Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2002, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2002, Blaðsíða 30
30 /"7'<£? lCj Ct t~t> ICt C7 JJV LALGARDAOUR 21. DESEMBER Stutt frí í enska boltanum Þegar flestir knattspymumenn í Evrópu hafa það náð- ugt með fjölskyldum sínum um jólin sprikla knatt- spyrnumenn í enska boltanum sem aldrei fyrr enda löng hefð fyrir því að leikið sé yfir hátíðarnar á Englandi. Undanfarin ár hefur sú umræða orðið sífellt háværari að enskir knattspyrnumenn verði að fá frí um jólin enda álagið á þessa leikmenn ansi mikið. Sú hugmynd hefur hlotið góðan hljómgrunn leikmanna og framkvæmda- stjóra í deildinni en nýtur þó ekki sömu hylli hjá stuðn- ingsmönnum sem eru vanir því að geta farið á völlinn yfir hátíðirnar eða setið heima og horft á góðan fótbolta i fríinu sínu. Þeim finnst það meira en sjálfsagt að þess- ir menn sem eru með milljónir króna í vikulaun geti unnið og skemmt þeim sem aðeins hafa brot af því sem knattspyrnumennirnir hafa í tekjur. Slíkt á einnig við hér á landi enda setja flestar knatt- spyrnuáhugamenn hér á landi samansemmerki við jólin og enska boltann. Veisla fram undan Þeir hinir sömu þurfa ekki að kvarta þessi jólin frek- ar en áður því aragrúi leikja kemur til með að fara fram á Englandi næstu daga og vill svo skemmtilega til að þar er einnig um að ræða hreina stórleiki. í dag fara fram einir sjö leikir í enska boltanum og ber þar hæst slag toppliðs Arsenal og Middlesbrough sem hefur komið verulega á óvart í vetur með vaskri frammistöðu þótt liðið hafi örlítið misst flugið undanfar- in misseri. Það er skarð fyrir skildi hjá Arsenal að fyr- irliðinn, Patrick Vieira, verður líklegast ekki með liðinu í leiknum vegna meiðsla. Einnig verður athyglisverður botnslagur á Upton Park þar sem Guðni Bergsson og félagar í Bolton heim- sækja West Ham Utd en Hömrunum hefur enn ekki tek- ist að vinna leik á heimavelli i vetur og veröa möguleik- ar Guðna og félaga því að teljast nokkuð góðir. Þessi lið sitja i tveim neðstu sætum deildarinnar og því um þrjú mikilvæg stig að ræða í þessum leik. Eiður Smári og félagar í Chelsea vonast eftir því að halda sér í toppslagnum en þeir fá Aston Villa í heim- sókn á Stamford Bridge. Ekki er búist við öðru en Eiður verði á varamannabekk Chelsea eins og undanfarið en þrálát seta hans á bekknum á meðan Jimmy Floyd Hasselbaink hefur ekki leikið vel hefur orðið enn frekar til þess að menn haldi því fram að hann sé á leið frá fé- laginu en hvort nokkuð er til í þeim orðrómi kemur i ljós i janúar er leikmannamarkaðurinn verður opnaður áný. Yorke og Gole mæta gömlum félögum Á sunnudaginn fara síðan fram tveir stórleikir þegar Blackburn Rovers tekur á móti Manchester United á Ewood Park og Liverpool tekur á móti grönnum sínum í Everton á Anfield Road. Fyrri leikurinn er viðureign Blackburn og Man. Utd. og þar mæta þeir Andy Cole og Dwight Yorke fyrrum fé- lögum sínum en þeir máttu báðir víkja á sínum tíma fyr- ir nýju framherjum United, þeim Ruud Van Nistelrooy Það verður lítið um jólafrí hjá þeim Guðna Bergssyni í enska boltanum. og Diego Forlan. Þeim verður væntanlega mikið í mun að sýna Sir Alex Ferguson, stjóra United, að hann hafi gert mikil mistök er hann seldi þá en þeir áttu einmitt stóran þátt i velgengni United árið 1999 þegar það vann þrennuna frægu. United er heitasta lið deildarinnar um þessar mundir og hefur unnið átta leiki í röð ef við tök- um leiki í deild, meistaradeild og deildarbikarnum sam- an. Það sem meira er þá hefur liðið haldið hreinu í síð- ustu fimm leikjum sínum og síðasta markið sem liðið fékk á sig kom á Anfield Road þann l. desember síðast- liðinn er United lagði Liverpool, 1-2, og það mark gerði Finninn Sami Hyypia. Meira en heiður í húfi Það er ávallt mikið um að vera í Bítlaborginni Liver- pool þegar erkióvinirnir í Liverpool og Everton mætast. Liverpool verður að spila fyrir meira en stoltið og stig- in þrjú í þessum leik því nú ber svo við að Everton er fyrir ofan þá á stigatöflunni en þeir eru í fjórða sæti með 32 stig en Liverpool er í því fimmta með 31 stig. Liver- pool er jafnframt að leita að sinum fyrsta sigri í deild- inni í langan tíma en liðið hefur tapað síðustu fjórum leikjum sínum þar en sigurinn gegn Aston Villa í deild- Eiður Smári Guðjohnsen og Enrique de Lucas sjást hér fagna Hollendingnum Jimmy Floyd Hasselbaink fyrr á leiktíðinni. Chelsea leikur gegn Aston Villa og Southampton um jólin. Reuter og Ruud Van Nistelrooy enda leikið þétt næstu dagana Reuter arbikarnum i vikunni hlýtur að hafa gefið þeim aukið sjálfstraust. Gerard Houllier, stjóri Liverpool, hefur ekki miklar áhyggjur af því að það verði nokkurt mál að koma sínum mönnum í gírinn fyrir leikinn. „Ég þarf ekkert að nálgast leikinn á sérstakan hátt því leikmennirnir sjá sjálfir um að koma sér í stuð. Þeir eru sér vel meðvitandi um að allir i borginni eru að tala um leikinn og gera sér grein fyrir mikilvægi hans. Hlutverk okkar þjálfaranna er að halda þeim rólegum svo þeir eyði ekki óþarfa orku í vitleysu því það verður mikið um spennu á vellinum. Þetta eru leikir sem geta breyst í orrustu og hvað okkur varðar þá er gott að fá slíkan leik núna þvi við þurfum eitthvað til þess að koma okk- ur í gang á ný," sagði Houllier en aðeins fyrir ári var hann að jafna sig eftir hjartaáfall sem hann hafði fengið nokkru áður. Þetta er þó ekki síðasti leikurinn fyrir jól þvi á Þor- láksmessu mætast Manchester City og Tottenham á Maine Road. Stutt frí Leikmenn verða að fara sér hægt í jólasteikina því að á annan í jólum verða þeir mættir aftur út á völlinn og verður leikin heil umferð í deildinni þann dag. Meðal at- hyglisverðra leikja þann daginn er viðureign Arsenal og WBA sem Lárus Orri Sigurðsson leikur með. Guðni Bergsson og félagar í Bolton taka á móti Newcastle en Eiður Smári og félagar fá sinn annan heimaleik í röð er Gordon Strachan kemur með dýrlingana sína í Sout- hampton í heimsókn á Stamford Bridge. Man. Utd fer og heimsækir fyrrum þjálfara sinn, Steve McClaren stjóra Middlesbrough, en Riverside, heima- völlur Boro, hefur oftar en ekki reynst Manchester- mönnum erfiður og verður það vafalítið hörkuviðureign. Liverpool fær aftur heimaleik og að þessu sinni gegn Blackburn og ljóst að þessi jól verða Graeme Souness, stjóra Blackburn, og strákunum hans erfið. Flestir hefðu kosið eitthvað annað en að mæta Man. Utd og Liverpool yfir hátíðarnar. Ef viö lítum á þá leiki sem koma til með að skipta máli í botnbaráttunni þá verður athyglisvert að fylgjast með viðureign Sunderland og Leeds sem og leiks West Ham og Fulham en hætt er við að sambaboltinn fái að vikja fyrir kraftaboltanum í þessum viðureignum. Boltajól Ef við kíkjum örlítið lengra fram í tímann verður einnig leikið í enska boltanum þann 28. og 29. desember sem og á nýársdag. Þessir svokölluðu jólaleikir eru öllum liðum gríðar- lega mikilvægir enda margir leikir á stuttum tíma og mörg mikilvæg stig í pottinum. Það er oft sagt að ekki sé hægt að spá í það hverjir komi til með að berjast á toppi deildarinnar fyrr en eftir þessa törn því það eru iðulega sterkari liðin sem hafa hafa betur í þessum leikj- um. Burtséð frá því hvernig allir þessir leikir koma til með að fara þá er alveg ljóst að engum knattspyrnu- áhugamanni á að þurfa að leiðast um jólin því þessi jól verða sannkölluð boltajól. -HBG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.