Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2002, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2002, Blaðsíða 50
f~Í&tCf CJ r'blO Cf JJV LAUGARDACUR 16. MAÍ2002 Sakamál Umsjón Páll Ásgeir Ásgeirsson 3 Vanhæfni og gervivísindi Sem sérhæfður efnafræðingur íqreininqu sakarefna hafði framburður Joyce Gilchrist úrslitaáhrifá hvort ákærðir voru dæmdir sekir eða úrskurðaðir saklausir af þeim af- brotum sem þeir voru qrunaðir um. Frúin veitti tæknideild löqreqlunnar íOklahoma- borq forstöðu oq lét mjöq til sín taka írétt- arsölum þeqar mál qrunaðra sakamanna voru tekin furir. Hún var eftirlæti rannsóknarlögreglunnar þar sem hún auðveldaöi mjög störfin við að koma upp um al- varlega glæpi og saksóknarar sóttust eftir að leiða Joyce í vitnastúku þar sem hún kvað allar grunsemd- ir um sakleysi sakborninga í kútinn. Hún flutti mál sitt og vitnaði með glæsibrag og kviðdómur hreifst af henni. Konur sem sátu í dómnum greiddu undantekn- ingarlítið atkvæði um sekt og sýknu samkvæmt vitn- isburði réttarefnafræðingsins. En skýrslur hennar leiddu til sakfellingar því hún leit ekki á sitt hlutverk að afsanna það sem glæpamenn voru ákærðir fyrir. Vitnisburður Joyce Gilchrist sendi á þriðja tug manna í dauðadeildir og þúsundir sakborninga í fangelsi. Sem sérhæfður efnafræðingur í greiningu sakar- efna hafði framburður Joyce Gilchrist úrslitaáhrif á hvort ákærðir voru dæmd sekir eða úrskurðaðir sak- lausir af þeim afbrotum sem þeir voru grunaðir um. Frúin veitti tæknideild lögreglunnar í Oklahomaborg forstöðu og lét mjög til sín taka í réttarsölum þegar mál grunaðra sakamanna voru tekin fyrir. Hún var eftirlæti rannsóknarlögreglunnar þar sem hún auð- veldaði mjög störfin við að koma upp um alvarlega glæpi og saksóknarar sóttust eftir að leiða Joyce í vitnastúku þar sem hún kvað allar grunsemdir um sakleysi sakborninga í kútinn. Hún flutti mál sitt og vitnaði með glæsibrag og kviðdómur hreifst af henni. Konur sem sátu í dómnum greiddu undantekningar- lítið atkvæði um sekt og sýknu samkvæmt vitnis- burði réttarefnafræöingsins. En skýrslur hennar leiddu til sakfellingar því hún leit ekki á sitt hlutverk að afsanna það sem glæpamenn voru ákærðir fyrir. Vitnisburður Joyce Gilchrist sendi á þriðja tug manna i dauðadeildir og þúsundir sakborninga i fangelsi. Nú á dögum virðist sem efnafræðingar lögreglunn- ar hafi meiri áhrif þegar réttað er í sakamálum en dómarar, lögfræðingar og vitni. Treyst er á vísinda- lega niðurstöðu þeirra fremur en meira og minna ruglingslegan franiburð vitna og misjafnlega ná- kvæma skýrslugerð rannsóknarlögreglumanna. I flestum tilvikum á þessi skoðun við rök að styðjast, en ekki ef sakborningur hefur verið svo ólánsamur að treyst er á vitnisburð lögregludeildar Joyce Gilchrist. Einn þeirra manna er Jeff Pierce. Þegar hann var handtekinn árið 1986 var hann búinn að vera í hjóna- bandi í ár og átti 15 mánaða gamla syni sem eru tví- burar. Hann var tekinn fastur í Oklahomaborg og ákærður fyrir nauðgun og rán. Þótt hann héldi stóðugt fram sakleysi sínu og fórnarlambið ætti erfitt með að koma honum fyrir sig var hann dæmdur í 65 ára fangelsi og byggðist dómurinn á niðurstöðum rannsókna og ákveðinni sakfellingu sem hún bar fram að venju með glæsibrag í dómsal. í maímánuði í fyrra, 2001, var Jeff látinn laus eftir að hafa afplán- að 15 ár af dómi sinum. Eftir dóminn skildi hann við konu sína að eigin ósk og bað hana flytja til heimabæjar hennar í Michigan og ala drengina þar upp og segja þeim ekki frá að fað- ir þeirra væri tugthúslimur, dæmdur fyrir hryllileg- an glæp. Hann vildi ekki að hún heimsækti sig í fang- elsið heldur reyndi að lifa eigin lífi og helga sig upp- eldi sona þeirra. Nauðgarar eru ekki hátt skrifaöir í fangelsum og samfangarnir höfðu varla annað sam- band við Jeff en að lýsa andúð sinni á honum. Geðþóttaúrskurðir Lögmenn sakborninga og ættingjar dæmdra manna hafa lengi kvartað yfir dómum sem byggðust á vitnis- burði og svokölluðum vísindalegum rannsóknum Joyce Gilchrist og talið þá byggja á veikum grunni. Að því kom að grunsemdir yfirvalda vöknuðu um að ekki væri allt með felldu varðandi rannsóknir henn- ar og úrskurði um vandmeðfarin efni. Lögregla í Joyce Gilchrist flutti mál sín af sannfæringarkrafti þegar hún vitnaði um sekt manna, hvort sem þeir voru sekir eða ekki. Hún vann sér traust kviðdóma og yfirmanna en verjendur sakborninga vantreystu henni fullkomlega, og ekki að ósekju. Oklahoma og alríkislögreglan hófu rannsókn á ferli Joyce, sem nú er á sextugsaldri, og farið var yfir nokkur mál á 20 ára ferli hennar í tæknideild lögregl- unnar og þau rannsökuð ítarlega. Farið var í saumana á átta málum þar sem vitnis- burður efnafræðingsins réð úrslitum um að menn hlutu stranga dóma. í ljós kom að í minnsta kosti sex þessara mála hafði hún gert augljósar vitleysur og teygt túlkanir á rannsóknum út yfir öll mörk til að koma sök á ákærða menn. Meðal þess sem hún feilaði illilega á var að greina mannshár og ákveða næstum upp á sitt eindæmi af hverjum hár voru sem fundust á glæpavettvangi. Verið er að rannsaka betur tólf dauðadóma sem byggðust á vitnisburði efnafræðings lögreglunnar og rannsóknum sem virðast ekki standast vísindalegar kröfur. Þegar er búið að taka ellefu þeirra dauða- dæmdu sem Joyce úrskurðaði seka af lífi. Málið hef- ur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og er krafist sifellt víðtækari rannsókna á duttlungafullum niður- stöðum tæknideildar lögreglunnar sem leiða til þess að fjöldi saklausra manna er dæmdur til þyngstu refs- inga fyrir glæpi sem þeir hafa ekki framiö. Það getur tekið mörg ár að fara yfir málsskjöl og rannsóknar- niðurstöður. Á meðan er Joyce leyst frá strörfum en heldur fullum launum sem yfirmaður efnafræðirann- sókna lögreglunnar í Oklahoma. Sjálf neitar Joyce öllum ásökunum og segist vera blórabóggull til að fría yfirmenn sína af mistökum og röngum dómum. Hún kveðst hafa varið öllu sínu lífi og orku til að vinna sín störf af samviskusemi og ætli að halda áfram aö gera það. Hún segir hiklaust að sjáanlega hafi hún troðið ein- hverjum um tær ofarlega í goggunarröð embættis- framans innan lögreglu og dómskerfis og þess gjaldi hún nú. Að vera blökk á hörund og kona að auki bæti síður en svo málstað hennar. En umkvartanir hennar hafa lítil áhrif á lögmenn- ina sem séð hafa á eftir saklausum umbjóðendum sín- um í dauðaklefa eða í ævilanga fangelsisvist. David Auty, sem varði Jeff Pierce, er ómyrkur í máli þegar hann lýsir starfsaðferðum efnafræöingsins og segir konuna óhæfan og illgjarnan gervivísindamann, sem geri allt sem í hennar valdi stendur til að hjálpa ákæruvaldinu til að koma sök á menn og sýna hve dugleg yfirvöldin eru að leysa mál og koma lögum yfir glæpamenn. En það var fyrir tilverknað Davids að tekin voru sýni og DNA-rannsókn gerð á sýnum af höfuðhári hans og og hárum við kynfærin og sam- svarandi hárum sem fundust við og á vettvangi glæpsins sem hann átti að hafa framið. Rannsókn vís- indakonunnar reyndist vera út í bláinn. Fleiri atriði komu til svo sem að konan sem Jeff átti að hafa nauðgað bar ekki kennsl á hann og lýsing hennar á þeim sem framdi verknaðinn kom hvergi heim og saman við útlit hins ákærða. Það var ekki fyrr en sakborningur var klæddur í sams konar föt og konan lýsti að hún þóttist þekkja kvalara sinn. Máls- meðferðin var því öll út i hött en úrskurður tækni- deildar varðandi háralagið nægði til dómsuppkvaðn- ingar sem verður lögreglu og dómsyfirvöldum í Okla- homa til ævarandi skammar. Vafasöm sönnunargögn Joyce Gilchrist er borin og barnfædd í Oklahoma og var faðir hennar slátrari og móðir annaðist hreingerningar. Með viljaþreki og dugnaði braust hún til mennta og lauk prófi í réttarfarsvísindum (forensic science) sem fjalla um hvað glæpavett- vangurinn felur af sönnunargögnum sem geta kom- ið upp um sökudólg. Greiningarfræðin sem Joyce var sérhæfð í tengdist einkum efnafræði. Að loknu háskólaprófi hóf hún störf í rannsókn- arstofu lögreglunnar 1980 og varð brátt eitt höfuð- vitni i alvarlegustu sakamálum. Hún klæddist smekklega og flutti mál sitt með leikrænum tilburð- um og var afar sannfærandi í réttarsal. Hún fór létt með að kveða mótrök verjenda í kútinn. Hún var nösk á að ná konum í kviðdómi á sitt band, sem litu illu auga þegar karlar í verjendastétt réðust að konunni sem flutti mál sitt svo glæsilega. Hún kunni prýðilega að bera vitni - embætti saksókn- ara sóttist eftir að fá hana til að hjálpa til að fá ákærða dæmda. I nokkrum málum fór frúin fram úr sjálfri sér í ásakanagleðinni. Uppáhaldssönnunargögn hennar voru mannshár sem hún fann á glæpavettvangi. Annars er sönnunargildi þeirra mjög dregið í efa því hár af sömu manneskju geta verið mismunandi og hár af annars ólíkum einstaklingum geta litið eins út í smásjárskoðon. Það er ekki fyrr en með DNA-rannsókn að hægt er að ganga að því á óyggj- andi hátt af hverjum hvaða hár er. Því er saman- burður á hári með eldri aðferð ekki annað en gervi- vísindi og hefði aldrei átt að taka þær rannsóknir gildar sem sönnungargögn, að áliti David Autry. Það var langt síðan marga grunaði að tæknideild- in í Oklahomaborg væri á vægast sagt gráu svæði i ákafa við að búa til sönnunargógn til að fá grunaða menn dæmda. Á niunda áratug síðustu aldar var máli tveggja meintra morðingja visað frá dómi þrátt fyrir að Joyce tefldi fram fullgildum sönnun- argögnum um sekt þeirra og vitnaði með venjuleg- um leikaraskap um að hún hefði órækar sannanir í höndum um sekt þeirra. Lögmenn sem önnuðust vörn sakborninga í al- varlegum glæpamálum voru vissir um að yfirvöld héldu verndarhendi yfir Joyce þar sem hún auð- veldaði lögreglu og saksóknara mjög störfin og fengu embættin gott orð á sig fyrir röggsemi við að upplýsa glæpi og hegna hinum seku. En það voru fleiri en lögmenn 1 Oklahoma sem leist ekki á blik- una þegar Joyce geystist i vitnastúkur til að sak- fella menn á eigin forsendum, sem oft voru veikar. Samtök réttarfarsvísindamanna vöruðu við snöggsoðnum áyktunum hennar og yfirmaður vís- indadeilda lögreglunnar í Missouri bar það blákalt upp á Joyce að hún falsaði sönnunargögn og rang- túlkaði þau og væri þeim vísindum sem hún er orð- uð við til skammar. En lengi vel kom allt fyrir ekki. Joyce Gilchrist, sem er fráskilin og á tvö uppkomin börn, hlaut stöðuhækkanir með tilheyrandi launabótum þar til ekki var stætt á því lengur að láta hana vinna skít- verkin fyrir lögreglu og ákæruvald og sakfella menn og dæma hvort sem þeir voru sekir eða ekki. Ásakanir ganga á víxl Joyce var loks vikið úr starfi 1999 eftir að lögregl- an lak sönnunum um vanhæfni hennar í fjölmiðla. Dómarar hafa fordæmt gjörðir hennar og fjöldi manns á um sárt að binda vegna dómhörku og at- hyglissýki konunnar sem var öðrum lagnari að höfða til kviðdóms. Mikið fé hefur verið lagt til að endurskoða sýni hennar og vitnisburði og mörg málaferli og skaðabótakröfur eru i gangi á hendur ríkinu. Sjálf neitar Joyce öllum ásökunum og segist að- eins hafa gert skyldu sína og kennir yfirmönnum sínum í lögreglu, saksóknaraembættinu og dómur- um um dómsmorðin og rangsleitnina sem mönnum var sýnd. Það lið ber aftur af sér allar sakir og klín- ir vanhæfninni á Joyce Gilchrist eina. Um hitt er ekki deilt hverjum það er að kenna að sýni sem menn voru dæmdir eftir eru horfin eöá eyðilögð í vörslu tæknideildar Oklahomalögregl- unnar, sem frúin átti að bera ábyrgð á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.