Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2002, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2002
27
DV
Sport
Kekic er frábær miðvörður
„Það skipti öllu máli fyrir okkur
að ná í þessi þrjú stig þvi að við
höfum oft spilað ágætlega undanfarið
en uppskorið lítið,“ sagði Bjami
Jóhannsson, þjálfari Grindavíkur, og
var augljóslega feginn þegar
Grindavík vann fyrsta sigur sinn í
Símadeildinni síðan 23. júní.
„Það verður líka að taka tiilit tO
þess að leikurinn dó við annað
markið því að þá fengu þeir tvöfalda
refsingu, misstu mann út af og fengu
á sig mark úr vítinu. Eftir það
spOuðum við öruggt, vorum
þolinmóðir og biðum eftir markinu
sem kom í lokin. Það var samt
kannski pínulítið stress í liðinu að
halda þessari forystu því að oft
höfum við gloprað þessu niður á
síðustu mínútunum í sumar,“ sagði
Bjarni sem kom á óvart með því að
setja Sinisa Kekic aftur í vörnina.
„Það var komin ákveðin pressa á
Kela og mér langaði tO að friska upp
á hlutina þarna frammi um leið og ég
set mann, sem er frábær fótbolta-
maður, i vörnina. Ég held að það hafi
ekki farið fram hjá neinum sem
horfði á þennan leik að Kekic er
frábær miðvörður og þessi staða
hentar honum ekkert síður en það að
spila framar á veOinum," sagði
Bjami. En er toppbaráttan enn inni í
myndinni? „Við verðum að vinna
okkur eins langt frá botninum og
hægt er áður en við setjum okkur
æðri markmið og þannig verður það
að vera en við vorum fínir í kvöld,“
sagði Bjami að lokum. -ÓÓJ
Kristinn Rúnar Jónsson, þjálfari Framara
Ekki sáttur við síðustu leiki
Kristinn Rúnar Jónsson, þjálfari Framara, gerði þrjár breytingar á liði sínu^ -
frá því i síðasta leik þrátt fyrir að liðið ynni 3-1 sigur á Keflavík i bikarnum.
„Ég var ekki sáttur við margt hjá okkur í þeim leik og ég hef ekki verið
ánægður með síðustu leiki. Það er mitt að fmna út úr því en við erum búnir
að vera í vandamálum og nú þurfum við að flnna lausnir og vinna okkur út úr
þeim. Viö vorum undir fyrstu 25 mínúturnar, fengum mark á okkur strax eftir
fimm mínútur og voram síðan einum manni færri i 55 mínútur. Þessi leikur
þróaðist þannig að við áttum í erfiðleikum og það má segja að þeir hafi verið
langt komnir með sigurinn í hálfleik. Við kláruðum seinni hálfleikinn með
ágætis reisn en við töpuðum þessum leik í fyrri hálfleik.
Nú þurfa mínir menn að fara átta sig á því hvar við erum staddir í deildinni,
bretta upp ermarnar og vinna sig úr úr þessum vandamálum sem við höfum
komið okkur í í síðustu leikjum," sagði Kristinn Rúnar í leikslok. -ÓÓJ
Grindvikinguriríh Óli Stefán
Flóventsson leikur hér á
Framarann Gunnar B.
Olafsson i leik liöanna i gær.
DV-mynd Sígurður Jökull
O-l Ray Jónsson (5., beint úr aukaspyrnu utan af kanti sem skoppaði í fjærhomið)
0-2 Ólafur Öm Bjamason (37., af úr víti eftir að Ásgeir Halldórsson varði á línu með hendi)
0-3 Grétar Hjartarson (88., lyfti yflr Gunnar eftir langa stungusendingu Rays)
Fram (4-4-2)
Gunnar Sigurðsson .......2
Ásgeir Halldórsson ......2
Sævar Guðjónsson.........2
Eggert Stefánsson .......3
Gunnar B. Ólafsson.......1
Ómar Hákonarson..........2
Ágúst Gylfason ..........3
Thomas Rutter............1
í„ Edilon Hreinsson .... 2)
Daði Guðmundsson ........1
Andri Fannar Ottósson ... 2
Kristján Brooks..........2
(37., Viðar Guðjónsson .... 1)
Dómari: Eyjólfur Ólafsson
(X3).
Áhorfendur: 528.
Gul sniöld:
Alfreð (60.),
Kekic (89.),
Grindavík.
Rauð spiöld:
Ásgeir (37.)
Fram fyrir að
verja skot
Pauls McShane
á marklínui.
Skot (á mark):
6 (3)-17 (9)
Horn:
2-3
Aukaspyrnur:
23-17
Rangstöóur:
7-3
Varin skot:
Gunnar 2
- Albert 1.
Grindavík (4-3-3)
Albert Sævarsson .......3
Jón Fannar Guðmundsson . 2
Sinisa Kekic ...........5
Ólafur Örn Bjamason .... 5
Gestur Gylfason.........3
Paul McShane............3
Eysteinn Hauksson ......2
(88., Helgi Jónas Guðfmnsson-)
Óli Stefán Flóventsson .... 3
Alfreð Jóhannsson......
(73., Heiðar Aðalgeirsson
Grétar Hjartarson .....
Ray Jónsson ...........
Maður leiksins hjá DV-Sporti:
Sinisa Kekic, Grindavík
figQi.lelKs
3
z
■ .
.
■
FILi
1$
_
■
Hér að ofan er Gríndvíkingurinn Grétar Hjartarson um þaö
bil ab skjóta í stöngina á marki Framara þegar hann fékk
| gott færi á 20. mínútu leiksins. DV-mynd Siguröur Jökull
Fram-Grindavík 0-3 (0-1)
V
Grindvíkingar tefldu fram nýju miðvarðarpari gegn Fram í gær:
Gáfu engin færi
- Bjarni Jóhannsson færði Sinisa Kekic aftur i miðvarðarstöðu við hlið Ólafs
Arnar Bjarnasonar og Grindavík vann öruggan 0-3 sigur á Fram
Grindvíkingar komust aftur á sigur-
braut í Símadeild karla í gær þegar
þeir unnu öruggan 0-3 sigur á Fröm-
urum I Laugardalnum. Bjarni Jó-
hannsson, þjálfari Grindavíkur, gerði
róttækar breytingar á liði sínu í kjöl-
far fjögurra sigurlausra leikja 1 deild
og bikar og það er óhætt að segja að
þær breytingar hafi skilað sér vel í
þessum leik sem var aðeins annar sig-
urinn frá því júníbyrjun.
Bjami færði bakvörðinn Ray Jóns-
son fram í sóknina og sóknarmanninn
Sinisa Kekic í vörnina og Skotinn
Scott Ramsey var svo ekki í leik-
mannahópnum sökum agabanns.
Það tók Ray aðeins fimm mínútur
að skora í leiknum og Sinisa Kekic
steig ekki feilspor við hlið Ólafs Amar
Bjamasonar í miðju Grindavikurvam-
arinnar. Þetta nýja miðvarðarpar lok-
aði á allar sóknartilraunin Framara í
leiknum. Aðeins fyrirliði Safamýrar-
liðsins, Ágúst Gylfason, náði skoti á
mark, flest þeirra með hættulitlum
langskotum.
Framarar fengu engin færi í leikn-
um og áttu aldrei möguleika. Eftir að
þeir misstu mann út af á 37. mínútu
gerðu þeir lítið til að bæta stöðu sína
enda 0-2 undir og einum manni færri.
„Það var mjög gott að halda hreinu
og það að gefa ekki færi á okkur i öll-
um leiknum," sagði Ólafur Örn
Bjarnason, fyrirliði Grindavíkinga, í
leikslok.
„Við vildum ekki vera að taka ein-
hverja óþarfa áhættu þegar við vorum
2-0 yfir því að þeir komu sér inn í leik-
inn með því að skora eitt mark. Við
héldum bara „núilinu" og vissum að
við myndum fá möguleikann á öðru
marki enda varð sú raunin i lokin.
Fyrri háMleikurinn var mjög góður en
þetta var frekar dauft hjá okkur í þeim
seinni. Það skipti öllu að ná i þessi þrjú
stig og þessi sigur er líka góður fyrir
sjálfstraustið í liðinu,“ sagði Ólafur
Öm Bjarnason, fyrirliði Grindavíkur,
sem líkaði vel að spila við hlið Kekics.
„Hann er stór og sterkur og les leik-
inn vel. Það er ekkert vandamál fyrir
hann að leysa þessa stöðu nú þegar við
eigum í smávandræðum með leik-
mannahópinn. Okkur tókst að halda
framherjum þeirra nokkuð vel niðri og
við getum ekki annað en verið ánægð-
ir með okkar leik,“ sagði Ólafur Öm að
lokum en hann var í algjörum sérflokki
á vellinum ásamt Kekic.
Auk þessara tveggja lék Ray Jónsson
vel í nýrri stöðu, Óli Stefán Flóvents-
son vann vel og Grétar Hjartarson var
frískur frammi. Grétar uppskar loks
mark í lok leiksins og það gerði hann
að markahæsta manni mótsins enn
sem komið er.
Framliðið var sorglega slakt í gær,
sóknarleikur liðsins var hörmulegur.
Aðeins Ágúst Gylfason og Eggert Stef-
ánsson skiluðu sinu en án þess þó að
vera spila besta leik sinn. Taki Framar-
ar sig ekki mikið á í næstu leikjum er
ljóst að ævintýrið frá því í fyrra gæti
eftir allt saman endað illa, en bara ári
síðar en spáð var. -ÓÓJ
* SÍMA
DEILDIN
Staðan í deildinni:
KR 10 6 2 2 13-8 20
Fylkir 10 5 3 2 19-14 18
KA 10 4 4 2 11-8 16
Grindavík 11 4 3 4 19-18 15
ÍA 10 4 2 4 19-15 14
Keflavík 11 3 5 3 15-18 14
ÍBV 11 3 3 5 14-15 12
Fram 10 2 4 4 13-16 10
FH 9 2 3 4 10-15 9
Þór, Ak. 10 2 3 5 14-20 9
Markahæstir
Grétar Hjartarson, Grindavík .... 7
Bjarki Gunnlaugsson, ÍA..........6
Gunnar Heiðar Þorvaldsson, ÍBV . 6
Jóhann Þórhallsson, Þór, Ak......6
Sævar Þór Gíslason, Fylki .......6
Siguröur Ragnar Eyjólfsson, KR . . 5
Adolf Sveinsson, Keflavík........4
Hjörtur Hjártarson, ÍA ..........4
Orri Freyr Óskarsson, Þór, Ak. . .. 4
Steingrimur Jóhannesson, Fylki .. 4
Næstu leikir
KA-Fylkir.............í kvöld 19.15
ÍA-KR ........laugard. 27. júlí 14.00
FH-Þór Ak. . . sunnud., 28. júlí 19.15