Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2002, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2002, Síða 34
34 H <3 hga rb lod> JO'V LAUCARDAGUR s>. NÓVEMBER 2002 Ætla að drepa einn fyrir jól Ævar Örn Jósepsson gaf nýlega út bæk- urnar Taxi og Skítadjobb. I viðtali við DV segir hann frá ást sinni á glæpasögunni, hinni vangttu auðlind sem leigubílstjórar eru og rithöfundardraumnum sem hann hefur gengið með ímörg ár. Einhvern tímann skrifaði bandaríski blaðamaðurinn og rithöfundurinn Tom Wolfe að það væri draumur allra sem tilheyra blaðamannastéttinni að skrifa skáldsögu. Fyrst myndu ménn reyna sig á gólfinu og þræla út frétt- um í gríð og erg og að lokum myndu þeir koma sér fyrir í einhverjum þægilegum kofa uppi í sveit og skrifa bók. Ævar Örn lét draum blaðamannsins rætast eftir átta ára starf sem fjölmiðlamaður. Núna í haust koma út tvær bækur eftir hann. Annars vegar bókin Taxi sem geymir frásagnir leigubílstjóra og hins vegar glæpasagan Skíta- djobb sem fjallar um lögreglumennina Árna og Stefán sem þurfa að leysa dularfullt morðmál í Reykjavík. „Ég get ekki talað fyrir alla blaðamenn en þetta hefur verið draumur minn lengi,“ segir Ævar Örn glottandi þegar ég spyr hann hvort Tom Wolfe hafi haft rétt fyrir sér. „Ég hugsa að hálf þjóðin gangi með skáldsögu í magan- um en ég er með svo stóran maga að ég hef getað gengið með hana ansi lengi án þess að hún fyndi þörf hjá sér til að brjótast út. Annars hefur þetta komið svona í bylgjum hjá mér. Ég hef sest niður ótal sinnum og byrjað að skrifa sögu en hef haft þá reglu að geyma textann í nokkra mán- uði og líta síðan aftur á hann - og henda honum umsvifa- laust. Þangað til núna, sem sagt.“ Latur að eðlisfari Hugmyndin að Skítadjobbinu kviknaði eitt kvöld sum- arið 2000 í Mosfellsbænum þar sem Ævar Örn er búsett- ur. Hann sat fyrir framan tölvuna og skoðaði landakort og allt í einu fór hann að hugsa um Bilbaó á Spáni. „Þetta voru svona dagdraumar, og ég skrifaði fyrstu síður bókarinnar, nokkurs konar formála, út frá þeim. Þegar ég las þetta aftur um haustið gerðist eitthvað, ekki spyrja mig hvað eða hvernig, því þetta er nánast ótengt þvi sem gerist seinna í sögunni, en þetta varð allavega kveikjan að henni.“ „En af hverju vildirðu skrifa krimma?" spyr ég. „Ég hef alltaf haft gaman af bókmenntum yfirleitt," svarar hann. „Ég lærði heimspeki og bókmenntafræði í Þýskalandi og las þar mikið af svokölluðum fagurbókmenntum í bland við fræðin. En ég leitaöi alltaf í krimmann því ég er latur að eðlisfari og ég nennti ekki alltaf að vera lesa þessar heimsbókmenntir. Svo má kannski segja að ég hafi komist í félagsskap sem ýtti enn frekar við mér. Félags- skapurinn kallast Hið íslenska glæpafélag og í því er fólk sem vill veg þessarar bókmenntagreinar sem mestan. Þá varð ásetningurinn enn meiri og kannski má segja að það sé ásetningsglæpur að skrifa þessa bók,“ segir Ævar Örn og bætir við að áhugi hans á glæpasögunni hafi kviknaö snemma því sem krakki í sveit austur á Héraði hafi hann lesið Agöthu Christie á dönsku. Ég spyr hann því hvort Agatha hafi haft áhrif á hann. „Nei, þvert á móti,“ svarar hann undireins. „Ég get ekki lesið bækur eftir hana lengur, jafnvel þó að það sé full hilla undirlögð af bókum eftir hana heima hjá mér. Ég hugsa að bókin mín passi ágætlega inn í hina skandinavísku hefð en Norðurlandabúarnir standa að minu mati fremst í þessari bókmenntagrein ásamt hinum skoska Ian Rankin og Hákan Nesser, þetta eru gúrúarnir. Þess verður þó að geta að ég hef ekki lesið glæpasögur frá sunnanverðri Evrópu eða Kína ef út í það er farið.“ Söguhetjan hlustar ekld á Phil Collins Það sem greinir Skítadjobb frá öðrum skandinavískum glæpasögum er ef til vill að Ævar Örn stundar ekki þá áköfu þjóðfélagsgagnrýni sem oft einkennir sögur höf- unda frá Norðurlöndunum. „Það var gert meðvitað," útskýrir hann. „Það er mjög freistandi að nota þennan vettvang til þess og ég pota örugglega meira í næstu bók en ég var orðinn örlítið þreyttur á þessum predikunartóni. Ég beit það því í mig að einbeita mér frekar að sálarlifi lögreglu- mannanna og hvernig þeim tekst að takast á við starfið." Ævar Örn Jósepsson er tveggjabókamaður fyrir þessi jól. Önnur er skáldsaga seni lýsir raunveruleikanum en hin er safn sannra sagna sem suinar hljóina eins og skáldsögur. DV-mynd E.Ól. „Og hefur farið mikill tími í að skoða sálarlíf lögreglu- manna," spyr ég. „Nei, þetta er skáldsaga," segir hann og leggur áherslu á síðasta orðið. „Oscar Wilde skrifaði einhvern tímann ritgerð sem hét Hnignun lyginnar. I henni segist hann hafa séð menn sitja í British Museum grúskandi í heim- ildum um viðfangsefni sín án þess að skammast sín og síðan kölluðu þeir sig skáld. Ég reyni bara að búa til heim sem mér finnst sjálfum sannfærandi. Með því að lesa fréttir og ekki síst úr minni eigin reynslu sem blaðamað- ur veit ég svona nokkum veginn hvernig þessi heimur virkar en sagan mín er ekki ofurraunsæ. Ef lögreglumenn lesa bókina hrista þeir örugglega hausinn en sagan min er skáldskapur og þess vegna hlýt ég að mega skálda." í þessu ljósi spyr ég Ævar Örn hvort hann eigi ekkert sameiginlegt með hinni áttavilltu söguhetju og hann svar- ar á þann veg að eina ályktunin sem ég geti dregið af bók- inni um höfund hennar sé brennandi áhugi á glæpasög- um. Eftir smá bollaleggingar um tengsl höfundarins við aðalsöguhetjuna samþykkir Ævar Örn þó að hann deili sama tónlistarsmekk og Árni. „Ég læt nú ekki hetjuna mína hlusta á Phil Collins eða eitthvað í þeim dúr,“ seg- ir hann og bætir við: „Hún hlustar frekar á Peter Gabriel og Genesis áður en hann hætti. Og við Árni erum líka báðir með jarðgerðartunnu í garðinum enda umhverfis- vænir með afbrigðum.“ Ekki freistandi að þrífa upp ælu Eins og þegar hefur komið fram er Ævar Örn „tveggja- bókamaður" fyrir þessi jól. Hin bókin geymir frásagnir leigubílstjóra í Reykjavík, en eins og allir vita sem hafa tekið leigubíl hafa þeir frá mörgu að segja enda líklega séð margt i starfinu og jafnvel meira en þeir kæra sig um að sjá. Sögurnar eru margbreytilegar, sumar segja frá til- finningunni að bíða aðgerðalaus á stöðinni í nokkra klukkutíma en aðrar fjalla um hin sígildu viðfangsefni skáldskapar, þ.e. kynlíf og ofbeldi. í bókinni sannast klisj- an að raunveruleikinn er oftast mun meira krassandi en skáldskapur. Bókin endurspeglar ákveöinn veruleika enda hafa allir íslendingar úr öllum stéttum einhvern tímann tekið leigubíl. Og margir hafa gert sig að fíflum. „Bjarni Þorsteinsson hjá AB hringdi í mig og bauð mér að taka þetta verkefni að mér þannig að þetta er ekki mín hugmynd þó hún sé góð,“ segir Ævar Örn þegar ég spyr hann um tilurð bókarinnar. „Það voru um þrjátiu bílstjórar sem settust niður með mér, flestir á BSl, og sögðu sögu sína yfir kaffibolla. Þeir voru jafn misjafnir og þeir voru margir. Á sumum kjaft- aði hver tuska en stundum þurfti ég að toga sögurnar úr þeim með logandi töngum." „Eru leigubilstjórar vannýtt auðlind?" spyr ég „Þú sérð að það eru um fimm hundruð leigubílstjórar á höfuðborgarsvæðinu þannig að þetta er algerlega vannýtt auðlind. Ef ég væri þannig þenkjandi þá væri örugglega efni í fleiri sams konar bækur en ég er minnugur þess hvernig fór fyrir Luc Besson þegar hann gerði Taxi 2 sem var jafn hræðileg og sú fyrsta var góð.“ „Heldurðu að það fjölgi ekki í leigubílastéttinni eftir jól,“ segi ég. „Ég veit það ekki,“ svarar Ævar Örn hlæjandi. „Þeir segja sjálfir að það sé ekki pláss fyrir fleiri en eflaust virka sumar sögurnar hvetjandi á unga karlmenn en aðr- ar munu örugglega virka letjandi. Það er t.d. ekkert mjög freistandi að eyða föstudagskvöldi í það að þrífa upp ælu í aftursætinu." Ætla að drepa einn fyrir jól „Þetta er bara byrjunin," segir Ævar Örn þegar hann er inntur eftir því hvort fleiri bækur séu væntanlegar. „Ég er þegar búinn að drepa einn og stefni að því að drepa annan fyrir jól þannig að þeir félagar Árni og Stef- án hafa nóg að gera á næstunni." „Ertu kominn í draumadjobbið?" spyr ég. „Veistu, ég held það bara. Mig hefur lengi dreymt um að geta lifað á því að skrifa bara um nákvæmlega það sem mér dettur sjálfum í hug. Láta hugann reika, drekka kaffi, fá mér smók - og skrifa. Það er líka mjög fjölskylduvænt starf að vera rithöfundur, maður er heima þegar börnin koma úr skólanum og svona, en það kemur ekki í ljós fyrr en í vor hvort ég get lifað á þessu. Aðrir glæpasagnahöf- undar hafa þegar rutt brautina og fólk er farið að fá trúna á að þetta geti virkað. Ég er því nokkuð bjartsýnn á fram- tíðina.“ -JKÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.