Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2002, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2002, Blaðsíða 20
20 // e l c) a rb l a c) H>V LAUCARDACUR II. MAÍ 2002 Viljum „virkja66 fólkið Helgi Seljan er tuttugu og þriggja ára gamall Regðfirðingur og vinnur ínetagerð á Eskifirði. Ngverið setti hann, og nokkrir félagar hans, á laggirnar Biðlistann sem taka mun þátt ísveitarstjórnarkosningun- um íFjarðabgggð um þarnæstu helgi. Fram- boðið hefur vakið mikla athggli, ekkisíst nafnið en það vísar íhina landsfrægu bið Austfirðinga eftir stóru lausninni, stóriðj- unni - eins og Helgi orðar það. Blaðamaður DVsettist niður með Helga nú á dögunum og spurði hann nánar út í framboðið en hann situr í fgrsta sæti listans. ÞIÐ HAFIÐ ÞEGAR VAKIÐ mikla athygli fyrir tákn- ræna gjörninga eins og að taka fyrstu skóflustunguna að væntanlegu álveri. Hvað eigið þið við? „Við höfum verið að biða eftir því að ríkið geri eitt- hvað en auðvitað verðum við að vera sjálfbjarga hvort sem álver kemur eða ekki. Ég hef alla tið staðið með þessu álveri. Ég hélt meira að segja tónleika undir yf- irskriftinni „Sökkvum Eyjabökkum" En maður gleymdi sér í þessu. Þetta óx upp í kergju í mér þannig að maður hélt að ef álver kæmi ekki þá væri okkur ekki viðbjargandi. Þessi álversumræða hefur stórskaðað ímynd landsbyggðarinnar og það liggur við að orðiö „landsbyggö" sé neikvætt í Orðabók Menningarsjóðs. Hérna vorum við á hinu litla Austur- landi gegn einhverju fólki sem átti að vera svo vont við okkur því það vildi ekki leyfa okkur að virkja. Við verðum að breyta ímyndinni því það er ekkert allt á leiðinni til andskotans. Við eyddum miklum og dýr- mætum tima í þetta rifrildi sem ég vil nú stundum kalla dæmigerða austfirska þrjósku og oft nýtist hún okkur vel en gerði það ekki þarna. Á sama tíma hefð- um við getað einbeitt okkur að bæjarfélaginu sjálfu. Skóílustungan þýddi að við höfum ekkert á móti þessu álveri en nú er kominn tími til þess að fara að hugsa um eitthvað annað.“ - En minnisvarðinn sem þið reistuð um brottflutta Austfirðinga? „Hvað varðar minnisvarðann þá vorum við að kveðja fólkið sem hefur flust í burtu. Þetta fólk var ef- laust ágætt en við megum ekki gráta það endalaust. Við erum alltaf að horfa á eftir fólki og breyta ein- hverju til þess að fá það til baka en hvernig væri að fara að gera eitthvað fyrir fólkið sem býr hérna og vill búa hérna áfram? Það er margt fólk sem flytur heim eftir nám og við eigum að reyna að halda því hérna í stað þess að reyna að fá fólkið til baka sem flutti. Um leið og fólkið sem býr hérna er ánægt með þjónustuna og umhverfið í kringum Fjarðabyggð getum við farið að keppa við önnur sveitarfélög um fólk.“ Allir syTigja nieð - Það er oft talað um að það sé lítill munur á milli flokka í sveitarstjórnarmálum. Upp á hvað eruð þið að bjóða? „Það er oft talað um framboð eins og okkar sem óá- nægjuframboð en ég veit ekki hvort það er endilega rétt. Maður þarf ekkert endilega að vera óánægöur þó að maður stofni ffokk. Það sem við viljum gera er að virkja íbúana til verka, endurvekja trúna á bæinn svo að hægt sé að gera eitthvað. Það eru alltof margir sem halda að hér sé ekkert nema dauði og djöfull og sú hugsun drepur niður driftina í fólki. Við höfum engar skyndilausnir og við höfum enga sérstaka stefnuskrá enda tel ég að stefnuskrár bindi hendur manns. Það er hægt að gera ótal hluti fyrir bæjarfélagið sem snúa að umhverfi og hinum mannlegu þáttum. Hugmyndafræðin sem við styðjumst við byggist á þeirri hugmynd að fá fólkið til að gera þessa hluti sjálft, ekki bara bíða eftir því að fá þetta upp í hend- urnar frá valdhöfum. Það má kannski segja að rauði þráðurinn í okkar stefnu sé að efla lýðræðið í Fjarða- byggð. Við eigum að búa þannig um hnútana að allir fái tækifæri til að njóta sín. Ég líki þessu stundum við kirkjukór. Ef söfnuðurinn er lélegur að syngja þá er gott að hafa öflugan kirkjukór. En auðvitað er það göf- ugt markmið að kirkjukórinn leggist út af því söfnuð- urinn verður smám saman góður að syngja. Allir eiga að syngja með.“ Mér finnst pólitík leiðinleg Helgi á ekki langt að sækja hinn pólitíska áhuga því afi hans og nafni var harðsnúinn allaballi og sat á þingi í mörg ár fyrir Austurland. Helgi hefur hins veg- ar ekki fetað í fótspor afa síns því hans stjórnmála- starf hefur að mestu leyti verið í þágu Sjálfstæðis- flokksins þar til nú. Ég spyr hvort hann hafi riflst mikið við afa sinn um pólitík. „Nei, einmitt ekki. Ég held að ég hafi verið að ræða við hann um pólitík í fyrsta sinn fyrir tveimur vikum. Satt að segja leiðist mér pólitík. Menn berjast fyrir því að komast á þing og um leið og það tekst hætta þeir að vera mannlegir, geta ekki viðurkennt mistök og þar af leiðandi læra menn ekki.“ - En hefurðu alltaf verið pólitískur? „Ég hef alltaf haft mjög mikinn áhuga á pólitík í víðum skilningi en ég hef aldrei aðhyllst neina sér- staka isma í pólitík. Reyndar var ég mjög hrifinn af frjáishyggju á tímabili og studdi meira að segja Sjálf- stæðisflokkinn fyrir síðustu alþingiskosningar. Ég er hins vegar ekki flokksbundinn sjálfstæöismaður eins og sumir eru að halda fram. Smám saman áttaði ég mig á því að stefna Sjálfstæðisflokksins lítur mun bet- ur út á pappir en í praxís." Þetta er ekkert grín - Hvernig viðbrögð hafið þið fengið frá öðrum flokk- um og almenningi? „Hinir flokkarnir hafa talað við okkur i svona föð- urlegum tón og reynt að fá okkur ofan af þessu. Rök- in hafa verið hálfhlægileg eins og að við séum ekki að finna upp hjólið með þessum aðgerðum og að við séum ekki að koma með neitt nýtt en ég held að al- menningur sé ekki sammála því. Svo hafa menn verið mjög duglegir að klína grínstimplinum á okkur en ég vísa því beint til föðurhúsanna. Ég veit ekki hvort er hlægilegra okkar framboð eða hinir hefðbundnu fram- boðslistar. Biðlistinn er ekkert grín þótt nafnið sé fyndið," sagði Helgi að lokum. DV, Neskaupstað: Jón Knútur Ásmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.