Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2002, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2002, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2002 Útgáfufólag: ÚtgáfufélagiB DV ehf. Framkvæmdastiórl: Hjalti Jónsson Aðalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aostooarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: Skaftahlíö 24,105 Rvík, siml: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Sotning og umbrot: Útgáfufélagift DV ehf. Plötugero og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl viö þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Fyrirtœki mjólkað Viðskiptablaðiö bendir á í úttekt á ársreikningi Orku- veitu Reykjavíkur að sérstaka athygli veki hvernig arð- greiðslum í borgarsjóð hafi verið háttað síðustu árin. „Undanfarin 8 ár hafa arðgreiðslur Orkuveitunnar í sex skipti verið umfram hagnað fyrirtækisins og nú þegar fyr- irtækið skilaði tapi sem nemur hálfum milljarði króna, nema arðgreiðslurnar til borgarsjóðs engu að siður 1,3 milljörðum króna. Sú aðferð sem hefur verið beitt við arð- greiðslur til borgarsjóðs á undanförnum árum á sér sam- líkingu við rekstur fyrirtækja í einkageiranum og nefnist að viðkomandi fyrirtæki hafi verið mjólkað." Þetta er athyglisverður dómur yfir stefnu sem fylgt hef- ur verið í rekstri mikilvægasta og öflugasta fyrirtækisins i eigu borgarbúa. Viðskiptablaðið bendir á að afkoma Orkuveitunnar hafi stöðugt versnað frá árinu 1997 þegar fyrirtækið skilaði 2,2 milljörðum króna í hagnað. Árið eft- ir minnkaði hagnaðurinn um nær helming og árið 2000 var afkoman jákvæð um 421 milljón. Á síðasta ári var tap í fyrsta skipti. Arðgreiðslur frá Orkuveitunni til borgarsjóðs síðustu átta ár hafa verið langt umfram hagnað fyrirtækisins. Að- eins tvisvar sinnum hefur hagnaður verið hærri en arð- greiðslur. Alls hafa arðgreiðslur umfram hagnað numið yfir 4,8 milljörðum króna. Með öðrum orðum, hægt og bít- andi hefur fjárhagsleg staða fyrirtækisins verið gerð veik- ari og styrkleiki fyrirtækisins til að mæta mótlæti hefur orðið minni. Sú aðferðafræði sem beitt hefur verið í Orkuveitunni er langt frá því að vera óþekkt i heimi viðskipta, ekki síst á síðustu árum. Margir eigendur fyrirtækja hafa leikið þann leik að greiða sjálfum sér út arð óháð afkomu og rýrt þannig eiginfjárstöðu fyrirtækisins. Oft er þessi aðferð undanfari þess að selja fyrirtækið eða skilja það eftir með skuldum. Hvorugt er hins vegar á stefnuskrá þeirra sem sækjast eftir kjörgengi í komandi kosningum. Stofnun í vanda Byggðastofnun er i vanda. Að þessu sinni ekki vegna þess að margir efist um réttmæti þess að stofhunin skuli vera til, heldur vegna innri deilna milli forstjóra og stjórn- arformanns. Með hreinum ólíkindum hefur verið að fylgj- ast með þeim deilum sem átt hafa sér stað. Vandséð er hvernig Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, getur setið aðgerðalaus en Byggða- stofnun heyrir undir ráðherrann. Vandi Valgerðar er hins vegar enn meiri en ella í ljósi þess að annar deiluaðilinn er jafnframt formaður þingflokks Framsóknarílokksins. Til skamms tíma getur ráðherra vikið öðrum hvorum deiluaðilanum til hliðar. Fundið nýjan stjórnarformann, sem er tilbúinn að vinna með starfsmönnum Byggðastofn- unar, eða rekið forstjórann. Til lengri tíma litið leysir slíkt í sjálfu sér ekki krónískt vandamál Byggðastofnunar. Þvi miður er Byggðastofnun, likt og svo margar aðrar op- inberar hjálparstofnanir fjármála, aðeins nátttröll i nú- tímanum. í Byggðastofnun kristallast sá vandi sem byggðastefna undanfarinna áratuga hefur ratað í. Sumar stofnanir lifa sitt eigið ágæti en halda áfram sjálfstæðu, tilgangslitlu og fremur innihaldslausu lifi. Byggðastofnun er ein þessara stofnana eins og bent hefur verið ítrekað á í leiðurum DV en i febrúar 1999 sagði með- al annars: „Byggðastofnun ... er sérstakt tæki stjórnmála- manna til misnotkunar og minnir helst á flugvél sem hef- ur það hlutverk eitt að fljúga yfir mannfjölda 17. júni og henda út karamellum til barnanna." Óli Björn Kárason DV f krossfestingarstellingu Jónas Haraldsson aöstoöarritstjóri Laugardagspístill „Jú, ég skal koma með þér á ball- ettinn," sagöi ég við konuna í fyrra- kvöld og kom bæði sjálfum mér og öðrum á óvart með yfirlýsingunni. Ég neita því ekki að ég kom nokk- uð lúinn heim úr vinnunni. Klukk- an var farin að ganga átta og ég hafði verið að frá því snemma um morguninn. Aðrir voru byrjaðir að borða. Ég lét lítið fyrir mér fara, náði mér í disk og glas og settist. Móðirin ræddi ballett við dætur sínar og ég verð að viðurkenna að umræðan náði varla inn fyrir höf- uðskeljar minar. Þetta var ekki á mínu sviði svo ég skáskaut augun- um á sjónvarpsfréttirnar. Þar fór mest fyrir þeim fóstbræðrum og framsóknarmönnum, Halldóri Ás- grímssyni og Kristni H. Gunnars- syni. Hvað sem um þá ágætu menn má segja er það ljóst að þeir eru ekki vaxnir til balletts. Konan var að fara á ballettinn um Sölku Völku klukkan átta. Það vissi ég fyrir og fannst fínt. Hún hefur yndi af slíku og hafði rætt ballettinn við mig frá því á mánu- daginn að hún sá afar jákvæðan dóm í DV. Ég las Sölku Völku fyr- ir margt löngu en var nokkuð far- inn að ryðga í sóguþræði og per- sónum. Ýmislegt rifjaðist þó upp þegar konan las fyrir mig hluta úr dómnum. Þá lifnuðu á ný þær Salka Valka og Sigurlína, móðir hennar, auk Steinþórs og Arnalds. Gagnrýnandinn hafði setið með tárin í augunum af hrifningu og geðshræringu. Það var því að vonum að verkinu, leikurun- um og danshöfundinum, Auði Bjarnadóttur, var hælt. # þetta mögnuð skemmtun enda voru listamennirnir í hæsta gæðaflokki. Því var ég jafnákafur og hún að sjá Svanavatnið aftur þegar við dvöld- um um stund í Moskvu. Okkur tókst að kaupa miða í Bolshoj á svörtum, fyrir marga dollara, en sjáum ekki eftir því. Stórt svið Bolshoj-leikhússins rúmaði rúss- nesku dansarana mun betur en lít- ið svið Þjóðleikhússins þá banda- rísku. Þá var umgjörðin engu lík. Því var það að ég tók af skarið og tilkynnti skýrt og skorin- ort við kvöldverðarborðið að ég færi með á ballettinn. Hakan seig á þeim þremur konum sem ég bý með. Undrunin var einlæg en ég skynjaði að eiginkona mín gladdist innra með sér. Hún þurfti ekki lengur að dekstra dæt- ur sínar. Eiginmað- urinn var óvænt orðinn ballettað- dáandi. kí0f Ótrúlegar kúnstir Þótt ég bæri mig karlmannlega heima verður því ekki neit- að að þai runnu á mig tvær grím- ur upp í hlutfallið þegar við hjóna- kornin fórum saman á Píkusögur. Þá fannst mér ég vera einn. Ástand- ið var heldur skárra, ég taldi í fljótu bragði fimm kynbræður með sama ballettáhuga. Salurinn myrkvaðist og brátt lík- ömnuðust persónur Laxness á svið- inu. Salka Valka og Sigurlína döns- uðu og brátt bættist Steinþór i hóp- inn, kröftugur og stór, allt öðru vísi vaxinn en píslir þær sem dans- að höfðu í Svanavótnunum tveimur. Undirtónninn var kynferðislegur, það sá ég og mundi glefsur úr því sem konan hafði lesið fyrir mig úr leik- dómn- \ V 'jjr um góða. Sig- ur- lína og ekki síst Salka Valka sýndu ótrúleg- ar kúnstir í dansin- um. Salka var fingerð en um leið ótrúlega sterk. Aðrir / Svanavötnin Þrátt fyrir þetta var ég ekki með hugann við ball- ettinn við kvöldverð- inn. Ég heyrði að vísu að yngri dóttirin, þegar við sem hafði ætlað með móður sinni á komum sýninguna, var komin með hugann okkur við annað. Diskótek í skólanum fyrir í freistaði meira. Ég heyrði líka að sæt- sú eldri sagðist fara með móður um sinni í staðinn en næmt fóðureyra mitt greindi að það var sagt með semingi. Ég blandaði mér ekki í umræðurnar enda var sem þær mæðgur vissu ekki af mér. Þeim var öllum kunnugt um dansmennt húsbóndans og litu svo á, meö nokkrum rétti, að ballett og ég blandaðist með svipuðum hætti og vatn og olía. leik- Eitthvað varð þó til þess að hug- hússins. ur minn hvarflaði frá þeim Hall- Konurvoruí dóri og Kidda að dansi. Ég hef miklum tvisvar á ævinni farið á ballett, meiri- raunar séð sama verkið í bæði hluta, skiptin. Listahátíð í Reykjavík er svo merkilegt fyrirbrigði og hún varð miklum til þess að ég sá Svanavatnið í Þjóð- að það leikhúsinu með San Fransisco-ball- slag- etti Helga Tómassonar. Auðvitað aði var það konan sem fór með mig en það merkilega var að mér þótti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.