Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2002, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2002, Blaðsíða 4
4 Fréttir FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2002 Þrír dæmdir fyrir 32 kíló af hassi í hurðum á Spáni - rannsókn leiddi fleira í ljós: 210 milljonir attu að fást fyrir „skútuhassið“ - dómari leit á áætlanir um að flytja efni í skútu árið áður hluta af hurðamálinu Þrír sakborningar í svokölluðu hurðamáli, sem fikniefnalögreglan hóf að rannsaka árið 1998, voru í gær alfarið sakfelldir samkvæmt ákæru ríkissaksóknara. Málið er sérstakt fyrir þær sakir að þau 30 kíló af hassi sem mennimir voru ákærðir fyrir að hafa gert tilraun til að senda frá Spáni til íslands árið 1999 komust aldrei frá Barcelona. Athyglisvert er að samkvæmt þessu voru þremenningamir ýmist dæmd- ir fyrir tilraun eða hlutdeild að til- raun til að smygla efnum til lands- ins sem aldrei komust frá uppruna- landinu. Sakfellingin byggist því á ásetningi um afbrot sem aldrei var fullframið. Einnig vekur athygli að Héraðs- dómur Reykjavíkur tekur afstöðu til þess að árið 1998 hafi þremenn- ingamir ætlað að flytja á fjórða hundrað kíló af hassi með skútu frá Ibiza til íslands. Dómurinn telur staðfest með gögnum og framburði tveggja mannanna að þessi áætlun hafi „komist á framkvæmdastig". Rétt er þó að taka sérstaklega fram að mennimir voru hvorki ákærðir og því síður dæmdir fyrir skútumál- ið. Einar Óli Einarsson er dæmdur í 2 ára fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla 30 kílóum af hassi til íslands í einni af 10 útihurðum sem flytja átti hingað frá Barcelona um Evr- ópu haustið 1999. Hinir tveir eru dæmdir fyrir „hlutdeild í tilrauna- broti“ og fá 9 mánaða fangelsi hvor, annar skilorðsbundið að öllu leyti en hinn fær 3 mánuði óskilorðs- bundið. Lögregla í Loðmundarfjörð íslenska fikniefnalögreglan átti von á að skúta kæmi til Loðmundar- íjarðar eða Djúpavogs með á fjórða hundrað kíló af hassi í ágúst árið 1998. Lögreglan taldi sig hafa vissu fyrir að skútan hefði lagt af stað frá Ibiza - m.a. fyrir tilstifli Einars Óla. Lögreglumenn komu sér fyrir á Austurlandi, meðal annars í Loð- mundarfirði, og dvöldu þar svo dög- um skipti, á meðan komu skútunn- ar var beðið. Reiknað var með að hún kæmi að næturlagi, samkvæmt símhlerunum. Sími Einars Óla var hleraður í á annað ár. Þegar rannsókn málsins fór fram tók fíkniefnalögreglan upp simtöl þar sem fram kemur að skipstjóri skútunnar var talinn hafa veikst er hún var á móts við norðanverðar Bretlandseyjar. Því hefði þurft að sigla henni i land þar sem maður- inn komst undir læknishendur. Ekki er talið að skútunni, sem var Réttur er settur í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þegar Hjördís Hákonardóttir héraösdómari haföi sett dómþingiö andartökum eftir aö myndin er tekin las hún upp dómsoröiö par sem allir prír ákæröu voru sakfeildir af öllu sem peim vargefiö aö sök í ákæru. alfarið með erlendri áhöfn, hafi ver- ið siglt lengra norður á bóginn að sinni en ekki liggur fyrir hvað varð um hassið. Ekki varð því meira úr skútusendingum í þessu máli. Kostnaðarsöm rannsókn Símhleranir lögreglu og gríðar- lega kostnaðarsöm rannsókn þessa máls héldu áfram. í febrúar 1999 var haldinn „fundur" í Hegningarhús- inu. Lögreglan, sem hafði komið upptökubúnaöi fyrir innan veggja fangelsisins, fylgdist þá með þegar Einar Óli fór að hitta annan með- ákærðu sem þá var í afplánun. Eftir að manninum var sleppt út barst leikurinn m.a. tfl Frakklands. Þar áttu íslendingamir tveir í miklum samskiptum sem íslenska lögreglan fylgdist með. Hún taldi alltaf víst að mennimir myndu halda áfram að reyna að smygla miklu magni af hassi til íslands i samráði við þriðja aðilann sem í gær var dæmdur fyr- ir að hafa útvegað nafn á fyrirtæki sem senda átti hurðimar tíu til hér á landi. Haustið 1999 stöðvaði flutnings- miðlun í Barcelona hurðasendingu sem stíluð var til Islands um megin- land Evrópu. Galli var á toflpappír- um. Spænsk yfirvöld höfðu sam- band við fyrirtækið sem reikningur- inn virtist kominn frá. Þar kannað- ist enginn við hurðir sem áttu að fara tU íslands. Þegar spænska lög- reglan skoðaði hurðimar kom ekk- ert sérstakt í ljós. Fíkniefnalögregl- an hafði þá samband við aðUa í Evr- ópu sem sáu tU þess að hurðimar yrðu betur skoöaðar - líklegast væri hass í þeim. Það kom svo á daginn, í einni hurðinni voru 32 kUó af hassi. Tveir erlendir menn hafa ver- ið ákærðir vegna hurðamálsins á Spáni. Málsmeðferð hefur ekki farið fram og mennimir ganga lausir. mnmm Ottar Sveinsson blaöamaður 300 kg - 210 milljónir í dómi héraðsdóms segir að taka megi undir að upphaflegar áætlanir um að flytja á fjórða hundrað kUó af hassi hljómi nokkuð ólíkindalega. Hins vegar segir að skýring mann- anna á að hér hafi aðeins verið um að ræða boUaleggingar Einars Óla, sem jafna megi við drauma og stað- leysu, sé fráleit í ljósi sönnunar- gagna lögreglunnar. Um þetta segir dómurinn: „Þó að hætt hafi verið við þessa fyrstu tUraun, að sigla efninu hing- að með skútu, vegna ytri aðstæðna, þá þykir dóminum að líta verði á aUt þetta tímabU, frá sumri 1998 tU hausts 1999, þegar sending sú sem hér er tU umfjöflunar er stöðvuð, sem sama ferli, enda markmiðið aU- an tímann það sama, að finna „góða“ innflutningsleið fyrir fikni- efni. í samtölum aðfla er vísað tU síðari sendingarinnar, sem stöðvuð var í Barcelona , sem „prufu". í simaupptöku, sem fór fram þeg- ar skútumálið var í uppsiglingu, kom fram að Einar Óli hefði sagst vera búinn að standa að undirbún- ingi í eitt ár. Hann hefði útvegað sjókort og væri ákveðinn í að „fram- kvæma þetta". Hann og annar með- ákærðu hefðu rætt um verð og hvaö fengist fyrir 300 kfló af hassi. Þeim hefði reiknast tfl að það yrðu 210 miUjónir króna. 60 mUljónir þyrfti tU að greiða fyrir efnin. í upptökun- um kemur fram að mennimir tveir töldu sig samkvæmt þessu fá 90 tU 100 mUljónir hvor. Engin ákvörðun hefur verið tekin um áfrýjun í þessu sérstaka saka- máli. Dómarinn virti það sakbom- ingum tU refsUækkunar hve málið hefur dregist í meðferð kerfisins, ekki síst þar sem langan tima hafi tekið að biða gagna frá Spáni. Reykjanesbær: Draga þarf úr fjöldauppsögnum Bæjarráð Reykjanesbæjar lýsti á fundi sínum í gær, fimmtudag, yfir áhyggjum af stöðu mála vegna væntan- legra fjöldauppsagna starfsfólks fyrir- tækja á KeflavíkurflugveUi, m.a. hjá Keflavíkurverktökum. í samþykkt bæj- arráðs segir m.a.: „Þó gera megi ráð fyr- ir að hér sé um að ræða verkefna og/eða árstiðarbundna sveiflu að einhverju leyti má ljóst vera að grípa þarf í taumana og leita aUra ráða tU að draga úr fjöldauppsögnum. Bæjarráð Reykja- nesbæjar felur bæjarstjóra að leita efiir frekari upplýsingum og kaUa eflir fund- um með forsvarsmönnum fyrirtækj- anna sem allra fyrst." Ekki virðist þó ríkja ládeyða á öUum sviðum í Reykjanesbæ því bæjarráð hef- ur samþykkt samhljóða að fram fari at- hugun á þörf fyrir byggingu eða kaup á leiguíbúðum í Reykjanesbæ fyrir kenn- ara í skólum bæjarins og starfsfólk HeU- brigðisstofnunar Suðumesja. -GG Lítið um fugl í Látrabjargi eftir lágflug orrustuþotna í vor: Lífið í bjarginu ber ekki sitt barr - „no puffins“ segja útlendingar á ferð vestra „Útlendingar sem hafa komið hingað í sumar og hafa farið út á Látrabjarg verða fyrir vonbrigðum þegar þeir sjá hvað lítið er af fúgli þar. Lundinn hvarf því sem næst alveg. Það er því ekki að ástæðulausu sem úflendingamir koma hingað og segja „no puffíns" og hrista síðan höfúðið," segir Bima MjöU Atia- dóttir, húsfreyja í Breiðuvík. Hún og Keran Ólason, eiginmaður hennar, starfrækja þar ferðaþjónustu úti við ysta haf, jafnframt því sem Keran er vitavörður á Bjargtöngum, vestasta odda Evrópu. Þau fylgjast því grannt með lífinu í bjarginu þar sem mUljónir fúgla gera sér hreiður á hverju vori. Sem kunnugt er varð lágflug tveggja orrustuþotna frá Vamarliðinu á Kefla- vikurflugvelli með fram hamrastáli Látrabjargs þess valdandi að því sem næst aUir fuglar sem í bjarginu vora DVWND -SBS Látrabjarg Þar gera milljónir fugla sér hreiöur á sumri hveiju - og una hag sínum vel. En varnarliösþotur geröu usla á liðnu vori. hröktust af syUum sínum og sveimuðu á haf út. Ætia kunnugir að ekki hafi nema um helmingur þeirra skUað sér afhu- en aUa jafha er fugl í bjarginu al- veg út júlímánuð. Einkum era þaö lundi, álka, rita og langvía sem þama eiga sér bústað. „Lífið í bjarginu hefur ekki borið sitt barr eftir þetta í aUt sumar," sagði Ker- an í Breiðuvík þegar DV ræddi við hann í gær. Hann sagði aö menn treystu sér engan veginn tU að spá um það hveijar afleiðingar þessa gætu orð- ið tU lengri tima litið. Skaðinn væri skeður þetta sumarið - en vonandi skU- aði fugl sér í bjargið á næsta ári. Þá sé þess einnig óskandi að Vamarliðið efiii ekki tU sambærUegra æfinga á ný en þegar hefðu mennimir á Miðnesheiði fengið orð í eyra vegna þessa athæfis síns á liðnu vor. -sbs Stóri-Dan strýkur: Leystir út í gær Stóru-Dan hundarnir sem hafa í þrígang sloppið úr gæslu á Höfnum, nú síðast á þriðjudag þegar þeir grófu sig undir girðinguna sem átti að halda þeim, voru leystir út síð- degis í gær af eiganda sínum þrátt fyrir að itrekað hefði verið kvartað undan hundunum frá því í maí. HeUbrigðisstofnun Suðurnesja skoðaði umrædda girðingu í gær og ákvað í framhaldi af því, eftir að lokið hafði verið við að grafa girð- inguna ofan í jörðu, að girðingin skuli talin hundheld. Þess má geta að sama niðurstaða fékkst þegar hundarnir sluppu síðast en þá, eins og áður segir, gripu þeir tU þess ráðs að grafa sig undir girðinguna. Talsmenn HeUbrigðisstofnunar Suðumesja ítreka, aðspurð hvort aðgerða sé að vænta frá þeim ef ske kynni að þeir slyppu út einu sinni enn, að girðingin sé góð og segjast vona að málinu sé lokið. -vig Bessastaðahreppur: íbúaþing opið öllum íbúum Hreppsnefiid Bessastaöahrepps hef- ur samþykkt að íbúaþing verði haldið árlega að hausti og oftar ef þurfa þykir. Á íbúaþingi, sem opið er öUum íbúum Bessastaðahrepps, verði fiaUað um hin ýmsu málefni er varða íbúana og faUa undir stjómsýslu Bessastaðahrepps, svo sem skipulagsmál, skóla- og æsku- lýðsmál, umhverfismál, menningar- mál, félagsmál og málefiii aldraðra. Á fyrsta íbúaþingi sem haldið verð- ur t.d. um skipulagsmál verði gert ráð fyrir dagskrárliði þar sem almennt verði fiallað um mikflvægi íbúalýðræð- is, útfærslu þess og almenna aðkomu íbúanna að hugmyndavinnu og ákvarð- anatöku í stærri málum er varða íbúa Bessastaðahrepps. Leitað verði um- sagnar fastanefnda hreppsins eftir því sem við á um undirbúning íbúaþings og mótun íbúalýðræðis. Það er svo spuming hvort þekktasti íbúi sveitarfé- lagsins, ábúandinn á Bessastöðum, sæki þessi íbúaþing. -GG Landvernd: Andmælir um- mælum Alcoa Landvemd hefúr mótmælt nýlegum ummælum talsmanns bandaríska álfyrirtækisins Alcoa þess efiiis að lltil sem engin andstaða sé á íslandi við virkjana- og álversframkvæmdum á Austurlandi og mótmælin séu aðeins frá háværam minnihluta náttúra- vemdarsinna. Landvemd telur að Alcoa hafi enn ekki kynnt sér tU hlítar þá víðtæku og ítarlegu umfiöUun sem þetta mál hafl fengið hérlendis og þær fiölmörgu athugasemdir sem fram hafa komið vegna áforma um Kárahnjúka- virkjun. Hvetur Landvemd fúUtrúa Alcoa tti þess að eiga viðreeður við um- hverfisvemdarsamtök og viðkomandi stofiianir tU að kynna sér ffarn komnar athugasemdir. GaUup-könnun sem gerð var fyrir Landsvirkjun í ársbyijun sýndi að 31% landsmanna væra andvígi virkjuninni, 23% vora hlutiaus og 47% hlynnt henni. Landvemd telur að það bendi tU miktila efasemda og andstöðu meðal landsmanna og fuUyrðingar Alcoa séu því tflhæfulausar. Landvemd fagnar þeim víðtæka áhuga sem fram hafi komið um stofnun þjóðgarðs norðan Vatnajökuls. -GG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.