Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2002, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2002, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2002 Með klemmda taug Eggert Stefánsson, miðvörður Framara í Símadeild karia, er nú að komast af stað á ný eftir meiðsl og hefur nú leikið þijá síöustu leiki Framliðsins og staðið sig mjög vel. „Eg er allur að koma til en ég er samt ekki orðinn heill því menn eru enn að reyna að komast að því hvar þessi taug er klemmd. Það er verkur niður í iærið og ég vonast til að þetta verði lagað í haust. Ég fmn alltaf til eftir leiki og í lok leikj.anna, en það er fyrir öllu. Það er mjög gaman að vera kominn aö stað aftur,“ sagði Egg- ert Stefánsson í viðtali við DV- Sport sem forvitnaðist um líðan þessa efnilega leikmanns sem vakti mikla athygli fyrir góðan leik í fyrra. -ÓÓJ IX2. DEilD HftRLft Leiknir R.-Skallagrímur .... 1-2 Magnús Már Þórðarson - Valdimar K. Sigurðsson 2 (bæði úr vítum). Staðan HK 11 9 1 1 22-9 28 Njarðvík 11 7 2 2 20-10 23 KS 11 6 2 3 23-16 20 Víðir 11 6 0 5 16-15 18 Selfoss 11 5 2 4 22-20 17 Völsungur 11 4 4 3 25-20 16 Leiknir R. 12 4 2 6 22-25 14 Léttir 11 4 2 5 13-23 11 Tindastóll 11 3 1 7 21-24 10 Skallagr. 12 1 0 11 10-42 0 Markahæstir: Eyþór Guðnason, Njarðvík .......13 Siguröur Þorvarðarson, Selfossi . . 9 Sævar Gunnarsson, Njarðvík .... 8 Hörður Már Magnússon, HK.........6 Ragnar Hauksson, KS..............6 Ari Már Arason, KS ..............5 Birkir Vagn Ómarsson, Völsungi . 5 Davíð Þór Rúnarsson, Tindastóli. . 5 Petar Rnkovic, KS................5 1. DEILD KVEIim B-riöill Leiknir F.-Sindri..............1-2 Arna Rut Einarsdóttir - Guðbjörg Guðlaugsdóttir, Jóna Benny Kristjánsdóttir. Staðan Fjarðabyggð 7 5 0 2 28-15 15 Sindri 9 5 0 4 29-17 15 Tindastóll 6 4 11 19-15 13 Huginn/Höttur6 2 1 3 15-14 7 Leiknir F. 6 0 0 6 3-33 0 Markahæstar: Jóna Benny Kristjánsd., Sindra . . 15 Inga Birna Friðjónsd., Tindastól . . 8 Margrét Vigfúsdóttir, Tindastól... 6 Sonja Jóhannsdóttir, Fjarðabyggð . 6 Ferdinand í beinni Rio Ferdinand mun leika fyrsta leik sinn meö Manchester United á laugardag þegar liðið mætir Bornemouth í æfingaleik. Feridnand var keyptur til félagsins í vikunni fyrir metfé og bíða margir áhagendur Manchester hér landi eft- ir að fá að berja kapp- ann augum. Leikurinn gegn Bomemouth verður sýndur í beinni útsend- ingu á MUTV sem er sjónvarps- stöð, rekin af félaginu, og er á fjölvarpinu. Því geta stuðningsmenn Mancehster og aðrir knatt- spymuunnendur séð Ferdinand i frumraun sinni með Rauðu djöflunum. Svo verður bara tím- inn að leiða í ljós hvort Ferdin- and er peningana virði. Pires að komast á ról Robert Pires, ieikmaður Arsenal, er væntanlegur í liðið aftur í september en hann hefur verið i endurhæfingu í fjóra mánuði eftir að hann var skorinn upp á hné. Pires hafði leikið frábærlega vel þar til hann meiddist og missti því af lokabaráttunni þegar Arsenal tryggði sér báða stóru titlana. Þá missti hann líka af heimsmeistarakeppninni í Kóreu og Japan. -Ben Keflavik sigraði ÍBV, 1-0, í Keflavík í gærkvöld: Keflavík tókst að halda hreinu - hélt síðast hreinu fyrir rétt tæplega tveimur árum „Það var kominn timi til að halda hreinu og við vomm, rétt eins og í síð- ustu tveimur leikjum, að skapa okkur helling af færum. Það dugði að nýta eitt í þetta skipti. Við höfum verið ótrúlega óheppnir á köflum, hreint álög að okkur hefur ekki tekist að halda hreinu. Það tókst þó núna og ánægjulegt að ná í stigin þrjú,“ sagði markaskorari Keflvíkinga, Haukur Ingi Guðnason, strax eftir leik. Kefl- víkingar höfðu ekki haldið hreinu í 34 deildarleikjum í röð fyrr ení gær. Keflvíkingar komu sér þar með í 14 stig og upp fyrir Eyjamenn í 6. sæti deildarinnar og er óhætt að segja að sigurinn hafi verið sanngjam. Það var mikill vindur í Keflavík 1 gær og heimamenn með vindinn í bakið í fyrri hálfleik og fyrsta færið leit dags- ins ljós á 11. mínútu þegar Jóhann Benediktsson átti sendingu á Þórarin Kristjánsson. Þórarinn stakk boltan- um milli tveggja varnarmanna á Hauk Inga Guðnason sem skildi vöm- ina eftir og afgreiddi knöttinn fram hjá Birki Kristinssyni. Keflvíkingar síógnandi En heimamenn voru ekki hættir, því að á 19. mínútu átti Jóhann Bene- diktsson hörkuskot af 25 metra færi sem Hjalti Jóhannesson bjargaði á línu og í kjölfarið átti Adolf Sveinsson skalla yfir af markteigi. Jóhann var svo aftur á ferðinni 2 mínútum síðar en hörkuskot hans fór rétt fram hjá. Á 28. mínútu átti Jóhann Benedikts- son svo annað skot efst i markhomið en Birkir geröi vel í að verja. Keflvík- ingar héldu áfram að sækja og Adolf vann boltann af varnarmanni gest- anna á 40. mínútu en Birkir varði skot hans úr teignum. Eflaust hafa margir hugsað að síð- ari hálfleikurinn færi á sömu leið og sá fyrri nema að nú yrðu það Eyja- menn sem yrðu undan vindinum. En þeir komust í raun aldrei í gang og á 65. mínútu áttu Keflvíkingar skyndi- upphlaup þar sem þeir vom i raun 3 gegn einum vamarmanni Eyjamanna. Þeim tókst þó ekki að nýta sér það. Njáll, þjálfari ÍBV, færði svo Hlyn Stefánsson framar á völlinn síðasta korterið og setti nýja menn í sóknina en þrátt fyrir að vera meira með bolt- ann sköpuðu Eyjamenn sér ekki hættuleg færi. Birkir bestur gestanna Þórarinn Kristjánsson komst næst því að bæta við marki 10. mínútum fyrir leikslok þegar hann einlék frá miðju vallarins og átti fint skot úr teignum en Birkir Kristinsson, besti maður gestanna varði vel. Það er óhætt að segja að sigur heimamanna hafi verið sanngjam og þetta var sig- ur liðsheildarinnar. Liðið lék mjög vel í fyrri hálfleik og þegar á reyndi í síðari hálfleik var vamarvinnan til fyrirmyndar og þeir beyttu svo sínum eitruðu skyndisóknum í framhaldinu. Haukur Ingi var duglegur, en var orð- inn þreyttur í lokin og vamarlínan var mjög traust. Þá átti Jóhann Benediktsson fínan leik, sérstaklega í fyrri hálfleik. Eyja- menn hafa oft spilað betur og það var í raun aðeins Birkir Kristinsson sem lék af eðlilegri getu að þessu sinni. Eyjamenn áttu aðeins eitt skot að marki í fyrri hálfleik. Þrátt fyrir vind- inn og það að vera meira með boltann í síðari hálfleik áttu þeir í raun engin teljandi færi í leiknum. Sóknarlínan var mjög slök og leikur þeirra fram á við var í heildina slakur. -EÁJ 1-0 Haukur Ingi Guðnason (11. mín Þórarinn átti stungusendingu á Hauk Inga sem skoraði með skoti úr teignum.) ■ i ^ ■■ * ' Haukur Ingi Guöna§on er hér meö boltann í leik Keflavíkur og IBV í gærkvöld. Hlynur Stefánsson reyndir hér aö komast í veg fyrir Hauk Inaa sem var besti maöur vallarins í leik liöanna. Haukur skoraöi sigurmarkiö í leiknum. DV-mynd Siguröur Jökuli Kjartan Másson, þjálfari Keflavíkur: Duglegir í varnarvinnunni Kjartan Másson, þjálfari Keflvík- inga, var ánægður með sína menn. „Strákamir spiluðu vel en okkur hefur skort heppnina í síðustu leikjum en í dag gekk dæmið upp. Ég hef verið að nota marga stráka undanfarið en þeir náð aö halda góðu spili. Þrátt fyrir að missa Zoran út snemma voru strákamir öflugir. Það hefði verið sárt að fá á sig mark eftir sérstak- lega góðan fyrri hálfleik en menn vora duglegir í varnarvinnunni frá fremsta manni og sigurinn var sætur.“ -EÁJ Keflavík (4-5-1) Ómar Jóhannsson..........3 Hjörtur Fjeldsted .......3 Haraldur Guðmundsson .. 4 Ólafur ívar Jónsson .....4 Georg Birgisson .........4 Zoran Ljubicic ..........-) (30. Hólmar Öm Rúnarsson 3) Kristján Jóhannsson .....3 Jóhann Benediktsson .... 4 Adolf Sveinsson .........3 (87. Magnús Þorsteinsson . -) Haukur Ingi Guðnason ... 5 Þórarinn Kristjánsson .... 3 (81. Guðmundur Steiiiarsson -) Dámari: Erlendur Eiríks- son (4). Áhorfendur: 450. Gul spjöld: Þórarinn (16) - Kjartan (14.), Níels Bo ((52.) Rauð spjöld: Engin. Skot (á mark): 18 (7)-5 (3) Horn: 3-5 Aukaspyrnur: 15-9 Rangstöóur: 1-0 Varin skot: Ómar 3 - Birkir 6. IBV (4-3-3) Birkir Kristinsson .......4 Hjalti Jóhannesson .......3 Kjartan Antonsson ........3 Hlynur Stefánsson ........3 Páll Hjarðar ............3 Hjalti Jónsson ..........3 (73. Olgeir Sigurgeirsson .. -) Bjamólfur Lárusson ......3 Bjami Geir Viðarsson ... 2 (62. Gareth Graham .......2) Unnar Hólm Ólafsson .... 2 (62. Ingi Sigurðsson .....2) Gunnar Heiöar Þorvaldsson 2 Níels Bo Daugaard .........2 Maöur leiksins hjá DV-Sporti: Haukur Ingi Guönason, Keflavík Keflavík-ÍBV 1-0 (1-0)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.