Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2002, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2002, Blaðsíða 22
22 HelQOrhlacf X>V LAUGARDACUR II. MAf 2002 Söngvarinn í ferðatöskunni Kolbeinn Ketilsson hefur ferðast um Evrópu og Norðurlönd og sungið í fjórtán ór. Hann er kominn heim til að sgngja íHollendingn- um fljúgandi og segir DV frá lífinu í ferða- Ruttunen, finnskur söngvari, nýlega floginn inn í hans staö. Þaö má þess vegna segja að það sé ekkert sérstaklega hátt flugiö á Hollendingnum þennan dag en göturnar eru fullar af mönnum í matrósafotum sem horfa vonaraugum á íslenskar stúlkur og þeirra rómuðu fegurö. Þeir eru skipverjar á skólaskipinu Gorch Fock sem liggur við festar í Reykjavík. töskunni, frumraunum íKaupmannahöfn og sambandi sínu við Wagner. EITT AF STÆRSTU OG VIÐAMESTU verkefnum á Listahátíð er sýning á óperu Richards Wagners, Hol- lendingnum fljúgandi, í Þjóðleikhúsinu. Frumsýning- in er í kvöld, laugardag, kl. 20.00 en alls verða sýning- amar fimm. Þetta er samvinnuverkefni íslensku óp- erunnar, Listahátíðar, Þjóðleikhússins og Sinfóníu- hljómsveitar íslands. Hollendingurinn fljúgandi er ein vinsælasta ópera Wagners og hefur ekki áður verið sett á svið á íslandi en verkið var flutt í konsertuppfærslu árið 1985. Óperan gerist við strendur Noregs og fjallar um Hol- lendinginn fljúgandi sem er dæmdur til að sigla um öll heimsins höf uns hann finnur konu sem sýnir honum sanna og tæra ást og svíkur hann ekki. Daginn sem ég hitti Kolbein Ketilsson óperusöngv- ara, sem fer með eitt af aðalhlutverkunum í Hollend- ingnum, er talsvert uppistand í leikhúsinu því söngv- arinn sem syngja átti aðalhlutverkið, Matthew Best, er nýlega floginn úr landi vegna veikinda og Esa Þekki hlutverkið Þegar ég kem niður aö Húsi Málarans er ég búinn að mæta um það bil heilli áhöfn. Kolbeinn Ketilsson syngur hlutverk Eriks í Hollendingnum sem er stærsta tenórhlutverkið. Hann situr inni á kaffihús- inu hinn rólegasti og skrafar við Bjarna Daníelsson óperustjóra þegar mig ber að garði. Kolbeinn söng í uppfærslu Óperunnar á La Bohéme veturinn 2001 svo hann er öllum hnútum kunnugur. Kolbeinn sýnist vera pollrólegur þótt frumsýning sé á næsta leiti svo ég hlýt að spyrja hvort hann þekki hlutverkið vel. „Já, ég hef sungið þetta hlutverk sennilega 30-40 sinnum í þremur mismunandi uppfærslum. Þetta er erfitt hlutverk og ekki sérlega vinsælt af tenórsöngv- urum en ég reyni að láta mér líka eins vel við þetta og ég get,“ segir Kolbeinn og fær sér kaffibolla og vatn og segir að þetta sé einkar skemmtilegt tækifæri til að fá að syngja þetta hlutverk á íslandi. „Þessi uppsetning er mikill listrænn viðburður og einkar ánægjulegt að koma að þessu samstarfi stórra aðila. Það hefur reynst nokkuð erfitt að samhæfa æf- ingar en allt tekst þetta að lokum." Wagner og vinir lians Richard Wagner hefur nokkra sérstöðu meðal óp- eruhöfunda og aðdáendur hans skipa sér í harðsnún- ar fylkingar sem dá sinn mann takmarkalaust og ferðast gjarnan í stórum flokkum milli landa til þess að sjá sýningar meistara síns. Þessa mun að sögn gæta talsvert í tengslum við þessa uppfærslu en stór- ir hópar koma frá Evrópu til þess að sjá þessa sýn- ingu. Það er sanngjarnt að segja að hið stóra verkefni sem Richard Wagner tókst á hendur var að koma nor- rænum og germönskum menningararfi í tónlistar- búning og tengsl verka hans við íslenskan sagnaarf eru augljós. Þess vegna má telja líklegt að hörðum Wagneraðdáendum þyki sérlega mikið til þess koma að sjá verk hans færð upp hér norður á barmi upp- sprettunnar, ef svo má að orði komast." „Já, ég hef sungið þetta hlut- verk sennilega 30-40 sinnum í þremur mismunandi uppfœrsl- um. Þetta er erftt hlutverk og ekki sérlega vinsœlt af tenór- söngvurum en ég reyni að láta mér líka eins vel við þetta og ég get, “ segir Kolbeinn og fœr sér kaffibolla og vatn og segir að þetta sé einkar skemmtilegt tœkifœri til að fá að syngja þetta hlutverk á Islandi. Kolbeinn segir að leikstjórum í Wagner-uppfærsl- um, sem hann hefur komið að, þyki jafnvel sérstak- lega merkilegt að fá íslending, sem aukinheldur er eins arískur i útliti og Kolbeinn, til að syngja í upp- færslum snillingsins. Draumahlutverk í drauinahúsi „Mér finnst að þegar við erum búin að byggja tón- listarhús í Reykjavík eigi að færa þar upp Niflúnga- hringinn fyrir aðdáendur Wagners sem myndu koma hingað i stórum hópum,“ segir Kolbeinn sem er ný- lega búinn að hitta mikla Wagner-aðdáendur á Ítalíu en hann söng fyrir skömmu í óperunni Die Köning- skinder eftir Engelbert Humperdinck sem var sam- tímamaður Wagners og lærisveinn. Þeir kynntust einmitt í Napóli þar sem umrædd uppfærsla fór fram. Kolbeinn yfirgaf ísland árið 1988 og hélt í víking til Vínarborgar þar sem hann stundaði söngnám hjá Leopold Spitzer. Hann hefur síðan ferðast um Evrópu og sungið flest helstu tenórhlutverk óperubókmennt- anna og komið fram sem einsöngvari í mörgum sin- fónískum verkum: Pinkerton í Madame Butterfly, Macduff í Macbeth, Erik í Hollendingnum, Taminó í Töfraflautunni, Cavaradossi í Tosca og Don José í Carmen eru allt góðkunningjar hans en nýlega bætti hann Radames í Aidu í safnið þegar hann söng það hlutverk í fyrsta skipti í glænýju óperuhúsi í Gauta- borg í Svíþjóð. „Þetta er afskaplega stórt og glæsilegt hús og öll að- staða til fyrirmyndar. Það má segja að þetta hafi ver- ið draumahlutverk í draumahúsi,“segir Kolbeinn. Kolbeinn hefur verið fastráðinn hér og þar i Evr- ópu, aðallega í Þýskalandi, en er um þessar mundir á lausum kili og hefur bækistöð í Köln. „Það skiptir satt að segja ekki miklu máli hvar maður býr þegar helsta heimili manns er ferðataska og hótelherbergi," segir Kolbeinn og viðurkennir að það geti verið á köflum einmanalegt líf. „En ég kem oft hingaö heim og vitja rótanna og fjöl- skyldunnar. íslendingurinn í mér þarf meira á því að halda en söngvarinn að koma heim og hlaða tankana og síðastliðið eitt og hálft ár hef ég komið oftar heim en stundum áður. Mér finnst ég þurfa meira á því að halda eftir því sem ég er lengur í burtu,“ segir Kol- beinn. Honum finnst hann þekkja alla sem hann sér á götunni þótt það sé áreiðanlega ekki rétt. Dagatal Kolbeins er þéttskipað þessi miss- erin og þegar þessu verkefni lýkur liggur leið hans til Kaupmannahafnar þar sem hann kemur fram í fyrsta sinn á ferli sín- um í dönsku ríkisóperunni. Þetta eru tvö verkefni. Annars vegar dönsk ópera sem verður færð upp í Konunglega reiðskólanum í sumar en Danir hafa þann háttinn á að þá tvo mánuði sem húsið losn- ar moka þeir sandinum út og drífa upp óperu enda hljómburður í þessu gamla húsi rómaður. Þar verður fyrir valinu frumflutningur danskrar óperu eftir Ruud Langgaard. Síðan eftir áramót tekur við hlut- verk Don Carlosar í leikhúsinu sjálfu og Kolbeinn segist hlakka til að takast á viö þessi verk. „Ég er búinn að fara og hitta hljómsveitarstjórann og leikstjórann og mér líst mjög vel á allar aðstæður og skipulag.“ í millitíðinni liggur leið Kolbeins til Ítalíu, síðan til Leipzig í Þýskalandi að syngja í Les Troyens og einnig mun hann syngja hlutverk Freys í Niflunga- hring Wagners í ríkisóperunni í Múnchen undir stjórn hins fræga Zubins Mehta. Síðan mun einnig rætast gamall draumur Kolbeins um að syngja í Fidelíó eftir Beethoven í Freiburg i Þýskalandi og í náinni framtíð á hann einnig að syngja á rússnesku í Berlín í Lady Machbeth eftir Shostakovitsj. Ég kemst að því að óperusöngvarar raða á dagatalið sitt 10 ár fram í tímann ef þarf og njóta til þess fulltingis fjög- urra umboðsmanna eins og í tilfelli Kolbeins. Þetta er alltaf spurning um að vera á réttum stað og tima og Kolbeinn kann sögur af ýmsu sem hann hefði getað gert í stað þess að syngja í Wagner á ís- landi því síminn stoppar aldrei. „En það þarf líka tíma til þess að fara til söngþjálf- ara og læra hlutverkin og það þarf líka að gefa sér tíma til þess að hvíla sig því að hvíldin er eitt af því mikilvægasta í lífi söngvarans,“ segir Kolbeinn að lokum. Kolbeinn og fleiri Hér hafa þegar verið nefndir tveir stórsöngvarar sem halda Hollendingnum á flugi en fleiri fá loft und- ir vængi á sviði Þjóðleikhússins. Hinn dimmraddaði Viðar Gunnarsson syngur hlutverk Dalands þannig að stuðlabergið skelfur og helsta kvenhlutverkið er í höndum Magneu Tómasdóttur sem er kornung söng- kona sem samt hefur komist í lokakeppni Wagner- söngvara í Þýskalandi og er þetta nánast frumraun hennar á Islandi. Alina Dubik er íslendingur ættuð frá Póllandi sem hefur sungið víða í Evrópu. Hún og Snorri Wium, sem ekki hefur sést mikið á íslensku leiksviði, syngja lítil hlutverk i Hollendingnum. Það er Kór íslensku óperunnar sem annast kórsöng í Hol- lendingnum sem er umtalsverður. Gregor Buhl stjórnar hljómsveitinni, Saskia Kuhlmann er leik- stjóri, Heinz Hauser gerir leikmynd og Þórunn S. Þor- grímsdóttir búningana en Björn Bergsteinn Guð- mundsson hannar lýsingu. Aðstoðarfólk þeirra eru Filippía Elísdóttir og Randver Þorláksson. -PÁÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.