Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2002, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2002, Blaðsíða 53
LAUCARDAOUR 18 MAÍ2002 H&lQarb/ctS 13V Hér stendur Höskuldur við bílinn nýpóleraðan í fyrsta skipti sem hann var tekinn út úr skúrnum eftir upp- gerðina. DV-mynd Hari Setti í hann plötu- spilata af gömlu gerðinni Meðal fornbíla sem frumsýndir verða á sýningu Fornbílaklúbbsins um helgina er Buick Super, árgerð 1958, en eigandi hans er Höskuldur Sæmundsson, starfsmaður B&L. Bilinn keypti Höskuldur í Banda- ríkjunum árið 1997 fyrir aðeins 2500 dollara. Að sögn Höskuldar var bíllinn nokkuð gott eintak, óryðgaður en með ónýtu lakki og klæðningu. „Þetta var því gott eintak til uppgerðar og bíllinn var bara að skríða á gótuna," segir Höskuldur. „Billinn var sprautaður af félögum mínum hjá B&L, þeim Jóni Halldóri Péturs- syni, Björgvini Gunnarssyni og Magnúsi Högnasyni, en bíllinn var svo klæddur af Guðjóni Inga Jónssyni." í bílnum er 365 kúbiktommu vél með fjögurra hólfa blöndungi og er hann aðeins keyrður 25.000 mílur frá upphafi. Höskuldur er fjórði eigandi bílsins og verður hann með númerinu R-1958. „Ég setti lika i hann plötuspilara og útvarp af gömlu gerðinni svo að allt yrði nú eins og það á að vera," sagði Höskuldur að lokum. -NG Guðmundur lætur fara vel um sig bak við stýrið á Fordinum sem er með rafstýrðri blæju. DV-mynd Hari Held upp á Ford því þeir ryðga minna Annar bíll sem frumsýndur verður um helgina er Ford Galaxie 500 XL blæjubíll, árgerð 1962, en þann bíl fékk eigandi hans, Guðmundur Þór Ármanns- son, frá Bandarikjunum árið 1999. „Þetta var algjört hræ þegar ég fékk hann," sagði Guðmundur. „Hann hafði staðið lengi í eyðimörkinni í Vegas en bílinn keypti ég frá Arkansas." Búið er að kaupa allt nýtt í hann, mestallt króm og innréttingu en vélina gerði Guðmundur upp sjálfur. Vélin er af stærri gerðinni, 390 kúbiktommu með fjögurra hólfa blöndungi. Skiptingin er lika nokkuð sérstök, en það er Cruise-o-matic sem er með tvö „Drive", eitt fyrir innanbæjarakstur og hitt til að nota utanbæj- ar og virkar það þá eins og nokkurs konar yfirgír að sögn Guðmundar. Bíllinn var sprautaður af Gísla Auðuns og innréttingin klædd af Auðuni J. Jónssyni. Guðmundur lenti í þvi meðan á uppgerð bílsins stóð að „einhver kani" tók sætisgrindurnar 1 misgripum þegar þær voru í sandblæstri. „Ég hafði af þessu miklar áhyggjur og var farinn að halda að þeim hefði verið hent en svo kom karlinn til mín hálfum mánuði seinna og skilaði þeim. Ég held mikið upp á Ford þar sem grindurnar í þeim eru sterkari en í óðrum bílum frá þessum tíma og þeir ryðga því minna," sagði Guðmundur að lokum. -NG Fornbílaklúbbur í sj aldarfjórðung Á morgun, 19. maí, eru 25 ár liðin frá þvi að Fornbílaklúbbur íslands var stofnaður af 80 manna hópi áhugasamra bílamanna í Templarahöllinni í Reykjavík. Á um- liðnum aldarfjórðungi hefur klúbburinn náð að vaxa og dafna og hefur nú rúm- lega 500 félagsmenn. Fornbílaklúbburinn mun á þessu ári hefja uppbyggingu á stóru bílasafni og félagsheimili í Elliðaár- dalnum í samvinnu við Orkuminjasafn Reykjavíkur. Reiknað er með því að hið nýja safn verði opnað á næsta ári. t tilefni af aldarfjórð- ungsafmælinu heldur klúbburinn viðamikla fornbíla- sýningu núna um hvítasunnuhelgina í húsi B&L við Grjótháls þar sem sýndir eru 40 sögulegir bílar. í dag klukkan 13.30 verður haldin spyrnukeppni fornbíla við Fossháls og á morgun, sjálfan afmælisdaginn, munu fornbílar streyma um götur og torg. -ÖS 100 ára saga bílsins i ritun Um þessar mundir er unnið að því að taka saman sögu bilsins á íslandi í 100 ár en árið 2004 eru 100 ár liðin frá því að fyrsti bíllinn kom til íslands. Til þessa verks var ráðinn vanur maður, Sigurður Hreiðar blaðamaður, sem hefur skrifað um bíla og umferð í rúmlega 40 ár. Hann er spurður um tildrög þess að ráðist var í að rita þessa sögu. „Það rann upp fyrir mönnum um nýafstaðin alda- mót að ekki væri seinna vænna að safna saman heim- ildum til þessarar sögu," segir Sigurður. „Kynslóðin sem ruddi brautina er óðum að týna tölunni og raun- ar allt of margir farnir sem fóru með óbætanlegan fróðleik með sér. En ég nýt þess að nokkru að hafa sjálfur lifað rúman helming þessa tímabils og alltaf með bíladellu. Að tilhlutan Bílgreinasambandsins var efnt til sér- staks hlutafélags um að kosta þetta verk með það að markmiði að ég gæti sinnt því eingóngu. Það mark- mið náðist raunar ekki alveg og sumir sem boðið var að taka þátt í verkinu skildu ekki einu sinni út á hvað það gekk, voru meðal annars að rugla því sam- an við mína persónu og hvar ég hefði mín viðskipti. En árangurinn varð þó svo góður að ég hef getað helg- að mig þessu verki að mestu og mun væntanlega geta það fram að þvi að verkið birtist á bók, sem áætlað er á afmælisárinu 2004, þegar öld er liðin frá því að Cudell-bíllinn kom til íslands. Hann er raunar oftast kallaður Thomsens-bíllinn eftir Dethlev Thomsen kaupmanni, sem flutti bílinn til landsins með fjár- styrk frá Alþingi." Er ekki þegar búið aö skrifa margar bækur um þetta efni? „Engar sem flytja söguna samfellda. Það hefur ým- islegt verið skrifað um einstaka atburði eða afmark- aða þætti og tímabil. I þeim efnum er margt mjög vel gert. Ég tel tvö rit skara fram úr í þessu: í fyrsta lagi Bifreiðir á íslandi 1904-1930 eftir Guðlaug Jónsson, af- bragðs samantekt sem hann skrifaði í hjáverkum og enginn vildi gefa út fyrr en Bílgreinasambandið gekk þar fram fyrir skjöldu, og í öðru lagi tvær bækur eft- ir Ásgeir Sigurgestsson í flokknum Safn til iðnsögu íslendinga: Brotin drif og bilamenn og Áfram veginn. Bækur Ásgeirs fjalla fyrst og fremst um sögu og þró- un bifvélavirkjunar á íslandi en sú starfsgrein er eðl- islega mjög samofin bílnum sjálfum. Ég gæti nefnt margar fleiri bækur sem fjalla um afmarkaða þætti þessa efnis en samt er ýmislegt enn óunnið í þessum efnum og eftir að gera úr þessu samfellda sögu." Hvernig gengur svo að skrifa? „Satt að segja er ég lítiö farinn að skrifa enn - það er að segja í endanlegu formi. Það sem ég hef verið að gera er að tala við fólk sem sjálft hefur lifað bílasög- una af áhuga og_„fá hjá því upplýsingar og myndir. Sem betur fer eru enn margir eftir til frásagnar og það er sama hvar ég hef borið niður, mér hefur und- antekningarlaust verið afar vel tekið og allir boðnir og búnir að greiða götu mína í þessum efnum. Menn hafa jafnvel haft samband við mig að fyrra bragði þegar þeir hafa heyrt af því hvað ég er að gera og boð- ið fram aðstoð sína. Það er mér mikils virði, þvi þetta tekur allt tima og hann meiri en mig grunaði. Ég hef líka reynt að lesa allt sem ég hef náð í um þetta efni og veit að til er, sömuleiðis að fara yfir heimildir í blöðum og tímaritum. Það er tímafrekt, en ég hef meðal annars notið þar velvildar Umferðarráðs sem stóð fyrir leit í gömlum dagblöðum að efnisþátt- um sem því viðkemur og lét taka þetta efni út fyrir mig i leiðinni. Það hefur flýtt mjög mikið fyrir mér, sömuleiðis að eiga hauka í hornum hér og hvar sem búa yfir miklum fróðleik og leyfa mér að njóta hans. Sumar af þeim bókum sem ég nefndi hér að framan eru ófáanlegar orðnar, en ég hef notað bókasöfnin mikið þó það sé ókostur að þurfa að skila þessum heimildum jafnvel áöur en ég hef nýtt mér þær að fullu. En ég veit þá hvar þær eru. Þvi fer fjarri að ég sé búinn að ná tali af öllum þeim sem ég hef á lista og langar til að eiga orð við, en von- andi tekst mér það sem mest í sumar. Mig vantar líka myndir enn þá af nokkrum bílum sem mörkuðu spor í bílasöguna. Til dæmis af frambyggðu Fordson-vöru- bílunum sem komu hér eftir stríðið, líka af Austin- vörubílunum sem þó voru hér talsvert algengir á ár- unum 1946-50 eða þar um bil. Yfirleitt hef ég lítið fengið af myndum af bresku bílunum sem voru al- gengir hér um miðja öldina, Fordson, Austin og Morr- is, svo ekki sé minnst á sjaldgæfari tegundir eins og Wolseley og Bradford. Eins vantar enn nokkra höfð- ingja nær í tímanum, t.d. Simca og Singer, svo nokk- uð sé nefnt, líka elstu japönsku bílana." Þessi mynd er úr fórum Meyvants Sigurðssonar, sem var í hópi brautryðj- enda í íslenskri bílasögu. Aftan á hana er skráð ártalið 1929 ásamt staö- arnafni. Þeir sem séð hafa myndina hafa látið í Ijós efasemdir um að stað- arnafnið sé rétt. Gaman væri ef staðkunnugir lesendur gætu leitt okkur í allan sannleika um hvaðan myndin er og hvað bærinn fremst á myndinni heitir. Austin 7 á hlaðinu á Ytra-Hvarfi í Svarfaðardal, lík- lega tekin árið 1944. Bílinn átti Jóhann Tryggva- son frá Ytra-Hvarfi en myndina á Ólafur Tryggvason frá sama bæ. Attu þér einhvern óskadraum í þessu efni? „Já, marga - kannski drauma sem ekki geta ræst - svo sem nýjar og áður óbirtar heimildir um Cudell- bílinn, eða óbirta mynd af Grundarbílnum, sem var bíll nr. 2 á íslandi, eða af Bookless-bílnum sem kom til Hafnarfjarðar 1913 og ég veit ekki til að til sé mynd af. Eins hef ég ekki fengið áreiðanlega heimild fyrir hvernig bílarnir sem komu upp úr Persierstrandinu 1941 skiptust milli tegunda, né heldur hve margir þeirra voru sendir utan aftur eða hvers vegna, eða hvort rétt er að skipið sem flutti þá utan hafi verið skotið niður. En stóri draumurinn er náttúrlega að koma þessu verki vel frá sér í lokin svo öllum sé sómi að sem að því standa." -NG Sigurður Hreiðar Hreiðarsson, hófundur Sögu bílsins á Islandi í 100 ár, stendur hér hjá Land Rover 1962 og Ford Escort 1974. Báðir þessir bílar eru í eigu Valdemars Jónssonar, tónlistarkennara i Mosfellsbæ. Valdemar er ekki sérstakur áhugamaöur um fornbíla en þetta eru bílar sem hafa dug- að honum og hans heimili vel í gegnum tíðina. Hann heldur þeim við sjálf- ur og hefur ekki séð ástæðu til að láta þá frá sér, enda eru þeir enn í dag- legri notkun sem heimilisbílar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.