Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2002, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2002, Page 4
4 LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2002 DV Fréttir Hlutafélag um Vaölaheiðargöng Stefnt er að því að stofna hlutafé- lag um gerð jarðganga undir Vaðla- heiði og hafa verið skipaðir þrír nefndarmenn af stjórn Eyþings, samtaka sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, til að undirbúa stofnun félagsins. Stefnt er að þvi að stofnfundur verði eigi síðar en i jan- úarmánuði nk. I nefndinni eiga sæti Ásgeir Magnússon, sem er formað- ur, og Kári Amór Kárason, báðir frá Akureyri, og Helgi Kristjánsson á Húsavík. Með nefndinni starfar Pétur Þór Jónsson, framkvæmda- stjóri Eyþings. Hugmyndin er að stofnfé félagsins verði allt að 25 milijónir króna sem eins konar áhættufé, en stefnt er aö því að sem flest sveitarfélög á svæðinu gerist stofnfélagar, en þau era 20 talsins. Samson vill ekkert segja Aðstandendur eignarhaldsfélags- ins Samson vilja ekkert blanda sér í umræður sem skapast hafa í kjölfar greinar í nýjasta hefti breska tíma- ritsins Euromoney. Þar er fjaUað um Landsbanka íslands hf., kaup Samsonar ehf. á hlut í bankanum og verkefni sem eigendur Samsonar hafa fengist við siðustu ár. „í grein- inni er að finna fjölmargar rang- færslur og er þar farið afar frjáls- lega með staðreyndir," segir í yfir- lýsingu Samsonarmanna vegna greinarinnar þar sem segir að eðli- legar efasemdir vakni um ærlegan tilgang greinarhöfundar og eða heimildarmanna hans með grein þessari. I gær var í Útvarpinu rætt við Ingimar Hauk Ingimarsson arkitekt þar sem hann greindi frá samskipt- um sínum við aðstandendur Sam- sonar um miðjan síðasta áratug. „Af því tilefni vill Samson taka fram að þau mál sem hann drepur á hafa verið rekin fyrir dómstólum. VUji Ingimar Haukur Ingimarsson arki- tekt taka þessi mál upp á ný á þeim vettvangi verður honum mætt þar“, segir í yfirlýsingunni. Kannabis haldlagt Lögreglan á Akureyri hefur nú tU rannsóknar tvö fikniefnamál þar sem haldlögð hafa veriö samtals 334 g af kannabisefnum, 65 e-pUlur, nokkur e-piUumvdningur og 12 g af amfetamíni, auk slatta af sveppum. Fyrra málið kom upp 25. október sl. er kona á fertugsaldri var handtek- in i heimahúsi. Rannsókn þess máls er að mestu lokið. Síðara málið kom upp sl. mið- vikudagskvöld er lögreglan handtók þrjá unga menn í miðbæ Akureyr- ar. Tveir þeirra voru 16 ára en sá þriöji á þrítugsaldri. Þeir yngri hafa ekki komið við sögu fíkniefnamála en sá þriðji hefur áður komið við sögu. Hann var í gær úrskurðaður i viku gæsluvarðhald. Það mál er enn í rannsókn. Potturinn 50 milljónir Lottóvinningur kvöldsins er sexfaldur og gera menn ráð fyrir að vinningspotturinn verði á bilinu 45 til 50 miUjónir króna. „Þetta er ansi há upphæð. Það er þó allt eins lík- legt þykir mér að vinningsupphæð- in nú rjúfi fimmtíu milljóna króna múrinn," sagði Stefán Pálsson, markaðsstjóri íslenskrar getspár, í samtali við DV í gærkvöld. Síðast var vinningsupphæðin á svipuðu róli í apríl á þessu ári. Stefán segir að fengin reynsla segi að búast megi við að biðraðir verði á sölustöðum Lottósins síðdeg- is í dag. Slíkt sé hefðin. „Það er bara um að gera fyrir fólk að mæta á staðinn og næla sér í miða,“ sagði Stefán. -GG/sbs Prófkjör setja svip á helgina: Félagatala Samfylkingar hækkað um 40 prósent Hafnarfjörður: Matarsending að norðan Landsþing hestmannafélaga: Prófkjör Samfylkingarinnar nær hámarki í dag og frambjóðendur eru á ferð og flugi um sín kjör- dæmi. Félagatala Samfylkingarinn- ar hefur hækkað um 40% um allt land að undanförnu og á eflaust eft- ir að hækka töluvert í dag. Þannig eru félagsmenn á Siglufirði orðnir liölega 400 talsins en Siglufjarðar- listinn, sem Samfylkingin átti aðild að í síðustu sveitarstjórnarkosning- um, fékk þá 451 atkvæði. Kosið er í öllum kjördæmum landsins hjá Samfylkingunni nema í Norðvest- urkjördæmi. Þar var ákveðiö að hafa uppstillingu en sú ákvörðun olli nokkrum taugatitringi meðal nokkurra þingmanna flokksins í þeim þremur kjördæmum sem mynda nýja kjördæmið. í Reykjavíkurkjördæmunum verða atkvæði talin í félagsheimili íþróttafélagsins Þróttar í Laugardal og ættu fyrstu tölur að vera kunnar um kl. 22. í Suðvesturkjördæmi er taliö í Þinghóli, Hamraborg 11 í Kópavogi, og ættu fyrstu tölur að birtast um kl. 22.00. í Suðurkjör- dæmi er talið á Hótel Selfossi og fyrstu tölur ættu að vera heyrum kunnar milli kl. 22 og 22.30, en kosningavaka Samfylkingarinnar er hins vegar i Gamla pakkhúsinu, bak við kaupfélagshúsið á Selfossi. í Norðausturkjördæmi var póst- kosning sem er lokið en talið verð- ur i Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18 á Akureyri, og er vonast til að fyrstu tölur verði ljósar um kl. 20. Sjálfstæðismenn í Borgarnesi Hjá Sjálfstæðisflokki er prófkjör í Norðvesturkjördæmi en þar berjast fimm þingmenn um þrjú örugg sæti, að talið er. Atkvæði verða tal- in i veitingahúsinu Búðakletti í Borgamesi og er vonast til að fyrstu tölur verði kynntar um kl. 20. Prófkjör í Reykjavikurkjördæm- unum verður eftir tvær vikur en í öðrum kjördæmum landsins ætla sjálfstæðismenn að stilla upp fram- boðslistum. -GG Mlklð bæklingaflóö Frambjóöendur í prófkjöri Samfytkingarinnar hafa verið duglegir aö kynna sig. „Norðlenskar konur eru yfir- höfuð vel vaxnar og ég hef áhyggjur af holdafari þeirra hafnfirsku," segir Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akur- eyri, í samtali við DV. Kristján gekk á fund kollega síns í Hafnarfirði, vinabæ Akur- eyringa, i gær og afhenti Lúðvík Geirssyni bæjarstjóra að gjöf sperla og annað norðlenskt kjöt- meti og mjólkurvörur. Allt voru þetta vörur framleiddar af fyrir- tækum í höfuðstað Norðurlands sem eru, að sögn Kristjáns Þórs, þekkt fyrir framleiðslu á stað- góðum mat. Tilefni heimsóknarinnar að norðan voru fréttir af nýlegri rannsókn sem sýnir að hafn- firskar konur eru sýnu léttari en þær norðlensku.Þá hafa einnig birst fréttir um að heilinn í konum á Akureyri væri þungri en í þeim hafnfirsku. Hvort það er vegna staðgóðrar fæðu skal hins vegar ósagt látið. Kristján sló á létta strengi í heimsókninni til Lúðvíks og bætti við: „Síðan eru Hafnfirð- ingar auðvitað visir til þess að snúa þessu í hina áttina og færa okkur eitthvað sem getur grennt norðlenskar konur. En það er þá bara þeirra mál,“ sagði bæjar- stjórinn á Akureyri. -sbs DV-MYNDIR SIGURÐUR JOKULL Sperlar, skyr og ijóml Kristján Þór Júiíusson, bæjarstjóri á Akureyri, kom færandi hendi þegar hann heilsaöi upp á Lúövík Geirsson kollega sinn í Hafnarfiröi í gær. Noröanmenn hafa áhyggur af holdafari þeirra hafnfirsku. Þurrkuð epli Möndlur Blandaðir ÞURRKAÐIR ÁVESTIR Hagnaður af lands- móti 9 milljónir króna Frá landsmótl í sumar. ... allt sem þarfí baksturinn! Hagnaður af Landsmóti hest- manna 2002, sem haldið var á Vind- heimamelum i sumar, nemur 9 milljónum króna, samkvæmt bráða- birgðauppgjöri sem nú liggur fyrir. Þetta kom fram í máli Sveinbjöms Sveinbjömssonar, formanns Lands- móts hestamanna ehf., á 53. lands- þingi Landssambands hestamanna- félaga 2002 sem nú stendur yfir í Fáksheimilinu í Reykjavík. í máli Sveinbjamar kom fram að heildartekjur landsmótsins námu 67 milljónum króna. Að frádregnum ýmsum kostnaðarliðum var niður- staðan hagnaöur upp á 9 milljónir króna. Segja má að þetta sé kúvend- ing frá fyrri landsmótum sem hald- in hafa verið. Sem dæmi má taka að hagnaður á síðasta landsmóti á Hellu nam um það bil 2 milljónum króna en tap varð á landsmóti í Reykjavík sem nam um einni millj- ón króna. Sveinbjörn upplýsti jafn- framt að tekist hefði að ná niður ýmsum kostnaðarliðum, svo sem varðandi löggæslu og STEF-gjöld. Fjölmargar tillögur liggja fyrir landsþinginu. Þær verða afgreiddar á þingfundi í dag en þinginu lýkur í kvöld með veglegri uppskeruhátíð á Broadway sem jafnframt er afmæl- ishátíð hestamannafélagsins Fáks. -JSS Sími: 544 4556 Dalvegur 16a • 201 Kópavogur • Pósthólf 564 • Símí: 544 4656 Fax: 544 4657 • Netfang: mhg@mhg.is 5NJÓKEÐJUR Fyrír flestar gerðir vinnuvéla og vörubifreiða

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.