Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2002, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2002, Blaðsíða 35
H LAUGARDAGUR 18. MAf2002 II fc? tQ O f' JL? IO CJ JUP \f Ragnar hellir kræklingunum í pott. Hann verður á frönsku eyjunni !le dE'Oléron í sumar og mun matreiða á námskeiði fyrir þá sem kynnast vilja franskri tungu og matarlist. Aðalat- vinnuvegurinn á þessari eyju er ostru- og kræklingarækt, svo og sjávarsalt- framleiðsla. Ragnar segir hámarks- fjölda þátttakenda í hvoru námskeið vera 10 - áherslan sé lögð á virka þátttöku. Ragnar segir mikila virðingu fyrir hefðunum einkenna franska sveitamatreiðslu, bæði eldunaraðferðir og bragðið, svo ekki sé minnst á hrá- efnið. Það verður að vera það besta hverju sinni. Oft er um að ræða uppskriftir sem gengið hafa kynslóð fram af kynslóð. Eyjan Ile d'Oléron tilheyrir héraðinu Charente-maritime en það er þekkt fyir úrvals sjávarfang og fjölbreytta matreiðslu á því. Vínrækt er mikil og í yfir 400 ár hefur koníak verið einn helsti auður héraðsins. Cognac-svæðið er skammt frá en héraðið er einnig þekkt fyrir framleiðslu á hinum þekkta drykk, Pineau des Charentes. Ragnar er ekkert að spara vínið við matreiðsluna frekar en Frakkarnir. Ekki þarf að nota dýrt vín en það þarf að vera þokkalegt. DV-myndir Hilmar Þór Þurrt kampavín og margslungið rauðvín — er val Sigurðar Bjarkasonar Kampavín er mikill eðaldrykkur og fátt skemmti- legra en að drekka kampavín með mat við hæfi, svo ekki sé minnst á kampavín eitt og sér á góðum degi. Sigurður Bjarkason hjá Allied Domeq var ekki í vafa um að kampavín mundi henta krækling- unum hans Ragnars alveg ágætlega og auðvitað franskt. Fyrir valinu varð Mumm Cordon Rouge frá Reims í Champagne-héraðinu. Þetta kampavín er úr þrúgunum Pinot Noir (81%) og Chardonnay (19%). Liturinn er hunangs- gullinn og vínið ilmar ríkulega af þroskuðum ávöxtum og ristuðu brauði. Einnig má finna keim af skógarviði. Vínið er þurrt en af því er mikið ávaxtabragð og fylling mikil. Mumm Cordon Rouge er þróuð blanda gæðavína, berjategunda og árganga. Cordon Rouge var fyrst kynnt 1875 með hinum áberandi rauða borða frönsku heiðursorðunnar og er eitt af vinsælustu kampavínum heims. Vínið vann til bronsverðlauna International Wine Challenge 2001. Mumm-fyrirtækið i Reims var stofnað 1827 og er i hjarta Champagne-héraðsins. Kalksteinshellar fyr- irtækisins eru um 10 km langir. í tæplega 200 ára sögu sinni hefur orðspor Mumm Champagne verið byggt á þurrum kampavínum og vel völdum ár- göngum. Þess má geta að Mumm Champagne hefur þótt skara fram úr keppinautum í flokki þeirra kampavína sem ekki hafa árgang. Einnig eru Mumm kampavínin geymd 2-3 sinnum lengur en franskar reglur segja til um til að ná fram sem mestum gæðum. Mumm Cordon Rouge fæst í ÁTVR og kostar þar 2.550 krónur. Sigurður skiptir hins vegar um gír þegar kem- ur að kjúklingnum. Raimat Abadia frá Codorníu- fyrirtækinu í nágrenni Barcelona á Spáni varð þá fyrir valinu. Þetta er kirsu- berjarautt vín sem ilmar af plómum, þurrkuðum ávöxtum og tóbaki. Bragðið minnir á pipar og kakó og eftirbragðið er margslungið. Þetta vin er blanda þrúgn- anna Cabernet Sauvignon, Merlot, Tempranillo og Pinot Noir. Það er geymt í 12 mánuði í nýlegum eik- artunnum frá Virginiu og síðan í 6 mánuði í tunnum úr franskri eik frá Limousine. Raimat Abadia 1996 var valið vín ársins i eigin flokki á Viniiexpo 1999 og fékk gullverðlaun á Vinii- expo 1999. Codorníu-fyrirtækið var stofnað árið 1551og hefur síðan verið í eigu sömu fjölskyldunnar, samtals í tólf ættliði. Vínkjallari Codorníu er hinn stærsti í heimi, rúmlega 30 km að lengd á fimm hæðum. Fyrirtækið á yfir 1.800 hekt- ara af vínekrum. %. Umsjón Haukur Lárus llauksson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.