Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2002, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2002, Blaðsíða 20
t~lÉ? l Cj C3 t~ b Id C/ MJ^f LAUCARDAGUR 18. MAÍ2002 Stones þjóðlagakvöldanna Ríó tríó - hljómsveitin sem hættir aldrei, spilar qeqn vímu oq sukki ÖLDUM SAMAN TÍÐKAÐIST ÞAÐ á islandi að lof- syngja vímugjafa í ljóðum eins og mýmargar lausavísur um drykkju og dans bera með sér. Skáldin voru vön að bera lof á brennivínið en lasta það ekki. Hér má varpa fram þeirri ófræðilegu kenningu að fyrsta kvæðið sem ort var gegn brennivíni og ofneyslu þess hafi verið kvæðið um Villa litla sem reynir árangurslaust að sækja pabba sinn á krána meðan litli bróðir hans veslast upp og deyr heima í hreysinu. Ef Villi litli var fyrstur þá varð hirðskáld Ríótríósins, Jónas Friðrik Guðnason, næstur í röðinni en árið 1970 orti hann kvæði sem heitir Tár í tómið og setti við lag sem þeir félagar í Ríó tríóinu höfðu sent honum. í þessu lagi, sem rataði lóðbeint að hjarta landsmanna, er sung- ið á dapurlegan hátt um örlög ungrar manneskju í hel- greipum eiturlyfja og þjáningar aðstandenda hennar. Rolling Stones þjóðlagakvöldanna Ríó tríóið var þá skipað þremur ungum mönnum, þeim Ólafi Þórðarsyni gítarleikara, Ágústi Atlasyni gít- arleikara og Helga Péturssyni bassaleikara. Þessir svip- hreinu ungu menn sungu sig inn í hjörtu íslenskrar al- þýðu á árunum um og eftir 1970 með þjóðlagatónlist sem þá naut mikilla vinsælda. Sennilega er sanngjarnt að segja um Ríó að þeir hafi verið minni hippar og bylt- ingarmenn en meiri skemmtikraftar en margir þeirra sem fetuðu þessa slðð á þessum árum sem oft eru kennd viö hippa og blómabörn. Þeir hafa, öfugt við blómabörnin, eiginlega aldrei horfið almennilega úr vitund þjóðarinnar því samtals hafa þeir gefið út um 200 lög á hljómplötum og þótt sveitin hafi tekið sér frí frá einum tíma til annars hefur hún aldrei formlega hætt og mun ekki gera það úr þessu. Þess vegna má segja að Ríó tríóið sé Rolling Stones íslenskrar þjóð- lagatónlistar. Næsta tækifæri til þess að sjá þessa miðaldra heið- ursmenn troða upp og leika listir sínar af fingrum fram gefst í Laugardalshöllinni 1. júní næstkomandi þegar þar verða haldnir tónleikar sem kenndir eru við Kakt- us. Kaktus-verkefnið er samstarfsverkefni margra aðila sem miðar að því að berjast gegn vímuefnaneyslu, of- beldi, sjálfsvígum og fleiri hættum sem steðja að ung- lingum dagsins í dag. Um svipað leyti kemur út geisladiskur sem heitir Tár í tómið og þar eru lög fjölmargra hljómsveita sem leggja þessu vitundarátaki lið. Titillag disksins er hið ríflega 30 ára gamla lag Ríómanna sem af þessu tilefni var tekið upp aftur og mun að sögn ekki hafa tekið nema fjórar vinnustundir í hljóöveri svo líklega hafa þeir Ríópiltar engu gleymt. Diskurinn er afrakstur lagakeppni sem Rás 2 stóð fyrir og 75 lög voru send inn en ætlunin er að dreifa disknum í 10 þúsund eintökum. Engar játningar DV hitti Ríó tríóið í heilu lagi á smurbrauðsstofunni Jómfrúnni í Lækjargötu. Þar er hægt að fá „smörre- bröd og en lille en" og „hygge sig". í ljósi þess að þeir félagar urðu fyrstir til þess að gefa út lag gegn vímu- efnaneyslu lá beint við að fiska eftir þeirra reynslu af sllkri neyslu. Húsmæðrasjarmörarnir verða hálfkind- arlegir. Sennilega hafa þeir ekki reiknað með að játa á sig neyslu ólöglegra fíkniefna enda þekktur löggæslu- garpur úr efsta lagi stjórnsýslunnar á næsta borði svo þetta er líklega hvorki staður né stund. „Við fengum okkur stundum neðan í því," segir Ólaf- ur Þórðarson sem hefur orð fyrir þeim félögum að mestu. „En þetta var ekkert sukk eins og margir halda að tengist rokki og róli. Við komum fram á árshátíðum, skólaskemmtunum og þjóðlagakvöldum, stundum allt upp í fimm staði á kvöldi. Við spiluðum aldrei fyrir dansi. Vorum oftast búnir að spila fyrir miðnætti. Svo vorum við bara farnir heim. En við vorum svo sem eng- ir englar. Við fundum fljótlega út að ef við vorum ekki edrú þá gátum við ekki rassgat svo við einfaldlega ákváðum að snerta aldrei áfengi meðan við vorum að spila. Rokkið var allt önnur veröld og við vorum aldrei beinn hluti af henni. En auðvitað áttum við þar góða vini og samstarfsmenn og mjög margir þeirra léku með okkur á hljómplötum okkar í gegnum tíðina." Ég skynja að þetta verður ekki viðtal stórra eða dramat- ískra játninga á þessu sviði. Áttu ekki bjór? Við göngum í það mál að rifja upp hippatímann og þá breytingu sem þá varð á neyslu ýmissa vímugjafa og Helgi Pétursson vill meina að á þessum árum hafi kannabisefni ekki verið á bannlista hjá tollinum því hér á norðurhjaranum ríkti sakleysið eitt. „Mönnum datt ekkert í hug nema brennivin. Síðan þá hafa menn auðvitað séð þessi efhi flæða yfir landið með hörmulegum afleiðingum. Ég myndi segja að við hefðum sloppið ágætlega frá þessum árum enda vorum við aldrei að spila á böllum. Þegar við fórum til Amer- íku löngu seinna voru menn að bjóða okkur alls konar efni, pillur í öllum regnbogans litum og ég veit ekki hvað. Við spurðum bara hvort hann ætti ekki bjór. Við værum ekki hérna í dag ef við hefðum hellt okk- ur út í einhverja neyslu. Við tókum okkur aldrei svo hátiðlega að við þyrftum að taka eitthvað inn. Við vor- um í þessu til að sjá okkur farborða og það gekk ágæt- lega." Sloppið naumlega - Við nánari umræðu kemur i ljós að ekki hafa all- ir við borðið farið varhluta af náinni snertingu við fikniefnavandann þvi sonur Ólafs stríddi við fíkni- efni í nokkur ár. „Hann fór eiginlega hálfa leið til helvítis og það var fyrir mig svakaleg eldraun með tilheyrandi átökum, brottrekstri af heimilinu, samskiptum við lögregluna og mörgu fleiru sem foreldar vilja ekki sjá henda börnin sin." Ólafur segir að þessi saga hafi endað vel því pilturinn sé 100% í dag eins og hann orðar það svo gott er til þess að vita að ekki allar slíkar sögur enda með skelfmgu. „Ég held að það hljóti að vera martröð allra for- eldra að sjá börnin sín flækjast í neti eiturlyfjanna," segir Helgi. „Það er nánast skylda allra foreldra að kynna sér þessi mál, þekkja sýnileg einkenni, tala við börnin og gera það sem í þeirra valdi stendur til að bjarga þeim. Þetta verkefni sem við erum að taka þátt i er okkar framlag þótt í smáu sé." Þeir félagar benda líka á, að hugsunarhátturinn hafi gerbreyst hvað varðar tónlistarflutning og neyslu fikniefna. „í dag eru tónlistarmenn alls ekki tengdir fíkniefnaneyslu, eins og hefur verið landlæg bábilja í áratugi. Unga fólkið gerir sér sem betur fer grein fyrir því að þetta fer alls ekki saman í hörðum samkeppnisheimi af hverju tagi." Gamalt verður gott Það kemur fram í samtali DV við þessa ólseigu gleðimenn að verið er að safna lögum á ferilplötu sem koma á út í haust og á að innihalda 50 lög með Ríó- tríóinu. Þeim finnst sennilegt að platan muni heita: Ætlar þessu aldrei að linna? sem væri í takt við aðra lítilláta titla sem þeir félagar hafa gefið út, eins og: Ekki vill það batna, Verst af öllu, Eitt og annað smá- vegis og fleira í þeim anda. Meðan við tölum saman hljómar dönsk tónlist úr hátölurum yfir höfðum og þar fara fremstir hinir síungu Olsen-bræður í Dan- mörku sem slógu óvænt i gegn með sigri í Eurovision-söngvakeppninni í hittifyrra og hafa ver- ið verðugir fulltrúar roskinpoppsins um alla Skandin- avíu síðan. Það þarf ekki mikið hugmyndafiug til þess að líkja Ríói við Olsen-bræður þótt þeir hafi aldrei farið í Eurovision. „Menn batna bara með aldrinum. Sjáðu bara Gunn- ar Þórðarson, Rúnar Júlíusson, Ragga Bjarna og Stef- án Jónsson í Lúdó. Þetta eru þeir allra bestu." Þegar við erum að yfirgefa staðinn mætum við erkirokkaranum og töffaranum Helga Björnssyni sem tekur ofan sólgleraugun og spyr kollegana hvað standi eiginlega til, hvort eigi að bóka Laugardals- höllina eða Tívolí. Hann segir að ef þeir þrír sjáist saman á almannafæri sé öruggt að það standi eitt- hvað mikið til. Sennilega er það rétt ályktað hjá hon- um. PÁÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.