Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2002, Blaðsíða 1
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
jgjtiBpÉ
iS|É®|#
■ FJALLIÐ MITT, HÁALDA.
BLS. 18
DAGBLAÐIÐ VÍSIR
169. TBL. - 92. ÁRG. - FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2002
VERÐ í LAUSASÖLU KR. 200 M/VSK
Siv Friðleifsdóttir
hefur friðlýst
Árnahelli í Ölfusi en
hann er einstakur í
heiminum vegna
dropasteinsmyndana
DV-mynd NH. Bls. 2
Smáhveli drepin í stórum stíl fyrir norðan land. 50 ára gömul lög hunsuð:
Leyfi til veiðanna aldrei veitt
„Þessar veiðar eru ekki ólöglegar
í sama skilningi og veiðar á stærri
hvölum. Strangt til tekið ættu þess-
ir aðilar að sækja um leyfi til sjáv-
arútvegsráðuneytisins fyrir þessum
veiðum en hefðin hefur verið sú að
það hefur ekki verið gert, sjálfsagt
vegna þess að þetta hefur yfirleitt
verið tækifærisveiðiskapur. Veið-
amar hafa ekki verið stundaðar í
atvinnuskyni. En þar sem aðstæður
eru breyttar er kannski ástæða til
að taka lögin frá 1949 til endurskoð-
unar því það er erfitt að fara að
beita lagaákvæðum sem ekki hefur
verið beitt á réttan hátt í langan
tima,“ sagði Ámi Mathiesen sjávar-
útvegsráðherra við DV í morgun
vegna fréttar á baksíðu um að hval-
veiðar séu stundaðar í miklum
mæli við landið.
Árni segir hvölum annars skipt í
tvo hópa í þessu sambandi. Annars
vegar er hrefna og stærri hvalir
sem falla undir lögsögu Alþjóða-
hvalveiðiráðsins. Eru veiðar á þeim
tegundum bannaöar. Hins vegar em
það minni hvalir en hrefnur, hnísur
og önnur smáhveli. Bann Alþjóða-
hvalveiðiráðsins nær ekki til þess-
ara hvalategunda.
„Það er ekki alþjóðlegt hvalveiði-
bann við þessum tegundum en viö
erum með löggjöf um hvalveiðar frá
1949 sem gerir ráð að það þurfl leyfi
til að veiða smáhveli. Hefðin hefur
hins vegar verið sú að þetta ákvæði
hefur ekki verið virt og það hafa,
eftir því sem ég best veit, aldrei ver-
ið gefin út leyfi fyrir veiðum á smá-
hvelum og ekki verið sótt um þau
heldur, nema ef til vill vegna rann-
sóknaverkefna.
- Snorri segir að sífellt fleiri
stundi þessar veiðar sem sport. Er
ekki ástæða til að endurskoða lögin
eða bregðast við með öðrum hætti?
„Við í ráðuneytinu verðum ekki
varir viö þessar veiðar eftir opin-
berum leiðum. Þetta er eitthvað
sem maður heyrir á skotspónum.
En ef menn hafa áhyggjur af þessu
af einhverjum orsökum verða þeir
hinir sömu að snúa sér til lögreglu-
yfirvalda."
Konráð Eggertsson hrefnuveiði-
maður segist ekki hafa orðið var við
veiðar á smáhvelum í tómstunda-
skyni.
„Menn stunda þetta ekki sem
sport hér á Vestfjörðum. Það kemur
einn og einn bátur inn með hrefnu
eða annað dýr sem fest hefur í net-
um - sem betur fer. En ég skil ekki
þessa dómadagsvitleysu með að
önnur dýr fælist þótt verið sé að
skjóta. Þá reynslu hef ég ekki af
mínum veiðum hér áður fyrr og það
ætti maður eins og Snorri að vita,“
sagði Konráð við DV í morgun.
-hlh
■ NÁNARI UMFJÖLLUN
Á BAKSÍÐU í DAG
FOKUS I MIÐJU
BLAÐSINS:
Beta
orðin
módel
MEISTARAMÓT
ÍSLANDS í FRJÁLSUM:
Þátttakan
mjög góð
□DYRASTA 1QQ RIOA TÆKIÐ
100HZ
UNITEP
UTU2028H
28" Nicam Stereó
100 riða sjónvarp
með textavarpi og
2 Scart tengjum.
Sjónvarpsmidstöðin
RAFTÆKJAUERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 3090 TTTBTÍHr*
'LB^á Smáauglýsingar sso sooo