Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2002, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2002, Blaðsíða 2
4Í LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2002 Fréttir nv Fimm sakborningar svara til saka fyrir 28 ákæruliði í máli Árna Johnsens: i i Arni játar fjárdrátt á 2,6 milljónir króna - neitar ákæruliðum um 4ra milljóna fjárdrátt og 1,5 milljóna mútuþægni Mat manna er að Árni Johnsen hafi komið vel út úr fyrstu umferð réttar- haldanna í máli rikissaksóknara gegn honum, þremur mónnum sem tengd- ust Þjóðleikhúskjallaranum og verk- fræðingi hjá Istaki í gær. Við þingfest- inguna, sem stóð yfir í um klukku- stund, svaraði Árni skýrt og skil- merkilega fyrir hvert ákæruatriðið á fætur öðru. „Það er rétt", „það er játað", „því er neitað", það er ekki rétt", sagði Árni yfirvegað þegar Guðjón St. Mart- einsson spurði hann út í hina 27 ákæruliði sem varða fyrrverandi þingmanninn sjálfan. í sumum tilfell- um svaraði Árni þvi til að það sem stæði i ákæruliðum væri rétt hvað varðaði tölur og gjórninga en að hann hefði ekki brotið af sér. Niðurstaðan hvað þetta varðar er að Árni neitar að hafa gerst sekur um sakargiftir i 16 ákæruliðum en játar að 11 atriði séu rétt. Samkvæmt þessu viðurkennir Árni fjárdrátt upp á um 2,6 miHjónir króna en neitar ákæruliðum sem snúa að rétt samtals tæplega 4ra milljóna fjár- drætti. Hann viðurkennir umboðssvik upp á 32 þúsund krónur en neitar um- boðssvikum upp á tæplega 1,3 milljón- ir. Hann þvertekur fyrir mútuþægni uppá 1,5 milljónir. Eg lýsi mig saklausan „Ég vísa til lögregluskýrslu og lýsi mig saklausan," sagði Björn Leifsson, fyrrum eigandi Þjóðleikhúskjallarans, við dómarann þegar spurt var um ákæru á hendur honum fyrir að hafa lofað að greiða Árna 650 þúsund króna þóknun fyrir að samþykkja 3,1 milljónar króna reikning Kjallarans á hendur byggingarnefnd Þjóðleikhúss- ins. „Þetta er rangt, ég óska eftir að tjá mig ekki frekar um þetta ...," sagði Gísli Hafliði Guðmundsson, sem er ákærður fyrir sbmu sakargiftir og Björn en einnig hlutdeild hans með Árna í umboðssvikum. Stefán Axel Stefánsson, sem einnig tengdist Kjallaranum, sagði: „Þetta er rangt, ég neita allri sök," þegar dóm- arinn spurði hann um afstöðu gagn- vart hlutdeild að umboðssvikum. Ákæruvaldið átti að... Dómarinn frestaði málinu i gær án þess að ákveða hvenær sjálf réttar- höldin verða, það er yfirheyrslur yfir sakborningum og vitnum. Ástæðan er sú að dómarinn telur að ákæruvaldið hafl ekki útvegað öllum verjendunum fimm öll þau gögn sem lögð voru fram við þingfestinguna. Lögmennirnir voru með mismikið af gögnum. Þetta Metsólubók um merkileat efni Bókinfjallarum fjölgreinda- kenninguna sem valdið hefur byltingu í allri um- ræðu og viðhorfi til kennslu og uppeldis. Hún byggir á að maðurinn búi yfir að minnsta kosti sjö grunn- greindum: • Málgreind • Rök- oq stærðfrædigreind • Líkams- oq hreyfigreind • Töniistarqreind • Samskiptaqreind » Sjálfsþekkinqarqreind • Umhverfisqreind l <iÁá6x4(&6ctrtHÍ TH0M_S Srmstrong Erla Kristjánsdóttir, lektor við Kennaraháskóla íslands, þýddl og staðfærðl. Thomas Armstrong, útskýrir hér keruiingar bandaríska prófessorsins Howard Gardners og bendir á hvernig uppalendur og kennarar á öilum skólastigum geta nýtt sér fjölgreindakenninguna.Thomas Armstrong kom til íslands árið i 999 og liélt eftirminnilegt erindi á þingi kennara i Reykjavfk. „Gömlu greindarpróf in tröllum gefin ( byMngarícenndu riti þar sem greindarhug- takiö er brotlö upp I margar greindir 09 hínir sfðustu veröa fyrstir en þeir fyrstu slöastir.* „,,.„ _ Jjli1 JPV ÚTQAPA Br*4r«6orq»rstíiigr 7 • Simi S?S 5600 OMISSANDI OLLUM UPPALENDUM DV-MYNDIR GVA Sakborningurinn og sækjandinn Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari, til hægri, sækir málið fyrir hönd ákæruvaldsins gegn Árna Johnsen og fjórum öbrum mönnum. Myndin er tekin skömmu ábur en réttur var settur ígær. vill dómarirm lagfæra og gaf Braga Steinarssyni vararíkissaksóknara frest til að útvega það sem á vantar. Annað þinghald, væntanlega stutt, verður i næstu viku en þá mun dóm- arinn ákveða i samráði við verjendur og sækjanda hvenær réttað verður. Ekki er talið útilokað að það verði í fyrri hluta júní en þó er ekki hægt að slá neinu fóstu í þeim efnum. Nokkrir dagar eru svo ætlaðir í réttarhöldin sjálf en að þeim loknum mun dómar- inn taka sér um 3 vikur til að kveða upp dóm. Gangi allt vel mun niður- staða liggja fyrir jafnvel í fyrri hluta júlí. -Ótt Helgarblað DV í stórsókn - samkvæmt nýrri skoðanakönnun DV Helgarblað DV er i stórsókn eftir umfangsmiklar breytingar á útliti og efnistökum í blaðinu. Rúmlega helmingur kjósenda í Reykjavík sagðist hafa lesið Helgarblað DV sem kom út laugardaginn 11. maí, en það má lesa úr skoðanakönnun blaðsins sem gerð var miðvikudag- inn 15. maí og mældi m.a. fylgi framboðslistanna í Reykjavík. Þar var spurt þessarar spurningar: Last þú síðasta Helgarblað DV? 51,4 prósent aðspurðra sögðust hafa lesið helgarblaðið. Hlutfall óá- kveðinna var 0,7 prósent og enginn neitaði að svara. Svarhlutfalliö var þvi rúm 99 prósent. Úrtakið í könn- un DV var 600 kjósendur í Reykja- vík, jafnt skipt á milli kynja. Könnun DV nær einungis til reykvískra kjósenda en niðurstaða hennar er mun jákvæðari en niður- staða lestrarkönnunar Gallups sem gerð var í byrjun mars síðastliðins. í þeirri könnun mældist lestur Helgarblaðs DV sem kom út 3. mars 38,2 prósent á höfuðborgar- svæðinu og Suðurnesjum. Á land- inu óllu mældist lestur umrædds helgarblaðs 44,2 prósent meðal karla og 35,6 prósent meðal kvenna. Rétt er að taka fram að ekki er hægt að bera þessar tvær kannanir saman með beinum hætti. Þessi mikli lestur á Helgarblaði DV er ekki síst ánægjulegur í ljósi þeirra breytinga sem gerðar hafa verið á útliti og efnistökum í blað- inu. Forsíðunni var breytt, baksið- an fór undir auglýsingu í stað frétta og allt umbrot miðaðist að því að gera blaðið aðgengilegt og skemmtilegt. Vinnsla efnis var efld en mikið og fjölbreytt lesefni er að jafnaði í blaðinu þar sem skiptast á áhugaverð viðtöl og umfjallanir um margvísleg efni, eins og mat, vín, sakamál, ferðir, menningu o.fl. -hlh Lestur Helgarblaðs DV 60 50 5M% 40 I S8 9% 30 20 H 10 0 Könnun Könnun DV Gallup 11. maí 3. mars Blaðíð í dag Framtíð bandalagsins er í húfi Erlent fréttaljós Baráttaí Byggðastofnun Innlent fréttaljós '% Rolling Stones þjóðlagakvöld- anna Ríó Trið Franskt og freistandi Kræklingur ísamstarfi við sögupersónur Amaldur Indriðason -----------:----——— Stuttar fréttir Býður út brautina Vegagerðin býð- ur í sumar út fram- kvæmdir við tvö- fóldun Reykjanes- brautar. Þetta er | fyrsti áfangi fram- kvæmda, það er frá I Straumsvík; alls um 8 km. Áætlaður ' kostnaður er 900 millj. kr. Þetta kom fram á blaðamannafundi sam- gönguráðherra í Keflavik í gær. Forsendur fyrir iækkunum Við núverandi aðstæður í efna- hagslífinu eru engar forsendur til hækkunar á vörum og þjónustu. Hins vegar hníga öll rök að því að verðlag eigi að geta lækkað meira á næstu mánuðum. Þetta segir Samiðn sem vill frekar vaxtalækk- anir. KÁ verður Nóatún Verslun KÁ á Selfossi breytir um nafn um komandi mánaðamót og verður Nóatún. Þetta er hluti af breytingum hjá Kaupási sem með þessu fækkar verslunarkeðjum sín- um. KÁ-nafnið hverfur úr notkun en eftir verða Krónan, 11-11 og Nóa- tún. Kosið um nafn íbúar i sameiginlegu sveitarfélagi Biskupstungna, Laugardals og Þing- vallasveitar kjósa um fjögur nöfn á nýja sveitarfélagið samhliða sveit- arstjórnarkosnmgunum um næstu helgi. Nöfhin eru Gullfossbyggð, Þingvallabyggð, Skálholtsbyggð og Bláskógabyggð. Metur stækkun í Straumsvík Skipulagsstofnun hefur hafið at- hugun á mati á umhverfisáhrifum stækkunar ÍSAL í Straumsvík. Stækkunin er lögð fram i tveimur áföngum. Meginniðurstaða matsins er að losun mengunarefna verði innan viðmiðunarmarka utan þynn- ingarsvæðis álversins Stefnir í hreinan meirihluta Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi fengi sex bæjarfulltrúa af ellefu eða hreinan meirihluta samkvæmt könnun Talnakönnunar fyrir heim.is. Sjálfstæðisflokkurinn fengi liðlega 48% atkvæða, Samfylkingin um 22%, Framsóknarflokkurinn 21% og Vinstri grænir 9%. Fimmtán þúsund Lögreglan á Sel- fossi reiknar með að allt að fimmtán þúsund manns dveljist í sumarbú- stöðum í héraðinu um helgina. Mikil | umferð var á veg- um austan f]alls síð- degis í gær - og gekk hún vel fyrir sig. Viðbúnaður verður hjá lögreglu á þessari fyrstu ferðahelgi sumars- ins. Fundað með CANTAT Síminn hefur óskað eftir fundi sem fyrst í framkvæmdastjórn CANTAT 3 til að tryggja óbreyttan rekstur sæsímastrengsins en stærsti eigandi strengsins, Tele- globe, sem á 70%; er kominn í greiðslustöðvun. RTJV greindi frá. -sbs DV kemur næst út þriðjudaginn 21. maí. Smáauglýsingadeild DV er lokuð, sunnudaginn 19. maí. Opin verður mánudagirm 20. mai, frá kl. 16-20. Það er hægt að panta og skoöa smáauglýsingar á dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.