Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2002, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2002, Blaðsíða 32
Helgcirblctcf 3D>"V" laugardaguri8.maí2oo2 n Reykj avík íaugum fjallageita oq annarra sem spíq- spora um hálendið eða annars staðar utan alfaraleiðar jafnast ekkert á við að qanqa um staði eins oq Lónsöræfi eða Hornstrand- ir, svo dæmiséu tekin af forkunnarföqrum qönquleiðum hér á landí. Þvíer hins veqar ekki að neita að qönquferðir um steinlaqðar qanqstéttar eða malbikaða qönqustíqa í þéttbýli qeta verið allt eins qefandi, ekki síst þegar listvíðburðir eru á hverju horni. EKKI ER SAMA GÖNGUFERÐ og gönguferð. í aug- um fjallageita og annarra sem spígspora um hálendið eða annars staðar utan alfaraleiðar jafnast ekkert á við að ganga um staði eins og Lónsöræfi eða Hornstrandir, svo dæmi séu tekin af forkunnarfögrum gönguleiðum hér á landi. Hér skal þetta alls ekki dregið í efa en því er hins vegar ekki að neita að gönguferðir um stein- lagðar gangstéttir eða malbikaða göngustíga í þéttbýli geta verið allt eins gefandi og þurfa síður en svo að vera það hversdagslegir að varla taki því að tala um þá. Þannig hefur fólk mikla ánægu af því að ganga um Reykjavík og aðra þéttbýlisstaði í fylgd góðra leiðsögu- manna sem geta sagt skemmtilega frá staðháttum og tengt þá sögunni á hverjum stað. En ganga á eigin veg- um í borginni getur einnig verið gefandi og skemmtileg og kannski sjaldan betra tilefni en nú þegar Listahátíð í Reykjavík stendur sem hæst. Gefst nú kærkomið tækifæri til að blanda saman hollri hreyfingu og göfg- un andans en listrænar uppákomur af öllu tagi eru nánast á hverju götuhoni. Hér gerum við tilraun til að leiða lesandann í gegn- um eina slíka gönguferð um borgina, með upphafi og endi, en fólk getur að sjálfsögðu hagað göngunni eins og þvi lystir. Eða hjólreiðaferðinni. Tíminn skiptir ekki máli, það hefur það hver eins og hann vill. Samtímalist Það er sjálfsagt að mæla sér mót á nafla höfuðborgar- svæðisins, Lækjartorgi. Eftir að hafa lagt bílnum eða stigið úr strætó liggur beint við að arka strax í vestur- átt, að Hafnarhúsinu. þar er í gangi sýningin Mynd - ís- lensk samtímalist. Er um viðamikla sýningu á íslenskri samtímalist að ræða þar sem listamenn fæddir á árun- um 1952-1970 sýna verk sín. í sýningarskrá segir að kjarninn í að nálgast islenska samtímalist sé einfald- ur, að nálgast listina með opnum huga og njóta hennar á eigin forsendum. Rétt er að taka fram að meðan Listahátíð stendur yfir eru ókeypis tónleikar fyrir gesti listasafna í hádeginu. Fjöruverk En eftir að hafa notið samtimalist- arinnar á eigin forsendum er rétt að arka út að höfninni, að hafn- armynninu og fá hressandi blástur framan í sig. Þaðan liggur malbikaður göngu- stígur alla leiö inn á Vatsnberinn hans Ásmundar Sveinssonar gleður augað ásamt fleiri höggmyndum hans. Laugarnestanga og á leiðinni er af nógu að taka. Neðan við Seðlabankann blasir Sólfar Jóns Gunnars Árnasonar við, tígulegt listaverk sem löngu er orðið eitt af helstu kennileitum borgarinnar. Það má vera afar vont veður til að halda fólki frá þessum fallega útsýnisstað. Það er sama hvenær komið er að Sólfarinu, þar er iðulega ein- hver á ferli. Aðeins lengra, við enda Snorrabrautarinnar, er síðan nýtt og mjög skemmtilegt listaverk sem vigt var í tilefni Listahátíðar í ár. Það er fjöruverk Sigurðar Guðmunds- sonar, slípaðir og pússaðir steinar sem við fyrstu sýn virðast eins og hluti af steinunum í grjóthleðslunni en áferð þeirra er breytileg. Rétt áður en komið er að verki Sigurðar mætir manni nýstárlegt verk sem nefnist Vatnsveitan, vatnspóstur gerður af norsku listakonunni Kari Elise Movbeck. Þar geta vegfarendur svalað þorstanum. Loksins, segja marg- ir sem þykir tími til kominn að komast í slíkt þarfaþing úti við. Alla þessa leið blasa sundin blá við göngufólki, Esjan, Skarðsheiðin og Akrafjallið. Hrúgur, segja marg- ir sem telja sig eiga fallegra fjall heima í sveitinni sinni en augnayndi engu að síður. Frá námsmönnum að grasagarði Sjálfsagt er að ganga meðfram strandlengjunni, að Húsi Listaháskólans í Laugarnesinu. Þar sem áður var ráðgert að framleiða pylsur og álegg eru karlar og konur í listgjörningi af öllu tagi. Útskriftarsýning stendur yfir þar til á annan i hvitasunnu og upplagt að kíkja þar inn. Nemendur veita leiðsögn um sýning- una klukkan 17 sýningardagana. Nú getur verið að fólki langi í smáhressingu og vilji það leggja á sig smágöngu er ráð að ganga út Laugateiginn, fram hjá Laugardalslauginni og sem leið liggur inn dalinn að grasagarðinum. Á leiðinni er listavel gerður garður með tjörnum og brúm þar sem ys og þys borgarinnar gleymist og slaka má á. Tilkomumikið vatnslistaverk Rúríar trónir við enda þessa svæðis en þar á bak við, inni á milli trjánna, leynist notalegur veitingastaður, Flóran, þar sem fá má súpu, smurbrauð eða aðrar veitingar og ýmis drykkjarföng. Á góðum degi er hreint unaðslegt að sitja úti og njóta veitinganna. Höggmyndir Ásmundar Það þarf ekki að koma á óvart þó sumum dveljist í garðinum góða en ef sjá á meira af list er rétt að standa á fætur og ganga til baka í vesturátt, að litla hringtorginu ofan við bílastæði Laugardalsvallar. Handan hringtorgsins er Ásmundarsafn þar sem skoða má margar af helstu höggmyndum Ásmundar Sveinssonar, endurnærður af hvíldinni i dalnum. American Oddyssey Og enn tekur gangan við. Nú skal haldið áleiðs að Kjarvalsstöðum. Velja má um ýmsar gönguleiðir en frið- sælast er að koma sér strax yfir gatnamót Suðurlands- brautar og Kringlumýrarbrautar, upp í Skipholt og i suður að Háteigsvegi. Beygt er við Háteigsskóla og áfram yfir hæðina. Á leiðinni, rétt hjá kirkju Óháða safnaðarins og Sjómannaskólanum, er grasi gróinn vant- stankur, leifar frá gamalli tíð. Halda má að Háteigs- kirkju og þaðan niður Lönguhlið og að Kjarvalsstöðum. Þar er m.a. sýning bandaríska ljósmyndarans Mary Ellen Mark, American Oddisey. Frá Kjarvalsstöðum er við hæfi að taka stefnuna á Hallgrimskirkju, sem sést víðast hvar, taka lyftuna upp í turninn, líta yfir farinn veg og spá i ótroðnar slóðir. Miðbæjarlíf Þegar niður er komið má rölta niður Skólavörðu- stíginn, mekka galleria og sérverslana, eða arka nið- ur Frakkastiginn og að Nýlistasafnmu við Vatnsstíg. Sé einbeitingin farin út í veður og vind og smáþreyta farin að gera vart við sig má finna sæti á einum af fjölmörgum veitingastöðum, fá sér hressingu - sirja kyrr á sama stað en samt að vera að ferðast. Við þá iðju má una lengi vel sé félagsskapurinn góður. ft Fjöruverk Sigurðar Guðmundssonar má sjá í grjóthleðsluni við ströndina fyrir neðan Snorrabraut. Hér þegar verkið var afhjúpað á dögunum. Sýning bandaríska ljósmyndarans Mary Ellen Mark, American Oddisey, á Kjarvalsstöðum er um margt forvitnileg. Hafi listhungrið ekki verið satt má ganga niður Laugaveginn, suður Lækjargötu og að Listasafni ís- lands, skoða rússneska list undir yfirskriftinni Frá raunsæi til framúrstefnu. Hér hefur verið stiklað á stóru um gönguleið í Reykjavík sem gæti tekið dagsstund en lesendum er auðvitað bent á að kynna sér dagskrá listahátíðar og geta þá hagað röltinu um borgina eftir því. -hlh 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.