Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2002, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2002, Blaðsíða 32
Sfmi: 533 5040 - www.allianz.is Veitt áminning fyrir aö veiða þrjár rauðsprettur: Má ekki lengur . veiöa í matinn - segir Valgeir Sigurðsson „Mér finnst afskaplega hart ef ekki má lengur henda út rauð- sprettunetum hér í firðinum því að á slíkt er komin hefð fyrir lifandis löngu. í minum huga er í raun stórmál ef menn mega ekki lengur henda út netum og veiða í kvöld- matinn," sagði Valgeir Sigurðsson á Siglunesi við Siglufjörð í samtali við DV í gærkvöld. Hann hefur búið í áraraðir í Lúxemborg, en hefur haft sumarsetu á annnesinu við Siglufjörð, þangað sem hann á rætur að rekja. Nyrðra hefur hann meðal annars fengist við veiði- ' ■» skap, en segist nú spyrja sig hvort ekki sé sjálfhætt. Áminning „í fyrradag fór ég út á fjörð til að vitja um tvö rauðsprettunet sem ég hef verið með hér í fjarðarkjaftin- um,“ segir Valgeir. „Með mér var félagi minn, Haraldur Árnason, en hann hefur einmitt fengist við veiðiskap hér í sjötíu ár. Þegar við svo komum að bryggju biðu þar eftir okkur tveir lögregluþjónar í ^w.fúllum herklæðum. Þeir veittu okkur áminningu vegna þessa og skipuðu okkur að taka upp netin. Þess má geta að aflinn var ekki nema þrjár rauðsprettur." Guðgeir Eyjólfsson er sýslumað- ur á Siglufirði. Hann staðfesti um- rædd mál í samtali við blaðið, en sagði að lögreglumennirnir í liði sínu hefðu aðeins verið að fram- fylgja lögum. Þau væru að veiði fiskjar í net i sjó væri óheimil nema því aðeins að menn hefðu yfir að ráða veiðileyfi og kvóta. Svo hefði ekki verið í þessu tilviki. Mönnum væri ekki heimilt að róa Blokkir í * skemmtanalífinu Nokkrar breytingar hafa orðið á eignarhaldi skemmtistaða i Reykja- vík undanfarið. Á síðasta ári virtist vera að verða til eitt stórt veldi sem stjómaði stórum hluta markaðarins en nú hefur það veldi minnkað og nýir aðilar stækka við sig. Mennim- ir á bak við SkjáEinn reka nú þrjá skemmtistaöi í félagi við Eyþór Amalds, rekstraraðilar Café Victors em sífellt að stækka við sig og rót- grónir staðir eins og Gaukurinn og Glaumbar em reknir undir sama hatti. Þannig virðast hafa myndast nokkrar blokkir í rekstri heitustu skemmtistaðanna í borginni. Nánar er fjallað um málið á blaðsíðu 12 í Fókus í dag. Skipstjóri á Dalvík segir hvalveiðar stundaðar í miklum mæli: Smáhveli skotin fyrir augum ferðamanna / • -w m -w * -w -m m -m — m - túristum sagt að verið sé að merkja hvali Snorri Snorrason. „Maður reynir að forðast það að ferðamennimir sjái þegar verið er að drepa hvalina. En þetta er svo al- gengt að við komumst varla hjá því. Síðast í gær sigldum við fram á hræ sem búiö var að skera,“ segir Snorri Snorrason, skip- stjóri á Dalvík, um hvalveiðar sem stundaðar eru á hvalaskoðunarslóð- um örskammt frá Dalvík. Snorri er þjóðþekktur skipstjóri sem hefur hin síðari ár skroppið nokkrar ferðir á hvalaskoðunarbátnum Hrólfi. Þar seg- ist hann hafa horft á það eigin augum að verið sé að drepa höfrunga, hnísur og önnur smáhveli í stórum stíl. „Þetta horfi ég upp á með eigin aug- um. Þrátt fyrir að hvalveiðibann sé í gildi drepa menn hvali hér við land í stórum stíl og án þess að lög og réttur nái yfir það athæfi," segir Snorri sem kveðst reyndar vera ákafur stuðnings- maður þess að hvalveiðar verði hafh- ar að nýju við ísland. Hann segir að reynt sé að telja ferða- mönnum trú um að ekki sé verið að drepa hvali þegar leiðir skoðunarbáta og veiðibáta liggi saman. Á siðasta ári kom það upp að hópur ferðamanna sá bát með blóðugan höff ung á síðunni og stóran blóðflekk umhverfis. „Þá var ferðamönnunum sagt að þarna ættu sér stað merkingar á hvalnum. Þrautalendingin er að segja fólki eitthvað slíkt en ég er orðinn leiður á að ljúga um þetta,“ segir Snorri. Snorri hefur spurst fyrir um málið hjá sjávarútvegsráðuneyti, Fiskistofu og fleiri opinberum stofnunum en hann fær engin svör og hver vísar á annan. Hvalaskoöun Þeim sem gera út á hvalaskoöun á Daivík er ekki rótt. „Það vill enginn innan kerfisins bregðast við með neinum hætti. Menn sjá í gegnum fingur sér með þessi mál. Mér finnst að við þessar veiðar þurfi að vera ákveðið siðferði og ef þetta má þá hlýtur að þurfa að gefa út leyfi rétt eins og gildir um allan veiðiskap. Stór hluti þeirra dýra sem eru skotin stein- sekkur og verður þannig engum til gagns. Einn hældi sér af því að hafa skotið 10 dýr sama daginn en hann náði aðeins einu,“ segir Snorri. Hann segir að mesti skaðinn af þess- um veiðum, sem sífellt fleiri stundi sem sport, sé að þar með sé skemmt fyrir útgerð skoðunarbátanna. „Verst er að þetta skuli stundað inni á fjörðum þar sem gert er út á að skoða þessi kvikindi. Ef menn nenntu út fyrir fjörðinn til þess að veiða gætu þeir sjálfsagt gert þetta í friði og án þess að valda þeim sem stunda skoð- unarferðirnar skaða. En reyndin er sú að þeir eru að veiða innan fjarðar og þegar búið er skjóta mörg dýr þá styggjast hin og erfitt verður að kom- ast að þeim. Maður sér þetta á hópun- um sem verður lífsins ómögulegt að nálgast," segir Snorri. „Þetta er eitthvert voðalegt vand- ræðamál og komið út í tóma vitleysu. Menn kannast við að þetta sé jú bann- að en enginn veit hver á að halda uppi eftirlitinu. Mér er kunnugt um að veiðimenn hafa fengið þær upplýsing- ar að ekki sé bannað að veiða þessi smáhveli," segir Snorri. -rt til fiskjar nema því aðeins að þeir notuðu handfæri án hjálparbúnaö- ar - og nýttu aflann til eigin neyslu. Eftir þessu væri farið. Hann sagði lögregluna fylgjast með að þessum lögum væri fram- fylgt og meðal annars hefði verið fariö í Héðinsfjörð fyrir skemmstu og þar tekin upp ólögleg laxa- og silunganet. Valgeir Sigurðsson segist ekki gefa mikið fyrir þessar röksemdir. Hann kveöst hafa heimildir fyrir því að ekki séu gerðar athuga- semdir við að menn leggi rauð- sprettunet í sjó til að mynda í Eyja- firði, það segi sér siglfirskir trillukarlar sem þangað hafi róið. Þá sé einnig merkilegt aö rauð- sprettuveiðarnar sem fyrir löngu sé komin hefð á séu nú undir smá- sjá lögreglunnar - og vinna og pen- ingar lagðir í að framfylgja ströng- ustu lögum sem um þetta gilda. Forgangsröðunin sé athyglisverð. -sbs Skruoganga Góö stemning ríkti á uppskeruhátíö ÍTR í gær þótt veöriö væri ekki upp á þaö allra besta. Skrautleg skrúöganga fór frá Austurbæjarskóla niöur Laugaveg og endaöi í Hljómskálagaröi. Þar upphófst grín, grill oggleöi, töframenn léku list- ir og leikir voru í gangi fram eftir degi. Lögreglurannsókn hjá fyrrverandi forstjóra Framsýnar: Lífeyrissjóður rekur reiðhöll Lífeyrissjóðurinn Framsýn í Reykjavík eignaðist þann 12. júlí síð- astliðinn reiðhöllina á Ingólfshvoli í framhaldi þess að skuldabréf, að upp- hæð 70 miiljónir króna, lenti í van- skilum. Sjóðurinn hefur ráðið starfs- mann til aö annast þessa eign sína. Eins og DV greindi frá í gær fer nú fram lögreglurannsókn á lánveiting- um sjóðsins í tíð fyrrverandi fram- kvæmdastjóra. Lánið hafði fyrri fram- kvæmdastjóri Framsýnar veitt félagi í eigu sonar síns en þegar ekki var greitt af því var gengið að veðum sem eru reiðhöll og gamalt íbúðarhús, auk landskika á Ingólfshvoli. Fjármálaeftirlitið vís- DV í gær Lögreglan rannsakar fjárreiöur fyrrver- andi framkvæmdastjóra. Stjóm Framsýnar fékk nasasjón af málinu i fyrrahaust og taldi að lán- veitingin væri brot á starfsreglum sjóðsins. Ákveðið var í desember að vísa því til umsagnar Fjármálaeftir- litsins sem í byrjun þessa mánaðar staðfesti grun stjórnarinnar og visaði málinu til lögreglu. Halldór Björnsson, formaður stjóm- ar Framsýnar, segir að stefnt sé að því að selja eignirnar á Ingólfshvoli. Lífeyrissjóðurinn hafi ekki hugsað sér að reka reiðhöllina nema þar til kaup- andi finnist. Forstjórinn fyrrverandi á að baki langan og farsælan feril hjá Framsýn. Hann hætti þar störfum árið 2000 fyr- ir aldurs sakir en brotthvarf hans tengdist ekki í neinu lánveitingum til sonarins. Óvíst er hvenær lögreglu- rannsókn á málinu lýkur. -rt HEIMAGÆSLA ÖRYGGISMIÐSTÖÐ ÍSLANDS BORGARTONI31 - SlMI 530 2400 WWW.OI.IS MITCHELL 40% AFSLATTUR Sportvörugerðin hf. Skipholti 5, s. 562 8383

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.