Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2002, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2002, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 2002 Tilvera DV bamlaíía^nryní „við og við“ Sjö myndlistarmenn opna sýn- ingu í Gallerí Slunkaríki á ísafirði á morgun, laugardag kl. 16. Hún nefn- ist „við og við“. Þar eru málverk, teikningar, ljósmyndir og innsetn- ingar. Listamennimir eru Amflnn- ur Amazeen, Baldur Geir Bragason, Bryndís Erla Hjálmarsdóttir, Elín Helena Evertsdóttir, Markús Þór Andrésson, Sigríður Björg Sigurðar- dóttir og Þuríður Sigurðardóttir. Þeir eru allir búsettir á Reykjavík- ursvæðinu og hafa starfað saman undanfarin ár og meðal annars stað- ið fyrir myndlistarviðburðum undir nafninu Opna galleríið. Að lesa myndir Tvær sýning- ar verða opnað- ar í Hafnarborg á morgun, laug- ardag. Hin aust- urríska Maria Elisabeth Prig- ge er með sýningu sem nefnist Bild- erlesen/Að lesa myndir. Hún hefur þrisvar sótt ísland heim áöur og hrifist af landslaginu. Þó eru verk hennar langt frá því að vera hefð- bundnar landslagsmyndir heldur óhlutbundin form og markvisst unnin tákn. Hin sýningin er i Sverrissal. Þar sýnir hópur úr félaginu íslensk graflk, samtals 14 manns, sem áður hefur sýnt á Grænlandi og er á leið til Færeyja. „Hér er gott“ Birta Guðjónsdóttir opnar sýn- ingu í rými undir stiganum í i8 gall- eríi við Klapparstíg á morgun kl.16. Hún útskrifaðist frá myndlistar- deild LHÍ síðastliðið vor og mun sýna vídeó-innsetningu sem ber heitið „Hér er gott“. „í verkinu leit- ast ég við að skapa upphafið and- rúmsloft en við slíkar aðstæður er oft auðveldara að komast að niður- stöðu, flnna svör við lífsins mikil- vægustu spurningum," segir lista- konan. i8 er opið þriöjudaga tii laug- ardaga frá kl. 13-17. Hvaða dyr? Hulda Vilhjáimsdóttir opnar mál- verkasýninguna Hvaða dyr? í Gall- erii Sævars Karls á morgun, 27. júlí. Verkin fjalla um eina konu - tvær konur. Þær standa við dyr og horfa á fjall og hníf. Hulda útskrifaðist frá Myndlistaháskólanum vorið 2000. Hún hefur haldið nokkrar einkasýn- ingar og tekið þátt í sýningum með öðrum. Hún kveðst leggja talsvert upp úr að leita að unglingnum í sjálfri sér og gefa sér frelsi tii að ganga bæði berfætt og í skóm í nátt- úrunni. Langar að fanga litaskalann - segir Ingibjörg Guðrún Guðjónsdóttir „Háalda, sem er eitt þúsund átta hundruð og níu metra hátt fjall á Torfajökulssvæðinu, er með flott- ari útsýnispunktum á íslandi og er eftirlætisfjailið mitt. Mínar fyrstu minningar tengdar þessu fjalli eru frá því ég gekk í fyrsta sinn á það. Þá var fádæma gott veður og mér fannst ég hreinlega sjá um allt landið þegar ég var komin upp á topp. Síðan hef ég reynt að koma öllu minu fólki upp á Háöldu þeg- ar veðrið leikur við mig,“ segir Ingibjörg Guðrún Guðjónsdóttir, starfsmaður íslenskra fjallaleið- sögumanna. Oldulaga og trónir yfir um- hverfi sitt „Ég hef klifið fjallið mörgum sinnum og er löngu hætt að halda tölu yflr það hversu oft ég hef komist á toppinn," segir Ingibjörg Guðrún, þegar hún er spurð frekar um Háöldu, þetta eftirlætisfjall sitt. „Háalda er í skemmtilegum gönguhring út frá Landmanna- laugum. í þessum hring, á leiðinni á flallið, rekst maður sjaldnast á lifandi verur, nema ef vera skyldi nokkrar kindur. Fjallið er öldu- laga og trónir yfir umhverfið sitt.“ Ingibjörg segir að útsýnið af Há- öldu sé því sem næst kynngimagn- að og óvíða sé víðsýnna. Af há- bungu fjallsins sjáist, þegar útsýni er best, til ekki færri en níu jökla; það er Kerlingarfjalla, Langjökuls, Hofsjökuls, Tungnafellsjökuls, Vatnajökuls Torfajökuls, Mýrdals- jökuls, Eyjaíjallajökuls og Tind- fjallajökuls. „Suðaustan við það er libarít-litadýrð Torfa- jökulssvæðisins sem blasir við manni en norðvestan- megin er Heklusvæðið með sínum óteljandi svörtu, gráu og rauðu tónum. Þegar ég geng þennan hring vildi ég óska þess að ég væri málari sem gæti fangað allan þann litaskala sem fyrir augum ber.“ Af fleiri fjöllum En heimur flallanna einskorðast í huga Ingibjargar ekki bara við Háöldu. Hún hefur fariö víða um landið og margt flallið séð og kliflð. „Herðubreið er mjög formfagurt flall og margbreyti- legt eftir því úr hvaða átt maður kemur að því, þó alltaf sé hægt að þekkja það á fominu, sama úr hvaða átt mað- ur nálgast það. Upptyppingar, úr flarska og frá ákveðnu sjónarhorni, líta út eins og tvö konubrjóst og það fékk DV-MYND HARI Lelösögumaðurlnn „Háatda, sem er eitt þúsund átta hundruö og níu metra hátt fjall á Torfajökuls- svæöinu, er meö flottari útsýnispunktum á íslandi og er eftirlætisfjalliö mitt. Mér fannst ég hreinlega sjá um ailt landiö þegar ég var komin upp á topp, “ segir Ingi- björg Guörún Guöjónsdóttir. mig einhvem tíma til að pæla heilmikið i því af hverju flallið héti þessu skrýtna nafni. Það eru kannski til einhverjar út- skýringar á nafninu sem mér er ekki kunn- ugt um,“ segir Ingibjörg Guðrún sem kveðst vissulega ætla að ganga á flöll í sumar. Enda ekki við öðru að búast á al- þjóðlegu ári flalia. „Ég skrepp í Landmannalaugarnar nú á næstu dögum og rölti kannski með frönsku ferðamennina mína á Háöldu ef veður leyf- ir. Annars býst ég ekki við að ganga á önn- ur flöll en þau sem eru í kringum Reykja- vík fyrr en í enda sumars, ágúst-septem- ber, vegna anna,“ segir Ingibjörg að síð- ustu. -sbs Landmannalaugar Laugar eru miöpunktur Friötands aö fjallabaki. Fjöllin á þessu svæði eru ótalmörg, þar á meöal er Háalda sem er í eftirlæti Ingibjargar Guörún- ar Guöjónsdóttur. Háalda að fjallabaki Háalda, sem rís 1.809 metra yfir sjávarmál, er eitt af flöllunum á svæðinu norðan Mýrdalsjökuls en það og Landmannalaugasvæðið allt er einu nafni kallað Friðland að flallabaki. Þetta landssvæði er ægifagurt og náttúrufar þar flöl- breytt. Það er og afar vel fallið til hvers konar gönguferða og auð- gengt er á mörg flöll. Þar á meðal Háöldu. Fjögurra til sex klukku- stunda ganga er á hana. Friðlandið að baki flalla er um margt einstakt í sinni röð. Til þess var stofnað svo vernda mætti og varðveita dýralif, vötn, jarðmynd- anir og annað landslag. Þvi eru flallafarar hvattir til að sýna land- inu þá virðingu sem því ber - hvort sem þeir ferðast um á jafn- sléttu eða leggja á brattann og ganga á Háöldu eða önnur flöll. Bio&ignryní Smárabíó/Laugarásbíó/Regnboginn - Men in Black II: ir ★ Svartklæddu hetjurnar snúa aftur Sif Gunnarsdóttir skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Því verður seint neitað að lögu- legir karlmenn í svörtum jakkaföt- um, vel pússuðum svörtum skóm og með svört gleraugu eru kúl. Og ef við bætast risastór krómuð vopn, sem þeir halda á jafn auðveldlega og væru þau hvítvoðungar er ljóst hvert stefnir. - Svartklæddu ieyni- þjónustumennimir Jay (Wiil Smith) og Kay (Tommy Lee Jones) hafa snúið aftur til að vemda okkur jarð- arbúa fyrir óvinveittum geimver- um. Og það er akkúrat þetta „snúiö aftur“ sem er gallinn við Men in Black II því að þar sem fyrri mynd- in kom manni algjörlega aö óvörum (sérstaklega þeim sem ekki þekktu til teiknimyndasögunnar), meö skemmtilegum, þéttum söguþræöi, krydduðum litríkum og bráðfyndn- um persónum og með frábærum samleik Jones og Smith þá gerir þessi lítið meira en að endurtaka og endumýta brandara og bardaga fyr- irrennara síns. Men in Black II hefst á því að afar óvinveitt geimvera kemur til jarðar tO að leita að ákveðnum hlut sem er í geymslu hér. Geimveran er frekar óárennilegur slöngumassi þar til Men In Black Svartklæddu leyniþjónustumennirnir Jay (Will Smith) og Kay (Tommy Lee Jones) hafa snúiö aftur til aö vernda okkur jaröarbúa fyrir óvinveittum geimverum. hún býr sér til líkama Löru Flynn Boyle og verður þá óttalegt geim- veru-beib. Sá eini sem getur stöðvað hana er leyniþjónustumaðurin Kay en hann er kominn á eftirlaun frá MiB og vinnur minnislaus um for- tíð sína á pósthúsi. Jay, sem er orð- inn aðalgæinn hjá MiB, þarf að ná í hann, setja i hann minnið aftur og bjarga heiminum - allt þetta á inn- an við tveim tímum. Söguþráðurinn er sem sagt algjörlega gegnsær og þótt Smith og Jones séu enn þá skemmtilega kyndugir félagar þá eru samtöl þeirra ansi miklu þynnri en síðast enda er eini maðurinn frá fyrri myndinni, sem ekki er með í framhaldsmyndinni, handritshöf- undurinn Ed Solomon. Jafnvel bráð- skemmtUegur leikstjóri eins og Barry Sonnenfeld á erfitt með að ná upp stemningu ef handritið vantar. Það má vissulega hafa gaman af MiB H á köfium. Hinn talandi og syngjandi hundur Frank er frábær, Michael Jackson sýnir að hann er ekki aUur þar sem hann er séður og Lara Flynn Boyle sýnir myndarleg- an vöxt - eitthvað fyrir aUa? Aðallelkarar: Tommy Lee Jones, Will Smith, Lara Flynn Boyle, Rip Torn, Rosario Dawson, Patrick Warburton. Lelkstjórl: Barry Sonnenfeld. Handrit: Robert Gordon og Barry Fanaro. Kvlk- myndataka: Greg Gardiner. i ( H

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.