráðskona hjá bróður sín- um, Wolcott, sem vann hjá bókaforlagi. Sama ár kom Rudyard Kipling írá Indlandi til Englands. Hann var 24 ára og þegar orðinn heimsfrægur. Kipling átti erfiða æsku. Hann fæddist á Indlandi en þegar hann var sex ára gamall sendu foreldrar vom mjög lík, bæði i skapgerð og útliti, sem kann að hafa laðað Kipling að Carrie. Carrie var bráðvel gefin og í nútímanum hefði hún notið sín vel í alls kyns stjómunarstörfúm og hefði sennilega getað orðið harðskeyttur lögfræðingur. Henni var hins vegar ætlað að vera eiginkona og móð- ir. I lok árs 1892, sama ár og þau giftust, fæddist hjón- unum dóttirin, Jósefina. Kipling festi mikla ást á henni en um leið fór hann að vanrækja konu sína. Nokkmm ámm seinna fæddist önnur dóttir og síðan sonur. Fjölskylduharmleikur Hjónin vom ólík. Kipling var áhyggjulaus og glað- ur og lék sér við bömin meðan Carrie hélt röð og reglu á heimilinu þeirra uppi í sveit og hvarf síðan tfi London þar sem hann tók að eyða sífellt meiri tima fjarri konu sinni. Carrie hljóp í spik með árunum og varð lítið augnayndi. Þeir sem sáu hjónin saman lýstu Carrie sem púkalegri konu og sögðu að Kipling virtist tala við hana af skyldutilfinningu einni saman. Hjónin fluttu til New York og þar veiktist elsta dótt- ir þeirra, Jósefina, og lést sjö ára gömul. Kipling var á þeim tíma fárveikur af lungnabólgu og barðist fyrir lífi sinu. Enginn treysti sér til að segja honum lát dótt- ur hans. Þegar útgáfústjórinn Frank Doubleday heim- sótti Carrie bað hún hann að segja Kipling fréttina. Doubleday settist á rúmstokkinn og sagði Kipling lát eftirlætisdóttur hans í eins fáum orðum og hann gat. Kipling hlustaði þögull á hann en sneri síðan andlit- inu til veggjar. Kipling og Carrie fóm aftur til Bretlands og reyndu að taka upp fyrra líf. Lát dóttur þeirra hafði rænt þau hamingju en þau brugðust ólíkt við. Kipling faldi reiði sína og örvæntingu bak við gamanyrði en Carrie faldi ekki líðan sína. Hún hló nær aldrei, vann mikið, fékk reiðiköst og var stjómsöm. Hún var full biturleika og fannst lífið hafa leikið sig illa. Erfitt ævikvöld Kipling var dáður höfundur á sínum tíma og bæk- ur hans em enn lesnar, enda einkennast þær af hrif- andi frásagnargleði. Meðal þeirra frægustu em Jungle Book og Kim. Hann fékk nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1907, fyrstur Breta, og er yngsti rit- höfundur sem verðlaunin hefur hlotið. „Hann var ein- stakur og enginn kemur í stað hans,“ sagði aðdáandi hans, Winston Churchill. Vegsemd og verðlaun virtist ekki skipta Kipling máli, enda var lítið lát á ógæfu í einkalífi. Sonur Kiplings og Carrie barðist í fyrri heimsstyij- öldinni og týndist. Hjónin skrifuðu ótal bréf til að grennslast fýrir um örlög hans og heyrðu alls kyns mismunandi sögur. Eitt var vist og það var að John var látinn. Foreldrar hans jöfnuðu sig aldrei. Heilsa þeirra beggja fór versnandi, þau urðu æ fjandsam- legri í garð hvor annars, fúll af reiði og fyrirlitningu. Nú áttu þau eitt bam á lífi, dótturina Elsie, en hvor- ugt þeirra elskaði hana sérstaklega. Þau voru upptek- in af hugsunum um bömin sem þau höfðu misst. Carrie var miskunnarlausari gagnvart dóttur sinni en Kipling og minnti hana sífellt á að hún skipti sára- litlu máli í lífi þeirra. Kipling sýndi konu sinni engan áhuga en hún hafði svo sem ekki áhuga á að tala um neitt annað en vanda- málin sem fylgdu hysknu þjónustufólki. Kipling vann enn að skriftum en fór nú að brenna gömlum handrit- um, bréfum og einkaskjölum. Útgáfustjóri hans, Dou- bleday, kom að honum einn daginn þar sem hann var i óða önn að kasta pappírum á eld. „Enginn skal gera mig að fifli eftir að ég er dáinn,“ sagði Kipling. Kipling var þjakaður af lifrarveiki og hafði ekki lengur orku til að rífast við konu sína. Hún fór að stjóma honum enn meir en áður og hann gaf eftir en virtist vera fjarlægur í anda. Þegar vinir komu í heimsókn sagði hann þeim sögur en nú átti hann til að hætta í miðri sögu og segja: „Ljúktu við hana, Carrie, segðu þeim hvernig hún endar," og Carrie snussaði og tók við. Þegar Kipling fór í göngutúr á kvöldin beið hún hans við hliðið til að ýta honum inn í húsið. Hún leyfði honum ekki að skrifa vinum án síns samþykkis. Stundum stalst Kipling út á pósthús til að koma leynibréfúm til skila. Kipling lést árið 1936. Carrie hafði byrjað að skrifa dagbók sama dag og hún giftist og hætti að skrifa hana daginn sem hún varð ekkja. Carrie Kipling lést árið 1939 og sagt er að enginn hafi syrgt hana. Giftingar hjal - fslenskur sagnadans Dóttir spurði móður sín, þá hún var heima: .Hvort vill enginn biðja mín, til yndls greina, láttu mlg ekki lengur sofa elna." „ Vlltu eg fái þér messuprest sem ungum stúlkum þénar best?" .Ei vil eg eiga þann messuklerk því biskups völdin eru svo sterk." „ Viltu að eg fái þér ethn hagan mann sem smíða allt og fella kann?" .Ekkl vil eg eiga þann Inn haga mann hann gjörlr slg jafnan koiugan." . Viltu að eg fál þér kotungsson þér er aldrel framar von?" .Ekkl vil eg elga þann úr kotlnu fer, hann kann öngva hegðun á sér. Hofmannskvinnan vilda eg vera, rauðan kyrfil skyldi eg bera." .Hofmaðurinh slœr þig högg á kinn, hann gjörlr það oft um margt eitt sinn." „Hirði eg el þó hofmaðurlnn blakl smátt, eg hefi svo marga yndisnátt. Hlrðl eg ei þó hann slái mig fimm eður sex, skapið minnkar en heiðurinn vex, fil yndis greina, láttu mig ekki lengur sofa eina.' Mest gaman af bókum um pólitík Þorfinnur Ómarsson, framkvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs, segir frá eftirminnilegum bókum. „Ég missti alveg af síðustu bókajól- um því ég var með 75 kvikmynda- handrit á náttborðinu. Engu að síður náði ég að lesa þær allra merkustu, svo sem Höfund íslands, sem verð- skuldar alla þá athygli sem hún fékk og meira til. Með bókinni er Hallgrím- ur Helgason orðinn fullvaxta þjóð- skáld. Hann hafði þegar lesið þjóð- arsálina af einstöku innsæi og kímni í Þetta er allt að koma og 101 Reykja- vík, en ég hreifst mjög af báðum bók- um þegar þær komu út á sínum tíma. Ég sagði, og segi enn, að 101 Reykja- vík á eftir að verða merkilegur minnis- varði í bókmenntasögu íslands. Var vanmetin og misskilin 1996. Nýverið hefur svo margt verið sagt um Halldór Laxness að það er erfitt að bæta nokkru við. Snill- ingur. Ég hef líklega mest gaman af bókum um pólitík og þá sérstaklega pólitík sem snertir heimsmálin. í dag les ég mun meira af slíku en af skáldsögum. Stundum er eins og maður sakni kalda stríðsins, þ.e. að því leyti hve það var mikil uppspretta fyr- ir samsæriskenningar. Minningar Li Zhisu, einkalæknis Maós foringja, eru til dæmis einstök frásögn og heimild af því brjálæði sem einkenndi upp- gangs- og valdatíma Maós. Hér heima á Valur Ingimundarson heiður skil- inn fyrir að skoða þennan tíma frá sjónarhóli íslendinga. Ævisögur af frægu fólki síðustu aldar eru margar einstakar heimildir um þessa skrýtnu öld sem sú 20. var. Þannig gleymdi ég mér alveg yfir því þegar vitnað var í hinar ýmsu ævi- sögur í útvarpsþættinum Sunnu- dagslærið hér um árið. Woody Allen hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi og eru margar bóka hans alveg frábærar, ekki síður en kvikmyndimar. Af bókum um líf hans og skoð- anir má nefna Woody Allen on Woody Allen. Svo get ég vel „lesið“ allt aðrar bókmenntir i rúminu, svo sem matreiðslubækur, en ég hef mjög gaman af því að elda. Mér nægir yfirleitt að lesa uppskriftir einu sinni til að muna þær í gróf- um dráttum og þarf þá ekki að hafa uppskriftina við höndina þegar þar að kemur. Og maður sefur vel á eftir.“ Þorfinnur Omarsson. Hin full- komna æv- intýrasaga Skyttumar þrjár eftir Alexandre Dumas er ómót- stæðileg saga um skyttumar þrjár, At- hos, Portos og Aram- is, og hinn unga vin þeirra D’Artagnan sem þjóna konungi sínum, Lúðvíki XIII og drottningu hans en þurfa að sjá við fólsku og slægð Richelieu kard- ínála sem bruggar drottningu laun- ráð. Illskan birtist í líki hinnar gull- fallegu Milady sem við hvert fótmál skilur eftir sig blóði drifna slóð. Ástir, átök, hraði, spenna og húmor í þess- ari löngu en dásamlega rómantísku ævintýrasögu. ■WE Kvótið M . Sú mikla gleði sem menn hafa afþví að tala um sjálfa sig, œtti að vekja þeim grun um að gleðin sé ekki eins mikil hjá þeim sem hlusta. Rochefoucauld Bókalistinn Allar bækur 1. LEGGÐU RÆKT VIÐ SJÁLFAN ÞIG. Anna Valdimarsdóttir 2. HANN VAR KALLAÐUR ÞETTA. Dave Pelzer 3. KONAN I KÖFLÓTTA STÓLNUM. Þórunn Stefánsdóttir 4. EYÐIMERKURBLÓMIÐ. Waris Dirie 5. MOLDVARPAN SEM VILDI VITA HVER SKEIT... Þórarinn Eldjárn íslenskaði 6. UPPGJÖR VIÐ UMHEIMINN. Valur Inqimundarson 7. SAGA HEIMSPEKINNAR. Bryan Maqee 8. PABBI - BÓK FYRIR VERÐANDI FEDUR. Inqólfur Gíslason 9. Litla hvíta létta skyið. Teletubbies 10. ÞINGVALLAVATN. Pétur M. Jónasson oq Páll Hersteinsson Skáldverk 1. DAUÐARÓSIR. Arnaldur Indriðason 2. i TÚNINU HEIMA. Halldór Laxness 3. HRINGADRÓTTINSSAGA - 1. bindi. J.R.R. Tolkien 4. HRINGADRÓTTINSSAGA - 2. bindi. J.R.R. Toikien 5. DlS. Birna Anna, Oddný oq Silja 6. MÝRIN. Arnaldur Indriðason 7. TÚLKUR TREGANS. Jhumpa Lahiri 8. TAUMHALD Á SKEPPNUM. Maqnus Mills 9. STÚLKAN SEM ELSKAÐI TOM GORDON. Stephen Kinq 10. VERÖLD SEM VAR. Stefan Zweiq Metsölulisti Eymundsson 2.5-7.5 Kiljur 1. ON THE STREET WHERE YOU LIVE. Mary Higgins Clark 2. THE VILLA. Nora Roberts 3. DUST TO DUST. Tami Hoaq 4. KENTUCKY RICH. Fern Michaels 5. A PAINTED HOUSE. John Grisham Listinn er frá New York Times
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.