Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2002, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2002, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2002 Helgarblað n>v Menn verða líka að kunna að iðrast - segir einn talsmanna kaþólskra um fyrirgefningarbeiðni Laws kardinála Svo virðist sem afsögn Bernards Laws, kardinála og fyrrum erkibisk- ups af Boston, í siðustu viku muni engan veginn duga til þess að leysa þann vanda sem upp er kominn í bisk- upsdæminu í kjölfar sífelldra kynferð- ishneykslismála sem fylgt hafa Law eins og skugginn allt frá þvi hann var skipaður í embætti árið 1984 og kom- ust síðan i hámæli í byrjun ársins. Sumir sem harðast hafa gagnrýnt framgöngu Laws segja að þetta sé að- eins byrjunin á endalokunum. „Þó nýr maður komi í stólinn þá þýðir það ekki endilega að málið sé úr sögunni," sagði Mike Emerton, tals- maður rómversk kaþólsku leikmanna- samtakanna „Rödd hinna trúföstu". Emerton var heldur ekki ánægður með fyrirgefningarbeiðni Laws þegar hann sagði af sér. „í trúnni er fyrir- gefningin ríkur þáttur en menn verða líka að kunna að iðrast. Hann kom á fund hjá okkur í siðasta mánuði og þar fullvissaði hann okkur um að hann væri að leysa þessi mál innan kirkjunnar. Allt væri í besta lagi og engin ástæða til þess að hafa áhyggj- ur," sagði Emerton og bætti við að þessi framganga hans benti ekki beint til þess að hann iðraðist. Börnin verðskulda vernd Lögfræðingurinn Roderick MacLeish, sem sækir mál meira en tvö hundruð fórnarlamba kynferðis- misnotkunar presta gegn erkibisk- upsdæminu, tók í sama streng og sagði að þrátt fyrir afsögn Laws myndu málaferlin halda áfram þó að sumir hafi hugsanlega öðlast ein- hverja huggun harmi gegn. „Afsögn hans hefur heilmikla þýðingu og er í raun viðurkenning páfa á því að börn- in verðskuldi vernd," sagði MacLeish, en málssókn hans leiddi til þess að dómari skipaði kirkjunni að afhenda þúsundir skjala sem höfðu að geyma persónulegar upplýsingar um prest- ana. „Þar með var Law fastur í snörunni og það voru einmitt þessi skjöl sem fyrst opnuðu augu Páfagarðs fyrir því hvað vandamálið er í raun alvarlegt," sagði MacLeish. Mark Serrano, stjórnarmaður SNAP-samtakanna, sem stofnuð voru af fórnarlömbum kynferðismisnotk- unar presta og aðstandendum þeirra, lýsti afsögn Laws sem löngu tlma- bæru skrefi í baráttunni gegn kyn- ferðismisnotkuninni. „Það er skelfilegt til þess að hugsa að það skyldi taka kirkjuna allan þennan tima að losna við þann mann sem ber alla ábyrgðina," sagði Serra- no og vísaði þar til þeirra ásakana að i staðinn fyrir að taka málið föstum tökum og stöðva barnamisnotkunina hafi Law fært viðkomandi presta frá einni sókninni til annarrar þar sem þeir héldu uppteknum hætti. Hann hafi í raun sópað vandanum undir stólinn. Hann misnotaði drenginn Tom Fulchino, sem ungur að árum varð fyrir misnofkun, sagðist sjálfur hafa leyft sínum börnum að fara ein- um til kirkju þrátt fyrir dapra lífs- reynslu sína, en sagðist þó hafa reynt að tryggja það að þau væru aldrei skilin eftir ein. „En svo kom reiðarslagið. Christopher sonur minn var einn dag- inn kallaður út úr sunnudagaskólan- um og það var enginn annar en John Geoghan, sem nú situr bak við lás og slá fyrir barnaáreiti, sem það gerði. Hann misnotaði drenginn," sagði Fulchino og bætti við að fyrir sig hefði afsögn Laws haft mikla þýðingu. „Ekki síst vegna þess að það gerðist á afmælisdaginn minn og af því er ég mjög stoltur. Ég lit svo á að þetta sé byrjunin á lækningunni og ég vona svo sannarlega að þetta muni styrkja Law kardináli á bæn eftir afsögn sína Bernard Law kardináli og fyrrum erkibiskup af Boston er sakaöur um að hafa stungiö vandanum undir stól í stað þessa ð taka á málum. okkur. Það veitir ekki af eftir allt það sem á undan er gengið. En við verð- um að takast óhrædd á við vandann og horfa björtum augum til framtíðar- innar. Þá verður hver nýr dagur öðr- um betri," sagði Fulchino. Lennons bíður erfitt starf Það kemur í hlut Richards Lennons biskups, sem til bráðbirgða hefur ver- ið skipaður yfirmaður kaþólsku kirkj- unnar í Boston, að leiða endurreisn- arstarfið eftir afsögn Laws og ljóst að hans bíður erfitt starf. Hann hefur því kallað eftir sam- stöðu til að endurvekja traust almenn- ings á kirkjunni og koma kirkustarf- inu í eðlilegt horf auk þess sem hann hefur skipað lögfræðingum kirkjunn- ar að hætta öllu málavafstri og reyna frekar að greiða úr málum með mann- legri leiðum og samningum. „Ég vil að gerendurnir, sem ekki er hægt að neita að hafi stundað iðju sína í skjóli sumra yfirboðara kirkj- unnar, fái sanngjarna og réttláta lausn sinna mála," sagði Lennon Hann sagði einnig aö erkibiskups- dæmið, með hundruð málsókna á bak- inu, væri enn að huga að þvi að leggja fram gjaldþrotabeiðni en fleiri máls- sóknir hefðu bæst við eftir að páfl samþykkti afsagnarbeiðni Laws kar- dínála sem einn var orðinn skotmark reiðinnar. „Eftir að hafa tekið tímabundið við stjórn erkibiskupsdæmisins hef ég sett mér þrjú meginmarkmið og þau eru að styðja fórnarlömbin, vernda börnin og byggja upp samstöðu og traust hinna trúuðu," sagði Lennon. Skjótur frami Þar til kynferðishneykslismálin komust í hámæli í byrjun ársins var Bernard Law kardináli einn áhrifa- mesti og virtasti yfirmaður kaþólsku kirkjunnar í Bandaríkjunum en sem erkibiskup af Boston stjórnaði hann þriðja stærsta en um leið áhrifamesta söfnuðu kaþólskra í Bandaríkjunum. Frami hans innan kirkjunnar var skjótur og aðeins ári eftir að hann var skipaður erkibiskup af Boston, eða árið 1985 var hann gerður að kardinála og varð fljótlega mjög ná- inn samstarfsmaður Jóhannesar Páls páfa. Saga kynferðishneykslismála Boston-erkibiskupsdæmls í tíð Bernards Laws kardinála 1985: Fyrsta kynferðisafbrotamálið inn- an kaþólsku kirkjunnar nær eyrum almennings þegar presturinn Gil- bert Gaulthe frá Lousiana játar sig sekan um ellefu kynferðisafbrot gegn ungum drengjum. 1992: Séra James Porter, prestur í Fall River-sókn, sakaður um misnotkun á bömum í fimm ríkjum á árunum 1960 til 1970. Hann játaði síðar á sig 41 kynferðisafbrot. 1992: Á fundi bandarískra biskupa í South Bend kom fram að nokkrir þeirra höfði orðið uppvísir að því að breiða yflr meint kynferðisafbrot. 1993: Fyrsta opinbera málið höfðað gegn Dallas-sókn vegna meintra kynferðis- afbrota prestsins Rudolphs Kos. 1998: Dallas-sókn dæmd til að greiða rúmar þrjátíu milljónir dollara til fórnarlamba Kos. 1999: John Geoghan, fyrrum prestur frá Massachusetts, sóttur til saka vegna harnanauðgana. 8. janúar 2002: Páfagarður gefur út -leiðbeiningar um það hvernig kirkjan skuli taka á málum presta sem uppvísir verði að barnamisnotkun og skipar svo fyrir að páfa verði tilkynnt um öll slík mál. 9. janúar 2002: Bernard Law kardínáli biður fórn- arlömb Johns Geoghans afsökunar og lofar að í framtiðinni verði tekið harð- ar á málum sem varða meinta kyn- ferðismisnotkun kirkjunnar manna. 18. janúar 2002 Geoghan fundinn sekur um grófa misnotkun og áreiti gegn tíu ára dreng. Hann var síðar dæmdur til tíu ára fangelsisvistar. 10. febrúar 2002: Law tilkynnir við sunnudagsguðs- þjónustu að hann muni ekki segja af sér vegna máls Geoghans. 4. apríl 2002: Tveir Bandaríkjamenn frá Flórída og Oregon hefja málaferli þar sem Páfagarður er með óbeinum hætti sakaður um að hylma visvitandi yfir meinta kynferðislega misnotkun presta á sóknarbörnum. 8. apríl 2002: Gögn opinberuð um að séra Paul Shanley hafi opinberlega mælt með kynmökum milli karla og drengja en þrátt fyrir það fengið stuðning erki- biskupsdæmisins til að halda áfram störfum við söfnuð sinn. 23. apríl 2002: Jóhannes Páll páfi kallar banda- ríska kardínála til skyndifundar. 2. maí 2002: Séra Paul Shanley handtekinn í Kaliforníu og síðar ákærður fyrir þrjár barnanauðganir. 13. júni 2002: Bandarískir biskupar samþykkja nýja „sérbandaríska" reglugerð um það hvernig taka skuli á málum er varða kynferðismisnotkun presta. Páfagarður neitar að samþykkja reglugerðina og krefst breytinga sem miða að því að vernda réttindi presta. 17. september 2002: Bandaríski jesúitapresturinn Jam- es Talbot ákærður fyrir að áreita og nauðga þremur framhaldsskólanem- um. 19. september 2002: Erkibiskupsdæmið í Boston gerir samkomulag um að fórnarlömbum Geoghans verði greiddar tíu milljónir dollara í skaðabætur eftir aö hafa hafnað kröfu upp á þrjátíu milljónir dollara sem að sögn talsmanna kirkj- unnar hefði leitt til gjaldþrots erki- biskupsdæmisins. 3. nóvember 2002: Law kardináli biðst afsökunar á þeim ákvörðunum og embættis- gjörðum sem leitt hafi til þjáninga. 13. nóvember 2002: Bandarískir biskupar funda í Washington þar sem þeir sam- þykkja endurskoðaða reglugerð um kynferðismisnotkun presta sem tekur mið af kröfum Páfagarðs. Sama dag birti baráttuhópur inn- an kirkjunnar, sem kallar sig „Sur- vivors First", lista með nöfnum 573 bandarískra presta sem sakaðir hafa verið um kynferðislega mis- notkun gegn börnum síðan árið 1996. Eitt hundrað nöfn voru seinna fjarlægð af listanum. 3. desember 2002: Nýjar uppljóstranir um að átta prestar við erkibiskupsdæmið í Bos- ton hafi orðið uppvísir að því að misnota ungar stúlkur og konur auk þess að hafa útvegað fíkniefni í skiptum fyrir kynlífsgreiða og jafn- vel notað þau sjálfir. 4. desember 2002: Erkibiskupsdæmið í Boston fær leyfi fjármálaráðs kirkjunnar til að sækja um greiðslustóðvun til að koma megi í veg fyrir gjaldþrot. 6. desember 2002: Law kardináli heldur til Rómar til fundar við Jóhannes Pál páfa en sama dag er hann kvaddur til að mæta fyrir ákærukviðdóm sem rannsakar ásakanir um meint kyn- ferðisafbrot innan kirkjunnar. 13. desember 2002: Jóhannes Páll páfi samþykkir afsögn Laws sem erkibiskup í Bost- on-umdæmi. Erlendar fréttir vikunn Irakar sagðir brotlegir Bandarisk stjórn- völd lýstu því yfir á fimmtudag að írakar hefðu gerst brotlegir við ályktanir Sam- einuðu þjóðanna um afvopnun með nærri tólf þúsund siðna skýrslu sinni sem var afhent SÞ fyr- ir hálfum mánuði. Hans Blix, yfir- maður vopnaeftirlits SÞ og aðrar þjóðir gengu þó ekki svo langt að segja íraka brotlega, enda gæti brot, ef rétt reyndist, orðið átylla fyrir Bandaríkin og bandamenn þeirra að fara í stríð við Saddam Hussein Iraksforseta. Blix sagði að ýmislegt vantaði í skýrsluna. Irakar vísuðu ásökunum Bandaríkjamanna á bug. Upp með eldflaugavarnir George W. Bush Bandaríkjafor- seti hefur fyrirskipað herafla lands- ins að koma upp margumtóluðu eld- flaugavarnakerfi sem ætlað er að granda langdrægum eldflaugum frá óvinveittum ríkjum á borð við Norður-Kóreu. Bandaríkjamenn hafa þegar farið fram á það við dönsk stjórnvöld að fá að nota her- stöð sína í Thule á Grænlandi í eld- flaugakerfið. Grænlenska heima- stjórnin vill að varnarsamningur- inn við Bandaríkin frá 1951 verði endurskoðaður áður en heimild verði gefin fyrir notkun Thulestóðv- arinnar. Josef Motzfeldt, utanrikis- ráðherra heimastjórnarinnar, kom þessum sjónarmiðum á framfæri í Washington en bandarískir ráða- menn hafa lýst sig andviga endur- skoðuninni. Blair boðar til ráðstefnu Tony Blair, forsæt- isráðherra Bret- lands, hefur boðað til I ráðstefnu í Lundún- um í næsta mánuði um umbætur á | palestínsku heima- stjórninni og leiðir til að koma á friði fyrir botni Miðjarðarhafs. Yasser Arafat, forseti Palestínu- manna, hefur þegið boð um aö senda fulltrúa sinn. Ýmsum öðrum hefur verið boð til fundarins, svo sem fulltrúum frá nágrannalöndum ísraels og Palestínu. Ekki er búist við að ísraelar sendi menn á fund- inn sökum anna vegna þingkosning- anna í janúarlok. CIA fær veiðileyfi George W. Bush Bandarikjafor- seti hefur veitt leyniþjónustunni CIA leyfi til að drepa á annan tug meintra hryðjuverkamanna hvar sem til þeirra næst. Útsendarar CIA verða þó að passa sig á því að tak- marka mjóg manntjón meðal óbreyttra borgara. Meðal þeirra sem eru á þessum dauðalista banda- rískra stjórnvalda eru Osama bin Laden og helsti aðstoðarmaður hans, Ayuman al-Zawahri. Al Gore fer ekki fram Al Gore, fyrrum I varaforseti Banda- ríkjanna, tilkynnti í I vikunni að hann ætl- aði ekki aö sækjast | eftir að verða for- setaefni demókrata- flokksins í forseta- kosningunum 2004. Það kemur því í hlut einhvers annars að etja kappi við sitjandi forseta. Gore sagði að hann hefði meðal annars viljað koma í veg fyrir að litið yrði á kosn- ingarnar sem endurtekningu barátt- unnar árið 2000. Þær kosningar vann Bush naumlega, þurfti reynd- ar dómsúrskurð til. Járnfrú játar á sig glæpi Biljana Plavsic, fyrrum forseti Bosníu-Serba, játaði á sig glæpi gegn mannkyninu fyrir striðsglæpa- dómstól SÞ í Haag þegar mál henn- ar var tekið til refsimeðferðar. Plavsic stóð fyrir þjóðernishreins- unum í Bosniu í stríðinu þar á síð- asta áratug. Saksóknarar fóru fram á 15 til 25 ára fangelsisvist yfir Plavsic sem var á sinum tíma upp- nefhd Járnfrúin á Balkanskaga" vegna hörku sinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.