Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2002, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2002, Blaðsíða 11
11 FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2002 JOV Þetta helst HEILDARVIÐSKIPTI 894 m.kr. Hlutabréf 164 m.kr. Húsbréf 198 m.kr. MEST VIÐSKIPTI Jaröboranir 37 m.kr. Kaupþing 23 m.kr. íslandsbanki 21 m.kr. MESTA HÆKKUN O Delta 2,3% O Kögun 2,3% ©Eimskip 2,0% MESTA LÆKKUN O Flugleiöir 4,1% o Sjóvá Almennar 2,6% O SÍF 2,3% ÚRVALSVÍSITALAN 1,267 - Breyting 0,16% Kyrr kjör skuldabréfa í morgunpunktum Kaupþings í gær kom fram að tíðindalítil við- skipti urðu á skuldabréfamarkaði í fyrradag en velta var með ágætum og nam þremur milljörðum króna, þar af helmingurinn með hús- og húsnæðisbréf. Ávöxtunarkrafa IBN20 og IBH21 hækkaði um rétta fjóra punkta en litlar breytingar urðu í öðrum markflokkum. Undan- tekning frá þessu var helst RIKB03 sem gaf nokkuð eftir eftir hækkun gærdagsins og skaust ávöxtunar- krafan upp um 9 punkta í 422 millj- óna króna viðskiptum. Islensk króna lækkaði í gær um 0,4% og nam viðskiptamagn rúm- lega 3 miUjörðum króna. Lokagildi krónunnar í gær var 127,5 stig gagn- vart gengisvísitölunni. Nýherji fjár- festir í HT&T í Morgunpunktum Kaupþings í gær kom fram að Nýherji tilkynnti um kaup á HT&T ehf. Fyrirtækið selur vörur og þjónustu á sviði sam- skiptalausna, símkerfa, hljóðkerfa, öryggisbúnaðar og tölvubúnaðar. Félagið hefur meðal annars umboð fyrir Philips, Toshiba, Ascom, Bosé, Plantronics og Samsung. Gert er ráð fyrir að HT&T verði sameinað ein- stökum lausnasviðum Nýherja en 18 manns starfa hjá HT&T og er áætlað að velta þess sé um 200 m.kr. á ári. Ekki var gefinn upp áætlaður hagnaður félagsins. Nýherji er með- al þeirra 5 fyrirtækja sem hyggjast birta uppgjör í vikunni. Hratt hefur dregist saman með svæðum Hratt hefur dregið ú á verð- bólgu milli fslands og . :> uanda og er ástæðan sú hvei ogglega verðbólgan hér á ísiandi hefur hjaðnað á síðustu mánuðum. Eins og sést á myndinni hefur þessi sam- leitni verið mikil á þessu ári. Mun- urinn á verðbólgu hér á landi og í EES-löndunum varð mestur í janú- ar á þessu ári eða 7,3% en þá nam 12 mánaða verðbólga hér á landi 9,4%. Munurinn í dag er einungis 3,1%. Verðbólga i EES-ríkjum er einungis 1,6% sem er vel undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans (2,5%). Samræmd vísitala neysluverðs í EES-ríkjum í júní var óbreytt frá því í maí. Á sama tíma hækkaði samræmda visitalan fyrir ísland um 0,6%. Frá júní 2001 til jafnlengdar árið 2002 var verðbólgan, mæld með samræmdri vísitölu neysluverðs, 1,6% að meðaltali í ríkjum EES, 1,8% á evrusvæðinu og 4,7% á ís- landi. Mesta verðbólga á Evrópska efna- hagssvæðinu á þessu tólf mánaða timabili var á íslandi, 4,7%, og á ír- landi, 4,5%. Verðbólgan var minnst, 0,6%, í Bretlandi og í Noregi var 0,4% verðhjöðnun. ___________________________________________Viðskipti 00 Umsjón: Viöskiptablaöið Uppgjör Ossurar í takt við væntingar í Morgunpunktum Kaupþings í gær kom fram að Össur birti uppgjör í gærmorgun og verður það í heildina séð að teljast gott. Tekjur félagsins námu 40,1 milljón dollara, eða um 3,4 milljörðum króna sem er í takt við áætlun Greiningardeildar en gert var ráð fyrir að tekjur félagsins yrðu 3.480 m.kr. Hagnaður félagsins nam um 310 milljónum króna (3,62 milljónum doll- ara) sem er einnig i takt við áætlun Greiningardeildar. EBITDA-framlegð var 14,3% hjá félaginu á tímabilinu en Greiningardeild hafði í afkomuspá gert ráð fyrir að hún yrði 15,8%. Eins og fram kemur í tilkynningu frá félag- inu var velta á öðrum ársfjórðungi sú mesta á einum fjórðungi frá upphafi sem verður að teljast ánægjulegt, sér- staklega ef litið er til þess að vöxtur- inn, sem nam 26% frá fyrra ári, var eingöngu innri vöxtur en félagið fjár- festi ekki í öðrum fyrirtækjum á tíma- bilinu. Ástæður aukinnar sölu er meðal annars sú að sala í Norður-Am- eríku, sem er stærsti markaður félags- ins, var vel yfir áætlun. Eins og við var að búast voru fjármagnsliðir fé- laginu hagstæöari en áætlanir gerðu ráð fyrir vegna gengishagnaðar sem skýrist af styrkingn evru gagnvart Bandarikjadollar. í heildina séð er uppgjörið ágætt en Greiningardeild mun senda frá sér greiningu á félag- inu i næstunni. í greiningu, sem gerð var í kjölfar þriggja mánaða uppgjörs, var mælt með kaupum á bréfum fé- lagsins og var markgengið 76,3. L ' )i- w *■ b)i' : k *.v v L L L L L t L * • L 1 iLul'titíitiiii Líyl’e T S Laugarda Sjörgvin Halldonson 11:00-12:00 12:00-17:00 12:00- >> 13:30-14:15 14:15-15:30 15:00-19:00 20.30-21.30 21:30- >> 22:30 - 01:00 23:00-01:30 24:00 - 05:00 Marhnútakeppni á hafnarsvæðinu, sjóstangaveiði. Útimarkaður í tjaldi. Fjölbreytilegar söluvörur, fjöldi seljenda. Leikborg á hátíðarsvæði. Sprell og tívolí. Tónleikar á palli, hljómsveitin BIG CITY. Barna- og unglingadagskrá með Valgeiri Skagfjörð og Helgu Möller: Söngvakeppni, Kántrýdansar og fleira. Kántrýdansanámskeið í íþróttahúsinu, kennari Jóhann Örn Ólafsson. Kántrýdanskeppni á palli. Skemmtidagskrá á palli. Hinn eini og sanni Björgvin Halldórsson. Hinar íslensku Surprimes. Línudansball í íþróttahúsinu. Stjórnandi Jóhann Örn Ólafsson. Dansleikur í Fellsborg, Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar. Dansleikur í Kántrýbæ, Hljómsveit Harðar G. Ólasonar og kóngurinn sjálfur Hallbjörn Hjartarson. Ssnnudagnr 4, ágúst 3 # Hljomsveit Beirmundar Valtyseonar Hljómsveitin BIQ CITY Helga Möller Valgeir Skagfjörð Hallbjörn Hjartarson 12:00-17:00 12:00- >> 13:30-14:30 14:30-16:30 15:00-19:00 21:00-22:30 22:30- >> 23:00 - > > 23:30 - > > 24:00 - 02:30 23:00-01:30 24:00 - 05:00 23:00 - > > Opið í Kántrýbæ, Maggi og Villi ríða á vaðið Föstudagnr 2, ágúst 16:00 - > > Leikborg opnuð á hátíðarsvæði. Sprell og tívolí. 22:00 - 02:00 Tónleikar á palli, Hljómsveitin BER. 23:00 - 03:00 Dansleikur í Fellsborg, Hljómsveitin BIG CITY. 23:00 - 03:00 Dansleikur í Kántrýbæ, Maggi Kjartans, Villi Guðjóns og Helga Möller sjá um fjörið. Aðgangur: kr. 3.900,- Dagsverð: kr. 1.500,- Ókeypis er fyrir börn 12 ára og yngri. EIMSKIP Kynnir a Kántryhatiö 2002 erValgeirSkagfjörð Skagstrendingur hf. m * ■ - • . Útimarkaður í tjaldi. Fjölbreytilegar söluvörur, fjöldi seljenda. Leikborg á hátíðarsvæði. Sprell og tívolí. Gospelmessa á palli. Óskar Einarsson og hljómsveit ásamt kirkjukór Hólaneskirkju og söngkonunni Heru Björk Þórhallsdóttur. Skemmtidagskrá á palli: Kántrýdansasýning. Kóngurinn sjálfur Hallbjörn Hjartarson með hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar. Geirmundur Valtýsson og Helga Möller ásamt stórsveit. Velgeir Skagfjörð, Jonny King og fleiri. Kántrýdansanámskeið í íþróttahúsinu, kennari Jóhann Öm Ólafsson. Uppákomur á palli, frjáls aögangur trúbadora og annarra tónlistarmanna úr hópi gesta. Söngstemming á hátíðarsvæði með Geirmundi Valtýssyni. Varðeldur. Flugeldasýning. Tónleikar á palli, Hljómsveitin 17 vélar. Dansleikur í Fellsborg, Hljómsveit GeirmundarValtýssonar. Dansleikur í Kántrýbæ, Hljómsveit Harðar G. Ólasonar og kóngurinn sjálfur Hallbjörn Hjartarson. m\ S Utvarp 96,7 og 202,2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.