Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2002, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2002, Blaðsíða 38
38 Helqarblað H>V LAUGARDAGUR ll. MAÍ 2002 Rómantík og INNTÖKUSKILYRÐI Á ELLIHEIMILIÐ er aö hafa búið 25 ár í Wúrzburg en þegar þangað er komið færðu eitt vínglas hvern virkan dag og tvö á sunnu- dögum. Það er ekki langt í dropana dýru því í kjallar- anum eru geymdar 8 milljónir lítra af víni,“ sagði roskin kona, Anjelica, sem teymdi lítinn hóp Islend- inga um stræti Wúrzburg á dögunum. Anjelica er lág- vaxin og snögg í hreyfingum. Hún talar góða ensku og segir frá því sem fyrir augu ber af innlifun, bætir við sögu hér og sögu þar til að lífga upp á frásögnina. Fyrir utan að vera stétt sinni, leiðsögumönnum, til - Rómantíska leiðin heitir leið frá ánni Main í norðri að Ölpunum í suðri sem vörðuð er borgum og bæjum þar sem menningarleg verðmæti eru við hvert fótmál og umgjörðin myndræn i meira lagi. vássm Wurzburg Tauberblschofsheim Á rómantísku leiðinni eru næg tækifæri til að leggjast flatur í fögru umhverfi og láta hug- ann reika á ljúfum nót- um. S,e,ngadenO^“9e /“>\JWieski aih&I 'Schwangau sóma sýnir Anjelica og sannar að ferð um stræti gam- alla borga og gamlar byggingar þar sem menningar- arfur þjóða er geymdur skilur ósköp lítið eftir sig nema menn njóti góðrar leiðsagnar. Hefði Anjelicu ekki notið við hefði göngutúr um höll prinsbisk- upanna í Wúrzburg, nokkrar kirkjur og gömul stræti, orðið eins og allar hinar gönguferðirnar þar sem maður ráfar stefnulaust inni í stórfenglegum bygging- um og hugsar helst um það að komast á krá, setjast niður og svala þorstanum. Því skal það sagt strax að ætli ferðalangar að fá eitthvað út úr ferðum sínum í borgum eins og Wúrzburg er hiklaust mælt með því að þeir kaupi sér leiðsögn. Wúrzburg er um 120 þúsund manna borg í Mið- Þýskalandi, þar sem áin Main tekur bugður og beygj- ur, myndar það sem heimamenn kalla ferhyrninginn og þríhyrninginn. Wúrzburg er fyrsti áfangastaður- inn á leið suður um og alla leið að Ölpunum sem gengur undir nafninu Rómantíska leiðin. Rómantíska Vatn leikur stórt hlutverk í heilsumeð- ferð í bænum Bad Mergentheim. Hér sturtar nakin kona fötufylli af ísköldu vatni yfir sig en aðrir leikir með vatn eru flestir á mýkri nótum. Hjólreiðar eru skemmtilegar hvar sem er á Rómantísku leiðinni. Læknar heilsustofnana gefa ráðleggingar um lengd og erfiðleika- stig hjólreiðatúra séu menn í vafa um lík- amlegt ásigkomulag. Hvítvfn frá Frankón- íu eru hin ljúfustu en milljónir flaskna eru geymdar í vingeymsl- um í kjöllurum menntasetra, kirkna og elliheimilis í Wúrz- burg, upphafstreit Rómantísku leiðar- innar. Menningarsöguleg verðmæti eins og höll- in í Wúrzburg eru við hvert fótmál í borgum og bæjum í Mið- og Suður-Þýskalandi. Mælt er með því að leigja leiðsögumann við skoðun á dýrð- inni. vellíðan leiðin er vörðuð borgum, bæjum og kastalavirkjum sem hafa að geyma menningarsöguleg verðmæti auk þess að vera á ægifögru skógivöxnu landssvæði. Með- al áfangastaða eru Bad Mergentheim og Augsburg. Eldsprengjur En aftur að Wúrzburg. Borgin varð afar illa úti í sprengjuárásum bandamanna á Þýskaland undir lok stríðsins. Myndir af afleiðingum árásanna vekur upp daprar hugsanir en Anjelica hughreystir ferðalang- ana. „Það var lán í óláni að bandamenn vörpuðu að- eins eldsprengjum á borgina. Víst urðu skemmdirnar miklar en lánið var að útveggir flestallra húsa stóðu uppi þó innviðirnir brynnu. Lagnakerfi borgarinnar, rafmagns- og vatnsveita auk holræsa skemmdust ekki og því varð endurbyggingarstarfið ekki eins umfangs- mikið og menn óttuðust.“ Anjelica sýnir líkan af borginni eins og hún leit út eftir árásirnar. Skömmu áður hafði hún teymt ferða- Dauðahafsdrulla Það er fleira en menningarsöguleg verðmæti sem gleðja ferðamann á þesum slóðum. Bad Mergentheim er meðalstór bær skammt sunnan Wúrzburg sem öðrum fremur er þekktur fyrir laugar, ölkelduvatn og alls kyns heilsurækt. Þar eru gestir ekki að pína sig við ræktun líkama og sálar heldur er vellíðan (wellness) höfð að leiðar- ljósi. Mikil sundlaugarbygging á mörgum hæðum býður upp á hefðbundið sundalaugarsvaml, fóta- böð, gufuböð, eimböð og alls kyns iðkun sem bæta á líkama og sál. í slökunargarði eru hátal- arar í trjánum sem varpa slökunartónlist og þeg- ar rökkva tekur er alls kyns litum varpað um garðinn. Ræktun hugans er í hávegum höfð. Mik- ill og stór garður tengist heilsumiðstöð þessari og velinnréttað hótel, Hotel Maritim. Þar í kjallara fundu ferðalangar nasaþefinn af spa-meðferð, voru þaktir leðju úr Dauðahaflnu, saltaðir eins og hver önnur sunnudagssteik, vafðir inn í plast og síðan hitateppi. Látnir liggja í 20 mínútur án þess að hreyfa legg né llð. Að sjálfsögðu klæjaði alla í nefið en að því frátöldu var meðferðin að- eins til bóta. Nudd úr saltinu sem ekki hafði bráðnað í svitadrullunni hreinsaði dauðar húð- frumur og þær húðfrumur sem höfðu hugsað sér að deyja snarhættu við þau áform. Kremun og slökun yflr tebolla kórónaði þessa vellíðunar- stund. j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.