Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2002, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2002, Blaðsíða 17
16 FÖSTUDAGUR 26. JÚLl 2002 FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2002 17 Björn Bjarnason oddviti sjálfstæöismanna í borgarstjórn Reykjavikur Kjallari DV Skoðun Útgáfufélag: Otgáfufélagið DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Aðalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aðstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Skaftahlíð 24,105 Rvfk, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deiidir: 550 5999 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Rjúfa þaif vítahringinn Öfgaöfl í ísrael og Palestínu viröast sammála um það eitt að koma í veg fyrir frið með öllum hugsanlegum ráð- um. Leiðir út úr vítahringnum eru ekki sjáanlegar. Hatr- ið ræður rikjum. Alþjóðasamfélagið fordæmir með réttu loftárásir ísraelsmanna í Gaza sem leiddu til dauða 16 palestínskra borgara, þar af tíu bama, auk þess sem á annað hundrað manns særðist. Þar voru ísraelsmenn á eftir forsprakka hins vopnaða arms Hamas-samtakanna, Salah Shahada, og drápu hann en um leið hina óbreyttu borgara. Salah Shahada bar ábyrgð á sjálfsmorðsárásum í ísrael og þar með dauða fjölda óbreyttra borgara. Skiljanlegt er að stjórnvöld í ísrael vilji ná til sliks manns en skotárás á íbúðabyggð, þar sem fyrir er fjöldi fólks, er algerlega ólíð- andi. Með aðgerðum sínum sýna israelsk stjórnvöld að þau eru litlu betri en öfgasinnaðir glæpamenn í röðum Palestínumanna og virðast ekki sækjast eftir friði fremur en þeir. Öfgamenn beggja þrífast á ófriðnum sem kemur svo sárlega niður á óbreyttum borgurum beggja þjóðanna. Stjórnvöld í ísrael vita að loftárásin banvæna verður til þess að stigmagna átökin, hefndin harðnar. Sú hefnd mun bitna á óbreyttum borgurum ísraels. Hið sama gildir um þá stefnu rikisstjórnar Sharons að einangra Palestinu- menn og eyðileggja þar allt stjómkerfi. Ungmenni i Palest- ínu alast upp við ömurlegar aðstæður og hatur á nágrönn- um sínum. Þau drekka vonleysið með móðurmjólkinni. Engu er að tapa. Smánaður og örvæntingarfullur granni er um leið ógnvekjandi granni. Aðgerðir ísraelsku harð- línustjórnarinnar benda ekki til þess að hún vilji breyt- ingu þar á. Um leið og viðbjóðslegar sjálfsmorðsárásir öfgahópa Palestínumanna i ísrael eru fordæmdar ber ekki síður að fordæma framferði ísraelsstjórnar. Lausn á hinni lang- vinnu deilu er ekki i sjónmáli en deiluaðilar þurfa að heyra fordæmingu og hneykslun þjóða jafnt sem samtaka og einstaklinga. Því er eðlilegt að islensk stjómvöld for- dæmi árás ísraelshers á íbúðablokkina í Gaza. í þeirri for- dæmingu kemur fram að íslensk stjómvöld hafi skilning á nauðsyn þess að stöðva hryðjuverk framin af Palestínu- mönnum en ekki sé réttlætanlegt að beita til þess aðferð- um á borð við aftökur án dóms og laga. Slikar aðferðir, segir í ályktun utanríkisráðuneytisins, em óafsakanlegar og dráp á saklausu fólki á heimilum sínum er aldrei rétt- lætanlegt. Milligöngu er þörf í hatrammri deilu ísraelsmanna og Palestínumanna. Þjóðimar ráða ekki fram úr þeim ógnar- vanda sjálfar. Hvomg vikur frá skilyrðum fyrir friðarvið- ræöum enda tæpast að sjá að vilji sé fyrir hendi. Til þeirr- ar milligöngu er einkum horft til Bandarikjamanna, Rússa, Evrópusambandsins og Sameinuðu þjóðanna en ár- angur næst vart nema til komi þrýstingur almennings heima fyrir og þrýstingur alþjóðasamfélagsins. Vera kann að þessi ríki og alþjóðastofnanir verði að þvinga fram lausn en Ásgeir Sverrisson, yfirmaður er- lendra frétta Morgunblaðsins, vitnar í sendiherra Palest- ínumanna i London í ágætri grein í blaði sínu í gær þar sem sendiherrann segir að fordæmi fyrir slíku sé frá Súez- deilunni árið 1956. Þá tókst Bandaríkjaforseta að fá ísra- elsmenn til að kalla heim herlið sitt án þess að bjóða þeim neitt i staðinn. Svo óliklega sem það hljómar hallast palestínski sendiherrann að lausn sem yrði gagnkvæm að því leyti að hún yrði nánast óaðgengileg fyrir báða aðila. Markmiðið er að stofna sjálfstætt ríki Palestinumanna en tryggja um leið öryggi ísraelsmanna, vel að merkja innan þeirra landamæra sem eru alþjóðlega viðurkennd. Jónas Haraldsson Að lifa á umsetningunni tölur berast frá Seðlabanka. Sé mið- að við skuldir atvinnulifs og heim- ila við innlendar lánastofnanir er líklegt að árleg vaxtabyrði fyrir- tækja myndi aukast um 7-12 millj- arða árlega á framkvæmdatíman- um og vextir heimilanna um 40-70 þús. kr. á hverja fjögurra manna fjölskyldu á sama tíma. Engan hef ég heyrt halda því fram að hærri stýrivextir komi at- vinnulífinu til góða. (Þá er frátalin sú staðhæfmg Guömundar Ólafs- sonar lektors í Morgunblaðsgrein um daginn að hærri vextir skipti atvinnulífið ekki máli. Þá færi nú sjálfsagt minna fyrir sífelldri bar- áttu samtaka atvirmurekenda fyrir vaxtalækkunum). - Það kemur sem sagt kostnaður á móti veltmmi og þar skiptir kostnaður atvinnulífs- ins mestu. Dregur úr hagkvæmni Áhrifm felast i svonefndum ruðningsáhrifum: Fyrirtæki eða at- vinnugreinar sem fyrir eru leggja upp laupana en í staðinn kemur nýr rekstur eða nýjar atvinnu- greinar. Ruðningsáhrif eru alls ekki slæm í sjálfu sér. Þau geta ver- ið eðlilegur hluti af breytingu á at- vinnuháttum. Til að þau séu rétt- lætanleg þurfa hins vegar þær breytingar sem valda þeim að auka heildarhagkvæmni í atvinnuiífmu. Annars er hætta á að arðbær rekst- ur hverfi fyrir óarðbærum. Þetta er vandinn við Reyðarálsverkefnið. Virkjunin grundvallar tekjur sínar á orkusölu til áliðnaðar og þvi er áhætta hennar í raun sambærileg „Gerð virkjunar og álvers á Austurlandi myndi vissulega stórauka veltuna í hag- kerfinu. Vandinn er hins vegar sá, að mótvœgisaðgerðimar munu skaða jyrirtœki sem byggja fjármögnun sína á innlendu lánsfé, auk þess að valda þenslu á vinnu- markaði. Þar vegur sjávarútvegurinn þungt.“ viö áhættu í álrekstri - hætti álver- ið starfsemi stöðvast orkusala frá virkjuninni. Arðsemin sem hún skilar er hins vegar aðeins sambærileg við arð- semi almenningsveitna, sem er með því lægsta sem gerist. Gróft tekið munar um það bil helmingi. Kárahnjúkavirkjun yrði því aldrei byggð af einkaaðilum, heldur grundvaUast gerð hennar á fjár- stuðningi ríkisins. Reyðarálsverk- efnið í heild stendur því ekki undir þeirri áhættu sem í því felst, sem merkir að ruðningsáhrifin munu draga úr heildarhagkvæmni at- vinnulífsins. Réttlætir ekki ein Gerð virkjunar og álvers á Aust- urlandi myndi vissulega stórauka veltuna í hagkerfinu. Vandinn er hins vegar sá, að mótvægisaðgerð- imar munu skaða fyrirtæki sem byggja fjármögnun sína á innlendu lánsfé, auk þess að valda þenslu á vinnumarkaði. Þar vegur sjávarút- vegurinn þungt. Og er ekki bæt- andi á nýjustu álögur ríkisvaldsins á þessa undirstöðugrein lands- byggöarinnar. Veltuaukningin ein réttlætir ekki slíkt. Það lifir nefni- lega enginn af umsetningunni. „Greiðar götur hefur verið kynnt sem stórverkefni R- listans í upphafi nýs kjör- tímabils. Ef ekki býr meira að baki verkefninu en helsti talsmaður þess hefur lýst, snýst það um lögfrœðileg álitamál, sem síféllt eru til umrœðu og falla ekki sérstaklega und- ir sveitarstjómir. “ svonefnt hverfalýðræði í Reykjavík lítið annað en orð á blaði, á meðan verkefhi hverfisráða eru ekki skil- greind í lögum. Óvönduð stjórnsýsla Greinar Dags B. Eggertssonar um Greiðar götur staðfesta aðeins þá skoðun, að þetta verkefni sé vanhugs- að og skorti fótfestu í sveitarstjórnar- lögum, eins og hann kynnir það. Létt- vægust eru þó svörin, og raunar frek- ar útúrsnúningar en rök, þegar Dag- ur leitast við að afsaka þá óvönduðu stjórnsýslu R-listans að sérsníða kjör- gengisreglur að frambjóðanda sínum til stjórnarformennsku í Innkaupa- stofnun Reykjavíkurborgar í stað þess að velja frambjóðanda í sam- ræmi við reglumar. Bæði við val á forstjóra stofnunarinnar og kjör stjórnarformanns hefur R-listinn beitt aðferðum, sem sætt hafa mál- efnalegri gagnrýni vegna lélegrar stjómsýslu. Greiðar götur hefur verið kynnt sem stórverkefni R-listans í upphafi nýs kjörtímabils. Ef ekki býr meira ^ að baki verkefninu en helsti talsmað- ur þess hefur lýst, snýst það um lög- fræðileg álitamál, sem sífellt eru til umræðu og falla ekki sérstaklega undir sveitarstjórnir. Hitt veldur vonbrigðum og undmn, að helsti tals- maður R-listans um stjórnsýslurétt sjái ekki neitt athugavert við að sér- sniða almennar kjörgengisreglur að pólitískum samheija. „Maður getur lengi lifað af umsetningunni“, var haft eftir þekktum kaup- sýslumanni í Reykjavík um miðja síðustu öld. Þessi fleygu orð koma upp í hug- ann þegar fylgst er með málflutn- ingi ötulustu hvatamanna virkjana og stóriðjuframkvæmda: Sam- kvæmt honum hlýtur öll aukning á útflutningstekjum og landsfram- leiðslu aö vera af hinu góða, sama hverju kostað er til. Það að benda á neikvæða fylgifiska athafhaseminn- ar og draga arðsemi hennar í efa eru helgispjöll í augum hinna trú- uðu. Þessi hugsun leynir sér ekki í grein Einars K. Guðfmnssonar í DV nýlega og birtist í framhaldi af umræöum okkar í Kastljósi í síð- ustu viku. Kostnaður skiptir líka máli Ýmsir hafa lagt mat á líklegar mótvægisaðgerðir vegna álfram- kvæmda. íslandsbanki telur liklegt að stýrivextir þurfi að vera 1,5-2,5 prósentustigum hærri á fram- kvæmdatímanum en ella. Svipaðar .. *■■■■■ ■"•“■—-—lilllllllil I IIIIIIIII + Þorsteinn Siglaugsson MBA, rekstrarráðgiafi vanhugsað verkefni Sandkom Lögfræðileg álitamál Vegna þess heitis, sem R-listinn vel- ur þessu verkefni sínu, eru vafalaust margir, sem telja það snúast um um- ferðar- og skipulagsmál. Því fer víðs fjarri. Greiðar götur eru um lögfræði- leg álitamál, sem snerta stjórnsýslu- lögin, umboðsmann Alþingis, mann- réttindaákvæði stjórnarskrárinnar og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að því er fram kemur í grein Dags B. Eggertssonar hér í DV 17. júlí, þar sem hann svarar spurningum mínum um inntak verkefnisins. Nýorðinn formaður stjórnkerfis- nefndar Reykjavíkurborgar telur brýnast að huga að eftirfarandi tveimur viðfangsefnum: í fyrsta lagi að bregðast við áliti fræðimanna, sem telja, að athuga þurfi ótalmargt í stjómsýslu sveitarfélaga, þótt ekki falli það undir gildissvið stjórnsýslu- laga. - í öðra lagi að fjalla um það álitaefni, að mannréttindakafli stjórn- arskrárinnar veitir ekki jafnvíðtæka vernd og þeir mannréttindasáttmálar, sem ísland hefur undirritað. Skal einkum efla umræður um mannrétt- indi á sviði Reykjavíkurborgar varð- andi stöðu barna. Hér skal ekki gert lítið úr þessum tveimur atriðum. Á hinn bóginn þarf að huga vel að því, hvernig á að standa að úrlausn þessara álitamála á þann veg, að ekki sé farið inn á lög- boðinn starfsvettvang annarra stjórn- valda en sveitarstjóma. Brýn verkefni Líklegt er, að Eilmennt telji Reyk- víkingar önnur verkefni brýnni en þessi, þegar tekið er á stjómkerfis- málum borgarinnar, þar sem boð- leiðir milli borgarbúa og kjörinna fulltrúa hafa verið að lengjast með sí- fellt umsvifameira embættiskerfi og nýjum stjómsýslusviðum. Þá blasir við, að í skipulagsmálum telja borg- arbúar oft gengið fram, án þess að nægilegt tillit sé tekið til sjónarmiða þeirra. Nýleg dæmi eru framkvæmdir í Suöurhliðum og áform um nýtingu Alaskalóðar í Breiðholti og Lands- símalóðar í Grafarvogi. Loks veröur Hœgan, hœgan ■ Áskoranir til borgarstjórans, Ingibjarg- ar Sólrúnar Gísladóttur, um að hún bjóði sig fram í næstu þingkosningum, berast nú víða að sem kunnugt er. Og það hlaut að koma að því að liðsmenn annarra flokka sem standa að Reykjavíkurlistanum spyrntu við fótum. Það gerir Stefán Pálsson, einn af rit- stjórum Múrsins.is, í nýjasta pistli sínum þar sem segir: „Ingibjörg Sólrún hefur skuldbundið sig til að vera borg- arstjóri út þetta kjörtimabil og rík áhersla var lögð á það í samningaviðræðum á milli flokkanna að borgarstjóri væri óháður; tilheyrði engum flokkanna þriggja sem mynda Reykjavíkurlistann. Þeir sem óska sér þess að Ingibjörg taki við völdum hjá Samfylkingunni em því að óska sér endaloka núverandi meirihlutasamstarfs í Reykjavík." Vinstri-grænir hljóta raunar að vera hugsi yfir því að fylgi þeirra í Reykjavík hefur hrnnið sam- Samkvæmt lögum skulu sveitarfélög vinna aö sameiginlegum velferöar- málum íbúa sinna eftir því, sem fært þykir á hverjum tíma. Sveitarfé- lög geta jafnframt tekiö að sér hvert það verkefni, sem varðar íbúa þeirra, enda sé þaö ekki falið öðrum til úrlausnar að lögum. Þá er sveitarfélög- um að sjálfsögðu skylt að annast þau verkefni, sem þeim eru falin í lögum. Nauðsynlegt er að minna á þessi ákvæði sveitarstjómarlaganna, þeg- ar rætt er enn á ný um verkefni á vegum borgarstjórnar Reykjavíkur, sem R-listinn hefur kynnt undir heitinu Greiðar götur og kennt við lýðræði. Við skilgreiningu á inntaki verkefnisins er óhjákvæmilegt að taka mið af sveitarstjómarlögunum. Sé farið út fyrir ramma þeirra, er til lítils unnið innan sveitarstjómar, þótt markmið starfsins sé háleitt. Til að skilja betur en ella hvað felst í verkefninu Greiðar götur beindi ég í DV-grein nokkrum fyrir- spumum um það til Dags B. Egg- ertssonar, talsmanns verkefnisins á vettvangi borgarstjómar og nýkjör- ins formanns stjómkerfisnefndar Reykjavíkurborgar, eftir að hann hóf að ræða um Greiðar götur hér í DV og Morgunblaðinu. kvæmt nýjustu skoðanakönnunum og Stefán útilokar raunar ekki að sá orðrómur gangi eftir að Stemgrimur J. Sigfússon taki upp tjaldhæla sína og bjóði sig fram í höfuðborginni í næstu kosningum ... Líkar systur Útvarpshlustandi, sem náði ekki upphafs- kynningu á viðtali við nýbakaðan sveitar- stjóra á Raufarhöfn, dró þá ályktun, af rödd- inni að dæma, að sú væri Edda Rós Karls- dóttir, verðbréfadrottning í Búnaðarbank- anum. Aö minnsta kosti var málrómurinn hennar - og eins var sveitarstjórinn kynnt- ur sem kona sem hefði verið í framvarða- sveit fjármálalífsins. Það var síðan ekki fyrr en líða tók á síðari hluta viötalsins sem skýrðist að konan var Guðný, sem er einmitt systir Eddu þessarar, en báðar em þær dætur Karls Steinars Guðnasonar, fyrrum þingmanns og nú forstjóra Tryggingastofnunar. Ummæli Stóriðja styrkir undirstöður „Stóriðja og stóriðjuframkvæmdir hafa gegnt mikilvægu hlutverki í að jafna hagsveiflur á íslandi og ef af framkvæmdum verður á Austur- landi er margt sem bendir til þess að tímasetningin sé ákjósanleg. ís- lenskt atvinnulíf er nú að jafna sig eftir mikla uppsveiflu undangengin ár og virkjana- og álversfram- kvæmdir á Austm-landi milda aölög- unina fyrir efnahagslífið. Eftir sem áður þarf þó að fara að öllu með gát og bæði fyrirtæki og heimili þurfa að sýna varfæmi. Má minna á að Seðlabankinn hefur varað við því að líklega þurfi að grípa til vaxtahækk- ana eftir því sem virkjana- og ál- versframkvæmdum vindur fram, vegna örvandi áhrifa þeirra á efna- hagslifiö. Til lengri tíma litið er þó ljóst að uppbygging stóriðju á Aust- urlandi mun treysta undirstöður at- vinnulífs á Austfjöröum og landinu öllu.“ Úr leiöara Víöskiptablaösins. Heyra heiðursmenn til undantekninga? „Fjármálalífið hef- ur gengið í gegnum gríðarlegar breyting- ar á fáum árum. Al- þingi hefur ekki haft undan að setja ný lög og móta nýjar reglur i samræmi við breytta viðskiptahætti og aukið frjálsræði. Enn eiga menn eftir að finna taktinn við þessar nýju að- stæður og móta hefðir og siðaregl- ur. Jafnvel hefur örlað á því að ein- staka aðalleikarar í fjármálaleikrit- um sumarsins hafi gert sér far um að finna smugur í lögum og sneiða hjá skráðum og óskráðum leikregl- um. Slíkir menn koma óorði á við- skiptalífið og það er furðulegt að bankar skuli taka þátt í slikum skemmdarverkum. Kannski er það að sannast, sem haldið hefur verið fram síðustu misserin, að aukin harka einkenni hin margvíslegu viðskipti og heiðursmenn heyri orðið til undantekninga. Þannig flölgi þeim sem treysti engan veg- inn á munnlegt samkomulag. Allt verði að negla niður á blað og ekki megi skrifa undir nema eftir ítar- lega yfirferð lögmanna. Að sama skapi fjölgi málum sem fari i hart og endi fyrir dómstólum. Menn geri orðið ágreining um stórt og smátt og séu tilbúnir aö fara dóm- stólaleiðina, jafnvel þótt hún sé í mörgum tilfellum eins og happ- drætti.“ Kristján Þorvaldsson í Séö og heyrt. Greiðar götur -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.