Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2002, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2002, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2002 9 DV Fréttir Albanía og evrópska fjölskyldan: Hættulegur vandræðakrogi Flestir Albanar búa í sveltum og lifa viö kröpp kjör / borgunum blómstrar spilling og glæpastarfsemi og þar lifa margirgóöu lífi á illa fengnum auöi. Albanía lenti á landamærum róm- verska og býsanska ríkisins þegar keis- aradæmið klofnaði milli vesturs og austurs. Þegar ottómanar lögðu mikinn hluta Býsans undir sig á 15. öld lenti Albania undir Tyrkjum og var þar í 500 ár. Síðan urðu yfirráðaskipti nokkuð ör og er mönnum í fersku minni hvílík- um heljartökum kommúnisminn tók land og þjóð. Og enn lenti Albanía á milli hatrammra hugmyndakerfa þeg- ar þjóðin var hin eina í Evópu sem fylgdi Maó að málum gegn Sovétveld- inu. Eftir að kommúnisminn leystist upp vegna vanhæfis tók stjómleysi við í þessu áður ofstjómaða landi. Þótt stjómarformið eigi að heita lýðræði ber það lítinn keim af þeim hugmynd- um sem Vesturlandamenn gera sér um hvað í því felst. Vegna legu landsins er það tilvalinn staður sem miðstöð smyglara og ann- arra glcepamanna. Um landið fara eiturlyf og ólöglegir innflytjendur frd austri til vesturs og suðri til norðurs. ítalskar, slavneskar, grískar, tyrk- neskar og kósovoískar mafíur streymdu til landsins þegar stjórnleys- ið brast d og settu þar upp bœkistöðvar. Þar var aðstaða öll hin besta og það sem einkum gerði starfsemina vel virka er að í Albaníu eru víða sterk œttartengsl og alls kyns laumufélagsskapur sem stjórnað er og starfar d svipaðan hdtt og glæpamafíur ndgranna- landanna. Þar eru til- valdir samstarfsmenn. Til viðbótar hreiðra útsend- arar kólumbísku eitur- lyfjabarónanna um sig í landinu, auk annarra sem finna þar skjól fyrir ólöglega starfsemi á al- þjóðlegan mœlikvarða. Hryðjuverkamenn eru ekki undanskildir. Albanar sækja fast að gerast þáttak- endur í Nató og ESB, en uppfýlla fá skilyrði til aö verða gjaldgengir í þau samtök. Ef vel gengur að byggja upp landið og samfélagið standa vonir til að eftir tvær eða þijár kynslóðir geti þjóð- in farið að teljast til Evrópumanna. En þeir fáu stjómmálamenn sem einhvers em megnugir og mark er takandi á sækja fast að fá inngöngu í bandalögin sem fyrst og halda því fram, líklega með réttu, að þjóðin nái aldrei að rétta úr kútnum nema Evrópa veiti aðstoð og vemd og viðurkenni Albana sem bræðaþjóð. Minnt er á að þegar Tyrkir vom að leggja drjúgan hluta Evrópu undir veldi sitt leitaði þjóðhetja þeirra, Skanderbeg, til páfans í Róm, Fen- eyjafursta og Spánarkóngs eftir lið- veislu til að verjast innrás islamskra ottómana. En enga aðstoð var að fá og því fór sem fór og þjóðin tók upp trú á íslam í kristinni Evrópu. Núna þegar albanska þjóðin þarf á stuðningi valda- stofhana Evrópu að halda til að stíga fyrstu skrefin í átt að lýðræðisþróun og varast að verða öfgaöflum að bráð, eins og oft áður í sögunni, er þess vænst að ekki verði skelit á þá hurðum og gerð- ar kröfúr sem þeir geta ekki staðið við. Aðrar Evrópuþjóðir tilheyra stærri menningarheildum og eru tengdar inn- byrðis trúarbrögðum, tungumálum og sameiginlegri sögu. En Albanar eru ekki germanskir, ekki rómanskir, ekki Slavar og hvorki grískir né tyrkneskir og þótt þeir séu múslimar em þeir ut- anveltu í heimi íslam. Það er helst að þeir kannist við nágranna sína ítali og ítalir eru þess meðvitandi að það býr albönsk þjóð handan við Adríahafið. Svo em albönsk þjóðabrot í ríkja- og héraðakraðaki Balkanskagans. Kapp er lagt á að þýða og útskýra tií- skipanir og skýrslur ESB í stofhunum Albaniu og reynt er að uppfylla sem flestar kröfur sem gerðar em tU að fá inngöngu í sambandið. En eins og al- banskur rithöfundur kemst að orði er vandamálið þekkingarleysi. Við vUjum umfram aUt gerast meðlimir í ESB, en Evrópa neitar að skUa okkur. Mafiur og bág kjör Að snúast frá trúarbrögðum þjóðnýt- ingarinnar tU markaðskerfis gekk væg- ast sagt Ula í Albaníu. í byrjun gekk aUt vel og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn kaUaði þjóðina besta nemandann. En gráðugur glæpalýður gerði kapítalism- anum skömm tU eins og víðar og stjórnleysi og afturfor svipti þjóðina frelsi og markaðskerfið varð ekki ann- að en grátt gaman. Áveitur, gróðurhús, vínekrur, sítmslundir og ólífuakrar hættu að gefa ávöxt og í sjálfri matar- kistunni Albaníu varð að flytja inn 60% matvæla tU að fæða þjóðina. Land- ið var einu sinni annar stærsti fram- leiðandi og útflytjandi kopars, en sá at- vinnuvegur er nú í rúst og þótt vatns- orkuver séu mikU og áður einnig kraft- mikU framleiða þau ekki nóg tU brýn- ustu innanlandsþarfa. Nokkrar borgir dafha bærUega, einkum þar sem mafiur hafa bæki- stöðvar, en meirihluti landsmanna býr í sveitum og flestir við kröpp kjör. Þeg- ar landinu var skipt mUli bænda kom svo lítið í hlut hvers og eins að þeir gera ekki betur en að framleiða mat tU eigin nota. TU að sinna matvælaþörf borgarbúa þarf að flytja næringuna inn frá útlöndum. í bæjunum em útimarkaðir þar sem söluborðin svigna undan ávöxtum og grænmeti og öðmm vamingi. Neðstu hæðum húsa er umbreytt í lítU kaffi- hús, sölubúðir og verkstæði. AUir eru að reyna að selja vöm og þjónustu, svo sem smyglaðar sígarettur og skóburst- un og margt fleira sem von er tU að geti gefið smáræði í aðra hönd. En aðalgjaldeyristekjumar koma frá um 700 þúsund brottfluttum Albönum sem fengið hafa landvist og atvinnu í efnaðri löndum og senda þeir hluta launatekna sinna heim tU foreldra eða konu og bama. Margt er hægt að telja tU sem stend- ur framþróun Albaníu fyrir þrifum. Þar er lítUl almennur skilningur á stjómmálum og frjálsum kosningum og þar af leiðandi takmarkaður áhugi á stjómmálastarfi. íbúamir em um margt frumstæðir og eru tU að mynda hugmyndir þeirra um stöðu konunnar í samfélaginu harla ólikar þeim sem al- mennt em við lýði í Evrópulöndum. Á því sviði sem öðrum verður þróunin að taka stökkbreytingu ef Albanar ætla að gerast einlægir Evrópusinnar. Þá verða þeir að leggja af blóðhefnd og fleiri foma siði sem tíðkaðir eru í nokkrum hémðum. Það er erfitt fyrir úlendinga að setja sig í spor Albana. Kristm trú og lýð- ræði em þeim framandi og upp á þá hefur verið troðið skoðunum og hug- myndafræði, oft langt að fengnum og í þversögn hvað við annað. Á tímum gjörþjóðnýtingar kommúnismans átti að skapa hinn „nýja mann“. Víða í Evr- ópu, meðal annars í ReykjavUc, vora hugmyndafræðingar fiUlir upp með hugsjónina um sköpun „nýja manns- ins“ og eru þeir enn í fullu fjöri að markaðssetja þetta og hitt eftir kúnst- arinnar reglum. En hugmyndir þeirra sem nú era að setja Albönum kostina em ekki alveg ósvipaðar og gömlu kommanna um hvernig á að umskapa fólk og þjóð. Það er ekki nóg að ákveða að þjóð taki upp lýðræðislegar kosnmgar og frjálst markaðskerfi með tilheyrandi eignar- rétti einstaklinga tU að skapa lýðræðis- legt þjóðfélag. Ákveðin þróun verður að eiga sér stað og tU þess þarf að rækta land og lýð. TU þess þarf tíma. Umfangsmikil giæpastarfsemi Albanía er hrjáð af spiUingu. SpUItir stjómmálamenn, embættismenn og dómarar standa allri lýðræðisþróun yfir þrifum. Þjóðin líður fyrir ofbeldi skipulagðrar glæpastarfsemi sem stjómað er af eigingjömum ofstopa- mönnum. Vegna legu landsins er það tUvalinn staður sem miðstöð smyglara og ann- arra glæpamanna. Um landið fara eit- urlyf og ólöglegir innflytjendur frá austri tU vesturs og suðri tU norðurs. ítalskar, slavneskar, grískar, tyrknesk- ar og kósovoískar mafiur streymdu tU landsins þegar stjómleysið brast á og settu þar upp bækistöðvar. Þar var að- staða öU hin besta og það sem eirikum gerði starfsemina vel virka er að í Al- baníu em víða sterk ættartengsl og aUs kyns laumufélagsskapur sem stjómað er og starfar á svipaðan hátt og glæpamafiur nágrannalandanna. Þar era tUvaldir samstarfsmenn. TU viðbót- ar hreiðra útsendarar kólumbísku eit- urlyfjabarónanna um sig í landinu, auk annarra sem finna þar skjól fyrir ólög- lega starfsemi á alþjóðlegan mæli- kvarða. Hryðjuverkamenn eru ekki undanskUdir. Glæpastarfsemm er svo öflug og um- fangsmikU að það er tómt mál að tala um að stjómin i Tirana eða nein yfir- völd í Albaníu ráði við að halda henni í skefjum, hvað þá að ráða niðurlögum glæpahringanna, en starfsemi þeira teygir sig í allar áttir. Evrópuríki leggja þegar nokkuð af mörkum tU að hemja alþjóðlega glæpastarfsemi í Al- baníu en hvergi nærri nóg tU að þar sjái högg á vatni. Stjórnmálamenn í landinu sem sækja fast að fá inngöngu í ESB em ódeigir að benda á að gjörvallri álfunni sé lrfsnauðsyn að stemma stigu við uppgangi glæpaaflanna í Albaníu. Landið er aðeins notað sem miðstöð eða jafrivel herstöð fyrir glæpalýðinn, en sjálf starfsemin eða markhóparnir sem glæpimir beinast gegn eru í öðr- um og ríkari löndum en Albania er. Það eru því hagsmunir ESB og Nató að taka Albaníu undir sinn vemdar- væng og tryggja öryggi landsins og uppræta afla þá fjölbreyttu glæpastarf- semi sem þar þrífst. Öryggi Evrópu er í veði að skipulögð glæpastarfsemi og alþjóðlegir hryðjuverkahópar fái ekki grið og skjól í landi sem er á svo mikU- vægum krossgötum sem Albania er. Að byggja upp lýðræðislegt nútíma- þjóðfélag er ekki einfalt mál. Evrópu- þjóðir veija þegar mUdu fé tU ríkjanna á Balkanskaga. En ef skattgreiðendur norður og vestur í álfu vissu hvemig því fjármagni er varið er hætt við að erfitt verði að fá viðbót tU frekari upp- byggingar. MikiU hluti aðstoðarinnar fer í kostnað við sendinefndir og þvíumlíkt, laun fjölþjóðaembættis- manna og meira og minna óþarfar sýndarframkvæmdir. Hremmingar Albana em langt frá því að vera upptaldar í þessu fljóta- skrifi. í landinu búa eftirlaunaþegar við kjör sem víða annars staðar væru talin undir hungurmörkum. Atvinnu- leysi er landlægt og vonleysið yfir- þyrmandi. Af sjálfri leiðir að frá land- inu er mikUl atgervisflótti. Þeir sem ekki ganga í glæpaklíkur og gerast málaliðar einhverrar mafiunnar flytja á brott í leit að betri lífskjömm. En ef aUt er látið dankast og velmeg- unarríki Evrópu afrieita vandræða- bömunum í álfrinni, eins og Albaníu, mun glæpahyskið notfæra sér eymd og stjómleysi til að festa sig í sessi á hlaði góðbýlisins. En hvort Evrópusambandið er betur sett með þau vandamál öU innan eða utan sins Schengensvæðis er og verður álitamál sem stjómmálamenn verða einhvem tíma að ráða ffarn úr. -OÓ (Helsta heimild: Le Monde) Topp 10 hringitónar Til að panta hringitón sendir þú skeytið: fokustone merki. T.d.: FOKUS TONE BOMB, til að velja lagið Sex Bomb með Tom Jones, og sendir á þitt þjónustunúmer. 99 kr. stk. Nr. Flytjandi lag merki beint í farsímann þinn. Til að stöðva þjónustuna sendu is stop fiskur. 1 Shakira Whenever EVER Að móttaka hvert skilaboð kostar 49 kr. 2 Queen We are the Champions QUCH 3 Eminem Without me EMWE /-ffl 4 Britney Spears Slave SLAV nvTT' 5 Tom Jones Sex Bomb BOMB ls Steingeit Is Meyja 6 Þáttur Friends FRSD W V7 Is Hrutur Is Vog 7 AC/DC Higway to Hell HWLL aQ : Is Naut Is Sporddreki 8 Bíómynd Lord Of The Rings LORS /etk. \ Is Tviburi Is Bogamadur 9 Enrique Iglesias Hero EURO Is Krabbi Is Fiskur 10 ABBA SOS SOSA Is Ljon Is Vatnsberi Stjörnuspá Fáðu stjörnuspána þína beint í farsímann þinn á hverjum degi. Ef þú ertt.d. fiskur sendirðu skeytið is fiskur. Á hverjum degi munum við senda þér stjörnuspá dagsins mÝSSL Ljoskubrandari í símann þinn! Sendu SMS: Smart Joke, og fáöu sprenghlægilegan Ijóskubrandara fyrir ^aöeins 99 kr. Þú færö aldrei sama brandarann tvisvar Ei„göngufrr,r NOKIA s""3 Sendu skeytin é 1415 Tal eða 1848 Síminn eða Gluggi>Nýtt Íslandssími fekki tónar). smanb sms www.smartsms.com

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.