Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2002, Blaðsíða 12
12
Útlönd
FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2002
~nv
Zacarias Moussaoui
Moussaoui vitnadi í Shakespeare
og lýsti sig saklausan.
Moussaoui lýsti
sig saklausan
Frakkinn Zacarias Moussaoui,
sem ákærður er fyrir aöild að
hryðjuverkaárásunum í Bandaríkj-
unum, lýsti sig í gær saklausan af
öllum ákæruatriðum eftir að hafa
fyrr um daginn játað á sig sekt í
fjórum þeirra.
Þetta gerðist eftir að dómarinn í
málinu, Leonie Brinkema, lýsti
Moussaoui andlega hæfan til þess
að lýsa sig sekan af þeim fjórum
ákæruatriðum af sex, sem dauða-
refsing liggur við og þar með hætta
á það að hljóta dauðadóm.
Það gat Moussaoui ekki sætt sig
við og dró þar með játningu sína til
baka. Hann vitnaði í orð Hamlets úr
leikriti Williams Shakespeares og
sagði: „Að vera eða ekki, það er
þessi spurning. Síðan hélt hann
áfram: „Að játa eða ekki játa. Sem
múslími get ég ekki tekið fram fyrir
hendumar á Guði og ekki gengist
við neinu sem hefur dauðann í for
með sér,“ sagði Moussaoui.
Unnið að björgun
námuverkamanna
Björgunarsveitir í Pennsylvaníu í
Bandaríkjunum eru nú í kappi við tím-
ann við að bjarga níu námuverka-
mönnum sem á miðvikudaginn lokuð-
ust inni í kolanámu á um 90 metra
dýpi eftir að þeir höfðu af slysni borað
inn gömul námugöng, full af vatni,
með þeim afleiðingum að um 230 millj-
ón lítrar vatns runnu inn í námugöng-
in, sem við það féllu saman að hluta.
Að sögn björgunarmanna hefur
þeim tekist að ná sambandi við námu-
mennina með því að berja á loftrör
sem liggja niður í námuna. „Þeir eru
ekki mjög aðþrengdir og geta haldið
sér á hreyfingu. Við verðum þó að
vinna hratt því að vatnsyfirborðið
hækkar stöðugt þar sem dælur hafa
ekki undan og einnig er hætta á að
göngin hrynji saman,“ sagði einn
björgunarmannanna sem horfa fram á
vonlitla baráttu við að bjarga mönn-
unum.
Hópnauðgarar fyr-
ir rétt í Pakistan
- gætu átt von á dauðarefsingu fyrir gjörðir sínar
Fjórir menn verða í dag leiddir
fyrir rétt í Pakistan en þeir eru
kærðir fyrir hrottalega hópnauðgun
sem átti sér stað undir yfirskini
þorpskviðdóms. Verði þeir sakfelld-
ir geta þeir átt von á dauðarefsingu.
Atvikið átti sér stað í suðurhluta
Punjab-héraðs, í afskekktu þorpi
sem skiptir sér lítið af miðstjórn
landsins. Aldagömlum hefðum um
heiður og hefndir er haldið þar á
lofti.
Mukhtaran Mai, sem er þrítug
fráskilin kona, sagði að sér heföi
verið nauðgað hrottalega í síðasta
mánuði eftir að hún kom til þorps-
dómsins svokallaða í Meerwala.
Hann er oft kallaður saman til að
leysa deilur innan bæjarins.
Vandamál hennar snerist, eins
og svo oft áður, um erjur tveggja
fjölskyldna sem eru hvor á sínum
endaá félagsskala þorpsins. Mai,
sem tilheyrir hinni fátæku Gujar-
fjölskyldunni, vildi biðja karlmenn
hinnar valdamiklu Mastoi-ættar að
REUTERS-MYND
Leiddur fyrir rétt
Abdul Khaliq, einn fjögurra sem
ásakaöur er fyrir nauðgun á
Mukhtara Mai, er leiddur fyrir rétt.
frelsa bróður hennar sem átti að
hafa verið í tygjum við konu úr
fínni ættinni. Bróðirinn, sem mun
vera á táningsaldri, neitaði sök
þessari en það kom ekki í veg fyrir
að þrír karlmenn úr Mastoi-fjöl-
skyldunni niðurlægðu hann kyn-
ferðislega.
Mai bað dóminn um miskunn en
fékk í staðinn að finna fyrir reiði
Mastoi-mannanna fjögurra sem
nauðguðu henni og létu hana ganga
heim til sín hálfnakta og niður-
lægðu hana þannig fyrir hundruð-
um manna.
Það þótti óvenjulegt að mál þetta,
sem er ekki óalgengt í Pakistan,
skyldi koma fyrir sjónir almenn-
ings í landinu og heimsbyggð-
arinnar. Það vakti fyrst athygli þeg-
ar bænapresturinn í Meerwala,
Abdul Abdul Rassaq, talaði um það í
mosku bæjarins í fostudagsbæna-
stund.
Talið er að réttarhöldin standi
ekki lengur yfir en í 4 daga.
REUTERSMYND
Hákari í hákariskjaftl
Hér á myndinni sjáum viö tígrishákarl í Coex-sædýrasafninu í Seúl í Suöur-Kóreu gæöa sér á pardushákarli eftir aö
hafa ráöist á hann og drepiö meö hárbeittum tönnum sínum.
Stuttar fréttir
Fujimori finnur ástina
Hmori hefur fundið
ástina í útlegð sinni
í Japan. Hann hefur
að hann var rekinn
úr embætti forseta
Perú. Fujimori gæti þó verið að
skjóta sig í fótinn því að „sú
heppna“, sem er 30 árum yngri, seg-
ir hann aðeins vera „góðan vin“ en
hann er tilbúinn að giftast henni.
Samkomulag náðist
Samkvæmt fréttum hefur sam-
komulag náðst milli Texaco-
Chevron olíufélagsins og kvenna í
Nígeríu sem hafa mótmælt undan-
fama viku á olíuprömmum fyrir-
tækins. Konumar sökuðu fyrirtæk-
ið að þjóðnýta fólkið sem býr á
svæðinu og að deila ekki nóg auðn-
um sem því áskotnast af olíuvið-
skiptum.
30 látnir í Tyrklandi
Minnst 30 manns hafa látist í
rigningaóveðrum og flóðum í Tyrk-
landi undanfama tvo daga. Hvergi
var ástandið verra en i Rize-hérað-
inu þar sem 23 létust, 20 byggingar
hrundu og rýma þurfti 200 heimili.
N-Kórea harmar átök
Embættismenn í
Norður Kóreu hafa
sent nágrönnum sín-
um í suðri skeyti þar
sem þeir „harrna"
átök landanna á sjó í
upphafí júlímánaðar
sem kostaði mörg lif.
Þá var stungið upp á því að viðræð-
ur á þjóðanna hæfust á nýjan leik
en á fóstudag mun forsætisráðherra
N-Kóreu, Paek Nam Sun, hitta
kollega sinn í Japan og gæti það
komið viðræðunum af stað.
Gefst ekki upp
14 ára stúlka í Perú, sem segist
vera dóttir Alejandro Toledo, for-
seta landsins, ætlar ekki að gefast
upp i þeirri baráttu sinni að fá
meintan föður sinn til að viður-
kenna sig sem dóttur sína þrátt fyr-
ir að Toledo sjálfur neiti öllu ásök-
unum um faðemi stúlkunnar. Stúlk-
an, Zarai Toledo, og móðir hennar,
Lucrecia Orozco, munu ásamt hópi
stuðningsmanna mótmæla daglega
fyrir utan forsetahöllina. Sam-
kvæmt skoðanakönnunum telur yf-
irgnæfandi meirihluta landsmanna
að Toledo sé faðir stúlkunnar.
EG ER I GOÐU SAMBANDI
Fyrsti smábíllinn með handfrjálsan búnað að staðalbúnaði.
X / /
I G |,R YAf;!!£ IRiOR.fl I - NAÐU MER NUNA! Ég er fáanlegur í takmarkaðan tíma
með handfrjálsum búnaði, 14" álfelgum, vindskeið að aftan og skyggðum rúðum sem staðalbúnað.