Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2003, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2003, Blaðsíða 19
LAUG ARDAGU R 22. MARS 2003 Helqarhlctö X>V 19 einn hönnuður sá um kápur, einn um kjóla, ég var ein með prjónafatnaðinn og svo framvegis. Síðan voru tíu hæðir af sýningarsölum og sölufólki! Það hvíldi mikil ábyrgð á hverjum og einum hönnuði og þar lærði ég mest.“ Ameríska konan „Hjá Calvin Klein var maður sem hét Zack Carr og var eiginlega meistari minn - og segja má að hann hafi verið lykillinn að velgengni Calvins á 8. og 9. áratugnum," heldur Steinunn áfram. „Hann kenndi mér allt um tískuna sem ég hafði ekki lært í skóla: að horfa á flíkina, máta hana, velja liti. Hann kenndi mér að stoppa og spyrja: Af hverju gerðirðu þetta en ekki þetta? Og hvað gerist ef þú ferð frekar með þetta hingað? Hann gaf sér tíma til að kenna mér á líkamsformin, hverju einn saumur gæti breytt. Hann kenndi mér um hvaö ameríska konan snerist. Við lékum okkur stundum að því að skipuleggja sumarfrí amerískrar konu, hvert hún færi, hvað hún gerði, í hverju hún væri og svo framvegis. Ég lærði á nýja menningu á þeim stund- um, komst inn í annan heim.“ - Já, þær hafa ekki klætt sig alveg eins og kon- urnar heima á Teigunum, þessar auöugu banda- rísku frúr! „Nei! Eða á Laugaveginum,“ bætir hún við hlæj- andi. „Svo dó Zack úr blóðkrabba og ég saknaði hans mjög. Það var ekki síst honum að þakka hvað árin mín hjá Calvin voru skemmtileg. Öll tískufyrir- tæki fara upp og niður og á þessum árum var mik- ið að gerast hjá Calvin. Ég var þar til dæmis þegar Kate Moss kom fyrst til starfa og það var iðandi líf og fjör.“ - Af hverju yfirgafstu þessa paradís? „Eftir sex ár voru allir hættir sem höfðu verið þar þegar ég byrjaði. Calvin skiptir oft út hönnuö- um og það var alltaf að koma nýtt og nýtt fólk. Hjá mér tóku við persónulegri mál eins og að stofna fjölskyldu." Sérsviðið prjón Árið er 1995 og Gucci er næst. „Tískuheimurinn er svo lítill. Maður sem ég hafði unnið með fyrsta árið hjá Calvin var farinn að vinna hjá Gucci, hann hringdi til min og bauð mér að koma og hitta Tom Ford. Og ég skellti mér. Á þeim tíma var Gucci rétt að byrja, og ég tók að mér að hanna prjónafatnað fyrir fyrirtækið." Sá hluti tískulínunnar sem heitir „knitwear" hefur verið sérsvið Steinunnar frá upphafi, og hún hefur sérstaklega lagt sig eftir fínum efnum, kasmír og silki. Voðin er prjón en „knitwear" er ekki bara peysur heldur líka bolir og sundfatnaður til dæmis. „En þó að ég sjái ein um fatnað úr prjónaefni þá fer mikiil tími í sameiginlega fundi þar sem litir eru valdir og að sitja yfir þegar allar flíkurnar eru mátaðar. Maöur lærir ótrúlega mikið af að horfk á flíkur mátaðar sem maður hefur ekki teiknað sjálf- ur og fylgjast meö öllu ferlinu, frá fyrstu hönnun til endanlegrar framleiðslu. Þegar ég kom til La Perla fékk ég loksins tækifæri til að gera allt sjálf. Það var mikil ögrun.“ - Það fékstu þá ekki hjá Gucci? „Nei. Við vorum bara þrjú þegar ég kom þangað. Ég sá um peysudeildina en yfirhönnuðurinn var Tom Ford. Hann gaf mér mikið frelsi og kenndi mér í raun og veru að vinna sjálfstætt, en hann þurfti að leggja blessun sína yfir verk okkar hinna. Þá stöðu fékk ég hjá La Perla. Þess vegna fór ég yfir. Þar hannaði ég allt - allt frá undirfatnaði yfir í skó, töskur, pelsa og aðrar yfirhafnir - valdi efn- in, fylgdist með framleiðslunni og mátaði allt, Þetta var lýjandi - stundum var ég að því komin að rífa hárið upp með rótum - en nauðsynleg þolraun. Og í raun og veru þakka ég Tom Ford það að ég skyldi taka þetta skref, hann vandi mig á að hugsa meira um smáatriði í formi, efni og áferð og liti. Ég lærði líka hjá Gucci að hugsa um að gera fatnað- inn kynþokkafullan. Calvin var meira „mínímal“.“ Ekki brúðarkjóll La Perla var þekkt undirfatafyrirtæki en hafði ekki verið með annan fatnað fyrr en þeir réðu Steinunni til sín. Það var Steinunn sem kom La Perla á tískusvið Mílanóborgar. - Ætlarðu að vera með heila línu sem sjálfstæð- ur hönnuður? „Nei. Ég tel ekki að það sé góð byrjun fyrir ný- liða á tískumarkaðinum að koma strax með stóra línu. Ég vil koma upp ferlinu sem fylgir fram- leiðslu og sölu áður en ég held stóra sýningu. Ef þú heldur góða sýningu en kemur ekki vörunum þín- um á markað þá er lítið unnið. En framtíðar- draumurinn er að sýna heila línu.“ Heil lína þýðir að það er ekki nóg að vera með prjónið. „Allt frá hvirfli til ilja þarf að fylgja," seg- ir Steinunn, „kápur, „tailoring", leður, pelsar, bux- ur, pils, undirfatnaður, prjón, sundföt..." - Og brúðarkjóll! botnar blaðamaður, en er of fljót á sér. „Nei, brúðarkjólar eru hinn klassíski endir á Til að sýna íslensk áhrif stillir Stcinunn oft flíkunum upp við hliðina á ljósmyndum eða málverkum af íslenskri náttúru. Þessar náttúrumyndir eru eftir Max Sclimid. Haute Couture-sýningum hátískuhúsanna. Þeir fylgja ekki í Ready to Wear sýningum." - En hvernig kemurðu flíkunum þínum á fram- færi ef þú sýnir ekki á tískusýningum? „Ég er með sýningarsal úti i New York og þang- að koma væntanlegir kaupendur og skoöa og panta. Svo set ég myndir inn á heimasíðuna mína, www.steinunn.com, þar sem fólk getur skoðað flík- urnar þegar þær eru farnar úr sýningarsalnum í New York.“ - - Hvernig hefur „Steinunni" verið tekið? „Óskaplega vel. Þetta er harður heimur en mér tókst strax að komast inn í Takashamaya, jap- anska stórverslun á Fimmtu tröð í New York. Ann- ars hef ég einkum komist inn í litlar búðir. Varan mín þykir afar vönduð og á góðu verði, peysan kostar að meðaltali 220 dali. Peysurnar mínar frá La Perla voru miklu dýrari en ég ætla að vona að verðið á Steinunni fari ekki upp úr öllu valdi.“ íslenskar konur og íslensk náttúra - Hvernig finnst þér íslenskar konur klæða sig? „Mér fyndist afar gaman ef islenskar konur færu að vinna með orðið „kven- legt“. Þær leggja ekki nógu mikla áherslu á það. Af hverju erum við ekki í hælaháum skóm hversdags með litlar töskur? Það er eins og við séum feimnar við að vera fínar. Ég bendi oft á Vigdísi Finnbogadótt- ur sem gott dæmi um hvernig við eigum að vera. Hún er svo glæsileg en líka kvenleg. Hún klæðir sig í einföldum stíl en eftir sín- um karakter - og hún býr til tísku. Á hinum endanum er svo Björk sem líka klæð- ir sig eftir sínum karakter. Þær eru gerólíkar en eiga sameiginlegt að leyfa sér að skapa sína týpu í fötum og eru öruggar um sitt fata- val.“ Steinunni finnst á hinn bóginn að margar íslenskar stúlkur séu alltof fljótar á sér að fara að mála sig mik- ið og lita á sér hárið. Þær leyfa sér ekki að hvíla í sinni ungu fegurð. Steinunn leggur mikla áherslu á áferð þegar hún velur efni og munstur í fatnað sinn og þar verður íslensk náttúra henni frjó uppspretta hugmynda, bæði að litum og áferð, þó að stundum sé erfitt að viður- kenna fyrir sjálfum sér að áhrifin séu íslensk. „Ég byrjaði að safna bók- um með myndum af nátt- úru íslands þegar ég var unglingur. Og ég tók þær með mér þegar ég fór úr landi. Þú hannar út frá því sem þú hefur séð og upplif- að og að alast upp á íslandi mótar sjón manns öðruvísi en önnur lönd. Þegar ég var að alast upp var ekki trjá- gróður í hverfinu mínu, bara órækt og grjót. Svo var fjaran auövitað leikvöllur- inn í Laugarneshverfinu. Sjórinn, grjótið, fjaran, allt þetta mótaði mig, og snjór- inn, ýmist nýfallinn, vind- barinn eða frosinn, lika Ég kunni ekki á neitt þegar ég fór vestur. Það eina sem ég hafði séð af tískumyndum voru Burda- gróðurinn, lágvöxnu, lit- blöðin! Ég segi alltaf að ég hafi farið í gegnum þetta á sakleysinu. ríku hálendisblómin, mosinn, skófirnar. íslenskur fatnaður frá fyrri tíð getur líka gefið hugmyndir," heldur hún áfram, „til dæmis út- saumurinn á skautbúningnum og upphlutnum. Ég get ekki beðið eftir því að Þjóðminjasafniö verði opnað aftur til að geta skoðað flíkurnar sem þar eru geymdar. Ég hefði gífurlegan áhuga á að koma upp sérstöku búningasafni hér á landi með fatnaði frá öllum öldum, bæði venjulegum fatnaði og sér- stökum, frægum flíkum - til dæmis prjónadragt- inni sem Vigdís var í morguninn þegar hún tók við hyllingu þegna sinna eftir að hún var kosin forseti. Sem nemi í Parson’s skólanum fékk ég að fara reglulega á Metropolitansafnið í New York og skoða búningasafnið þeirra. Við settum upp hvíta hanska og máttum þá handleika flíkurnar, skoða snið og saumaskap, frágang og munstur. Fatasafn hér gæti komið að miklu gagni fyrir nemendur í hönnun og alla sem starfa við eða hafa áhuga á búningahönnun og saumaskap." Það væri eftir öðru ef Steinunn léti þennan draum rætast - eins og hina. -SA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.