Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2002, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2002, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2002 Sport DV 76. Meistaramót íslands í frjálsum íþróttum fer fram um helgina: Þátttaka mjög góð - landsliðsþjálfarinn Vésteinn Hafsteinsson fer yfir stöðuna Meistaramót íslands í frjálsum íþróttum fer fram um helgina á Kópavogsvelli og verða flestir af bestu keppendunum með. Þátttaka er góð og má búast við hörkukeppni í mörg- um greinum. DV-Sport ræddi við Vé- stein Hafsteinsson um keppnina og þá keppendur sem eru í brennidepli þessa dagana. „Ef veðrið verður gott verða allir hressir og kátir og þá reikna ég með v góðum árangri, sérstaklega góðri keppni og mjög góðri þátttöku. Besta keppnisfólk okkar, sem er að fara á Evrópumeistaramótið, er í góöu standi og svo eru þessi yngri, eins og Björg- vrn Víkingsson, Sigurbjörg Ólafsdóttir og Sigrún Fjeldsted, að koma upp að hliðinu á okkar besta fólki. Þau eru öli á mikilli uppleið og ég bíð spennt- ur eftir því að sjá hvort þau bæta sig og veita þessum eldri keppni. Svo er ég mest spenntur að sjá hvort minn maður, Magnús Aron HaUgrímsson, nær lágmörkum og ^hvort Þórey Edda Elísdóttir stekkur yfir 4,40. Svo er ég aUtaf spenntur að sjá Jón Amar Magnússon. Hann er búinn að vera meiddur í hásin og það verður fróðlegt að sjá hvemig staðan er á honum. Árangur fer eftir veöri Hjá Þóreyju Eddu eru 4,40 m alveg raunhæflr. Ég sá hana síðast stökkva fyrir tveimur dögum og þá var hún að fara yfir 4,40 m. Ef það verður ekki neinn mótvindur eða brjálað veður býst ég við því að hún fari yfir 4,40 m. Ef hún gerir það fyrir Evrópumeist- aramótið fer hún þangað full sjálfs- trausts. Ég er bjartsýnn með Þóreyju Eddu og Jón Amar lika. Vala Flosa- ,dóttir er meira óskrifað blað og aUt yf- “ ir 4,30 m hjá henni á Evrópumeistara- mótinu í Múnchen er bara gott. Svo er bara spuming í hvaða sæti það myndi fleyta henni. Þó svo að 4,30 m sé ekki mikið í dag þá getur þaö fleytt fólki í úrslit eins það gerði hjá Völu í vetur. Ef hún er ein af átta bestu i heimi er ekki hægt að kvarta. En kröfumar á Völu er bara bronsið,“ sagði Vésteinn og hló. „Kröfumar á Völu eru miklu meiri en á Þóreyju Eddu. Þórey Edda er meira að læðast inn í þetta svona bak- dyramegin og er ekki eins þekkt og Vala. Þórey Edda er reyndar í betra formi þrátt fyrir að hafa glímt við meiðsl í vetur. Vandamálið hjá henni hefur verið að komast inn á mót er- lendis vegna þess að árangurinn er ekki meiri en hann er og þá er erfitt að komast inn á þessi stóru mót. Ég er að reyna koma henni inn á 4-5 mót eft- ir Evrópumeistaramótið, en helsti styrkur hennar núna er hve hungrið er mikið að standa sig af því að það hefur liðið langur tími á mUli.“ Magnús mun bæta sig Spurður út í Magnús Aron var Vé- steinn viss um að hann ætti eftir að bæta sig í ár. „Ég spái því að hann bæti sig í ár. Hann á best 63,02 m og það yrði mjög gott ef honum tækist gera betur eftir þennan uppskurð sem hann fór í. Hann verið verið mjög duglegur að æfa sig eftir meiðslin en þau hefðu þýtt endalokin hjá mörgum. Hann hef- ur reyndar verið óheppinn í vor með önnur meiðsl. Hann meiddist í kálfa og veiktist síðan í mánuð þar sem hann fékk vírus. Hann er með getu núna upp á 60-62 m en eftir svona mánuð verður hann kominn með getu upp á 61-63 m. Það er engin spuming. Ég þjálfa hann á hverjum degi og veit hver staða hans er og hún er bara mjög góð.“ Guðbjörg gríöarlegt efni Vésteinn talaði um á blaðamanna- fundinum að Sigurbjörg Ólafsdóttir væri mesta efnið á landinu í dag. „Möguleikar Sigurbjargar á alþjóðleg- um vettfangi eru fyrst og fremst í 100 m grindahlaupi eða langstökki. Hún getur sett íslandsmet í 100 m hlaupi en það gerir ekkert á alþjóðamælikvarða. Þessi mynd var tekin á blaöamannafundinum i gær sem haldinn var fyrir meistaramótiö sem fram fer um helgina. Fyrir miöju má sjá Véstein Hafsteinsson landsliösþjálfara. DV-mynd E.Ói. Svo eru margir aðrir mjög efnilegir en ef það á að nefna eitthvert svona framúrskarandi efni þá er það Sigur- björg. Hún er líka mjög glæsileg og gaman að horfa á hana. Hún keppir 1 mörgum greinum og býður mikið upp á að fólk horfi á hana.“ En í hvaða greinum verður mesta baráttan á meistaramótinu um næstu helgi, að mati landsliðsþjálfarans? „Ég myndi segja í 100 og 200 m hlaupi kvenna og I öllum kastgreinum kvenna. Það eru komnar tvær í allar þessar greinar sem eru að berjast um gullið þannig að það er ekki einhver ein sem á sigurinn vísan. Svo er það 800 m hlaup karla. Þar eru t.d tveir sem eru að reyna við lágmark fyrir Norðurlandamót unglinga. Annars eru það margar greinar sem geta orð- ið spennandi. -Ben Silja Úlfarsdóttir úr FH veröur í eldlínunni um helgina þegar Meistaramót íslands fer fram í Kópavoginum. Menn bíöa spenntir eftir einvígi hennar og Sunnu Gestsdóttur úr UMSS. Þetta er i fyrsta skipti sem þær stöllur mætast á brautinni í sumar. u ásigkomulagi - segir Þórey Edda Elísdóttir Þórey Edda Elísdóttir hefur verið meidd í vetur en segist vera kominn í gott stand. Hún segist ætla að nota meistaramótið sem undirbúning fyrir EM en setur stefnuna engu að síður á fyrsta sætið. „Ég er bara í eins góðu ásigkomu- lagi og mögulegt er. Ég er búin að æfa vel í sumar og hef veriö dugleg að keppa hér heima. Þau voru erfið þessi meiðsl sem ég átti við að striða í vetur en ég er orðin góð núna þannig að ég held að formið sé allt að smélla saman. Árangur hjá mér um næstu helgi fer mikið eftir veðri. Ef það verður gott veður get ég verið til alls líkleg en ég ætla reyndar ekki að toppa fyrr en á EM. Ég lít á meistaramót- ið meira svona sem undirbúning fyrir EM. Ég fæ mikla og góða keppni á meistaramótinu og þetta er í fyrsta skipti I sumar þar sem eru einhverjar aðrar eru aö keppa. Vala Flosadóttir verður þama og einnig sænsk stelpa sem er sterk. Það er nauðsynlegt að fá keppni og koma adrenalíninu í gang. Verður aö vera keppni Samkeppnin er lykillinn að því að bæta sig og hún hvetur mann áfram. Þegar maður er einn að keppa er ekkert adrenalín í gangi. Stundum eru ég, þjálfarinn og tveir dómarar á vellinum. Núna verður þetta hörkukeppni og við ætlum all- ar þrjár að vinna.“ Þórey Edda hefur stokkið 4,31 m best i sumar. Spurð út í markmiðið á meistaramótinu um helgina sagði hún að það væri að sigra. „Mitt markmið er auðvitað að vinna. Það er erfitt að segja til um hæð og mað- ur veit aldrei fyrr en maður mætir á mótsstað aö hverju er hægt að stefna. Markmiðið er bara, eins og hjá flestum sem keppa, aö sigra,“ sagði Þórey að lokum. -Ben

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.