Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2002, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2002, Blaðsíða 21
21 FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2002 I>'V Tilvera ■sin Mick Jagger 59 ára Poppgoöið Mich- ael Phillip Jagger nálgast óðum sex- tugsaldurinn. Hann hefur þanið radd- böndin með Rolling Stones í áratugi og er enn þá í fullu fiöri. Mick fæddist í Dartford á Englandi og það í júlímánuði. Það var á árunum 1960-1962 sem hann og Keith Richards stofnuðu sveitina Rolling Stones. Nýjasta rósin í hnappagat kappans kom á þessu ári er hann var aðlaður af Bretlands- drottningu. iviuuiqimi ii V I Glldir fyrir laugardaginn 27. Júlí Vatnsberinn 120. ian.-18. febr.): • Tækifærin koma ekki ' af sjálfu sér og þú þarft að hafa talsvert fyrir hlutunum. Fjölskyldulifið er einstaklega ánægjulegt í dag. Fiskarnir (19. febr.-20. mars): Þú átt auðvelt með að Istjórna fólki og atburð- um í dag en láttu það ekki stíga þér til höf- uðs. Ekki taka mikilvægar ákvarð- anir án þess að fá álit annarra. Hrúturinn (21, mars-19. apríl): i Ef þú ert tilbúinn að I hlusta gætir þú lært margt gagnlegt í dag. _ Hugmyndir þínar falla í góðan jarðveg hjá fólki sem þú metur mikils. Nautlð (20. april-20. maí): / Ekki láta fólk sjá að þú sért viðkvæmur á ákveðnu sviði vegna Xaaþess að það gæti verið notað gegn þér. Reyndu að vera ein- göngu með fólki sem þú treystir vel. Tvíburarnir (21. maí-21. iúní); Eyddu deginum með 'fólki sem hefur svipaðar skoðanir og þú. Annars er hætta a mikium deilum og leiðindum. Krabblnn (22. iúní-22, iúií): Þér verður best ágengt | á þeim vettvangi sem ' þú ert kunnugastur. Ástin og rómantikin svífur yfir vötnum. Happatölm- þínar eru 5, 13 og 24. Llónlð (23. iúií- 22. áeúst); i Ekki taka þátt í sam- ræðum um einkamál annarra þar sem eru felldir dómar yfir fólki sem ekki er viðstatt. Happatölur þínar eru 2,14 og 33. Mevian (23. áeúst-22. sept.l: Þú færð fréttir sem þú ert ekki nógu ánægður ^^k^Bfcineð en þú ættir að ^ f geta fengið hjálp til að leysa vandamálið. Kvöldið verður annríkt. Vogln (23. sent.-?3. nktt: J Þú verður fyrir von- brigðum í dag þar sem Vhjálp sem þú áttir von / f á bregst. Ástarlífið blómstrar um þessar mundir. Happatölur þínar eru 9, 33 og 37. Sporðdreklnn (24. okt.-21. nóv.): ^jr%. Þetta er góður tími fyrir viðskipti og pöflugt félagslif. Það er mikill kraftur í þér þessa dagana og reyndu að virkja hann til góðs. Bogmaðurinn (22. nóv.-2i. des.): jFólk virðir og hlustar fá skoðanir þínar og þér gengur vel í rök- ræðum. Einhver sýnir þér mikla góðvild í dag. Happatölur þinar eru 3, 16 og 28. Steingeitin (22. des.-i9. ian.i: Skortur á sjálfstrausti er þér fjötur inn fót í sambandi við gott tæki- ________færi sem þér býðst. Ihugaðu máhö vel áður en þú tek- ur ákvörðun um hvað gera skal. Listahátíðin á Seyðisfirði: Ekkert miðjumoð „Þetta er ekkert miðjumoð, þetta er frábært," sagöi Guðmund- ur Oddur Magnússon, prófessor við Listaháskólann, á uppskeru- hátíð Lunga á Seyðisfirði sem haldin var nýlega. Lunga er Lista- hátíð unga fólksins og krakkamir 120 sem þátt tóku í henni með ein- um eða öðrum hætti voru búnir að eiga góða daga í glampandi sól áður en að uppskeruhátíðinni kom. Víða var leitað fanga í verk- efnavali og leiðbeinendurnir voru allir færustu listamenn á sínu sviði. Dagskráin var lika fjöl- breytt. Það var leiklist, didgeridoo hljóðfærasmíð, freestyle dans, grafísk hönnun, stuttmyndagerð, (heimildamynd um veru Carls Mansons á Seyðisfirði. Sönn ís- lensk sakamál!) slagverk, laga- samkeppni og fatahönnunar- keppni. Tónleikar voru haldnir með hljómsveitinni Castor sem sigraði á Lunga í fyrra. Á laug- ardagskvöld sáu Stuð- menn um fjörið, sam- komuhúsið var troð- fullt og fjöldi af fólki á götunum, rétt eins og á síldarárunum. Aðalheiður Borg- þórsdóttir, ferðamála- og menningarfulltrúi á staðnum, var ánægð með hvernig til tókst. „Hátíðin fór afar vel fram og allir viðburðir voru vel sóttir," sagði hún. Leiðbeinendur höfðu á orði að stemn- ingin heföi verið mögn- myndir alla uð og hétu því að koma Hljóðfæragerö aftur að ári. Arni Geir og Guömundur Oddur bogra yfir smíöinni. -Kalla 1 < f : ',18| Uppskeruhátíðin Leikhópurinn ásamt Helgu Brögu. Slmpsons fá keppinaut Bresk skrípaljölskylda, eitthvaö í líkingu viö Simpsonfjöiskylduna, er nú á leiöinni á teikniboröiö. Ný skrípafjöl- skylda á teikni- borðinu Mikil leit fer nú fram í Bretlandi á vegum bandaríska Nickelodeon- kvikmyndafyrirtækisins að fjöl- skyldu sem gæti orðið fyrirmyndin að nýjum teiknimyndaþáttum, eitt- hvað í líkingu við bandarísku Simp- sons-þættina. Leitinni er þannig háttað að auglýst var eftir fjölskyld- um sem teldu sig hafa eitthvað til að bera og létu viðbrögðin ekki á sér standa því að á fyrsta klukkutíman- um höfðu um tíu þúsund fjölskyldur látið frá sér heyra. Talsmaður Nickelodeon sagði að ætlunin væri að velja úr tiu fjöl- skyldur sem sendar yrðu til höfuð- stöðva Nickelodeon í LA og þar færi valið fram. „Þegar því lýkur verður sest niður við teiknivinnu og verð- ur útlit væntanlegra fjölskyldumeð- lima fyrirmyndin að teiknimynda- persónunum en þó að öllum líkind- um nokkuð ýkt,“ sagði talsmaður- inn og bætti við að söguþráður þátt- anna yrði að nokkru byggður á raunverulegu lífshlaupi fjölskyld- unnar. Rice Krisples Hversdagslegir hlutir veröa yrkisefni. pub - sbemmtistaður sf Skemmtistaður Laugardagskvöld _ Hljómsveitin Mannakorn nM. leikur <$> Árshátíðir og samkvæmi. Tökum að okkur matarveislur og skemmtanahald. Upplýsingar í síma 867 4069 og 892 5431 am°nnu, Odd-Vitinn • pub-skemmtistaður • Strandgata 53 • Akureyri • Sími 462 6020 • GSM 867 4069 í húsi faktorsins I hinu merka Faktorshúsi í Hæstakaupstað stendur yfir sýning Garðars Péturssonar teiknara á vatnslitamyndum undir yfirskrift- inni „í húsi faktorsins". Gamlir og hversdagslegir hlutir verða lista- manninum oftar en ekki að yrkis- efni; baukar og dósir frá bams- minni; gamlir trékassar með máðri áletrun; hlutir með sögu og iðulega með augljósa tengingu við hönnun- arverk og auglýsingar sins tíma. Garðar útskrifaðist úr auglýs- ingadeild Myndlista- og handíða- skóla íslands árið 1982. Hann hefur haldið nokkrar einkasýningar, m.a. í Gailerí Fold árið 2000 og á Hótel Djúpuvík 2001. Auk þeirra hefur hann tekið þátt í fjölda samsýninga. Garðar hefur margoft hlotið verð- laun fyrir grafiska hönnun, og má þar m.a. nefna merki HM í hand- bolta 1995, merki fyrir hafnir lands- ins, „Hreint haf - hagur íslands“, merki Kennaraháskóla íslands, merki Flugfélags íslands og merki Ferðamálasamtaka Vestfjarða. Sýningin stendur til 31. ágúst. Allir íþróttaviðburðir í beinrti á risaskjám. Pool. Góður matseðill. Tökum að okkur hópa, starfsmannafálög. Stórt og gott dansgólf. Beint frá L.A. Ekta Kán trg-ball á Plagers Bæjarlind 4 • 201 Kópavogur • Sími 544 5514

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.