Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2002, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2002, Blaðsíða 46
t~té? lCf Q t~b lCt CÍ JL#Af LAUGARDACUR 18. MAÍ2002 Þetta I:iik1 spannar svæði sem nœr suð- ur fyrir 77° norð- lægrar breiddar og talsvert norður fyrir 80° norður. Það liggur því nánast í hánorður frá Noregi og ná eyjarnar yfir hafsvæði frá 9° ausi- lægrar lengdar og austur að 37°. M- «* •H-Ahuai «ms spiTseenGeN tOtUKJ „ qme £ fOGSZIW öll hús á þessum slóðum, hvort heldur steypt eða úr tiinbri, eru byggð á súlum sem ná niður á sífrerann. Súlurnar verða að ná niður úr efsta jarðvegsyfirborð- inu sem þiðnar á sumrin. Jafnvel sundlaug bæjarins stendur á súlum en öll hús eru hituð með fjarvarmaveitu frá kolaorkuveri staðarins. Á veraldarhjara Svalbarði er trúleqa íhuqum íslendinga eitt afskekktasta land ájörðinni. Þó eflaust i'myndi sér flestir að þar sé eilíft oq líflaust vetrarríki þá er það ekki nema að hluta til sannleikur. Þrátt fyrir að íbúar þessa lands séu innan við 3000 talsins er þarsamt tölu- vert öfluqt mannlíf með háskóla með öllu tilheyrandi. Þar, eins oq víðar um hnatt- krinqluna, má finna íslendinqa, bæði við nám oq kennslu - oq það ílandi þarsem kolsvört heimskautanóttin ríkir allan sólar- hrinqinn frá 14. nóvember til 29.janúar. SVALBARÐI VAR I RAUN einskismannsland en er nú undir yfirráðum Norðmanna samkvæmt svo- nefndum Svalbarðasáttmála 40 þjóða frá 1920. Sval- barða er fyrst getið í íslenskum ritum árið 1194 í stuttum texta: „Svalbarði fundinn." Þaö var svo ekki fyrr en 1596 að Willem Barentz enduruppgötvaði Svalbarða. Framan af öldum 1600-1900 voru það hvalveiðar og dýraveiðar sem þjóðir Evrópu sóttu helst í á Sval- barða. Siðar byggðist þar upp landnám í kringum kolavinnslu sem hófst rétt fyrir aldamótin 1900. Bandaríkjamaðurinn John M. Longyear stofnaði síð- an Longyear City (nú Longyearbyen) vegna kola- náms 1906. Norðmenn tóku við námarekstrinum 1916. Nú eru starfræktar þrjár kolanámur á Svalbarða, tvær á vegum Norðmanna og ein á vegum Rússa. Á 78° norður í helsta námubæ Norðmanna, Longyear- byen, í vík eða litlum innfirði úr Isafirði, búa um 1650 manns. Þaðan er starfrækt svokölluð náma 7 sem nær eingöngu er nýtt til að framleiða rafmagn og heitt vatn í eina kolaorkuveri Norðmanna sem staðsett er i útjaðri bæjarins. Önnur náma er svokölluð „Sveagruva", eða Svíanáma, sem er í firði um 60 kílómetra suður af Longyearbyen. Samgöngur á milli námubæjanna eru ýmist með flugvélum eða vélsleðum. Þá búa einnig nokkrir tugir Norðmanna i Nýja-Álasundi, nokkru norðar á Spitsbergen. Rússar eru einnig með námuvinnslu á Svalbarða. I um 50 km fjarlægð í vestur frá Longyearbyen er námu- bærinn Barentsburg með um 930 íbúa. Þar reyna Rússar að hafa ofan af fyrir sér viö námugröft en einnig reka þeir þar fataverksmiðju fyrir norskt fyrirtæki. Mismun- andi halli berglaga á svæðinu veldur því að námur Norð- manna er flestar ofarlega og lárétt í fjöllum. Náma Rússa er hins vegar í hallandi lóðréttum berglögum og eru þeir nú að vinna við mikið erfiði á um 400 metra dýpi undir sjávarmáli. Háskóli á hjara veraldar Þótt það hljómi ótrúlega þá er í þessum litla námu- bæ Norðmanna starfræktur eins konar háskóli sem sérhæfir sig í líffræði, jarðfræði og verkfræði sem miö- ar við staðhætti á norðlægum slóðum. Tala menn þar með stolti um minnsta háskóla í heimi sem er mitt í stærstu rannsóknarstofu heims - Svalbarða. UNIS-há- skóli (The University Courses on Svalbard) er eins konar útibú og samvinnuverkefni háskólanna i Tromsö, Bergen, Þrándheimi og Ósló. Við þennan há- skóla hafa verið starfandi tveir íslenskir prófessorar og þar eru líka við nám tveir islenskir stúdentar og einn íslenskur nemandi til viöbótar hefur líka verið þar við nám. Nemendur eru á annað hundrað og frá um 20 þjóðlöndum. Fyrir dyrum stendur að efla há- skólann og stækka um 5000 fermetra. Ólafía Lárusdóttir er fyrsti ís- lenski liffræðineminn við UNIS-há- skólann á Svalbarða sem stofnaður var 1994. Hún er úr Mosfellsbæ og hefur gert víðreist um heiminn. Auk Ólafíu stundar Hrafnhildur Hannes- dóttir einnig nám í jarðfræði við skólann. Þá eru tveir íslenskir pró- fessorar starfandi við UNIS-háskóla, hjónin Ingibjörg Svala Jónsdóttir og Ólafur Ingólfsson. Ólafía Lárus- dóttir. Veturinn heillar mig - En hvað fær unga stúlku af íslandi til að sækja nám i háskóla á eins ótrúlegum stað og Longyearbyen á Svalbarða? „Mig langaði að prófa eitthvað nýtt og veturinn hef- ur alltaf heillað mig," segir Ólafia. „Maður hefur aldrei haft almennilegan vetur heima í Mosfellsbæn- um svo það var bara að sækja hann eitthvað annað. Nú, svo langaði mig til að skoða hvað menn væru að gera annars staðar og kynnast um leið óliku fólki." Þetta var mjög svart Ólafía ætlar sér að vera eitt ár á Svalbarða. Hún kom þangað nú eftir áramótin í svartasta skamm- deginu og fer aftur heim 1 svartasta skammdeginu um næstu áramót. En hvernig tilfinning ætli það hafi verið að lenda þarna í kolniðamyrkri og sjá ekki sólarglætu um langa hrið? „Þetta var mjög svart. Það var verulega skrýtið að upplifa þetta, en ég kom hingað 4. janúar og þá var algjört myrkur. Eftir um vikudvöl fór maður að sjá dökkbláa rönd við sjóndeildarhringinn i stuttan tíma um hádegið. Þetta óx síðan smátt og smátt. Ég sá ekki sólina fyrr en i endaðan febrúar, en þá að- eins með því að fara hér upp á jökul. Hér í bænum sá maður ekki sólina fyrr en 8. mars. Þrátt fyrir myrkrið fannst mér þetta ekkert erfitt eins og mörg- um öðrum sem koma hingað. Við sáum t.d. ekki fjallið hérna á móti (í ca 5 km fjarlægð) fyrr en móta fór fyrir því eftir um þrjár vikur. Ég hafði heldur ekki hugmynd um hvernig húsið sem ég bjó i var á litinn svo þetta var allt mjóg skrýtið. Úti þekkti maður heldur enga í myrkrinu nema á göngulag- inu." Ólafía segir einnig skrýtið að þurfa að læra vopnaburð í skólanum. Það sé þó nauðsynlegt vegna reglna sem banna ferðir út fyrir bæinn nema með riffil á bakinu. Það er vegna hættu á árás ísbjarna. Hún segist hafa séð einn ísbjörn en algengt sé að þeir komi þarna í nágrennið. Samfélagið þarna í Longyearbyen er, að sögn Ólafiu, mjög notalegt. Þrátt fyrir fámennið sé þar mikið um ferðamenn, sérstaklega á vorin. Á sumr- in fyllist bærinn síðan af ferðamönnum sem koma með stóru farþegaskipunum. Hún segir Norðmenn hugsa ákaflega vel um þennan háskóla sinn og alla nemendur sem þar eru. Því sé alls ekki dýrt fyrir ís- lendinga aö stunda þar nám. Norðmenn standi að mestu straum af miklum kostnaði við námið og dýr- ar rannsóknarferðir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.