Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2002, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2002, Blaðsíða 6
6_______ Fréttir FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2002 nv Margra ára deilum um veginn upp á Bolafjall lokið: Fólki frjálst að fara upp á topp Vegurinn opinn Fyrir miðju sést Bolafjall. Nú hefur vegurinn upp á fjallið verið opnaður almenningi. Vegurinn sem liggur frá Skála- víkurheiði og upp á Bolafjall var opnaður al- menningi fyrr í sumar en það hefur lengi verið baráttumál bæj- aryfirvalda að fá veginn opnaðan fyrir almennri umferð. „Vegurinn var opnaður al- mennri umferð 5. júli síðastliðinn. Þarna hefur verið mikil umferð og allir sem lagt hafa leið sína upp á ijall hafa verið voðalega hrifnir og þá sérstaklega af hinu stórbrotna útsýni sem blasir við uppi á fjalls- toppnum," segir Ólafur Kristjáns- son, bæjarstjóri í Bolungarvík. Vegurinn upp á hið tæplega 620 metra háa Bolafjall var lagður árið 1986, þegar verið var að byggja rat- sjárstöðina sem er þarna uppi á fjallinu. Ólafur segir að rætt hafi verið um málið fram og til baka í nokkur ár en það var fyrst núna sem samkomulag náðist við Vega- gerðina um að hafa veginn opinn. „Meðal þess sem deilt var um var hver ætti þá að bera ábyrgð á við- haldi vegarins og eins ef slys eða tjón yrði á farartækjum eða ein- hverju sliku. Eins vildum við fá út- sýnispall uppi á fjallinu en það varð nú aldrei af því,“ segir Ólafur. Vonast er til að hægt verði að hafa veginn opinn frá byrjun júli fram í miðjan september í framtíð- inni en í sumar verður honum lok- að 12. ágúst. Þá verða gerðar endur- bætur á vegarásum og ræsin í veg- inum verða lagfærð. Vegurinn verð- ur ávallt lokaður yfir vetrartímann. Bolafjall er gríðarlega bratt á köflum alveg frá fjallsbrún og nán- ast niður í sjó og vegurinn er hvergi girtur af. Ólafur segir að allt hafi gengið eins í sögu það sem af er sumri og engin óhöpp hafi átt sér stað. „Þetta er mjög góður malar- vegur en ég vil biðja alla sem fara þarna um, og þá sérstaklega þá sem ferðast með böm, að fara afar var- lega þar sem hlíðar fjallsins eru snarbrattar á köflum,“ segir Ólafur. Feröamannahópar hafa hingað til þurft að sækja um leyfi til að fara upp á fjallið en að sögn Ólafs er búið að ráða bót á því og er öllum því frjálst að njóta útsýnisins. „Frá toppi fjallsins er alveg ægifogur sýn inn í mynni Jökulíjarða og inn af ísafjarðardjúpi. Þegar veðrið er eins og best verður á kosið geta allir fengið að njóta útsýnisins," segir Ólafur. -vig Ólafur Kristjánsson. Kynnir land og þjóð: Gott að borða fisk á hverj- um degi Bjartar nætur, fossar og fiskát á degi hverjum var meðal þess sem hópi erlendra gesta þótti hvað markverðast við heimsóknina til ís- lands. Um var að ræða ungt fólk frá Evrópu, Bandaríkjunum og Japan og var hópurinnn á vegum Lions- hreyfingarinnar. Það er hefð hjá Lionshreyfing- unni að bjóða ungu fólki í heimsókn og kom nú í hlut Lionsklúbbsins Múla á Fljótsdalshéraði og Lions- klúbbs Seyðisfjarðar að annast heimsóknina. Slegið var upp búðum í bamaskólanum á Eiðum og þaðan farið um Austfirði til að kynna unga fólkinu mannlíf og náttúru. Unga fólkið var, að sögn Vigfúsar Ingvarssonar búðastjóra, afar hrifið af landi og þjóð og bað hópurinn fyr- ir kveðjur tÚ Lionsmanna. -PG Tilkynning frá Búnaðarbanka íslands hf.: 178 þúsund verða að 178 milljónum í meðförum Norðurljósa og Fréttablaðsins Búnaðarbanki íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar Fréttablaðsins í gær þar sem haft var eftir Sigurði G. Guðjónssyni að Skjár einn skuldaði Búnaðarbank- anum á annað hundrað milljón- ir króna sem væru í vanskil- um. Yfirlýsingin er undir fyr- irsögninni „178 þúsund verða að 178 milljónum í meðfómm Norðurljósa og Fréttablaðsins" og birtist hér í heild sinni: „Vegna fréttaflutnings Frétta- blaðsins i dag, 25. júlí 2002, vill Búnaðarbanki íslands hf. taka eft- irfarandi fram: Að fenginni heimild íslenska sjónvarpsfélagsins hf. getur Búnað- arbankinn staðfest að frétt blaðsins um lánveitingar bankans til Skjás eins er í öllum meginatriðum röng. í fréttinni er sagt að íslenska sjónvarpsfélagið, sem rekur Skjá einn, skuldi Búnaðarbankanum 177,8 milljónir, að lánið hafi fallið í gjalddaga 15. ágúst 2001 og að inn- heimtuaðgerðir hafi ekki verið hafnar þann 23. maí sl. Vísað er í trúnaðarupplýsingar um íslenska sjónvarpsfélagið úr viðskiptamannaskrá Bún- veéna ltíabs\ns'é*»- FtéttFtéttab aðar- bankans sem Norður- ljós hafa komist yfir með ólögmæt- um hætti og fyrirtækið hefur und- anfarið notað til að koma höggi á bankann í fjölmiðlum. Hið rétta í málinu er að um var að ræða viðskiptavíxil að fjárhæð kr. 162,5 þúsund sem keyptur var af þriðja aðila en íslenska sjónvarpsfé- lagið var greiðandi af. Að auki höfðu fallið á víxilinn riflega 15 þúsund króna dráttarvext- ir. Víxillinn var í innheimtu- meðferð eins og ráða má af viðskiptamannayfirliti sem vísað er til í Fréttablaðinu. Þá má geta þess að víxillinn hefur verið greiddur að fullu. Málflutningur forstjóra Norðurljósa samskiptafé- lags í Fréttablaðinu í dag kemur ekki á óvart. Hann er í takt við mála- tilbúnað Norðurljósa á hendur bankanum í fjölmiðlum undanfarna daga, sem hefur verið ætlað að beina athygli almennings frá bágri fjárhagsstöðu Norður- ljósa." Undir yfirlýsinguna er ritað „Bankastjórn Búnaðarbanka ís- lands“. -hlh Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri: Fóru 70 milljónir fram úr heimildum - fyrstu fimm mánuði ársins Kostnaður af rekstri Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri var 69,8 milljónum umfram fjárheimildir á fyrstu fimm mánuðum ársins. í rekstraráætlun fyrir þetta ár var gert ráð fyrir 107 milljóna króna halla, að því er fram kemur á vef- síðu sjúkrahússins. „Það er af mörgu að taka,“ segir Halldór Jónsson, forstjóri sjúkra- hússins, spurður um ástæður hall- ans. „í upphafi árs blasti það við að viðbótarfjármagn vantaði í rekstur- inn eða þá að við þyrftum að skera þeim mun meira niður, sem var ákveðið í byrjun árs að gera ekki. Við höfum oftar ekki náð að mæta þeim hagræðing- arkröfum sem settar hafa verið á okkur með flötum niðurskurði. Með vaxandi starfsemi kallar þetta á meiri peninga og við höf- um reynt að mæta því. Staðreyndin er sú að okkur hefur ekki tekist að mæta aukinni starfsemi með sama eða minna fjár- magni,“ segir Halldór. Greiðslustöðu sjúkrahússins seg- ir Halldór verða erfiðari og erfiðari en að þeim hafi tekist að sigla milli skers og báru án þess að lenda í neinum teljandi vanda. Samrekstur deilda hefur skapað aukið hagræði en ákveðnir liðir hafa hækk- að meira en aðrir; má þar nefna launaliði ýmsa auk rekstrarliða á borð við lyf, sem hafa hækkað nokkuð meira en meðaltalshækkan- ir segja til um, að sögn Hall- dórs. Lækninga- og hjúkrun- arvörur hafa einnig hækkað veru- lega meira en margt annað frá sama tíma í fyrra. Niðurstöður varðandi viöbótar- fjárveitingu til sjúkrahússins liggja ekki fyrir. „Við höfum ekki átt sér- stakan fund með ráðuneytinu vegna stöðunnar núna en þetta gerist held- ur ekki á einum tímapunkti. Þó svo að það fari um sjö milljónir í gegn- um stofnunina á dag þá er þetta hlutur sem er búinn að vera að ger- ast allt árið. Útkoman nú er lakari en við höfðum áætlað og við höfum verk að vinna til að vinna okkur út úr þessu. Alltaf má finna einhverja hagræðingu eða spamaðarleiðir en þetta er af þeirri stærðargráðu að þetta verður ekki gert með neinum sparðatíningi," sagðir Halldór. -ók Halldór Jónsson. REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 22.52 22.37 Sólarupprás á morgun 04.17 04.12 Síödegisflóö 20.00 00.33 Árdegisflóö á morgun 08.17 12.50 Veöriö í kvöid MMjMl Suðvestan 10 til 18 metrar á sekúndu en lægir heldur vestan til síðdegis. Skýjað með köflum á Austurlandi en annars skúrir. Hiti 10-20 stig og hlýjast austanlands. Kólnar í nótt og í fyrramálið, fyrst á Vestfjörðum. Léttir til sunnan- og austan- lands Norðvestanátt, 10 til 15 metrar á sekúndu og rigning norðanlands í dag, en léttir heldur til á suðaustur- og austurströndinni. lÍSgÍEÍ. Laugardagur Sunnudagur Mánudagur • Httí 10° til 20° Vtndur: 10-18«*/» Rlgnlng norfian- lands en léttlr tll meö su&aust- ur- og austur- ströndinni. Híti 9° til 18° Vindur: 5-8™/* Fremur hæg suövestlæg átt og bjartvlörl víöa um land. Hiti 9° til 18° Vtndur: 5-8 ,n/s Áfram fremur hægur vindur en stöku skúrir ð vfö og dreif. Logn Andvari Kul Gola Stinningsgola Kaldi Stinningskaldi Allhvasst Hvassvi&ri Stormur Rok Ofsave&ur Fárvl&ri m/s 0-0,2 0,3-1,5 1,0-3,3 3.4- 5,4 5.5- 7,9 8,0-10,7 10.8- 13,8 13.9- 17,1 17,2-20,7 20,8-24,4 24,0-28,4 28,5-32,6 >= 32,7 AKUREYRI skýjað 11 BERGSSTAÐIR skýjaö 9 B0LUNGARVÍK úrkoma í grennd 8 EGILSSTAÐIR léttskýjaö 10 KIRKJUBÆJARKL léttskýjað 8 KEFLAVÍK úrkoma í gr. 15 RAUFARHÖFN alskýjaö 8 REYKJAVÍK skýjaö 8 STÓRHÖFÐI alskýjað 9 BERGEN súld 13 HELSINKI skýjað 18 KAUPMANNAHOFN léttskýjaö 15 OSLO skýjað 13 STOKKHOLMUR slydda 15 ÞÓRSHÖFN skýjað 11 ÞRÁNDHEIMUR skýjað 11 ALGARVE heiðskírt 22 AMSTERDAM alskýjað 18 BARCELONA þokumóða 20 BERLÍN rigning 14 CHICAGO hálfskýjaö 24 DUBLIN skýjað 14 HALIFAX léttskýjaö 13 FRANKFURT rigning 15 HAMBORG rigning og súld 14 JAN MAYEN mistur 20 LONDON alskýjað 17 LÚXEMBORG skýjaö 14 MALLORCA léttskýjað 22 MONTREAL léttskýjað 20 NARSSARSSUAQ léttskýjaö 4 NEWYORK léttskýjaö 19 ORLANDO skýjað 24 PARIS skýjaö 19 VÍN léttskýjað 15 WASHINGTON alskýjað 21 WINNIPEG heiðskírt 18

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.