Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2003, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2003, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 22. MARS 2003 Fréttir 1DV Áhrif storksins á starfsfólk Húsdýragarösins? Þpíp stapfsmenn eiga von á böpnum Þrír starfsmenn Húsdýragarðsins í Laugardal eiga von á bömum og er þetta allríflegt hlutfaU því starfsmenn eru aðeins rétt á annan tuginn. Auð- vitað er þetta tengt þeirri staðreynd að ailt fór af stað eftir að storkurinn Styrmir varð heimilisfastur í garðin- um. Mörgun var kennt í æsku að storkamir komi fljúgandi með iitlu bömin. Þama er um að ræða tvær stúlkur og karlmann sem á von á bami með konu sinni. Það er annars af storkinum að segja að hann er gestur garðsins síð- an í desember og sagði Tómas Guð- jónsson, líffræðingur og forstöðumað- ur garösins, að storkurinn væri ekki ánægður með prísundina en engu að síður hefði hún orðið honum til lífs. „Þaö hefur verið gaman af að hafa DV-MYND GVA Segiö svo að storkurinn komi ekkl meö börnin Hér má sjá þrjá starfsmenn Húsdýragarösins í Laugardal sem allir eiga von á börnum. Þaö eru þau Berglindi Ágústsdóttir, dýrahirðir, Sigrún Gréta Helgadóttir, kennari t, báöar komnar meö barn í maga. Meö þeim á myndinni er Einar Þór Karlsson, markaösstjóri, sem aö vísu er sjátfur ekki óléttur, en á von á barni meö konu sinni. storkinn, en hann verður örugglega feginn þegar hann losnar úr prísund- inni. Við héma verðum fegin hans vegna að sjá hann fljúga í frelsið," sagði Tómas. Styrmir, sem reyndar enginn veit hvers kyns er, er í góðu formi. Hann flögrar um nýja flökku- fuglabúrið og æfir sig í flugi, einkum þegar blæs. Hann er styggur og laðast ekki að gæslumönnum. Fuglinn er í umsjá umhverfisráðu- neytis og fuglafræðinga á vegum ráðuneytisins. Tómas sagði að eflaust yrði Styrmi storki sleppt í frelsið í næsta mánuði, þegar storkar koma almenn til Norðurlandanna. Þá yrði að fljúga með hann til Danmerkur og sleppa honum innan um aðra storka, sem þá eru að koma frá Afríku. Húsdýragarðurinn hefur fengið fjölda ábendinga um storka hér og þar síðan Styrmir kom til landsins. Einn maður eltist við stork í Grafar- voginum á bíl sinum. Þama hefur verið um að ræða gráhegra, flökku- fugla sem eru ekki ólíkir storkum í útliti á jörðu niðri, en gjörólíkir á flugi. Metaðsókn hefur verið að Hús- dýragarðinum undanfama mánuði. Eflaust á storkurinn sinn þátt í því sem og ágætt vetrarveður. -JBP Seðlabankastjóri: Varar við léttúð um verðbólgu Birgir ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri sagði á aðalfundi bankans í gær að vissulega hefði náðst ánægjulegur árangur í ís- lenskum efnahagsmálum með því að sigur vannst á verðbólgunni. „Ég get hins vegar ekki látið hjá líða að nefna það hér að mér flnnst að margir tali af helst til mikilli léttúð um verðbólgu og telji að of mikil áhersla sé lögð á að stemma stigu við henni. Ég vara við þeim sjónarmiðum og tel að hið sama eigi við hér og í öllum þeim iðn- ríkjum sem við viljum bera okkur saman við, að lítil verðbólga sé einn af homsteinum hagvaxtar og velmegunar í þjóðfélaginu - og því eigi Seðlabankinn áfram að hafa það sem aðalmarkmið aö halda verðlagi stöðugu eins og gildandi lög segja fyrir um. Framvinda ann- arra þátta, svo sem opinberra fjár- mála og launaákvarðana, ræður síðan miklu um það hvert aðhald peningastefnunnar þarf að vera hverju sinni.“ -HKr. DV-MYND E.ÓL Fyrrverandi seölabankastjórar á ársfundi bankans í gær Ársfundur Seölabanka íslands var haldinn síödegis í gær. Meöal gesta voru þessir herramenn á fremsta bekk sem allir þrír hafa veriö seöiabankastjórar. Frá vinstri er Jóhannes Nordal sem var bankastjóri frá 1961 til 1993, Stein- grímur Hermannsson frá 1994 til 1998 og Tómas Árnason sem var seölabankastjóri á árunum 1985 til 1993. Aö baki þeim má sjá Magnús Jóhannssn ráöuneytisstjóra, Stefán Páisson, fyrrverandi bankastjóra Búnaðarbankans, og Sólon R. Sigurösson, núverandi bankastjóra BÍ. Kynnt var ársskýrsla bankans fyrir áriö 2002 en fundurinn hófst meö ávarpi Ólafs G. Einarssonar, formanns bankaráös. Þá flutti Birgir ísl. Gunnarsson, formaöur bankastjórnar, ræöu og í lokin var á dagskrá ávarp Davíös Oddssonar forsætisráöherra. Stuttar fréttir Meirihlutaviðræður Viðræður hófust í gær á milli Vest- mannaeyjalistans og Framsóknar- flokksins um myndun nýs bæjar- stjómarmeirihluta í Vestmannaeyj- um. Sjálfstæðisflokkurinn og Vest- mannaeyjalistinn era með 3 fulltrúa hvor í bæjarstjóm Vestmannaeyja en Framsóknarflokkurinn einn. Meiri- hluti sjálfstæðismanna og framsókn- armanna féll á bæjarstjómarfundi í fyrrakvöld þegar beiðni samgöngu- ráðherra um að skipa nýja nefnd til að fara yfir tillögur í samgöngumál- um Eyjamanna var vísað frá með at- kvæðum framsóknarmanna og full- trúa Vestmannaeyjalistans. - RÚV greindi frá. Skrifað upp á göng Sturla Böðv- arsson sam- gönguráðherra undirritar i dag á Fáskrúðsfirði verksamning um gerð jarðganga milli Reyðar- ijarðar og Fá- skrúðsfjarðar en samið hefur verið við ístak og danska fyrirtækið E.Phil og Son um gerð ganganna. Göngin stytta leiðina milli þessara staða um 31 km, en þau verða tvíbreið, 5,7 km á lengd og með 200 metra löngum forskálum. Munu göngin kosta um 3,8 milljarða króna. Samið um sjómælingar Fulltrúar Sjómælinga íslands og Siglingastofiiunar Malaví skrifuði í gær undir samning um tæknilega að- stoð og ráðgjöf við mælingar og kortagerð af Malaví-vatni. Kostnaður við samninginn er hluti þróunarað- stoðar íslands. Launavísitala hækkar Launavísitala hækkaöi um 0,2% frá janúar til febrúar samkvæmt út- reikningum Hagstofunnar. Launa- vísitalan hækkaði um 5,6% frá febrú- ar í fyrra til síðastliðins febrúar. Aðalfundur SÍF hf.: Verni afkoma en stefnt var að Aðalfundur SÍF hf. var haldinn í gær. Þar kom fram aö heildarvelta fé- lagsins á árinu 2002 var, að teknu til- liti tfl millifyrirtækjaviðskipta, um 714 mflljón evrur. Svokallaður EBITDA-hagnaður var um 20 milljón- ir evra, eða tæplega 3 prósent af hefldarveltu. Þá var hagnaður félags- ins eftir skatta um 4,6 milljón evrur og veltufé frá rekstri 7 milljón evrur. Var samþykkt tillaga stjórnar um að greiða tfl hluthafa 7% arð af nafn- virði hlutafjár vegna ársins 2002. Fram kom að stjórnendur stefndu að betri afkomu á árinu 2002, en þeir telja að árið hafi á margan hátt verið andsnúið félögum í svipuðum rekstri og SÍF. Þrátt fyrir það hafi tekist að halda rekstri SÍF í því horfi að arð- semi eigin fjár er um 10 tfl 11%. í ræðu Gunnars Arnar Kristjáns- sonar, forstjóra SÍF hf„ kom fram að þó svo að upptaka evrunnar hjá þeim ellefu ríkjum Evrópu sem þátt tóku í breytingunum virki á okkur hér uppi á íslandi sem frekar einföld og sak- laus aðgerð hafi raunin ekki orðið sú fyrir neytendur og fyrirtæki á svæð- inu. „Fljótlega kom í ljós að hinn al- menni neytandi hafði ekki náð að að- laga sig nýju myntkerfi á þeim tveimur árum sem hann hafði tfl þess og áfallið við að fá mun færri mynteiningar útborgaðar en áður varð meira en færustu sérfræðingar gátu spáð fyrir um. Þá fylgdu í kjöl- farið verulegar hækkanir á verði alls kyns þjónustu og hafði það töluverð áhrif á ráðstöfúnartekjur neytenda. Neysla á matvöru dróst saman, sem og á flestum öðrum neysluvörum. Árið 2002 var þar af leiðandi afar erfitt mörgum framleiðslufyrirtækj- um á myntsvæðinu." -HKr. Lyfjuþjófur ófundinn Enn hefur lögreglunni ekki tekist að hafa hendur í hári manns, sem hún grunar um að hafa brotist inn í Lyfju í Lágmúla um síðustu helgi. Lögreglan hefur undir höndum myndir úr eftirlitsmyndavél og tel- ur sig þekkja manninn af þeim. Hann virðist hins vegar hafa gufað upp eftir að ránið var framið. Talið er að ungur maður hafi verið einn á ferð. Hann ógnaði starfsfólki Lyfju með kylfu og rudd- ist inn í lyfjageymslu. Þar náði hann að hrifsa með sér töluvert magn af lyfjum. Hann komst undan lögreglu á stolnum bíl sem síðan fannst mannlaus í Ármúla. -JSS Hundruð milljóna til Vestfjarða Áætlun um fjárveitingar ríkisins til skógræktarverkefna á næstu sex árum er bundin í tillögu til þingsá- lyktunar sem afgreidd var fyrir þing- lok. Þar er gert ráð fyrir að Skjól- skógaverkefnið á Vestfjörðum fái 276 milljónir króna. 5 km borholur Hitaveita Suðumesja, Landsvirkj- un og Orkuveita Reykjavíkur hafa undanfarin tvö ár staðið að forathug- un á því hvort orkuöflun úr háþrýst- um 5 kílómetra djúpum borholum, 400 til 600 gráða heitum, geti verið álitlegur virkjanakostur. Þær eru taldar geta skflað margfaldri þeirri orku sem borholur gefa af sér núna. - RUV greindi frá. -HKr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.