Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2002, Síða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2002, Síða 33
LAUGARDAGUR II. MAÍ 2002 Helqarblaö J3V 33 H- Friðrik saxar grænmetið sem fer bæði í skötuselsréttinn <>)> svart- fuglsréttinn. Friðrik velur einfalda matreiðsluaðferð þar sein þéttur fiskurinn fær að njóta sín. Friðrik segir slæmt að ofelda skötusel, hann verði þurr og niissi bragð eins og annar ofeld- aður fiskur. Möguleikar í eldun skötusels séu þó fjölmargir og þar spialr alls kvns grænmeti stórt hlutverk. Svartfugl er meðhöndlaður á svipaðan hátt og annað kjöt. Friðrik segir mikilvægt að hreinsa alla fitu af briiigunum því hún gefi helst lýsisbragð. DV-myndir Hari Ástralskt sumarvín og Banfi Gentine frá Italíu - er val Sverris Eyjólfssonar Sverrir Eyjólfsson hjá Lind valdi vín frá Italíu, gamalgrónu vínræktarlandi, og Ástralíu sem er nýrri í vitund íslendinga sem vínræktarland en hef- ur slegið rækilega í gegn á undanförnum árum fyrir vín. Ef við byrjum á aðalréttinum, skötuselnum, þá varð Rosemount GTR hvítvín frá Ástralíu fyrir val- inu en það á rætur að rekja til Hunter Valley. Rosemount er í dag i eigu Southcorp sem er langstærsti framleiðandi vína í Ástralíu og þótt víð- ar væri leitað. Rosemount er stofnað 1969 af Bob Oatley. Philip Shaw, sem þykir snillingur á sínu sviði, hefur aðallega séð um gerð vína fyrir Ros- emount og gerir enn. Rosemount-vínlínan hefur und- anfarin ár verið gríðarlega vinsæl hjá landanum. Rosemount GTR er nýtt vín í þeim hópi. GTR stend- ur fyrir Gewurztraminer Riesling en vínið er blanda úr tveimur þrúgum sem eru hvað þekktastar í Al- sace-héraðinu í Frakklandi. Verða áhugamenn um vín ekki sviknir frekar en af öðrum Rosemount-vín- um. Rosemount GTR er ekki hefðbundið vín. Það er fölgrænt, ilmurinn er ferskur með keim af sumar- blómum. Sætur keimur sem minnir á Gewurztraminer kemur vel fram með tón af fersk- leika frá Riesling-þrúgunni. Rosemount GTR er mik- ið sumarvín. Auk þess að passa vel við sköutselsrétt- inn hans Friðriks hentar þetta vín vel með austur- lenskum mat og hvers konar fiski. Rosemount GTR er sérlega ljúft á fallegum sumarkvöldum á veröndinni eftir vel heppnaða grillmáltíð. Rosemount GTR kost- ar 1.360 krónur hjá ÁTVR. Sverrir valdi Centine frá Toskana á Ítalíu með svartfuglinum. Centine kemur frá einum af virtasta framleiðanda Italíu, Castello Banfi í Montalcino, vingarði í eigu Mariani-fjölskyld- unnar. Saga Banfi nær aftur til 1950 ogjiefur orðstir þeirra i vínframleiðslu vaxið hratt. Þekktust vina Castello Banfi eru trúlegast risarnir Brunello di Montalcino og Castello Banfi „Summus", en bæði vínin éru fáanleg hjá ÁTVR. Castello Banfi hefur verið útnefndur vínframleiðandi ársins á hverju ári á Ítalíu frá 1994. Banfi Centine er blanda úr þremur þrúgum - 60% Sangiovese, 20% Cabernet Sauvignon og 20% Merlot. Þessi blanda gerir Banfi Centine að mjög skemmtilegu matarvíni sem hentar vel með fjölbreyttum mat. Krafturinn kemur með Sangiovese, ilmurinn af Cabernet og mýktin og ávöxturinn frá Merlot. Centine hefur bjartan rauðan lit, mikinn ávöxt í lykt og í bragði er vínið langt, ferskt og í mjög góðu jafnvægi. Gott er að drekka Centine með pasta eða grillkjöti, bæði rauðu og hvítu kjöti. Banfi Centine kostar 1.480 krónur hjá ÁTVR. Umsjón I laukur Lárus Hauksson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.