Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2002, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2002, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2002 DV Fréttir Hreyfill hefur verið með stöðvarreglur starfsfólks allt frá stofnun: Stífar reglur um hreinlæti og framkomu - eftirlitsmenn sjá um hreinlætisskoðun „Við þurfum ekkert að setja svona ábendingar upp. Hjá okkur vinna fullorðnir menn,“ sagði Sæ- mundur Sigurjónsson, stöðvarstjóri leigubílastöðvarinnar Hreyfils. Eins og DV greindi frá hefur BSR sett upp ábendingar til bilstjóra sinna um hreinlæti, viðhald bila og fram- komu við viðskiptavini. Bílstjórum er m.a. bent á að fara reglulega í bað, skipta um nærfót, fara i húðhreinsun, nota rakspirann í hófi og klippa hár úr nefi og eyrum. Sæmundur sagði að á Hreyfli væru ákveðnar, stífar stöðvarreglur i gildi sem verið hefðu frá stofnun fyrirtækisins. Þær giltu fyrir af- greiðsluna, bíla og bílstjóra, auk annarra ákvæða. Þar kveði meðal annars á um að bílstjórar skuli ávallt vera snyrtilega klæddir, ávallt gæta þess að bílar þeirra séu vel hreinir og lyktarlausir. Einnig að öryggismál bifreiðanna séu í full- komnu lagi. Bílstjórar skuli sýna viðskiptavinum fyllstu lipurð og kurteisi. „Þetta eru fullorðnir menn með réttindi frá hinu opinbera og þeir hljóta að vita sinar skyldur. Við hengjum aldrei svona upp. Við höf- um ekkert verið að skrattast í því,“ sagði Sæmundur. Hann sagði að hreinlætisskoðun á bílum væri i höndum sérstakra eftirlitsmanna á stöðinni. „Við höfum ekkert þurft að hafa áhyggjur af mannskapnum," sagöi Sæmundur. Hann sagði að aðeins tvær kvartanir hefðu borist á síð- asta ári vegna lyktar í bíl, en slík- ar kvartanir væru „nánast óþekkt- ar“. -JSS Sameining Austur-Héraös og Fellahrepps undirbúin Sveitarstjórnir Austur-Héraðs og Fellahrepps hafa ákveðið að hefja undirbúning að kosningu um sameiningu sveitarfélaganna. Kjörin hefur verið samstarfsnefnd, skipuð þremur fulltrúum frá hvoru sveitarfélagi, til að undir- búa kosningu samhliða sveitar- stjórnarkosningum 25. maí næst- komandi. Samstarfsnefnd sú sem hér um ræðir er skipuð sam- kvæmt sveitarstjórnarlögum og skal hún annast athugun og undir- búning málsins. Nefndin hefur þegar hafið störf og vinnur nú formlega að undirbúningi að sam- einingarkosningu. Við sameiningu Austur-Héraðs og Fellahrepps yrði til annað fjöl- mennasta sveitarfélagið á Austur- landi, með tæplega 2.500 íbúa. Þar af búa um 2000 manns á Egilsstöð- um og í Fellabæ en um 500 í dreif- býlinu þar fyrir utan. -GG O kl 18:30 fyrir matargesti <g klukkan 22:00 fyrir tónleikagesti £ c c Hinir einu sönnu Boogie Knights SgjU Forsala aðgöngumiða er á Broadway og midasala ísima 800MIDI hafm c c Innanlandsflug: Vopnaleit hefst á mánudag Vopnaleit hefst í innanlandsflugi á hádegi á mánudag og mun hún standa til hádegis á flmmtudag. Á Reykjavík- urflugvelli ganga allir farþegar í gegn- um málmskynjara og þeim verður ekki leyft að hafa neitt oddhvasst í handfer- angrinum. Þá munu farþegar ekki fá að taka með sér eins mikinn handfarang- ur og áður. Farþegaskráningar verða ítarlegri en áður og geta menn átt von á því að verða spurðir um skilríki þeg- ar þeir kaupa farmiða. í Reykjavík og á öðrum flugvöllum innanlands verður lögregluvörður sem fylgist með flugum- ferð og fer yfir farþegalista. Hvað varðar aðra flugumferð verður allt kennslu- og einkaflug í nágrenni Reykjavíkurflugvallar barrnað. Þá verð- ur flugbann í fimm km radíus frá borg- hmi þannig að þar verður öll flugum- ferð bönnuð hjá öðrum en áætlunar- flugvélum á leið til og frá Reykjavíkur- flugvelli. Þá verður ekkert feijuflug leyft til Reykjavíkur. -HI DV-MYND HARI Kíkt á erlent fley Þýska skólaskipiö Gorch Fock liggur nú viö festar í Reykjavíkurhöfn og hefur vakiö áhuga margra vegfarenda, ungra sem aldinna. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þýska skóiaskipiö kemur hingaö en vekur jafnan mikla athygli. Omnya farin Rússneski ryðkláfurinn Omnya, sem verið hefur þymir í augum bæjarbúa á Akureyri allt frá því í október 1997, mun í dag hverfa frá bænum en fyrirhugað er að draga skipið til Lettlands. Kristján Þór Júhusson, bæjarstjóri á Akureyri, brá á leik fyrir blaðamenn í gær og leysti landfestar skipsins en Kristján Þór lofaði því á sínum tíma að skipið myndi fara á yfirstandandi kjörtímabili þó hann þyrfti að sigla þvi sjálfur. „Þetfe hefur verið ákveðinn blettur í ásýnd bæjarins sem við erum að skera burt nú. Það er alltaf gott að fá góða gesti en þegar þeir hafa setið upp á okk- ur í hálfgerðri óþökk hátt í fimm ár þá er nóg komið af slímsetunni. Við kveðj- um hana þvi ekki með neinni eftirsjá." Hvað með það að skipstjórinn sjálfur fær ekki að sigla fleyinu? „Það er bæði léttir og ákveðinn tregi í því. Ég sagði það á sínum tíma að ef ekki vildi betur myndi ég sigla henni sjálfur en það reynir sem betur fer ekki á það. Ég er að fara í kosningaslaginn og þarf því að vera hér í bænum,“ sagði Kristján Þór með skipstjórakaskeiti á höfði. -ÓK REYKJAVIK AKUREYRI Sólariag í kvöld 22.24 22.09 Sólarupprás á morgun 04.23 04.08 Síödegisflóö 18.12 22.45 Árdegisflóð á morgun 06.25 10.52 Noðlægar áttir Norðlæg átt, víöa 8-13 m/s, en 15-20 við austurströndina. Slydda og síðan él á Norðaustur- og Austurlandi en léttskýjað suðvestan til á landinu. Kólnar í veðri Kólnandi veður um mestallt land, hiti 1 til 8 stig sunnan- og vestanlands á morgun en vægt frost norðan og austanlands þegar á líður kvöldið. Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Hití 0° tíl 7° Vmúm: 8-13«^ Hæg norölæg átt og dálrtil él noöanlands en annars bjartvlöri. Hiti 2° til 9° Vindtir: 5-10 «"/* Norölæg átt meö úrkoma noröan- og NA^ands en annars bjart veöur. Hiti 3° tit 10° Vindur: 5-10 m/s Hæg breytileg átt og víöa léttskýjaö. Heldur hlynar. m/s Logn 0-0,2 Andvari 0,3-1,5 Kul 1,6-3,3 Gola 3,4-5,4 Stinningsgola 5,5-7,9 Kaldi 8,0-10,7 Stinnlngskaldl 10,8-13,8 Allhvasst 13,9-17,1 Hvassviðri 17,2-20,7 Stormur 20,8-24,4 Rok 24,5-28,4 Ofsaveður 28,5-32,6 Fárviðri >= 32,7 AKUREYRI súld 2 BERGSSTAÐIR úrkoma 2 BOLUNGARVÍK skýjað 4 EGILSSTAÐIR súld 4 KIRKJUBÆJARKL. léttskýjað 10 KEFLAVÍK léttskýjað 7 RAUFARHÖFN rigning 2 REYKJAVÍK skýjaö 8 STÓRHÖFÐI léttskýjað 8 BERGEN skýjaö 20 HELSINKI léttskýjaö 14 KAUPMANNAHÖFN léttskýjað 18 ÓSLÓ hálfskýjað 18 STOKKHÓLMUR 16 ÞÓRSHÖFN alskýjað 7 ÞRÁNDHEIMUR skýjaö 20 ALGARVE skýjað 19 AMSTERDAM þokumóða 13 BARCELONA alskýjað 16 BERUN léttskýjað 25 CHICAGO heiðskírt 9 DUBUN þoka 15 HAUFAX súld 9 FRANKFURT skýjað 19 HAMBORG léttskýjaö 25 JAN MAYEN alskýjað -3 LONDON mistur 14 LÚXEMBORG skýjaö 18 MALLORCA skýjaö 20 MONTREAL 12 NARSSARSSUAQ skýjað 10 NEW YORK hálfskýjaö 16 ORLANDO skýjað 22 PARÍS alskýjað 13 VÍN hálfskýjað 21 WASHINGTON léttskýjað 19 WINNIPEG heiösklrt -3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.