Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2002, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2002, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2002 Skoðun J3V Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? Spurt á leikjanámskeidi í Tónabæ. Ingibjörg Karlsdóttir, 8 ára: Svona um tíuleytiö. Sólvelg Anna Pálsdóttir, 8 ára: Klukkan níu á kvöldin. Alexander Gabríel Guðfinnsson, 7 ára: Klukkan hálftíu en þá segir mamma mér aö fara aö sofa. Elva Þóra Arnardóttir, 8 ára: Klukkan níu, ég þarf nefnilega aö vakna klukkan sjö á morgnana. Katrín Ólöf Georgsdóttir, 6 ára: Stundum fæ ég aö vaka lengi. Ferjusiglingar frá Þorlákshöfn Frá Dover í Bretlandi Miöstöö ferjusiglinga til og frá meginlandinu. Skarphéóinn Einarsson skrifar: Nýlega var sýndur á BBC, hér í Bretlandi, þar sem ég dvel um þess- ar mundir, tveggja tíma þáttur um ísland. Þátturinn vakti gífurlega at- hygli en sending þessi náði um allt Bretland, Skotland og írland. Fyrri hlutinn var um lífið á íslandi, m.a. frá hvalaskoðun, frá Bláa lóninu o.fl. Seinni hlutinn var um náttúru landsins; jökla, eldfjöll, Mývatn, Látrabjarg, einnig skemtilegur þátt- ur um íslenska refinn og fugladráp í Eyjum og í Látrabjargi. í þessum seinni hluta var þulur Magnús Magnússon. Ég hef hitt fólk sem hefur mikinn áhuga á að ferðast um Island og einnig aðra sem vilja dvelja á höfuð- borgarsvæðinu og í nágrenni þess. En til þess að komast til íslands og taka bílinn með þarf að fara frá eyju úti fyrir Skotlandi og þaðan til Austfiarða. Þetta sefia margir fyrir sig, jafnt erlendir sem íslenskir ferðalangar með góða bíla. Vegakerfið á Islandi er ekki af því tagi að hægt sé að hrópa húrra fyr- ir leiðinni til Austfiarða og því er það óheppilegur kostur og vekur furðu að ekki skuli vera siglt frá Þorlákshöfn, t.d. til Aberdeen. Væru slíkar ferjusiglingar staðreynd mundi vera hægt að koma vörum á markað með flutningabílum, þ.m.t. ferskum fiski og iðnaðarvörum fyr- ir fiskvinnslu sem íslendingar eru nú orðnir framarlega í að framleiða. Tii baka mætti svo taka ýmsar vör- ur ásamt farþegum. Það er algeng sjón á vegum Bret- lands að sjá flutningabíla frá Hollandi en þeir aka t.d. með öll blóm sjálfir til Bretlands. Þjóðverjar, Frakkar og Belgar aka sínum vörum frá Dover um Bretland. Einnig eru á ferð rútur, einkabílar og mótorhjól sem koma með ferjunum. Engu virð- ist skipta þótt vinstri handar akstur „Ég minnist þess að í blöð- um var greintfrá því að sá mœti stjórnmálamaður Al- freð Þorsteinsson hefði und- irritað fyrir hönd Reykjavík- ur viljayfirlýsingu við hreppsnefnd Ölfushrepps um að leitað yrði eftir aðilum erlendis sem vildu taka að sér að hefja ferjusiglingar frá Þorlákshöfn. “ sé í Bretlandi og hægri á meginland- inu. Umferðarmenningin er orðin slík að það skiptir engu máli lengur. íslendingar eiga að vísu nokkuð ólært í þeim efnum en það stendur vonandi til bóta. Ég minnist þess að í blöðum var greint frá því að sá mæti stjórn- málamaður Alfreð Þorsteinsson undirritaði fyrir hönd Reykjavíkur viljayfirlýsingu við hreppsnefnd Ölfushrepps um að leitað yrði eftir aðilum erlendis sem vildu taka að sér að hefia ferjusiglingar frá Þor- lákshöfn. Alfreð er maður, sem er vanur að láta orð verða að veru- leika. Það sanna hans verk viða, t.d. Nesjavellir o.fl. Fróðlegt væri að heyra hvar þessi hugmynd er nú stödd. Ekki er vafi á að hægt er að stórauka ferðamannastraum til ís- lands með tilkomu ferjusiglinga milli Þorlákshafnar og Evrópu. Bókhaldsóreiða Kvikmyndasjóðs Jótiann Sigurösson skrífar: Enn streyma fram fréttirnar af misferli í íslenska viðskiptalífinu og virðist nú sem hinum ógnvænlegu glæpum á sviði ofbeldis, t.d. líkams- árása og rána, hafi fækkað í bili, en í staðinn koma glæpir sem meira tengjast einstökum fyrirtækjum og hinu opinbera. Það er eins og alda þessara tegunda frétta hellist yfir nú í sumarblíðunni. Það eru bank- arnir, allir með tölu, sem eiga bágt vegna skuldunauta sinna og er þar ekki allt komið upp á yfirborðið - og svo opinberar stofnanir og fyrir- tæki. Nú síðast Kvikmyndasjóður ís- lands þar sem framkvæmdastjóran- „Týnda reikninga hjá Kvikmyndasjóði fyrir ferðalög framkvæmdastjór- ans, upp á hálft 4. hundrað þúsund krónur, er t.d. ekki hægt að flokka undir pólitísk- ar ofsóknir, eða hvað?“ um er vikið frá, um stundarsakir a.m.k., vegna bókhaldsóreiðu. Er hann þráspurður af fréttamönnum og pistlahöfundum í ljósvakamiðlum hvort hann sé „sáttur" við brottvikn- inguna! Framkvæmdastjórinn virð- ist ekki ósáttur, ekki við ráðherra a.m.k., og segist koma galvaskur til starfa á ný en bókhaldsmál Kvik- myndasjóðs séu nú í mjög „ásættan- legu“ formi. En ávallt eru einhverjir sem furða sig á að menn séu settir af vegna óreiðu í bókhaldi og fiármálum, t.d. þeir sem vilja tengja brottrekstur framkvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs höfnun styrks til Hrafns Gunnlaugs- sonar kvikmyndaleikstjóra úr Kvik- myndasjóði. Týnda reikninga hjá Kvikmyndasjóði fyrir ferðalög fram- kvæmdastjórans, upp á hálft 4. hundrað þúsund krónur, er t.d. ekki hægt að flokka undir pólitískar of- sóknir, eða hvað? - En meðal ann- arra orða: Er ekki full þörf á allsheij- ar „rassíu“ í viðskiptaheiminum, opnberum sem einkareknum? Mér sýnist það. Að skrá „Aðeins skal vera til eitt eintak af skránni og það skal geymt á aðalskrifstofunni." Einhvern veginn á þessa leið er það efnislega, ákvæðið sem stjórn SPRON og hinir fimm fræknu yfirtökumenn hafa deilt um fyrir dóm- stólum. Stjórnin vildi nefnilega ekki leyfa manni sem skoðaði skrána á skrifstofunni að skrifa hjá sér minnispunkta. Dómarinn komst að merkilegri niðurstöðu. Það er bannað að taka með sér ljósrit af skránni en heimilt að skrifa hana alla niður á blað og hafa hana með sér handskrifaða. Ljósritlistin Þetta er mikill Salómónsdómur. Dómarinnar vitnar meðal annars til þess, að það hafi fylgt manninum frá því að hann náði tökum á ritlist- inni að skrá upplýsingar til þess að treysta rétta varðveislu þeirra. Minni manna sé hverfult og óvarlegt að treysta því, einkum þegar um mikið magn upplýsinga sé að ræða eins og í þessu til- viki. Þetta er auðvitað hárrétt athugað hjá dóm- aranum. Ekki er hins vegar ljóst hvers vegna bannað er að ljósrita. Kannski vegna þess að ljósritlistin hefur ekki fylgt manninum frá því að hann náði tökum á ... ritlistinni. hjá sér skrána Garri tekur ekki afstöðu í þessu máli, held- I ur nefnir það hér sem aðdraganda að öðru og pínulítið skyldu. Það liggja nefnilega víðar umdeildar skrár en hjá Sparisjóði Reykjavík- ur og nágrennis og ein slík er væntanleg úr prentsmiðju á næstu dögum. Þetta er álagn- ingarskrá skattstjóra. Fýsn og hnýsni Eins og allir vita liggur þessi skrá frammi, öllum til sýnis, í nokkra daga eftir birtingu. Svo er henni lokað og almenningi bannað að fletta i henni meir. Blað nokkurt birtir ár- lega helstu tíðindi úr skránni og aðrir fiöl- miðlar lepja þau upp af áfergju. Eftir að skránni er lokað verða forsvarsmenn blaðs- ins hins vegar að ganga á milli verslana og hirða óseld eintök úr hillum. En í nokkra daga er sem sagt öllum heimilt að skrá hana hjá sér, ljósrita hana, gefa hana út og bjóða til sölu. Næstum engin umræða heyrist um að þetta sé siðlaust framferði. Það er alveg ótrúlegt þegar rifiaöur er upp kórinn sem sífellt hefur upp raust sína þegar fréttist af því að einhvers staðar i samfélaginu séu haldnar skrár. Til dæmis þeg- ar það fréttist að lögreglan héldi málaskrá með Mrtistjóri Igf ^ nöfnum vitna og grunaðra. Að ekki sé nú minnst á gagnagrunn á heilbrigðissviði. Hjá skattinum eru hins vegar líka á ferðinni viðkvæmar upplýsingar. „Viðkvæmar persónu- upplýsingar" svo notað sé tískuheitið - á því er enginn vafi - en þetta eru upplýsingar sem ALLA þyrstir í að skoða. Og það eru nú einu sinni tvær hliðar á öllum málum. Líka siðferðinu. C\<UTt, Stjórn Hafskips fundar Enn margt óupþlýst? Hafskipsævintýrið Kristján Ólafsson skrifar: Nú er að komast í tísku aftur að skrifa um Hafskipsævintýrið. Sá grein í tímaritinu Mannlífi en hún er skrifuð af miklu þekkingarleysi og augsýnilega einungis í þeim tilgangi að selja ritið og auglýsa gæsluvarð- hald þeirra manna sem saklausir urðu að þola þá raun. Að vísu góð upprifiun. En hver var forsendan að falli Hafskips? Þar var mikið „plott“ að baki, líka innan Hafskips, tii þess að Eimskip og síöar Samskip fengju lykilstöðu í sjóflutningum tU og frá landinu og einnig umhverfis landið. Þarna spilar svo inn i fáokun Flug- leiða í farþegaflutningum og er sú saga raunaleg. Enginn þorir lengur að efna hér til farþegaflutninga á sjó, en hingað sigla glæsileg farþegaskip sem íslendingum er beint frá og bent á að fljúga. Hinn sanni bakgrunnur um brotthvarfs Hafskips er enn óskráður. Stöðumælasektir Tryggvi sendi þennan pistil: Ég átti eitt stutt erindi í verslun eina i miðbænum núna um daginn. Ég var svo sem 5 mínútur frá bílnum minum. Þegar ég kem aftur er komin stöðumælasekt. Viku seinna legg ég í annað stæði og skrepp frá í svona 2-3 mínútur. Þegar ég kem aftur að bíln- um mínum er komin enn ein sektin! Það er eins og stöðumælaverðir borg- arinnar geri sérstaklega i því að fylgj- ast með fólki og tékka hvort það hafi greitt í stööumælana. Ef ekki þá kepp- ast þeir við að skrifa sekt áður en eig- andi bifreiðarinnar kemur aftur. Þetta finnst mér óþolandi. Eitt er víst. Ég fer framvegis í Kringluna eða Smáralindina ef ég þarf að gera ein- hver innkaup. Þar eru rúm bílastæði og öll ókeypis. Þunnu skjáirnir henta betur Bara betra verö, takk. Þunnan skjá, takk Ari hringdi: Ég er orðinn leiður á að hafa tölvu- skjáinn minn, þungan og stóran, uppi á borði. Ég sé að komnir eru á mark- að, og það fyrir nokkuð löngu, mun betri og fyrirferðarminni tölvuskjáir, en þeir kosta ógynni fiár. Ég var í Englandi nýlega og sá þá þessa flötu skjái í búðarglugga á hagstæðu verði og hefði keypt einn, hefði ég treyst því að hann passaði við mina tölvu þegar heim kæmi. En oft lendir maður i vandræðum vegna svona kaupa sé ekki allt tekið með í reikninginn í byrjun. Nú skora ég á íslenska söluað- ila tölvuskjáa og tölva fyrir almenn- ing að bjóða þessa flötu skjái á viðráð- anlegu verði. Frekar Sinfóníuna Halldóra Sigurðardóttir hringdi: í lesendabréfi í DV nýlega var fiall- að um rekstur Sinfóníunnar og ríkis- sjóvarpsins og velt upp þeim mögu- leika að önnur hvor þessara stofnana yrði lögð niður. Ég tek undir með bréfritara að margfalt frekar vildi ég að Sjónvarpið hyrfi en Sinfónínan. Hana vil ég alls ekki missa og hlusta á hana bæði beint og svo í útvarpinu þegar ég kemst ekki á tónleika henn- ar. En Sjónvarpið mætti fara strax. Ik Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangið: gra@dv.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Skaftahlíð 24. 105 ReyKJavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.