Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2002, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2002, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2002 DV Fréttir Akureyringar boða til fjölskylduhátíðar um verslunarmannahelgina: Skemmtun án þess að menn leggi sig í hættu - er meginmarkmiðið, segir talsmaður hátíðarinnar Akureyringar boða til hátíðar um verslunarmannahelgina undir nafn- inu „Ein með öllu!“, annað árið i röð. Sem fyrr er hér um fjölskyldu- hátíð að ræða og er dagskráin fjöl- breytt að vanda og fer hún aö mestu fram á Ráðhústorgi en auk þess verður boðið upp á ýmsa afþreyingu viðs vegar um bæinn. Heldur færri komu til bæjarins á síðasta ári en vonast hafði verið til og nefna menn ýmislegt til sögunn- ar. Hvað halda menn um hátíðina nú? „Það er alltaf erfitt að meta þetta með fjöldann," segir Haraldur Hafþór Sigurðsson, nýr oddviti Raufarhafnarhrepps, segir að sveit- arstjóm hafi ákveðið að ráða Guð- nýju Hrund Karlsdóttur sem sveit- arstjóra, og kemur hún til starfa um miðjan ágústmánuð. Hún hefur ver- ið starfsmaður tölvufyrirtækisins Strengs í Reykjavík. Þrettán um- sóknir bárust um stöðuna. Ekki var áhugi á að endurráða Reyni Þorsteinsson sem sveitar- stjóra, en hann var jafnframt í frá- farandi sveitarstjóm. Reynir hefur Akureyri Aö sögn talsmanns hátíöarinnar er skýjakvóti bæjarins aö veröa búinn og því spáir hann sól og blíöu um þarnæstu helgi. verið umsækjandi að ýmsum sveit- arstjórastöðum sem undanfarin misseri hafa verið auglýstar lausar til umsóknar. I fundargerð sveitar- stjómar nýverið segir m.a.: „Reynir Þorsteinsson, fráfarandi sveitarstjóri, bendir á að uppsagnar- ákvæði eru sex mánuðir. Þetta var orðað í samningi eins og stóð í samningi sem gerður var við Gunn- laug A. Jónsson. Þetta er til þess að hindra að sá möguleiki kæmi upp, aö fráfarandi sveitarstjóri héldi Ingólfsson, talsmaður hátíðarinnar. „Eins undarlega og það hljómar vor- um við í fyrra heppnir með veður en óheppnir með veðurspá. Við emm með sérstaka hátíð þar sem við seljum hvergi sérstaklega inn á hátíðina en segjum stundum að það sé gott ef það verði 15 þúsund manns í bænum, þ.e. jafnmargir komi til bæjarins og Akureyring- arnir sem fara. Akureyri klárar skýjakvótann nú á næstu dögum og því verður sól og blíða hér um versl- unarmannahelgina," segir Harald- ur. launum þrátt fyrir að viðkomandi sé kominn í nýja vinnu. Beri sam- kvæmt samningi að gera starfsloka- samning við þann sveitarstjóra sem ekki óskar að halda áfram starfi eða ef sveitarstjórn óskar ekki eftir starfskröftum sveitarstjóra. Því beri að greiða fráfarandi sveitarstjóra laun sem og að nýta þá starfskrafta hans á meðan hægt er. Þetta hefði verið meiningin með þessum samningi." -GG Sem fyrr eru það hagsmunaðilar í verslun og þjónustu á Akureyri sem standa að baki hátíðinni en Vinir Akureyrar hafa veg og vanda að framkvæmdinni. Ekkert kostar inn á hátíðarsvæðið né heldur á atburði á Ráðhústorgi. Ekkert aldurstak- mark er á hátíðina nú en eins og segir í tilkynningu frá framkvæmd- araðilum verður „landslögum [] að sjálfsögðu fylgt á Akureyri eins og á öðrum hátíðum". í tilkynningunni kemur einnig fram að vonast sé til að öll fjölskyldan geti skemmt sér og fundið eitthvað við sitt hæfi „án þess að leggja sig í hættu“. „Þetta er vísun til viðhorfs margra tO HaOós- ins sem var og annarra hátiða sem haldnar eru víðs vegar um landið. Við vitum að hvernig sem hátíðim- ar eru verða slys og árásir ýmiss konar og sumir leggja sig í hættu við að sækja sumar hátíðanna,“ seg- ir Haraldur. Stofnaö var tO fjölskylduhátíðar árið 2000 eftir að ljóst þótti að fyrri hátíðir undir nafninu „HaOó Akur- eyri“ höfðu heldur tekið ranga stefnu. Brugðið var á það ráð að banna unglingum yngri en 18 ára að koma einum tO bæjarins um versl- unarmannahelgina og hin svoköU- uðu unglingatjaldsvæði lögð af. -ók Raufarhöfn: Guðný Hrund ráðin sveitarstjóri SPRON og RKÍ: Fjögur tonn af klinki Almenningur á íslandi hefur gefið samtals tæp íjögur tonn af erlendri mynt í söfnun Sparisjóðsins, íslands- pósts og Flugleiða-Frakt fyrir starf Rauða kross íslands með ungu fólki. Áætlað verðmæti fjárins nú er mOli átta og tólf mOljónir króna og þannig hefur fyrir tOstOli Sparisjóðsins safn- ast um 15 mOljónir króna frá áramót- um. Féð verður notað tO að efla víðtækt starf Rauða krossins með ungu fólki. Félagið rekur Rauðakross-húsið, at- hvarf fyrir ungt fólk, Trúnaðarsím- ann, sem er opinn allan sólarhring- inn, og sjálfboðaliðar í Ungmenna- hreyfingu Rauða krossins vinna öfl- ugt málsvara- og forvarnastarf á höf- uðborgarsvæðinu og víða um land. Við upphaf söfnunarinnar i aprfllok gáfu starfsmenn fyrirtækjanna þriggja klink að verðmæti um ein mflljón króna, sem bætist við upphæðina sem safnaðist meðal almennings. -aþ Pilturinn fundinn Sextán ára pfltur sem leitað hafði verið að síðan 16. júlí síðastliðinn er kominn fram í dagsljósið. Hann fannst í heimahúsi í austurbæ Reykjavíkur og er að sögn lögregl- unnar við ágæta heOsu. Drengnum hefur verið komiö í umsjá barna- vemdaryfirvalda. -jtr KLIKKAÐ TILBQÐ!!! Efþú safnarfimm nýjum áskrifendum færð þú gefins Aiwa TVC-140014” sjónvarp ísl. textavarp - A/V-tengi Euro scart-tengi -fullkomin fjarstýring/ Áskriftarskuldbinding er 6 mánuðir* 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.